Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Page 34
34 FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987. Fréttir Framtíðarskipulag umferðar í Kvosinni: Fólk ferðist fótgangandi Þaö hefur ekki fariö fram hjá nein- um aö miklar breytingar eru fyrir- hugaðar í Kvosinni á næstu árum. Þar á að rísa ráðhús, nýtt Alþingis- hús, og þar verða byggð nokkur ný fjögra hæða hús. í heildina mun flat- armál bygginga þar aukast um 36 þúsund fermetra. Nokkur umræða hefur átt sér stað um hverng um- ferðarmálum verður háttað í Kvos- inni en á þeim eru fyrirhugaöar gagngerar breytingar. í stað þess að keyra um þröngar götur Kvosarinnar eiga ökumenn að aka um stofn- og tengibrautir sem hggja í kringum Kvosina og leggja bílum sínum í jöðrum hennar og halda síðan fótgangandi leiðar sinnar. Geirsgata Stærsta breytingin mun felast í byggingu nýrrar götu, Geirsgötu, sem á að geta tekið við 40-50 þúsund bílum á sólarhring en Tryggvagata og Hafnarstræti, sem hún á að leysa af hólmi, rúma 25-30 þúsund bíla á sólarhring. Geirsgata mun taka við af Kalkofnsvegi og liggja eftir Mið- bakka og tengjast Tryggvagötu rétt austan við Ægisgarð. í aðalskipulagi Reykjavíkur fyrir árin 1962-1983 var gert ráð fyrir að Sóleyjargata og Fríkirkjuvegur yrðu breikkuð í fjórar akreinar. En sú hugmynd mun ekki eiga fylgi að fagna innan núverandi borgarstjóm- armeirihluta. Þess í stað er stefnt er að, að hluti af umferð um þessar göt- ur færist yfir á Sætún en gert er ráð fyrir að hún verði 6 akgreinar á næstu árum. Þó verður að gera ráð fyrir að einhver hluti umferðarinnar flytjist á Suðurgötu. Göngugötur Austurstræti vestan Pósthússtræt- is verður gert að göngugötu, svo og Vallarstræti, Kirkjustræti milli Thorvaldsenstrætis og Pósthús- strætis. Aðalstræti breytist í SVR- götu. Tryggvagata milli Pósthús- strætis og Lækjargötu breytir um legu og verður SVR-gata. Hafnar- stræti verður lokað í báða enda en hægt verður að aka inn götuna um naustin og út úr henni um Pósthús- stræti. Bílastæði Til þess aö minnka umferðina um Kvosina verður að leysa bílastæða- vandamál Kvosarinnar og hið nýja Kvosarskipulag gerir ráð fyrir að bílastæðaþörfinni verði að mestu fullnægt. Samkvæmt skipulagstillög- unum er gert ráð fyrir allt að 2620 bílastæða þörf í Kvosinni, en sam- kvæmt skipulagstillögunum er gert ráð fyrir allt að 2600 bílastæð- um. Bílastæðavandamáhð á að leysa með bílastæðakjöllurum í- nýbygg- ingum. í norðurhluta Kvosarinnar eru þegar komin bílastæði í Kola- porti og á þaki Tollstöðvarinnar og á nýju stæði á Hafskipsplaninu. Auk þess sem möguleikar verða á fleiri stæðum norðan Geirsgötu. Tvö bíla- stæöahús verða byggð við Tryggva- götu. Bílastæði veröa og á horni Garðastrætis og Vesturgötu. í kjah- ara ráðhússins er fyrirhugað að verði um 200 stæði og eins er ráðgert að í kjallara nýja Alþingishússins verði bílastæðageymsla, auk nokk- urra fleiri stæða sem rúma færri bíla. Strætisvagnasamgöngur Skipulagstillagan gerir ráð fyrir nýrri enda- og skiptistöð fyrir Kvos- ina, sem staðsett er í nýrri götu, sem myndast við að Tryggvagata er verð- ur framlengd í gatnamót Lækjar- götu, Hverfisgötu og Kalkofnsvegar. I þessari götu verður eingöngu leyfð- ur akstur almenningsvagna. Þar sem gert er ráð fyrir að allir almennings- vagnar aki um nýju skiptistöðina er gert ráð fyrir akstri almennings- vagna í báðar áttir í Aðalstræti. -J.Mar Þórarinn Hjaltason yfirverkfræðingur: Það verður klippt á gamla rúntínn í deiliskipulagi Kvosarinnar er gert ráð fyrir að Suðurgata, hluti af Túngötu, Vesturgötu og Grófin verði tengibrautir. - Er gert ráö fyrir einhveijum breytingum á þessum götum í framtíðinni? „Eina gatan, sem við gerum ráð fyrir að taki breytingum frá því sem nú er, er Grófm, þar gerum við ráð fyrir þremur akgreinum, en í deiliskipulagi Kvosarinnar er ekki gert ráð fyrir breytingum á Suðurgötu, Túngötu eða Vestur- götu,“ sagði Þórarinn Hjaltason, yfirverkfræðingur hjá borgarverk- fræðingi. - Hvar á aðkeyrslan aö ráðhúsi við Tjörnina að koma? „Inn- og útkeyrsla frá ráðhúsinu verður um Tjarnargötu." - En að nýja Alþingishúsinu? „Þar koma tveir möguleikar til greina, annars vegar að inn- og útkeyrslan komi inn á Tjarnargötu norðan Vonarstrætis og svo hins vegar að inn- og útkeyrslan komi inn á Vonarstræti, austan við Odd- fellowhúsið." - Leggst núverandi rúntur um miðbæinn þá niður? „Það verður klippt á gamla rúnt- inn samkvæmt deiliskipulaginu en það verður hægt að keyra inn Skólabrú, norður Pósthússtræti og inn á Geirsgötu." - Þolir Kvosin alla þá bílaumferð sem kemur til með að vera þar í framtíðinni? „Umferöaraukningin kemur að mestu leyti á Geirsgötu. Bílaum- ferð um Sætún mun aukast tölu- vert. Um Lækjargötu munu aka um 20 þúsund bílar á sólarhring sem er nokkur aukning frá því sem nú er. Umferð um Vonarstræti mun líklega aukast úr 10 þúsund bílum á sólarhring upp í 12 þúsund. Ann- ars fer bílaumferð mest eftir því hvernig gengur og hversu hratt verður hægt að fjölga bílastæðum í Kvosinni og í nágrenni hennar því að um leið og nóg verður kom- iö af bílastæðum verður mögulegt að draga úr hringsóh bíla um Kvos- ina.“ -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.