Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Blaðsíða 38
38-
FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987.
Nýjar bækur
Gróður jarðar
Ægisgata
Sjóarinn sem hafið hafnaði
Um þessar mundir er að hefja göngu
sína hjá Almenna bókafélaginu nýr
bókaflokkur sem net'ndur er Önd-
vegiskiljur AB. Þrjár fyrstu kiljur
flokksins, Ægisgata, Gróður jarðar
og Sjóarinn sem hafið hafnaði, eiga
það allar sameiginlegt að hafa selst
í stérum upplögum í harðspjaldaút-
gáfum.
Ægisgata
Eftir John Steinbech er ein af bestu
sögum hans. Hún lýsir mannlífi í
borg í Suður-Kaliforníu -æskustöðv-
um höfundar.
Verð kr. 350.
Gróður jarðar
Eftir Knut Hamsun segir frá óskrif-
andi og lítt lesnum einyrkja, ísaki í
Landbroti, lurknum sem trúir á
gróöurmoldina, trúir á vinnuna, ein-
feldnina og manndyggðina.
Verð kr. 485.
Sjóarinn sem hafið hafnaði
Opnar lesandanum ógnvekjandi
sýn inn í hugarheim nokkurra japan-
skra pilta á geigjuskeiði. Bókin var
mjög umdeild þegar hún kom í fyrsta
sinn út hjá Bókaklúbbi Almenna
bókafélagsins og seidist upp á
skömmum tíma. Verð kr. 270.
Við hátið skulum halda
- 30 jólasöngvar með nótum
eftir feðgana Hinrik Bjarnason og
Bjarna Hinriksson
Vaka-Helgafell hefur geflð út nýja
jólasöngbók, Við hátíð skulum halda,
með söngtextum Hinriks Bjarnsonar
og myndskreytingum sonar hans,
Bjarna Hinrikssonar. Alhr söngtext-
arnir eru tónsettir af Jóni Kristni
Cortes og birtast nótur sem hann
hefur skrifað meö þeim öllum.
Hinrik Bjarnason hefur á undan-
fórnum árum samið og þýtt fjölda
texta við jólasöngva frá ýmsum lönd-
um. Margir textar Hinriks eru þegar
sígildir og sungnir um hver jól, svo
sem Jólasveinninn kemur í kvöld,
Ég sá mömmu kyssa jólasvein, Snæ-
finnur snjókarl og Jólasveinninn
minn.
Fremst í bókinni Við hátíð skulum
halda er einfóld samantekt um upp-
runa söngvanna, höfunda þeirra og
erlend heiti.
Bókin Við hátíð skulum halda er
64 blaðsíður og er unnin í Prenttækni
í Kópavogi. Bókin kostar 1280 krónur
með söluskatti.
i.inak kÁRÁSOt.
•Söngur
villiandarinriár
heitir Hart á móti hörðu. í nætur-
klúbbi í Hong Kong haföi verið
skrifað með fingri á blóðstorkið gólf-
ið. Þetta var nafn manns sem
heimurinn vildi að væri grafinn og
gleymdur: Jason Bourne.
Wasington, London, Peking, skelf-
ingin fer eins og eldur í sinu um
heiminn. Maðurinn sem stendur
næst sjálfum forseta Alþýöulýðveld-
isins er myrtur af manni sem áður
hafði skilið eftir sig blóðuga hryðju-
verkaslóð um víða veröld. Þjóðar-
leiðtogar og undirheimafurstar -
allir spyrja sömu kvíðvænlegu
spurningarinnar: Er Bourne aftur
kominn á kreik? Verð kr. 1.875.
Söngur Villiandarinnar
Söngur viiliandarinnar og fleiri
sögur nefnist smásagnasafn eftir
Einar Kárason sem Mál og menning
hefur gefið út. Þetta er í fyrsta sinn
sem Einar sendir frá sér smásögur.
Söngur villiandarinnar geymir alls
sjö sögur sem allar gerast í íslensk-
um nútíma. Hér eru fjölbreyttar og
oft kostulegar frásagnir af furðulegu
hvunndagsfólki og neyðarleg atvik
úr hinu daglega lííi eru gjaman látin
bregða ljósi yfir ævi og persónur
þeirra sem fyrir verða.
Sögurnar eru sagðar í þeim hálf-
kæringstón sem lesendur Einars
þekkja, í senn háðskum, fyndnum
og hlýjum, og bornar uppi af litríkum
mannlýsingum. Söngur villiandar-
innar og fieiri sögur er 172 bls. að
stærö, prentuð í Prentstofu G. Bene-
diktssonar. Verð kr. 1.980.
Svefn og svefnleysi
Setberg hefur gefið út bókina Svefn
og svefnleysi sem gefur svör við
spurningum svo sem: Af hverju syfj-
ar okkur? Er svefnskortur hættuleg-
ur? Er svefninn háður líferni? Er
síðdegisblundur skaðlegur fyrir næt-
ursvefn? Eru til efni sem framkalla
svefn? Er gagn að heitri mjólk og
hunangi? Bók þessi er fyrst og fremst
ætluð almenningi. Hún er skrifuð
fyrir fólk sem vili fræöast um eigin
líkamsstarfsemi og langar að vita
hvað það getur sjálft gert til að öðl-
ast góðan nætursvefn. Verð kr. 988.
1967 en var löngu uppseld og mikil
eftirspurn hvatti útgefandann til
endurútgáfu.
Á bókarkápu segir ennfremur:
„Hann lauk aldrei barnaskólanámi,
en í dásvefni talaði hann reiprenn-
andi erlendar tungur, sá fyrir ævi
manna og óorðna atburði, eða lýsti
nákvæmlega löngu liðnum atburð-
um.
Verð kr. 1.490.
Ný ljóðabók eftir ísak Harðarson:
PrösturJ. Kadsson
SVAÐILFÖRIN
Ævintýri v,
Myrjdif: Hatpn Knrlsdöuir
Svaðilförin
Eftir Þröst J. Karlsson
Þröstur J. Karlsson hefur skrifaö
margar ævintýrabækur og er „Svað-
ilförin“ ein þeirra bóka. Svaðilförin
er spennandi ævintýri fyrir stráka
og stelpur á öllum aldri og segir frá
þeim álfum Daða og Bússa sem taka
sér ferð á hendur í loftbelg og lenda
í sannkallaðri svaðilför.
MEISTARISPENNUSÖGUNNAR
HARTÁMÓTI
Hart á móti hörðu
Bókaútgáfan Setberg hefur gefið út
nýja bók eftir Robert Ludlum sem
HUGH IOFTING
DAGFtNNUR
DýRALÆKNIR
í APAtAN
Dagfinnur dýralæknir
í Apalandi
endurútgefin í þýðingu Andrésar
Kristjánssonar
Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur
endurútgefið fyrstu bókina um Dag-
finn dýralækni. Höfundur bama-
sagnanna um Dagfinn dýralækni er
Hugh Lofting, enskur og írskur að
ætt, fæddur 1880. Fyrsta bókin, sagan
um Dagfinn dýralækni í Apalandi,
kom út 1920 og hlaut miklar vinsæld-
ir sem ekki hafa fölnað síöan.
Fyrsta bókin sem kom út á íslensku
var einmitt þessi bók, Dagfinnur
dýl-alæknir í Apalandi, og hlaut hún
strax frábærar viðtökur í snilldar-
þýöingu Andrésar Kristjánssonar.
Andrés skrifar á léttu og lipru máli
sem styrkir málkennd og eykur orða-
forða barnanna.
Verð kr. 990.
Edgar Cayce
undralæknirinn og sjáandinn
„Bandaríkjamaðurinn Edgar Cayce,
sem lést árið 1945, þá 67 ára að aldri,
er tvímælalaust einhver sá athyglis-
verðásti dulspekingur og sjáandi sem
um getur á þessari öld,“ segir aftan
á bókarkápu nýendurútgefmnar
bókar hjá Erni og Örlygi.
Bókin kom fyrst úr á íslensku árið
Utganga um augað læst
Nýlega sendi bókaforlagið Svart á
hvítu frá sér ljóðabókina Útganga
um augað læst eftir ísak Harðarson.
Þetta er fimmta ljóðabók ísaks.
Aftan á bókarkápu segir m.a.: „Út-
ganga um augað læst markar nokkur
þáttaskil í skáldskap ísaks. Ljóðstíll
hann er nú lýrískari og fágaðri en
áður, án þess að nokkuð glatist af
þeim sprengikrafti sem ljóð Isaks eru
ævinlega gædd. Hér eru á ferðinni
nútímaljóð í bestu merkingu þess
orðs.
Bókin Útganga um augað læst er
88 bls. að stærð, prentuð í Prent-
smiöju Árna Valdemarssonar. Verð
kr. 1.590.
Samuel Beckett
gefinn út í fyrsta sinn á íslensku
Ut er komin hjá bókaforlaginu Svart
á hvítu bókin Samuel Beckett- sög-
ur, leikrit, ljóð. Þetta er í fyrsta skipti
sem verk eftir þann merka höfund
eru gefm út í íslenskri þýöingu.
Samuel Beckett er í hópi merkustu
rithöfunda þessarar aldar og hefur
ef til vill öðrum fremur stuðlað að
róttækum breytingum á skáldsagna-
gerð og leikritun eftir seinni heims-
styrjöld. Beckett, sem hlaut
bókmenntaverðlaun Nóbels árið
1969, er áleitinn höfundur einstakur
og frumlegur. Hann skilgreinir hlut-
skipti mannsins á guðlausri atómöld,
lýsir leitinni að tilvist og samastað í
veröld sem er á mörkum lífs og dauða
þar sem tungumáhð heyr varnar-
stríð við þögnina.
í þessari bók eru sjö leikrit, sex
sögur og tíu ljóð frá fimmtíu ára
ferli, þar á meðal þekktasta verk
Becketts, leiktritið Beðið eftir Godot,
í nýrri þýðingu, og eitt nýjasta snilld-
arverkið, hin stutta og magnaða
skáldsaga Félagsskapur frá 1980.
Þýðandinn er Árni Ibsen. Verð kr.
2.390.
KVOSIN
Kvosin
Torfusamtökin og Forlagið hafa sent
frá sér bókina Kvosin, byggingarsaga
miðbæjar Reykjavíkur. Höfundar
bókarinnar eru Guðný Gerður
Gunnarsdóttir þjóöháttafræðingur
og Hjörleifur Stefánsson arkitekt.
Guðmundur Ingólfsson hefur tekið
ljósmyndir í bókinni.
Kvosin frásögn af því hvernig höf-
uðborg íslands byggðist.
í bókinni er fjallað um fyrstu húsa-
gerðir bæjarins, fyrstu verslunar-
húsin og hvemig byggingar
breyttust við afnám verslunarhafta
og með tilkomu nýrra verslunarsam-
banda. Hér er lýst þeim breytingum
sem ný byggingarefni höföu í fór með
sér, og hvaða áhrif nýjar stefnur í
byggingarlist höföu á húsagerð í mið-
bænum.
Byggingarsaga hverrar einstakrar
lóðar er rakin og greint er frá helstu
stefnum í byggingarlist Norður-
Evrópu um og eftir seinustu aldamót.
Saga þessi er rakin í máli og fjöl-
mörgum nýjum og gömlum ljós-
myndum, auk teikninga af húsum
og húshlutum. í bókinni eru um 500
ljósmyndir og teikningar. Nýjar ljós-
myndir eru af nánast öllum húsum
miðbæjarins og auk þess úrval gam-
alla ljósmynda.
Kvosin er 330 bls. Prentsmiðjan
Oddi hf. prentaði. Verð kr. 4.975.
UTL:ÍNUR
Útlínur bakvið minnið
eftir Sigfús Daðason
Iðunn hefur gefið út nýja ljóöabók
eftir Sigfús Daðason. Nefnist hún
Útlínur bakvið minnið og er fjórða
ljóðabók skáldsins: En áður hefur
Iðunn gefið út Ljóð Sigfúsar Daða-
sonar, þrjár fyrri bækur hans í einni.
Útgefandi kynnir efni þessarar nýju
ljóðabókar með svofelldum orðum:
„Ljóðin eru að því leyti útlínur aö
þau eru einatt sparlega dregin: í
meitluðum ljóðmyndum skyggir
skáldiö jafnt ytri heim sem innri vit-
und. Skáldskapur Sigfúsar Daðason-
ar á djúpar rætur í kiassískum
menntum og hann ber samtíðina sí-
fellt upp að ljósi sögunnar.
Verð kr. 1.680.