Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Qupperneq 44
44 FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987. Sviðsljós Ólyginn sagði... Sarah Ferguson gerir ekkert skemmtilegra en að ferðast. Síðan hún giftist inn í bresku konungsfjölskylduna hef- ur hún ferðast til Mauritiuseyjar í Indlandshafi, farið til Kanada að leika sér á kanó, nokkrar búðar- ferðir til Parísar, tvisvar á skíði til Sviss og í heimsókn til móður sinnar í Bandaríkjunum. Jólun- um áætlar hún að eyða á Mauritius aftur því hótelstjórinn á fínasta hótelinu þar bauð henni og Andrew að dvelja þar ókeypis til þess að laða að gesti. Samantha Fox, sem er fræg söngkona í Bret- landi, er jafnvel enn frægari fyrir firnastóran barm sinn sem slær jafnvel barmi Dolly Parton við. í bandarískum dónablöðum hafa verið að birtast nektarmyndir af Samönthu og hefur hún gert allt sem I hennar valdi hefur staðið til þess að koma í veg fyrir að þær væru birtar á Bretlandi. Hún vill nefnilega frekar að hennar sé mrnnst vegna sönghæfileika en fyrii* það hvernig guð skapaði hana. Sean Penn varð víst alveg óður um daginn jegar Madonna heimtaði skilnað frá honum. Hann var alls ekki til- búinn að sleppa hendinni af Madonnu og því kom þetta hon- um á óvart. Hann virðist hafa tekið þann pólinn í hæðina að best sé að drekkja sorgum sínum í brennivíni og hefur hann gert skandal vítt ■ og breitt um Los Angeles undanfarið með dólgs- og drykkjulátum síðan Madonna sleit sambandinu. Krakkarmr drogu ekkert af sér við verkið þótt vinnudagurinn vaeri langur. DV-myndir S Borðið er þarna að fyllast af skreytingum. Á myndinni eru Margrét, Anna María, Kristín og Davíð. TröILa- Fyrir nokkru kom upp sú hugmynd meðal nemenda í Breiðholtsskóla að hefja fjáröflun fyrir kaupum á sjónvarpi og myndbandstæki fyrir skólann. í því skyni settist hópur nemenda niður við framleiðslu jólaskreytinga úr trölladeigi og unnu þeir samileytt að þessu verkefni í 24 klukkustundir. Af- raksturinn er 600 skreytingar sem koma eflaust til með aö ganga verulega upp í tækjakaup ef vel gengur aö selja þær. Skreytingarnar munu verða til sölu fyrir íbúa neðra Breiðholts. Óvenju- leg sýning Tryggvi Gunnar Hansen er líklega þekktastur fyrir að vera einn af fáum sem enn kann að hlaöa torfvegg á réttan hátt. En honum er fleira til lista lagt og hefur hann nú opnað sýningu á fjölbreytilegum verkum sínum í Ásmundarsal. Sigríður Ey- þórsdóttir sýnir einnig verk sín á sýningunni. Sýning þeirra er um margt sérstæð og Tryggvi sýnir meðal annars for- vitnilegar hugmyndir sínar um byggingu torfhúsa með gleri. Tryggvi sýnir einnig safn heimatilbúinna hljóðfæra sem hann hefur búiö til og á það til að taka í þau fyrir sýning- argesti. Á sýningunni er einnig fjöldi málverka og ljósmynda. Listamennirnir Tryggvi Hansen og Sigriður Eyþórsdóttir standa fyrir framan Ijósmynd af skúlptúr Sigríðar. : Hér sést hluti þeirra hljóðfæra sem Tryggvi smiðaði og er þarna verið að spila fyrir sýningargesti. DV-myndir HS Tryggva dreymir um að byggja einhvern tíma torfhús með gleri og hér stendur hann fyrir framan eina af hugmyndum sinum um þannig hús. Verðandi leikstjóri? Þau hjónin Ibrahim Mousa og Nasstasja Kinski vekja mesta at- hygli á kvikmyndahátíðinni i Kairó í Egyptalandi. Simamynd Reuter Hin þýskættaða Nastassja Kinski, sem gift er kvikmyndaframleiðand- anum Ibrahim Mousa, er nú stödd á Egypsku kvikmyndahátíðinni. Hún hefur nýlokið við leik i kvikmynd sem er á hátíðinni og ber heitið „Int- ervista". ítalski leikstjórinn Felhni leikstýrir þeirri mynd. Nastassja Kinski tilkynnti það á blaðamannafundi að hún væri reiðu- búin að leikstýra sinni fyrstu kvikmynd ef eiginmaður hennar, Ibrahim, væri tilbúinn til þess að framleiða hana. Það verður eflaust forvitnileg útkoma ef af veröur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.