Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1987, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1987, Qupperneq 13
FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987. 13 Fósturvemdarfnimvarp: I meðbyr, þótt móti sé vóið Eitt þingmál er farið að vekja at- hygli og umræður, jafnvel áður en það hefur séð dagsins ljós á Al- þingi. Það er að vonum, því að hér er meira í húfi en í nokkru öðru máh, sem þingmenn munu fá tii umfjöllunar á nýbyijuðu kjörtíma- bih. í bókstaílegum skhningi munu þúsundir ófæddra bama eiga líf sitt undir því, að þetta væntanlega frumvarp geti orðið að lögum. Hér á ég vitanlega við boðað frumVarp Borgaraflokksins um verulegar þrengingar á sk. fóstur- eyðingalögum frá 1975. Sagt er, að frumvarpið verði í samræmi við þá grundvaharstefnu flokksins, að umhyggja fyrir mannlegu lífi, gagnstætt eyðingu þess, sé æðsta markmið góðrar ríkissfjómar. Undir þá afstöðu ættu ahir skyn- samir og velvhjaðir menn aö geta tekið. Aukin þekking styrkir mál- stað lífsins Á síðari árum eru æ fleiri farnir að gera sér Ijóst, að lögin frá 1975 voru afdrifarík mistök, sem áttu aidrei að eiga sér stað. Einmitt á þeim sama áratug var fósturfræðin (fetology) að öðlast fastan sess sem vísindagrein og óyggjandi niður- stöður hennar um þroskastig fóstursins famar að breyta við- horfum manna th hinna ófæddu. Meinið er, að þessi nýja þekking er ekki enn orðin almenningseign. Hve margir skyldu t.d. þekkja þá staðreynd, að öll fóstur, sem grand- að er með sk. fóstureyðingu, em með hjarta, sem slær og dælir blóði, sem þetta ungviði hefur framleitt KjaUaiirm Jón Valur Jensson guðfræðingur sjálft? Ennfremur, að meiri hluti allra fóstra, sem fargað er sam- kvæmt lögunum, er svo langt á veg kominn, að þau senda frá sér heha- bylgjur, hreyfa sig, em komin með beinagrind (fyrst úr bijóski) og flest líffæri starfandi. Og það, sem meira er: Enginn getur viilst á út- hti þeirra - ahir munu sjá, að þar er tvímælaiaust um mannsbam aö ræða. I algeru þekkingarleysi um þess- ar staðreyndir samþykktu þing- menn umrædda löggjöf, sem frá vorinu 1975 til þessa dags hefur verið notuð th að réttlæta og fram- kvæma yfir sjö þúsund fósturdeyð- ingar. Þessi lög em tvímælalaust mesta slysaverk Alþingis frá end- urreisn þess árið 1845. Engan skyldi undra, að upp sé risin fjölmenn hreyfing lífsvernd- arsinna og að sú krafa heyrist æ oftar, að tryggja beri hinum ófæddu þann rétt til hfs, sem viö hin fáum öh að njóta. Það er mál- staður, sem nær út yfir öh flokks- bönd og mun halda áfram aö eflast með þjóðinni og meðal þingmanna, því aö sannleikurinn um mannlegt eðh fóstursins heldur áfram að breiðast út og höfða með óbilandi krafti th mannúðar og réttlætis- kenndar ahra sæmhegra manna. Fmmvarp um lög th að styrkja réttarstöðu ófæddra barna hefur því meiri meðbyr nú en nokkm sinni fyrr. Hlutleysisreglur útvarpsins þverbrotnar En vissulega er einnig róið á móti þessu lífsvemdarfrumvarpi. Við sáum Sonju B. Jónsdóttur fréttamann gangast upp í slíkum andróðri í mjög svo hlutdrægum Kastljósþætti fyrir fáeinum vikum. í þáttinn, sem kallaðist „Fóstur- eyðingar", valdi hún tíu manns; þar af vora langflestir veijendur fósturdeyðingalaganna, en aðeins einn málsvari nýrrar löggjafar. Þrátt fyrir að fréttastjóri, Ingvi Hrafn Jónsson, hafi bent Sonju á að hafa viðtöl við fulltrúa frá fé- lagsskap lífsvemdarmanna og Þjóðkirkjunni, hafði Sonja þau ráð að engu. Kirkjuþing hafði þá ný- lega gert mjög eindregna samþykkt til stuðnings við lífsrétt ófæddra bama, og fréttafuhtrúi Þjóðkirkj- unnar lét tvívegis senda þá samþykkt th Sonju. Þó minntist hún ekki einu orði á yfirlýsingu Kirkjuþings i öllum þættinum. Engum ætti að koma á óvart að Útvarpsráði hefur borist kæra vegna þessa grófa hlutleysisbrots. En við öðruvísi málsmeðferð var naumast að búast frá þessum fréttamanni, sem samiö hefur „Ljóð th varnar lögum nr. 25 frá 1975“ (þ.e. fósturdeyðingalögun- um) og birt það alþjóð! (í Veru, júníhefti 1985). Upplýsingum haldið frá al- menningi Sjónvarpsþáttur þessi var lýs- andi dæmi um misbeitngu fjöl- miðla í áróðursskyni. Upplýsinga- skyidan um það, sem í húfi er í sk. fóstureyðingu, var ekki uppfyht eins og thefni var th. Hversu marg- ar stúlkur verða ófijóar eða missa fóstur vegna sk. „löglegrar fóstur- eyöingar“ fyrr á ævinni? Hvaða stuöning eða bætur fá þær frá heh- brigðiskerfinu? Hve mikh sálræn eftirköst verða konur að þola, eftir að aðrir hafa notfært sér sk. „frelsi“ þeirra sem skálkaskjól og tækifæri th að öðlast sjálfir frelsi undan skuldbindingum sem upp- alendur barnsins eða meðlags- greiðendur? Slíkar spumingar vom ekki einu sinni bomar upp í þættinum. Og nákvæmlega ekkert var gert til að fræða áhorfendur um eðli og þroskastig fósturs á þeim aldurs- skeiðum, sem algengast er að rífa þau úr móðurkviði. ÞÓ er þessi sjónmiðhl kjörinn vettvangur th að sýna myndir af fóstri og ótrúlega líflegri athafnasemi þess. En þetta er ekki í fyrsta sinn, sem myndir af fóstri hafa ekki fengið að birtast i sjónvarpsþætti um fóst- urdeyðingar. Það sama gerðist árið 1975, þegar Guömundi Jóhannes- syni, fæðinga- og kvensjúkidóma- lækni, var meinaö að birta shkar myndir í umræðuþætti vegna harðvítugrar mótspymu tveggja andmælenda hans, sem studdu kröfumar um aukið „frelsi kvenna th að ráða líkama sínum". Er ekki næsta augljóst, að það sem málsvarar fósturdeyðinga ótt- ast mest er upplýst umræða og að sannleikurinn um hf hinna ófæddu sé dreginn fram í dagsljósið? Jón Valur Jensson „Enginn getur villst á útliti þeirra - allir munu sjá, aö þar er tvímælalaust um mannsbarn aö ræða.“ Fjósamaðurinn „Fjármálaráðherra notaöi alis kyns handasveiflur til að leggja áherslur á orð sín,“ segir m.a. i greininni. -Frá fundi i Múlakaffi á siðastliðnu ári. Pólitískar uppákomur hafa verið mjög thþrifamiklar upp á síðkastið. Ráöherrar stjórnarflokkanna virð- ast ekki sammála um nein grund- vallarmál önnur en að sitja sem fastast í stólum sínum. Viö höfum mátt horfa upp á stjórnarþingmenn senda hver öðrum fúkyrði og glós- ur en ást þeirra á völdum og persónulegum frama virðist vera tilfmningum þeirra og meintum þjóðarhag yfirsterkari. Alþýðubandalagsmenn berast á banaspjótum og Kvennahstinn pijónar við fylgi sitt á þeirra kostn- að, að því er virðist. Þrátt fyrir þessar aðstæður virðist Borgara- flokkurinn ekki hafa komið stefnu sinni nægjanlega vel til skila ef marka má skoðanakannanir. Vel má vera að skorti á eigin íjölmiðli sé þar nokkuð um að kenna. Er Jón í læri hjá Þorsteini? í krafti valda og flölmiðlaaðstöðu sinnar hafa ýmsir póhtískir and- stæðingar Borgaraflokksins vegið ómaklega úr launsátri að formanni Borgaraflokksins. Síðasta atlagan virðist vera ættuð úr fjármálaráðu- neyti Jóns Baldvins Hannibalsson- ar. Tilefnið mun vera það að fyrrverandi fjármálaráðherra, Al- bert Guðmundsson, leyfði illa stæðum fyrirtækjum að greiða op- inber gjöld með skuldabréfum. í mörgum tilfellum forðaði þetta illa stæðum fyrirtækjum frá gjaldþroti og tryggði hagsmuni ríkissjóðs. í að minnsta kosti einu tilfelli tryggöu skjót viðbrögð Alberts Guðmundssonar að ríkissjóður þurfti ekki að beygja sig undir nauðasamninga við stórt fyrirtæki. Rangfærðar upplýsingar um þessi trúnaðarmál virðast með einhverj- um „óskiljanlegum" hætti leka úr fjármálaráðuneytinu í Stöð 2 og aðra fjölmiðla. Svo rammt hefur kveðið að þessum rangfærslum að KjáUaiinn Sigurður Þórðarson stýrimaður Þjóðviljinn hélt því fram í frétt áð Albert Guðmundsson hefði gefið út skuldabréf fyrir opinberum gjöldum lögaðila. Spurt er hver upptök þessarar einkennilegu fréttamennsku séu. Er þá ekki örgrannt um að menn líti til húsráðanda fjármálaráöu- neytisins, Jóns Baldvins Hanni- balssonar. Orð og efndir Núverandi háttvirtur fjármála- ráðherra er sem stjórnmálamaður og persóna ein sú kynlegasta sem ég man eftir. Jón Balvin hélt hátt í 200 fundi um land aht fyrir kosningar með yfirskriftinni Hveijir eiga ísland? (Ég get ekki varist þeirri hugsun að Jón og meðreiðarsveinar hans hafi vhjað fá sína sneið.) Megininn- takiö í ræðum Jóns á fundum þessum var ávallt hið sama: það væri nánast lífsnauðsyn að losna úr framsóknarfjósinu. Ef kjósend- ur vildu aðeins vera svo vinsamleg- ir að kjósa Alþýðuflokkinn myndi hann losa landslýð við hið ill- ræmda framsóknarfjós. Víða um land létu einfaldar sálir glepjast af þessum málflutningi sem svo aftur skilaði sér í þokkalegri útkomu Alþýðuflokksins í kosningunum. Það var þó ekki fyrr búið að telja upp úr atkvæðakössunum en Jón baröist um á hæl og hnakka til að komast í vist í því sama framsókn arfjósi og hann hafði sjálfur fundið sem mest til foráttu. Þegar Jón Baldvin haföi um alllangt skeið far- ið með umboð forseta íslands til stjórnarmyndunar var nánast ör- uggt talið að mynduð yrði þriggja flokka stjórn Sjálfstæðis-, Alþýðu- og Framsóknarflokks. Við þaö tækifæri spurði fréttamaður sjón- varpsins hvorn hann teldi líklegra forsætisráðherraefni, Steingrím eða Þorstein. Jón svaraði efnislega á þá leið að færa mætti gild rök fyrir því að sá sem hefði haft verk- stjórn viðræðnanna með höndum og farist það verk sérstaklega vel úr hendi ætti að fá forsætisráðu- neytið í sinn hlut. Með öðrum oröum vildi Jón Baldvin gerast yfirfiósamaöur. Þó að Jón Baldvin kæmist ekki til þeirrar mannvirð- ingar í fiósamennskunni, sem ýtrustu vonir hans leyfðu, virðist hann sæmilega ánægður með sinn hlut. Að framansögðu undraði mig ekki þótt Jón birtist á skjánum með uppbrettar ermar og segðist vifia moka flórinn. Múlakaffi Þegar hér var komið sögu hélt ég í barnaskap mínum að Jón Baldvin gæti ekki með nokkm móti komið mér á óvart en sú varð þó ekki raunin. Fyrir nokkru lagði ég leið mína, ásamt kunningja mínum, í veitingahúsið Múlakaffi. Við feng- um okkur kaffi og flatkökur og grúfðum okkur yfir morgunblöðin. Viðmælandi minn var fyrrverandi krati. Hann var vonsvikinn vegna stefnu ríkisstjórnarinnar í hinum ýmsum málum, til að mynda niður- skurði á allri rannsóknarstarfsemi fyrir atvinnuvegina, auk skatta á tölvur og hugbúnað; þetta vildi hann meina að hamlaði gegn allri framþróun. Verstur þótti honum þó matarskatturinn. Matarskattur- inn, sagði hann, stríðir gegn öllum kosningaloforðum Alþýöuflokks- ins um jöfnuö í þjóöfélaginu og upprunalegum hugsjónum hans. Getur það verið að flokkur Héðins Valdimarssonar, Hannibals Valdi- marssonar og fleiri standi fyrir svo skefialausri árás á alþýðuhéimilin í landinu? Þarna sátum við sem sagt, sötruðum kaffið okkar, skröf- uðum og áttum okkur einskis hls von. Skyndilega birtist fiármála- ráðherra glaðbeittur og fasmikhl ásamt fóruneyti sínu og hóf upp raust sína. Fjármálaráðherra not- aði alls kyns handasveiflur til aö leggja áherslu á orð sín. Hann taldi á fingrum vinstri handar upp tvær tegundir stjórnmálamanna: annars vegar lýðskrumara og hins vegar þá sem stæðu og féllu með verkum sínum. Að sjálfsögðu mátti skifia þetta sem svo að hann teldi sig einn fárra í síðamefnda hópnum. Sann- færingarkraftur hans var slíkur að ég er ennþá ekki frá því að hann hafi meint þetta í alvöra. Við höfðum ekki áhuga á að sitja undir frekari ræðuhöldum svo við gengum út. Þar sem við stóðum á stéttinni varð félagi minn allt í einu alvarlegur í bragði og spuröi: Heyrðu, Siggi, búum við í banana- lýðveldi? Þá fyrst áttaði ég mig, brosti og sagði að það væri nú sennilega örðum aukið en þetta væri líklega einn þáttur í lýðræð- inu. Hitt gátum við verið sammála um að við byggjum við slæma ríkis- stjórn. Að svo búnu kvöddumst viö. Sigurður Þórðarson „Getur það verið að flokkur Héðins Valdimarssonar, Hannibals Valdim- arssonar og fleiri standi fyrir svo skeQalausri árás á alþýðuheimilin í landinu?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.