Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1988, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1988.
17
komast íslendingar að raun um
hvað þeir hafa það oíhoðslega gott.“
Löðrið
„Ég held að fólk á íslandi geri sér
mjög rangar hugmyndir um
Bandaríkjamenn. Það heldur ef til
vill að lífið þar ytra sé eins og í
þessum viðurstyggilegu og leiðin-
legu framhaldsþáttum sem alltaf
er verið að sýna í sjónvarpinu. Það
er eins og að það séu tóm flfl sem
hafist þama viö. En þetta er auðvit-
að ekki svoleiðis, að minnsta kosti
ekki þar sem ég þekki til.
Ég er í rauninni mjög hissa á að
bandarískar sjónvarpsstöðvar
skuli bjóða upp á þetta efni. Og mér
er fyrirmunað að skilja að einhver
skuli hafa gaman af þessu hér uppi
á íslandi. t>etta væri eins og sýna
Heilsubælið í Gervahverfi í banda-
rísku sjónvarpi. Hver myndi eigin-
lega hafa gaman af því?“
Alltfréttnæmt
- Er ekki dálítið sérstakt and-
rúmsloft í hjónabandi þegar báðir
aðilar vinna við fréttir og fréttaöfl-
un?
„Vissulega. Það er hlustað á alla
fréttatíma og alltaf veriö að spekúl-
era í þessum hlutum. Það er
kannski þess vegna sem þetta
leggst svo þungt á mann; þó maður
æth ekki að láta þetta íþyngja sér
þá verður það engu að síður raun-.
in.
Það eru einmitt margir sem hafa
undrað sig á því að við skulum
vera í sama starfi, stundum jafnvel
unnið á sama vinnustað. En mér
finnst þetta ágætt. Það er alla vega
nóg að tala um og það verða aldrei
árekstrar um umræðuefni, eins og
ef ég væri hjúkrunarkona eða Atli
strætóbílstjóri!
Þetta var að vísu dálítið erfitt
fyrst eftir að Dagblaðið kom til sög-
unnar. Þá var Ath nefnilega á DB
en ég var fyrstu tvo mánuðina á
gamla Vísi. Við hittumst alltaf í
hádeginu þegar blöðin voru rétt
ókomin út. Hvorugt okkar vhdi
segja hinu hvað væru fréttir dags-
ins. Þetta var grimmur slagur þar
sem hvorugt gaf sig.“
- Finnst þér fréttir almennt hafa
breyst mikið frá því þú byrjaðir í
blaðamennsku?
„Já, mér finnst fréttimar miklu
betri núna en þær voru. Það er allt
upplýst þó mér fmnnist það stund-
um ganga út í öfgar. Það þarf ekki
ahtaf að segja nákvæmlega frá öhu.
Tökum sem dæmi verkfóh eða
samningaviðræður. Þá er gengið
ahtof langt í því að tala við sama
fólkið og tönnlast á því aö það sé í
raun og veru ekkert aö gerast. Eng-
ar fréttir að fá.
Mér fmnst að þetta mætti breyt-
ast. Þetta er ekki hörð frétta-
mennska heldur miklu frekar fávis
fréttamennska, eins og sést gjarnan
í bandarískum fjölmiðlum. Fólk
hggur ef th vih fyrir dauðanum eða
hefur verið bjargað með naumind-v
um úr miklum eldsvoða. Þar eru
fréttamenn iðulega mættir með
hljóðnemann og spyrja hinnar
heimskulegu en klassísku spurn-
ingar: How do you feel?! íslenskir
fjölmiðlar eiga ekki að tUeinka sér
svoleiðis vinnubrögð."
Neytenda-
blaðamaður
- Þú hefur gjarnan sinnt mjög
klassískum kvennastörfum í þinni
blaðamennsku, séð um neytenda-
mál, uppskriftir og slíkt. Ertu lítill
feministi í þér?
„Ég veit það ekki. Ég er ábyggi-
lega voðalega gamaldags og íhalds-
söm, finnst að konur eigi að vera
heima hjá bömunum sínum og
sinna heimihnu. Á hinn bóginn
flnnst mér að konur eigi skUyrðis-
laust að hafa sömu laun og karl-
menn kjósi þær að vinna utan
heimUisins.
Hvað sjálfa mig snertir þá finnst
mér sum störf í blaðamennsku ekki
henta fyrir konur. Sumar fréttir
myndi ég alls ekki skrifa. Ég var
oft með lifið í lúkunum þegar ég
var á fréttavakt, yfir aö vera sett í
eitthvert leiðindamál; að þurfa
kannski að hringja í einhvem sem
hefði misst sína nánustu í slysi. Ég
gæti það bara ekki.
Ég get hins vegar leikandi hringt
í kaupmann og sagt upp í opið geð-
ið á honum að hann sé okrari. Það
á mikiu betur við mig.“
- Þér hefur aldrei þótt starf neyt-
endablaðamannsins niðurlægj-
andi?
„Alls ekki, þetta er þaö sem heim-
Uishald hjá öllum snýst um, gera
hagkvæm innkaup og elda mat.
Enda er það alveg ömggt mál að
neytendasíðan, fyrst á DB og svo
DV, hefur stappað stálinu í fólk.
Það er farið að spyrja hvaö hlutirn-
ir kosta og kvarta ef eitthvað er að.
Og það geri ég svo sannarlega. Ég
læt ekki bjóða mér hvað sem er.“
- En hafa stallsystur þínar aldrei
Utið þig hornauga fyrir að ein-
skorða þig við „kvenleg" málefni?
„Nei, aldrei. En ég hef stundum
orðið vör við það hjá ljósmyndur-
um að þeir setji neytendamál undir
annars flokks verkefni. Bjarnleifur
heitinn Bjarnleifsson var þó alger
undantekning. Okkur kom alveg
ljómandi vel saman. Hann var aht-
af saharólegur meðan ég var til
dæmis að stússa í tUraunaeldhús-
inu heima hjá mér, sem gat tekið
töluverðan tíma.“
Fjallasýn og fiskur
- Þaö er dáhtið athyghsvert að
tveir gamhr fréttahaukar, eins og
þú og Ath, skuh vera á leið úr
landi, nú þegar andskotinn virðist
laus í íjölmiðlunum?
„Fjölmiðlar sem shkir spUa í
sjálfu sér ekkert inn í þessa ákvörð-
un. Það var einfaldlega mjög
heppUegt að framkvæma þetta
núna. Börnin íjögur eru farin að
heiman, þannig að við ætluðum
okkur að skipta um húsnæði hvort
sem var. Svo gefst mér hka tæki-
færi tU að skrifa áfram fyrir DV
sem kemur sér mjög vel.
Mig langaði reyndar tU þess að
taka mig upp fyrir nokkrum árum
og fara þá til Norðurlandanna, en
þá var Atli ekki tUbúinn að fara.
Núna er hann alveg jafn spenntur
fyrir þessu og ég. Við erum búin
að selja mestallt okkar dót, húsið,
húsgögnin og meira að segja þessa
„frægu“ potta úr tílraunaeldhús-
inu!
í raun og veru lít ég svo á að við
séum að byrja okkar líf upp á nýtt.
En að þessu sinni erum við með
aha okkar reynslu í farteskinu
þannig að viö ættum ekki að þurfa
að reka okkur á einhver óvænt at-
riði.“
- Áttu eftir að sakna einhvers?
„Guð almáttugur, mikU ósköp.
Við eigum eftir að sakna vina okk-
ar og svo auðvitað barnanna okkar
tveggja sem verða eftir hér. Fríska
loftið kem ég hins vegar til með að
hafa í Klettafjöllunum, fjallasýnina
og þaö allt. Hins vegar verð ég að
gera ráðstafanir til að fá íslenskan
fisk sem ég get alls ekki verið án.
Annars eru allir svo áhugasamir
um þessi vistaskipti okkar og óska
okkur svo innUega góðs. Atla varð
að orði um daginn að það væri eins
og fólk hefði aldrei fárið tU Amer-
íklu fyrr. Við erum mjög þakklát
fyrir þennan hlýhug. Ég skal svo
sannarlega senda skemmtilegar
fréttir heim.“
-Sæm.F.
Anna og Atli á
leiðtil Ameriku:
„Við erum að byrja upp
á nýtt.“
BILA-HAPPDRÆTTI HANDKNATTLEIKSSAMBANDS ISLANDS
10 SU2UKI FOX JEPPAR - meö drift á öllum, eins og landsliðið okkar
25 SUZUKI SWiFT - tískubíllinn t ár
35 BÍLAR
Dregid 18. janúar 1988
FLUGLEIDIR/UKf Áöáistu#!i.ntísaÖil; IíSí