Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1988, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1988, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1988. 41 f - segir Sigrún Waage sem fer með hlutverk Eponine í Vesalingunum „Takmarkið er að reyna alltaf að gera betur,“ segir Sigrún Waage sem nú er að stiga sin fyrstu skref á leiklistar- brautinni i Vesaiingunum. Söngleikurinn Vesalingamir hefur verið sýndur við mjög góða aðsókn í Þjóðleikhúsinu en frumsýning var á annan í jólum. Uppselt er fram í febrúar og flestir þeir sem séð hafa leikinn sammála um að þar fari góð sýning. Það hefur vakiö athygli að með flest hlutverk fará ungir leikarar - ný kynslóð í Þjóðleikhúsinu mun ein- hver hafa haft á orði. Einn þessara leikara hefur ekki áður leikið hér á landi enda nýkominn úr námi frá Bandaríkjunum. Það er Sigrún Wa- age, 26 ára gömul, sem hingað til hefur verið betur þekkt sem dansari. Sigrún fór til New York fyrir fimm árum í leiklistarskóla eftir að hafa verið neitað um inngöngu í Leiklist- arskóla íslands. Reyndar eru aðeins örfáir sem komast þar inn á ári hveiju og sífellt fjölgar þeim sem leita í erlenda leikhstarskóla. „Ég var búin að vera í Þjóðleik- húsinu frá því ég var stelpa þar sem ég var í Listdansskóla leikhússins. Ætlunin var að verða ballerína,“ sagði Sigrún og brosti er hún var spurð hvers vegna leiklistin varð fyr- ir valinu. „Ég var með í barnaleikrit- um og öðrum sýningum Þjóöleik- hússins og smátt og smátt fékk ég þessa bakteríu. Ég sótti því um í Leiklistarskóla íslands en datt út í fyrstu umferð. Ég var þá búin að senda umsókn út, fá jákvætt svar og þreyta inntökupróf. Ég hikaði því ekki við að skella mér,“ sagði Sigrún ennfremur. „Skólinn var gífurlega mikil vinna. Ég var í tilraunaleikhúsadeild og einnig tók ég leikhúsfræði meö. Fyrsta árið var mjög erfitt meðan ég var að komast inn í námið og þó ég væri góð í ensku þurfti ég að læra enn meira í tungumálinu." Sigrún sagði aö þrír dagar í viku heföu farið í verklegt nám og tveir í bóklegt. Auk þess var mikil vinna á kvöldin í sam- bandi við verkefni ýmiskonar. Eiginmaður Sigrúnar, Björn Jóns- son, stundaði nám í tölvufræðum á meðan hún sinnti leiklistinni. Leik- listarnámið tók fjóra vetur og fimmta veturinn fluttu þau til Flórída þar sem Björn hélt áfram námi. Þann vetur eignuðust þau son sem nú er ársgamall. Á sumrin hafa þau komið heim en þá hefur Sigrún starfað sem flug- freyja hjá Flugleiðum og Arnarflugi. Hvemig komu síðan Vesalingamir inn í líf hennar? „Benedikt Árnason leikstjóri mundi eftir mér bauð mér að koma heim og prófa hlutverkið. Hann var þá að leita aö manneskju í þetta hlutverk og hafði prófaö nokkrar stúlkur. Mér leist strax vel á hugmyndina og flaug heim með næstu vél. Þetta var í maí í fyrra og við vorum þá á Flórída. Ég átti alls ekki ekki von á að fá hlutverk svona fljótt," sagði Sigrún. Hún sagðist hafa komið hingaö heim aftur í ágúst og þá var byijað að fara yfir lögin í söng- leiknum. Æfingar byijuðu í sept- ember og þá flutti ég heim en Björn var áfram á Flórída til jóla að klára námið. Æfingar byrjuðu strax, fyrst á daginn en fluttust síðan yfir á kvöldin. - Hvernig var aö taka að sér söng- hlutverk? „Það var allt í lagi. Ég tók söngtima með náminu en ætlaði mér alltaf aö taka fleiri þó ekki hafi orðið úr því. Söngur kemur líka inn í raddþjálfun- ina í náminu. Ég er í hlutverki Eponine sem er dóttir Thénardier hjónanna. Hún er tengiliður Mariu- asar og Cosette í sögimni. Hún hjálpar þeim að ná sambandi en er sjálf mjög ástfangin af Mariuasi og fórnar sér fyrir hann,“ sagði Sigrún. - Er framtíð þín eitthvað frekar ráð- in í leiklistinni? „Nei, ég reikna með að Vesaling- arnir verði sýndir áfram en ég hef ekki hugmynd um hvað ég geri næst." Sigrún sagði aö söngleikurinn fengi mjög góðar viðtökur hjá áhorfendum og er hún var spurð hvort ekki væri sérstök tilfmning að standa á sviðinu eftir vel heppnaða sýningu svaraði hún: „Það er mjög gaman. Þetta er líka mjög samhentur og góður hópur sem leikur í Vesalingunum. - Sástu Vesalingana á Broadway í New York? „Nei, ég ákvað að gera það ekki fyrr en eftir að sýningum lýkur hér heima. Ég held að það sé betra.“ Sigrún sagðist vera alkomin heim,-_ þó hún hafi verið farin að kunna mjög vel við sig á Flórída. „Ég get varla hugsað mér betri stað að vera með lítið barn enda vorum við í litlu sveitaþorpi." Segja má að Waage nafnið sé ekki alveg nýtt í leiklistarheiminum því frændur Sigrúnar, Indriði Waage og Hákon Waage, eru vel þekkt leikara- nöfn. „Ég er ákveðin í því að helga mig leiklistinni í framtíðinni," segir þessi unga leikkona sem fékk sann- arlega ekki auðveldasta hlutverkið til að byija ferilinn en hún segir að takmarkið sé: „Að reyna alltaf að gera betur.“ -ELA Vísnaþáttur Litið í hugskot vestur-íslenska skáldsins Guttorms J. Guttormssonar V erða sumir vistaðir á vitrahælum? • Þó að við bijótum allar okkar vísnaþáttareglur ætla ég að birta hér kvæði eftir vestur-íslenska skáldið Guttorm Guttormsson í til- efni jólanna. Ekki er það vegna þess að þetta jólakvæði sé miklu merkilegra en önnur slík, sem mörg eru til, heldur vegna þess að það sómir sér vel nú eins og þegar það birtist fyrst á prenti. Jólin Hvítt eins og blað fyrir helgirit hjarn eftir sólstaf bíður. Senn fær það bjartari silfurlit, svellið og hrímkögrið fegra glit. Tíminn til ljóshafs líður. Fríöur er vetur á veldisstól, vori hann ljær sinn blóma: Hvítblómgað vor, þegar hækkar sól, heilsar með dýrðarljóma. Ljósið, það bjarmar um hugskot hvert, hrislast sem eik og kvikar. Þar sem var helskúrum haustsins snert, hálmlitað, mánaskinsfölt og bert blómgast og aldin blikar. Bikar, sem leiftrar, er lyft, svo önd ljósveigar sterkar hrífi. Veigar þess bikars í vorsins hönd verða að kristallífi. Ritar á mjallir og svellin sól sólgeisla fjaöurpenna: Komin sé niður af stjörnustól, stigin ofan frá guði, jól, húmkolum heims að brenna, kenna með flughröðum funastaf fannanna leturbrauta, opnaður sé fyrir handan haf himinn til beggja skauta. Vestur-islenskt skáld Guttormur J. Guttormsson, 1878-1966, talaði íslensku, ekkert síður en enskuna, þótt fæddur væri í íslendingabyggðum Kanada. Hann orti alvöruljóð eins og höfuð- skáldið Stephan G. en gat líka verið gamansamur eins og hitt aðalskáld Vestur-íslendinga sem við könn- umst við undir nafninu Káinn. En það er búið til úr upphafsstöfunum K.N. sem hann í fyrstu setti undir vísur sem hann birti í Lögbergi og Heimskringlu. Þeir Stephan og Káinn, sem hét réttu nafni Kristján Níels, voru eldri en Guttormur, fæddir á íslandi og dóu löngu á undan honum. Guttormi var lagið að yrkja undir línulöngum hætti: Skólafræðsla mörgum manni veitt mikil eða lítil, sama og eitt: On’í daufan Geysi sápa sett, svo hann geti tómri froöu skvett. Hér eru tvær vísur um vestur- íslenskan stórbónda: Gæfuna að elta rótarlaus á röndum reyndist þér ekki um megn í' tveimur löndum. Þú hefðir vart þá íþrótt iðkað, græddur aftur á reitinn, þar sem varstu fædd- ur. Heimili tvö er betra en eitt að eiga, eins þó að haf sé milli þeirra teiga. Sómir að tveimur höfuðbólum hlynna, háloftin ríða milli búa sinna. Kaldhömruð speki Um sjálfan sig á spítala yrkir hann, spyr og svarar: Sjálft lífiö mig þjáir, svo lengi sem er ég lifandi, endist mér nauöin, - og harðast með ljánum það heggur og sker í holdiö, en líknin er dauðinn. Nei, óvinir lífsins þig lama og þjá, af lífinu stafar ei nauðin. Ef lífiö á ekkert til lækninga, þá er líknin sú einasta: Dauðinn. Eftirfarandi vísa er gott dæmi um það hve miklu efni er stundum hægt að koma fyrir í íjórum hend- ingum. En ef það á að takast verða menn að kunna að yrkja. Þig langar að verða vísari, þar sem þú situr í vafa um, hvað frá guöi þú hefur aö láni. Ef heldurðu að sért heimskur, þá ertu vitur, ef heldurðu að þú sért vitur, þá ertu bjáni. Vísur og kvæði í þessum þætti eru öll eftir Guttorm. Síðast kemur Spá: Eftir þúsund ár, er mælt að almenningur. veröi oröinn vitfirringur. Verða kannski, - vísindin ei vita um alla - einstöku með öllum ipjalla. Einangraðir öðlast þeir þá eitthvert bæli, - verður stofnað vitrahæli. Utanáskrift: Jón úr Vör Fannborg 7, Kópavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.