Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1988, Blaðsíða 36
48
LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1988.
Ferðamál
Þönglabakka í Þorgeirsfirði. Nú er
landið nytjað sem afréttur.
Allvatnsmikil á fellur um Þorgeirs-
fjörð. Yfir hana er ágæt göngubrú
sem kemur sér vel fyrir þá er fara
fótgangandi um þessar slóðir. Þótt
Þorgeirsfjarðardalurinn sé allur
minni en nágranni hans að austan
er hann síst verr fallinn til búskapar
og þar þótti betri lending, einkum
þegar áttin var austlæg.
Keflavíkin
Fjallið vestan við Þorgeirsfjörð heitir
Háaþóra og liggur leiðin til Keflavík-
ur meðfram undirhiíðum hennar.
Gatan er nokkuð á fótinn enda nær
hún, áður en lýkur, allt að tvö hundr-
uð metra hæð. Fyrsta torleiðið á
veginum er Blæjukambur, þunnur
berg\'eggui' þar sem gatan liggur um
einstigi yst á brún hans en neðan
undir gínandi hengiflug. Þó er gatan
ekki tæpari en svo að vel er þar fært
með hesta. Blæjudalur er þar fyrir
utan kambinn og brött brekka þaðan
upp á Hnjáfjall. Þaðan blasir Kefla-
víkin við. Gatan liggur ofan hlíðina
í ótal hlykkjum og heim að gömlu
bæjarrústunum. Þótt leiðin milli
Þorgeirsfjarðar og Keflavíkur sé auð-
veld yfirferðar að sumarlagi hlýtur
hún að vera lífshættuleg að vetrar-
lagi í harðfenni og hálku nema menn
séu á góðum broddum.
Keflavík var minnsta byggðin í
Fjörðum. Hún er, eins og segir í
Jarðabók Ama Magnússonar og Páls
í Fjörðum
Yst við austanverðan Eyjafjörð rís Kaldbakur, hátt og tignarlegt fjail sem
setur sterkan svip á fjörðinn og umhverfi hans. Kaldbakur er eitt hinna
mörgu tilkomumiklu fjalla sem raða sér á skagann milli Eyjafjarðar og
Skjálfandaflóa. Mörg þeirra eru um og yfir eitt þúsund metrar á hæð, girt
hömrum og hengiflugi hið efra en vafin kjammiklum gróðri hið neðra sem
gerir búsmala í sumarhögum feitan og sællegan.
Milh þessara háu fjalla ganga dalir upp frá sjó, fyrrum byggðir en nú í
eyði. Fyrir framan þá eru smáfirðir, opnir fyrir hafi. Heita þeir, taldir frá
vestri til austurs: Keflavík, Þorgeirsfjörður og Hvalvatnsfjörður, í dagiegu
tah nefndir í Fjörðum.
Texti og myndir eftir Tómas Einarsson
I Þorgeirsfirði.
Horft suður eftir Hval vatnsfjarðardal frá bæjarrústum Tindriðastaða. Fjær voru bæimir Þverá og Kussungsstaðir.
Austan við Kaldbak er djúpt og
breitt skarð í fjallakeðjuna er nefnist
Leirdalsheiði. Um hana liggur jeppa-
-^fær vegur frá Höfðahverfi og niður
að sjó í Hvalvatnsfirði, rösklega tutt-
ugu og fimm kílómetrar að lengd.
Hvalvatnsfjarðardalur
Hvalvatnsfjaröardalurinn er grös-
ugur, sléttur og allbreiður, einkum
neðan til. Þar eru mikH engjalönd.
Um hann liðast Hvalvatnsdalsá og
fellur að lokum í stöðuvatn eða lón
sem er aðskilið frá sjónum með mjó-
um malarkambi eða rifi. Er útfaU
vatnsins því við sjávarmál og fellur
sjór þar inn á flóði. Hvalvatnsdalsá
verður til úr tveimur ám er eiga upp-
tök sín að mestu í fónnum fjallanna
er umlykja dalinn. Úr Trölladal að
vestan kemur Gilsá en Austurá af
. Leirdalsheiði og fjöllunum austan
hennar. Ösinn er mikið vatnsfaU og
Utt eða ekki væður fyrr en síösumars
þegar fannir eru horfnar að mestu
úr fjöUum. Meðfram hUðum dalsins
beggja vegna eru rústir bæjanna sem
þar stóðu fyrrum. Munu þeir hafa
verið aUt að tíu þegar flest var.
Þessi dalur og umhverfi hans feUur
einkar vel aö hugmyndum þjóðsög-
unnar um daU og byggðir útilegu-
manna forðum.
íverum
Eins og annars staðar á þessum
skaga liggja há og brött fjöfi að daln-
um, bæði aö austan og vestan.
Einkum er fjallgarðurinn að austan,
milli Flateyjardals og Hvalvatns-
fjarðar, hömróttur og hrikalegur
með grunnum sköröum á mUU sem
sum hver eru Utt fær öðrum en fúgl-
inum fljúgandi. Því eru leiðir til
Flateyjardals ærið torsóttar á landi.
Annaðhvort verður að fara yfir þessi
fjaUaskörð eða ganga skriður norðan
í BjamarfjalU sem er nyrst í þessum
fjaUaklasa og rís snarbratt úr sjó.
Þótt sú leið sé vel fær skal þar samt
fara að öUu með gát.
Um og eftir síöustu aldamót átti
Theódór Friðriksson rithöfundur og
fjölskylda hans heima í Fjörðum og
bjuggu þau síðustu ár sín þar að GUi,
innsta bænum í Hvalvatnsfirði. I
ævisögu sinni, í verum, segir hann á
skemmtilegan hátt frá dvöl sinni og
búskaparháttum í þessari afskekktu
byggð.
Þorgeirsfjörður
Vestanvert við Hvalvatnsfjörð er
Þorgeirshöfði (211 m y.s.) og skUur
hann að Hvalvatnsfjörð og Þorgeirs-
fjörð. Sunnan við höfðann er fjaUið
Lútur. Þar á miUi er lágt og breitt
skarð og um það lá gatan miUi byggð-
anna í þessum tveimur dölum.
Vestanvert undir höfðanum, við botn
Þorgeirsfjarðar, er Þönglabakki,
prestssetur og sennUega landnáms-
jörð. Þar er nú skipbrotsmannaskýU.
Kirkjugarðurinn við bæjarrústimar
segir fleira en orð fá lýst um það
mannlif sem hér var. Síðasti prestur-
inn á Þönglabakka hét Sigurður
Jónsson. Hann fluttist burt árið 1904.
Eftir það var Þönglabakkasókn lögð
undir Grenivíkurprest og þjónað
þaðan. I manntalinu árið 1703 vom
íbúar Þönglabakkasóknar þrjátíu og
átta, þar af var búið á fimm bæjum
í Þorgeirsfirði.
Á fyrri hluta þessarar aldar fór
fóUdnu í Fjörðum að fækka og jarðir
að leggjast í eyði. OUi því einkum
hafnleysi og erfiðar samgöngur á
landi. Árið 1944 lagðist byggðin alveg
af, því að þá fluttust burt síðustu íbú-
amir en þeir bjuggu á Tindriðastöð-
um í Hvalvatnsfirði og Botni og
Horft ofan í Keflavík af Hnjáfjalli. Yst ti! vinstri er Gjögurtá. Um miðbik síð-
ustu aldar var vísir að sjómannaskóla í Keflavík.
Áning við Blæjukamb. í baksýn er Þorgeirshöfði (nær) og Bjarnarfjall (fjær).
Vídalíns, „á mUU Gjögra frá Hval-
látrum og HnjábrekkufjaUi, sem er
næst Blæju vestur frá Þorgeirsfirði."
Að baki víkurinnar liggur vel gró-
inn og grösugur dalur, frekar stuttur
og þröngur, einkum er innar dregur.
Eflir honum Uðast Util á sem feUur
tíl sjávar rétt hjá bæjarrústunum.
En jafnan var einn bær byggður í
Keflavík áður fyrr.
Vísir að sjómannafræðslu
Þótt Keflavík sé afskekkt mun hafa
verið búið þar frá fomu fari og oft
búið vel. Um miðja síðustu öld átti
þar heima Jón Loftsson, skipstjóri
og bóridi. Hann var svo vel að sér í
sigUngafræðum að hann hélt skóla
og kenndi formannsefnum sjó-
mennsku. Mun það vera fyrsti vísir
aö skipulegri sjómannafræðslu hér-
lendis. Þetta framtak og afrek Jóns
má ekki gleymast. Hefur mönnum
oft verið reistur bautasteinn af
minna tílefni.
í Keflavík er brimasamt, einkum í
hafátt. Þá er þar ólendandi, oft vikum
saman. Því hafa slysavamarfélags-
konur á Akureyri byggt ágætis-
björgunarskýli niðri á sjávarbakk-
anum í gamla Keflavíkurtúninu. Er
það tU mUdls öryggis því að leiðin tU
byggða getur orðið torsótt hröktum
mönnum, ekki síst að vetrarlagi.
Vestan við Keflavík er Gjögurtá.
Þar er vitinn sem þeir þekkja er siglt
hafa inn Eyjafjörð.
Úr KeflavUc liggur gömul gönguleið
um Uxaskarð að Látrum á Látra-
strönd. I þoku getur verið erfitt fyrir
ókunnuga að finna götuna upp í
skarðið. TU öryggis ættu framtaks-
samir menn í nálægum byggðarlög-
um að merkja hana með smá-vörð-
um, málningu á steinum eða
tréstikum. Það er lítið verk en gæti
komið vegfarendum að góðu gagni.
Og með þá ósk í huga skal hér setja
punkt.