Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1988, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1988, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1988. Sérstæð sakamál Eiginmaðurinn sem hvarf Roddie Lowen var breskur kaupsýslumaður. í ágúst síðast- liðnum hvarf hann áleið heim til sín frá skrifstofunni. í fyrstu lék grunur á að honum hefði verið rænt af því hann hafði gert viðskipti við Suður-Afríku en svo hætti lögreglan að telja þá skýr- ingu sennilega. Þá fór athyglin að beinast að konu hans. Svar hennar við því var að bjóða all- háa fjárhæð þeim sem varpað gætiljósiámálið. Geraldine Lowen. Rak milljóna- fyrirtæki Það var 20. ágúst að Geraldine Low- en skýrði lögreglunni frá því að maður hennar heföi ekki komið heim frá vinnu. Fyrirtæki hans var til húsa í London en þau hjón bjuggu í Nutberry Close, í Essex, og hafði Geraldine beðið þar á jámbrautar- stöðinni eftir manni sínum. Hafði stöðvarstjórinn veitt henni athygli og þegar lögreglan leitaði síðar til hans gat hann staðfest að hún hefði beðið þar eftir manni sínum að kvöldi þess 20. Er hann hefði ekki komið með sexlestinni frá London hefði hún beðið eftir þeirri næstu. Jafnframt fékkst á því staðfesting hjá einkaritara Roddies Lowen að hann hefði farið af skrifstofunni á venjulegum tíma þennan dag. Lögreglan fékk brátt að vita að Roddie hefði verið vel efnaöur maður og hefði verulegur hluti viðskipta hans verið við Suður-Afríku. Fyrsta tilgátan um hvarfið var því sú að honum hefði verið rænt af stjórn- málaástæðum og yrði brátt krafist lausnargjalds fyrir hann. Scotland Yard hefur rannsókn Roddie Lowen hvarf á fimmtudags- kvöldi. Er lögreglan í Essex hafði engar spurnir haft af honum daginn eftir og enginn hafði þá krafist lausn- argjalds fyrir hann leitaði hún til Scotland Yard. Hófst þá umfangs- mikil leit. Ekki leið á löngu þar til Scotland Yard taldi rétt að falla algerlega frá hugmyndinni um að Roddie Lowen heíði veriö rænt svo að krefjast mætti lausnargjalds fyrir hann. Þess í stað var farið að kanna hvort per- sónulegar ástæður gætu legið til hvarfsins. Brátt fékkst hins vegar á því staðfesting að ekkert hefði verið að fjárhag Lowens. Eignir hans voru metnar á sextíu milljónir króna. Þá báru vinir þeirra hjóna að Roddie Lowen væri lífsglaður maður og að hjónaband hans og Geraldine væri gott. Tilgáta um morð tók nú við af þeim fyrri. Var nú kannað hver gæti haft ástæðu til þess að ráða hann af dögum. Enginn gat hins vegar bent á neina óvini sem hann hefði átt, hvorki kona hans né aðrir, og þar kom að Scotland Yard komst að þeirri niðurstöðu að aðeins einn einstaklingur gæti hagnast á dauða Roddies Lowen og það væri kona hans, Geraldine. Hún var sú sem erfa myndi mann sinn tækist að sýna fram á að hann væri látinn. Spurningin var aftur á móti sú hvort hún væri líkleg til þess að hafa ráöið mann sinn af dögum í hagnaðarskyni. Ljóst þótti að hún hefði ekki getað gert það með eigin hendi því hún var á járnbrautarstöð- inni Essex að bíða eftir manni sínum á þeim tíma er hann hvarf. Hún hlyti því aö hafa fengið leigumorðingja til þess að vinna á manni sínum. Rannsókn frá því sjónarhorni Nú hófst á því athugun hvort frú Geraldine Lowen hefði látið af hendi íjárhæð sem ætla mætti aö svaraði til þess sem leigumorðingi myndi taka í þóknun. Er bankareikningur hennar var skoðaður kom í ljós að á honum var jafnvirði fjögur hundruð og tuttugu þúsund króna en engin stórupphæð hafði verið tekin út af honum um langan tíma; aðeins smá- upphæðir sem svöruðu til heimilis- útgjalda og minni háttar einka-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.