Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1988, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1988, Blaðsíða 26
LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1988. • Ólafur Unnsteinsson sést hér varpa kúlunni 11,89 metra og tryggja sér urslitasæti á heimsmeistaramótinu í Melbourne í 45 ára flokki. Ólafur er I fyrsti íslendingurinn sem kemst í úrslit í köstum á heimsmeistaramóti. • Þessi mynd var tekin af þeim Hanno Rheineck frá Vestur-Þýska- landi, sem er þrefaldur heimsmeist- ari og einn frægasti spretthlaupari heimsins í 45 ára flokki, og Ólafi Unnsteinssyni á leikvellinum i Melbourne. • Andrés Önd var mættur i slaginn í lokaathöfninni ásamt Ólafi Unn- steinssyni en þá var þessi mynd tekin af þeim félögum. • Hér sést Olafur Unnsteinsson setja Alaborgarmet í langstökki, 6,72 m, árið 1960 en það met átti hann í 10 ár. Ólafur hefur orðið meistari í tveim- ur löndum í bikarkeppni, með Álaborg 1960 og ÍR 1986. Auk þess þjálfaði hann sterkustu félagslið íslands og Danmerkur og fjölmarga meistara og landsmethafa í báðum löndum sl. 27 ár. • Einn af fjórum leikvöngum sem keppt var á í Melbourne. Keppnin fór fram frá því klukkan níu á morgn- ana til níu á kvöldin í heila viku. • Olafur Unnsteinsson í góðum félagsskap. í miðið er Annelise Damm Olesen, frá Danmörku, heimsmeistari í 400 m grindahlaupi í 45 ára flokki. Annelise er núverandi Danmerkurmethafi í 400 m hlaupi, 53,6 sek., og 800 m hlaupi, 2:01,7 mín. frá árinu 1972. Til hægri er Flemming Johansen, heimsmeistari í stangarstökki í 40 ára flokki, 4,60 m, og fyrrum Danmerkurmethafi, 5,04 m. Samtals kepptu 200 íþróttamenn frá Norðurlöndunum á heimsmeist- aramótinu og náðu þeir flestir góðum árangri. Til að mynda eignuðust Danir fjóra heimsmeistara. Það heyrir ekki til undantekninga nú orðið að íslenskir íþróttamenn keppi á íþróttamótum erlend- is. Það heyrir hins vegar til undantekn- inga þegar íþrótta- maður tekur sig til, einn síns liðs, og ræðst í það stórvirki að taka þátt 1 heimsmeistara- móti í frjálsum íþrótt- um, óravegu frá íslandi, nánar tiltekið 1 Melbourne í Ástral- íu. Ólafur Unnsteins- son, íþróttakennari við Fjölbrautaskólann við Ármúla og lands- þekktur frjálsíþrótta- maður og þjálfari, tók sig til á síðustu dögum nýliðins árs og tók þátt í heimsmeistara- móti öldunga í frjáls- um íþróttum á fyrrnefndum stað. Alls kepptu 5000 frjálsíþróttamenn á mótinu frá 52 þjóðum. Slíkt fyrirtæki sem þetta kostar mikla peninga og því varð snemma ljóst að Ólaf- ur þurfti á stuðningi að halda, ogþaðfrá fleiri en einum aðila. Þegar á reyndi voru menn og stjórnir ýmiss konar mismun- andi örlátar á fé og kannski var minnst um góðgjörðir þar sem helst var von á aðstoð. Þessi ævin- týraferð Ólafs til Astralíu segir hann að líði sér aldrei úr minni. Lagt var af stað frá Keflavík 20. nóv- ember og samtals tók ferðin, Keflavík- Kaupmannahöfn- Frankfurt-Singa- pore-Melbourne um 25 klukkustundir. Samtals sat Ólafur í 55 klukkustundir 1 flugvélum og ferðaðist 42 þúsund kílómetra enþess má geta að hringurinn kringum hnöttinn er um 40 þús- und kílómetrar. Frábær þjónusta og fagrar flugfreyjur Singapore Airlines styttuhonumþó stundir uns komið var á áfangastað. Hér fer á eftir lýsing Ólafs á keppninni og hófum við spjallið á aðdrag- andanum að öllu saman: Ólafur Unnst< „Það eru þrjú ár síðan ég tók þá ák- vörðun að fara að keppa aftur fyrir alvöru. Ég tók þátt í heimsmeistara- mótinu í Róm árið 1985 og varð þá 13. í kúluvarpi af 30 keppendum og kast- aði 11,70 metra. Á sama mófi varð ég 15. í kringlukasti af 30 keppendum og kastaði 35,14 metra. Eftir mótiö í Róm var ég hvattur til að sitja í nefnd Norð- urlanda fyrir frjálsar íþróttir öldunga og fljótlega upp úr því ákvað ég að setja stefnuna á HM í Melbourne 1987. Það yar mér mikil hvatning þegar ég vann bronsverðlaun á Norðurlanda- móti öldunga í kúluvarpi í Helsingborg árið 1985 í 45 ára flokki. Um síöustu áramót hóf ég síðan und- irbúning fyrir alvöru með æfingum í Baldurshaga. Þar æfði ég með þeim Valbirni Þorlákssyni, KR, Jóni H. Magnússyni, ÍR, og Trausta Svein- bjömssyni, FH, og fleiri góðum mönnum. Æfmgar héldu síðan áfram um sumarið en um verslunarmanna- helgina tóku fimm frjálsíþróttamenn auk mín þátt í Norðurlandamótinu í Finnlandi. Þar gekk okkur vonum framar. Ég varð til að mynda fjórði í kúluvarpi og 9. í kringlukasti, minn gamli félagi, Guðmundur Hallgríms- son, UÍA, vann silfurverðlaun í 200 metra hlaupi og bronsverðlaun í 100 metra hlaupi í 50 ára flokki og stóð sig best af okkur íslendingunum. Þá má geta þess að Elías Sveinsson, KR, varð annar í kringlukasti í 35 ára flokki." „Dvaldi um tíma í Danmörku við æfingar og annan undirbún- ing“ Olafur heldur áfram: „Undirbúning- ur minn fyrir HM í Ástralíu hélt síðan áfram eftir Norðurlandamótið og hluta ágústmánaðar dvaldi ég í Danmörku og æfði þar, bjó mig undir íslandsmót- ið og lagði drög að ferðinni til Ástralíu. Ég kom síðan vel undirbúinn til ís- landsmótsins og varð fimmfaldur íslandsmeistari. Á mótinu tók ég þá djörfu ákvörðun að keppa í þrístökki, minni aðalgrein frá árum áður, 25 árum eldri og 20 kg þyngri. Ég var enn með sama gamla góða stílinn og haiði greinilega engu gleymt. Ég sigraði í mínum flokki en meiddist illa á fæti og lá heima í viku eftir mótið og var frá æfingum í þrjár vikur. Þetta var greinilega of mikil bjartsýni hjá mér." Utlitið var orðið svart“ „Og nú var útlitið orðið svart varð- andi fór mína til Ástralíu. Ég ákvað samt að gefast ekki upp. Fór á þriðja degi eftir mótið í hljóðbylgjur og náði mér vonum framar í fætinum. í byrjun október var ég aftur mættur í hringinn í kringlukastinu og náði þá besta kasti íslendings 40 ára og eldri á árinu og kastaði 41,34 metra. Eftir þennan ár- angur gerði ég mér aftur vonir um að ná úrslitasæti í kringlukastinu á HM í Ástralíu. Óvíst þótti mér hins vegar um þátttöku mína í kúluvarpinu. Vegna minnar miklu reynslu sem íþróttakennari tókst mér að ná mér upp úr þessum meiðslum á örskömm- um tíma. Ég æfði mikið lyftingar þessa mánuði fram að HM og bætti mig með- al annars um 15 kíló í bekkpressu. Ég hljóp mikið, hoppaði og synti og brátt fór ég að laumast í kúluvarpið innan- húss. Það er síðan skemmst frá því að segja að þegar kom að brottfór minni til Ástralíu var mér Ijóst að ég hafði ekki verið í betra formi síðan ég hætti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.