Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1988, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1988.
21
í dag ætlaði ég að segja ykkur frá
manninum sem keypti sér frakka
og fór að því búnu inn í speglabúð
þar sem hann heilsaði sjálfum sér
með virktum af því aö hann hélt
að hann væri bróðir sinn en vegna
þess að ég varð fyrir miklu merki-
legri lífsreynslu en áðumefndur
maður inni í apóteki um daginn
ætla ég heldur að segja ykkur frá
henni.'
Eins og alhr vita hefur gengið hér
flensa aö undanförnu og við henni
er ekkert að gera að sögn læknavís-
indanna nema liggja í rúminu og
snýta sér á meðan kraftar leyfa.
Ef menn fá hins vegar háan hita
og meira óráð en eðlilegt má teljast
á skattfrjálsu ári er fólki ráðlagt
að taka magníltöflur en það er ekki
fyrr en fólk fær lungnabólgu sem
læknavísindin fara að kætast að
einhverju ráði því að hana ráða þau
við af því að hún er ekki vírus og
það er búið að lækna hana fyrir
löngu í músum og rottum og fleiri
kvikindum sem of langt mál yrði
upp að talja.
Nú er það svo með konuna mína
að hún á sem betur fer ekki vanda
til aö fá inflúensu enda panta ég
alltaf bólusetningu handa henni
fyrir jóhn og að þessu sinni stakk
ég upp á því að gefa henni þetta í
jólagjöf þar sem ég væri búinn að
gefa henni allt annað sem hana
vantaði til að gera jólahátíðina sem
hátíðlegasta, eins og ryksugu, af-
þurrkunarklút, silfurfægilög og
gólftusku.
Þessi uppástunga mín féll ein-
hverra hluta vegna ekki í góðan
jarðveg en hins vegar bað konan
mín mig í guðanna bænum að fara
fyrir sig út í apótek og kaupa handa
sér parasetamól skömmu fyrir jól
en þá var hún komin með óguriega
ljótan hósta og var svo slöpp að hún
gat varla staðið á fótunum.
Ég vildi auövitað allt gera til að
konan mín legðist ekki í rúmið og
arkaði því út i apótek og bað um
hundrað töflur af parasetamóli.
- Því miður, sagði konan í apótek-
inu, það má bara afgreiöa tuttugu
töflur af því samkvæmt lögum.
- Nú, sagði ég, er þetta eitthvaö
sem getur drepið fólk? Síst af öllu
vildi ég kála konunni minni svona
rétt fyrir jólin og áður en búið
væri að þurrka af og ryksuga.
- Nei, sagði konan í apótekinu,
þetta eru bara lög sem við verðum
að fara eftir.
Háaloft
Benedikt Axelsson
- Og hvaða hálfvitar setja svona
lög? skrapp upp úr mér og síðan
tiíkynnti ég konunni í apótekinu
að ég gæti fariö í öll apótekin í borg- •
inni, apótekið í Garðabæ, Seltjarn-
arnesi, Mosfellsbæ og Hafnarfirði
og keypt í þeim tuttugu töflur af
parasetamóli og þetta gæti ég gert
dag eftir dag þangað til ég yrði
gjaldþrota. Síðan gæti ég slegið lán
í banka og haldið leiknum áfram
fyrir utan það að ég gæti farið út
úr apótekinu og komið að vörmu
spori aftur og keypt tuttugu töflur
af parasetamóli.
- Ég myndi ekki afgeiða þig, sagði
konan í apótekinu og þar með lauk
okkar viðskiptum að öðru leyti en
því að ég keypti af henni hárgreiðu
eftir að hún hafði fullvissað mig
um að ég gæti fengið hana án res-
epts.
Lög eru lög.
Áður en lengra er haldið skal
þess getið að parasetamól er
verkjatöflur sem á að geyma, eins
og foreldrana, þar sem börn ná
ekki til og samkvæmt leiðbeining-
um aftan á pakkanum, sem ég
keypti, er venjulegur skammtur
ein til tvær freyðitöflur í senn,
mest sex freyðitöflur á sólarhring
handa fullorðnum við höfuðverk,
tannverk, tíðaverk og sótthita af
völdum inflúensu eða kvefs'.
Freyðitöflurnar eru leystar upp í
hálfu glasi af vatni.
Og nú skulum við hugsa okkur
að vísitölufjölskyldan mín fengi allt
í einu allt sem á leiðbeiningamið-
anum stendur - það yröu aö vísu
tveir að fá annaöhvort höfuöverk
eða tannverk af því að konan mín
er með sótthita af völdum inflú-
ensu eða kvefs og hún er sú eina í
fjölskyldunni sem getur fengiö
tíðaverki - og ég færi út í apótek
að kaupa parasetamól þá myndi
það sem kaupa má af því sam-
kvæmt lögum duga okkur, í einn
sólarhring og tvær yrðu afgangs.
Auðvitað er þetta svo sem gott
og blessað því að einhver hefur
örugglega læknast af einhverjum
þessara verkja af áðurnefndum sex
freyðitöflum og því getað skroppið
út í apótek til að kaupa meira para-
setamól.
En ef allir hefðu hins vegar verið
með fjörutíu stiga hita heföi ég ekki
blessað þá menn sem settu lögin
um parasetamólið.
Kveðja
Ben. Ax.
Finnurðu
átta breytingar?
Þessar tvær myndir sýnast í fljótu bragöi eins en á neöri
myndinni hafa fallið burt hlutar af myndinni eða þeir
breyst, alls á átta stööum. Þaö er misjafnlega erfitt aö fmna
þessar breytingar en ef fjölskyldan sámeinast um aö leysa
þetta trúum viö því aö allt komi þetta aö lokum.
Merkiö meö hring eöa krossi þar sem breytingarnar eru
og sendið okkur neöri myndina. Skilafrestur er tíu dagar.
Að þeim tíma liönum drögum viö úr réttum lausnum og
veitum þrenn verðlaun, öll frá versluninni Japis, Brautar-
holti 2. Þau eru LED útvarpsvekjari (verömæti 4.680,-),
Supertech útvarp (verðmæti 2.840,-) og Supertech feröatæki
(verðmæti 1.880,-).
I ööru helgarblaöi héöan í frá birtast nöfn hinna heppnu
en ný þraut kemur í næsta helgarblaði.
Góöa skemmtun!
Merkiö umslagiö:
„Átta breytingar-75, c/o DV, pósthólf5380,125 Reykjavík.“
Verölaunahafar 73. gátu reyndúst vera: Brynhildur
Skeggjadóttir, Safamýri 48, 108 Reykjavík (útvarpsverjari);
Garöar R. Árnason, Heiðarbrún 15, 810 Hveragerði (út-
varpstæki); Hjalti Jóhannesson, Bröttugötu 9, 900 Vest-
mannaeyjar (ferðatæki).
Vinningarnir veröa sendir heim.
§*e
NAFI\I .......
HEIMILISFANG
PÓSTNÚMER ..