Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1988, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1988, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1988. 39 g var enn með sama 3ða stílinn og hafði inilega engu gleymt íinsson, íþróttakennari og frjálsíþróttamaður, segir frá ævintýraferð sinni á HM í Ástralíu keppni þegar ég var 31 árs. Síðustu vikuna fyrir mótið einbeitti ég mér að því að halda hugarró minni og hvíla mig fyrir keppnina. Ég setti markið hátt, eða á það að verða ekki aftar en á HM í Róm þrátt fyrir að ég væri orð- inn 48 ára gamall." Samanlagður kostnaður á þriðja hundrað þúsund - Fór ekki mikill tími í að undirbúa ferðina samhliða æfingum dagana fyr- ir mótið? „Jú, það má segja það. Þar sem ég er formaður öldungaráðs Fijáls- íþróttasambandsins sá ég einn um allan undirbúning, bréfaskriftir og annað. Peningamálin gerðu mér gramt í geði. Samanlagður kostnaður vegna ferðarinnar var rúmlega 200 þúsund. Það var einnig ljóst að ég þurfti á stuðningi minna yflrmanna að halda, skólameistara Ármúlaskóla og yfir- manna í menntamálaráðuneytinu. Mér var geflnn kostur á því að fara í þessa ferð á fullum launum. Ég er ákaf- lega þakklátur þessum mönnum fyrir þennan mikla stuðning. Hann réö úr- slitum um að ég fór í þessa ferð. Að öðrum kosti hefði ég hætt við hana.“ Fékk engan styrkfrá Frjáls- íþróttasambandi íslands - Fékkst þú einhverja styrki til farar- innar? „Eins og ég sagði áðan þá fékk ég frí á launum en að auki fékk ég 15 þúsund króna styrk frá Hveragerðisbæ og aðr- ar 15 þúsund krónur frá Ölfushreppi en ég er félagi í Ungmennafélagi Hveragerðis og Ölfus. Einnig studdu mig nokkur fyrirtæki, til dæmis Visa ísland, DV og Flugleiðir." - Fékkst þú engan styrk frá þínu sérsambandi, Fijálsíþróttasamband- inu? „Ég fékk engan stuðning frá stjórn FRÍ. Ég gerði mér vonir um að fá 10-20 þúsund frá sambandinu og þar með hvatningu en þær vonir mínar brugð- ust. Það kom ekki til greina að styrkja mig frekar en aðra keppnismenn hing- að til. Það er of lélegt af stjóm FRÍ að vilja ekki styrkja okkur eldri íþrótta- menn, og þá sérstaklega ekki mig sem formann öldungaráðs FRÍ, vegna þess- - arar miklu ferðar. Það er að mínu mati ekkert samræmi í því hvemig peningum er varið til þeirra sem vinna að framgangi frjálsra íþrótta innan FRÍ. „Þá var þungu fargi af mér létt“ „Það kom mér einnig á óvart í byijun september aö stjórn FRÍ taldi að vandamál gætu skapast vegna þátt- töku minnar á HM í Ástralíu vegna aðskilnaðarstefnu S-Afríku. Og í fram- haldi af því sá stjórn FRÍ sér ekki fært um skeið að styðja mig eða hvetja aðra til stuðnings við mig vegna HM. Eftir nokkrar vikur kom síðan skeyti frá alþjóða frjálsíþróttasambandinu þar sem stóð að engin vandamál myndu hljótast af þátttöku minni á HM. Málið leystist vegna þess að S-Afríku var bannað að keppa á mótinu. Satt best að segja var þetta ekki til að létta fyrir mér undirbúninginn. Þegar þessi mál voru komin í höfn var miklu fargi af mér létt,“ segir Ólafur. „John Powell ráðlagði mér að keppa í trimmskóm“ „Mótið var sett þann 29. nóvember í 32 stiga hita. 5000 keppendur frá 52 þjóðum gengu þá inn á völlinn að við- stöddum 30 þúsund áhorfendum. Þetta minnti mig óneitanlega á setningu ólympíuleika. Sama dag og mótið var sett átti ég að keppa í kringlukastinu. Mér var raðað í a-riðil á meðal þeirra 12 bestu. Ég var allur dasaður eftir langa setningarathöfn og ekki er hægt að segja að hún hafi verið heppilegur undirbúningur fyrir keppnina í kringl- unni. Mér gekk vel í upphitun og kastaði um 40 metra. Rétt áður en keppnin átti að hefjast rættist veð- urspá dagsins. Hellirigning skall á með • Hér er Olafur Unnsteinsson með Bob Humpreys frá Bandaríkjunum á götu í Melbourne en Humpreys er einn fræg- j asti kringlukastari allra tíma. Væntanlega munu þeir Ólafur og Humpreys mætast á næsta HM í Oregon á næsta ári. • Þorsteinn Löve og Ólafur Unnsteinsson, Álaborgar- og Jótlandsmeistarar 1960. Þorsteinn Löve i kringlukasti, 50,46, og Ólafur Unnsteinsson i lang- stökki, 6,72 metrar (best 6,93 metrar), og þristökki, 14,24 metra, og fimmtarþraut, 3.088 stig. Báðir eru þeir kappar margfaldir íslandsmeistarar. þrumum og eldingum og kasthringur- inn fylltist af vatni og varð mjög háll. Ég var búinn að búa mig undir óvænt atvik og að láta ekkert setja mig úr jafnvægi. Eftir 10 mínútur stytti upp. Kasthringurinn var þurrkaður. John Powell, Bandaríkjameistari og fyrrum heimsmethafi í kriglukasti, kom að máli við mig og ráðlagði mér að skipta um skó og kasta á trimmskóm. Mér leist illa á það vegná þess að á slíkum skóm haföi ég ekki kastað áður í keppni og fór ég því ekki að ráðum hans. í fyrstu umferðinni kastaði ég 35,10 metra og var í 14. sæti. í annarri umferð tókst mér að bæta mig, kastaði þá 36,70 metra og var þá kominn í 10. sæti. Nú var mér ljóst að það var að duga eða drepast varðandi úrslita- keppnina. Til þess að komast í úrslitin þurfti ég að kasta 38,36 metra. Ég gekk hiklaust í hringinn, náði miklum hraða en rann til í gleiðstööu í hálk- unni. Ég kastaði aðeins með hendinni og tognaði illa í baki en kastaði þó 36,68 metra þrátt fyrir að kastið væri mis- heppnað. Ég er alveg sannfærður um að ég hefði átt möguleika í 6. sætið ef ég hefði náð eölilegu kasti. Samt sem áður var ég mjög ánægður með minn hlut, 10. sætið af 34 keppendum. Það var hins vegar verst að meiða sig fyrir kúluvarpskeppnina sem fram fór fjór- um dögum síðar. Ég á oft eftir að hugsa um það hvort rétt hefði verið að skipta um skó fyrir keppnina." „Mjög ánægður með útkomuna og minn besta árangur á ferlin- um“ - Þegar hér var komið sögu áttir þú eftir að keppa í kúluvarpi. Hvemig gekk þér á þeim vígstöðvum? „Fyrir keppnina í kúluvarpinu átti ég 11. besta árangurinn af keppendun- um 36. Ég undirbjó mig vel fyrir keppnina. Daginn fyrir hana fór ég á ólympíuleikvanginn og varð hugsað til Vilhjálms Einarssonar sem setti ólympíumet í þrístökki á vellinum árið 1956 er hann stökk 16,26 metra. Da Silva frá Brasilíu tók síðan metið af honum og gulliö þar með og stökk 16,35 metra. Nú, þegar ég var kominn í hringinn í mínu fyrsta kasti, höfðu Norðurlandabúarair safnast í kring- um mig og hvöttu þeir mig til dáða. Ég var minntur á afrek Gunnars Huseby sem varð Evrópumeistari í kúluvarpi árin 1946 og 1950. Ég komst að því að Gunnar er ótrúlega þekktur enn þann dag í dag. í fyrstu umferð varpaði ég 11,66 metra og var í 11. sæti. í annarri um- ferð kom ég sjálfum mér og öllum öðrum á óvart er ég náði 11,89 metra kasti og það nægði mér í 8. sætið og í úrslitakeppnina. Ég átti síðan mögu- leika á því að komast í 7. sætið en takmarki mínu var náð, að komast fyrstur íslendinga í úrslit í köstum á heimsmeistaramóti. Ég er yfir mig ánægður með útkomuna og minn besta árangur á mínum íþróttamannsferli." Ólafur sat heimsþing WAVA í Melbourne Eins og fram kemur hér að framan er Ólafur formaður öldungaráðs FRÍ og samhliða þátttöku sinni á heims- meistaramótinu sat hann heimsþing WAVA sem er heimssamband öldunga í frjálsum íþróttum. „Þetta var ipjög gagnlegt þing og skemmtilegt. Fulltrú- ar allra Noröurlandanna sameinuðust um kjör nýs forseta, Cesars Beacalli frá Ítalíu. Á þinginu ræddi ég við marga mæta menn og íslenskum frjálsíþróttamönnum var boðiö að keppa í það minnsta í tíu löndum, Norðurlöndunum öllum, Kanada, Vestur-Þýskalandi, Ástraiíu, Suður- Kóreu og Bandaríkjunum en næsta heimsmeistaramót öldunga fer fram í Eugene Oregon í Bandaríkjunum árið 1989.“ Ferð Ólafs gott fordæmi fyrir aðra íþróttamenn í raun sýndi Ólafur ótrúlega hörku og keppnisskap með því að brjótast alla leið til Ástraliu, einn síns liðs. Á heimsmeistaramótinu keppti hann við flesta snjöllustu íþróttamenn heimsins í öldungaflokki en á meðal keppenda á mótinu voru um 30 íþróttamenn sem unnið hafa til verðlauna á ólympíu- leikum. Frammistaða Ólafs er mjög góð og kannski helst þegar það er haft í huga að á árunum 1956 til 1967 var Ólafur einn besti lang- og þrístökkvari á íslandi. Þá átti hann 6,93 í langstökki og 14,24 í þrístökki. Meistari tveggja þjóða í frjáls- um Þátttaka Ólafs á mótinu í Ástralíu vakti gífurlega athygli en vart þarf að taka þaö fram aö hann var eini ís- lenski keppandinn á mótinu. í miklu blaði, sem gefið var út í Melbourne eftir mótið, var viðtal við Ólaf þar sem hann sagði aö ferð þessi hefði verið stórkostleg í alla staði og hún myndi aldrei líða sér úr minni. „Ég stefni að enn.betri árangri á næsta heimsmeist- aramóti á næsta ári og þá vona ég svo sannarlega aö ég verði ekki eini kepp- andinn frá íslandi. Ég vona að eldri íþróttamenn taki fram skóna á ný og byiji að æfa aftur með okkur sem þeg- ar æfum af kappi, okkur til heilsubótar og mikillar ánægju. Hvað sjálfan mig varöar þá er ég alls ekki hættur. Ég mun þvert á móti halda áfram af feiki- legum krafti og stefni að því að standa mig vel á stórmótum á næstu árum,“ segir Ólafur en þess má geta aö hann hefur orðið meistari í tveimur löndum, íslandi og Danmörku, sem keppandi og þjálfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.