Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1988, Blaðsíða 22
LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1988.
erick Crawford, Darren McGavin,
James Whitmora og Sam Elliott.
Strax í byrjun niunda áratugar-
ins færist hann allur í aukana og
hafa margir leikstjórar falið sig á
bak við Allen Smithee, nú síðast
John Frankenheimer er leikstýrði
Riviera.
Stéttarfélag leikstjóra hefur sext-
án manna ráð er hittist á sex vikna
fresti. Eftir því sem einn þeirra er
eiga sæti í ráðinu segir kemur upp
sú staða hvort leyfa eigi að titla
Allen Smithee sem leikstjóra þrisv-
ar til sex sinnum á ári.
Eins og áður segir vilja leikstjór-
ar yfirleitt ekki tjá sig um hvers
vegna þeir hafi ekki vilja láta nafn
sitt standa. Eru yfirleitt mjög óán-
ægöir og vilja gleyma sem fyrst.
Einstaka samningsbundnum leik-
stjórum hefur einnig verið hrein-
lega bannað að tala um málið.
Ekki nægir að kvikmyndin sé lé-
leg til að sextán manna ráðið leyfi
nafnbirtinguna. Leikstjórarnir
veröa að sýna fram á að einhver,
framleiðandi eða annar hafi bein-
línis tekið af þeim völdin, myndin
verið klippt og sett saman í óþökk
við þá.
Stuart Rosenberg er einn leik-
stjóri sem fékk það í gegn að Allen
Smithee var titlaður leikstjóri í
staöinn fyrir hann. Þetta var fyrir
rúmu ári og myndin er Let’s Get
Harry sem var sýnt hérlendis í
fyrra. Honum var bannað að tjá sig
um ástæðuna opinberlega þar til
sex mánuðir voru liðnir frá dreif-
inguhennar.
Þegar banninu var aflétt var
hann ekki lengi að segja hver
ástæðanvar. „Framleiðendurnir
gjörsamlega eyðilögöu myndina.
Ég hef starfað við kvikmyndir í
þrjátíu og sjö ár og mér hefur aldr-
ei verið sýnd jafnmikil lítilsvirð-
ing.“
Let’s Get Harry fjallar um verk-
fræðing sem tekinn er til fanga
einhvers staðar í Suöur-Ameríku
af skæruliðum. Þegar ekkert spyrst
til hans taka vinir hans sig saman,
leigja sér málaliða og hefja björg-
unarleiðangur. í aðalhlutverkum
eru Mark Harmon, Robert Duval
ogGaryBusey.
Áður en kvikmyndatakan hófst
höfðu verið skrifuð sjö handrit.
„Það var síðasta handritið sem við
notuðum," segir Rosenberg. „Ég
klippti myndina og gekk frá henni
og prufusýndi hana og allir virtust
ánægðir. En rétt áður en frumsýna
átti myndina ákváðu framleiðend-
urnir að fyrsta handritið væri betra
og vildu kvikmynda sumt upp á
nýtt. Mér fannst þetta fáránlegt og
neitaði aö leikstýra. Þeir réðu ein-
hverja sjónvarpsleikstjóra til að
klára verkið. Styttu mína útgáfu
um tuttugu og sjö mínútur og bættu
tólf mínútum við. Nýir brandarar
sem voru langt frá að vera fyndnir
og atriöi sem voru eingöngu til þess
gerð að auka ofbeldið fylltu þessar
tólf minútur. í þessari útgáfu var
myndin sýnd og hvernig sem á
myndina er litið er ekki nokkur
leið að fá heillegan söguþráð úr
henni.“
Þess má geta að í sextán manna
ráðinu vár einróma samþykkt aö
Allen Smithee skyldi vera titlaður
leikstjóri Let’s Get Harry.
Þýtt og endursagt úr Premier.
Allen Smithee
Verstileikstjór-
inn í Hollywood
Allen Smithee hefur það orö á sér
að vera versti leikstjórinn í
Hollywood. Nafn hans á kretitlista
merkir oftast aö myndin á sér enga
framtíð.
Þótt nafnið sé nokkuð þekkt
vestra þá hefur Allen Smithee
hvorki komist í uppsláttabækur
eða á skrá hjá stéttarfélagi leik-
stjóra (Directors Guild Of Amer-
ica). Og sjálfsagt væri sá
gagnrýnandi vandfundinn sem
vildi skilgreina Smithee sem leik-
stjóra.
Það er sama hvernig myndum
hann stjórnar. Hann hefur reynt
sig við vestra, gamanmyndir, saka-
málamyndir og söngvamyndir,
alltaf skal honum misheppnast.
Þrátt fyrir smánarlegan feril hefur
hann unnið í Holly wood í tuttugu
ár og leikstýrt ekki minni stjörnum
en Burt Reynolds, Mickey Rourke,
Gary Busey og Robert Duval svo
einhverjir séu nefndir.
Síöastliðið ár var Alan Smithee
óvenju afkaStamikill, leikstýrði
tveimur kvikmyndum, Morgan
Stewart’s Coming Home með Jon
Cryer og Lynn Redgrave í aðal-
hlutverkum og Ghost Fever, þar
sem aðalhlutverkið lék Sherman
Hemsley. Einnig leikstýrði hann
sjónvarpsmyndunum Riviera og
Karen’s Song.
Þetta er ekkert smáræöis vinnu-
þrek og sjálfsagt flestum ef ekki
öllum ofviða enda er eins gott að
fara að koma þvíað aö það er eng-
inn Allen Smithee til. Allen
Smithee er nafn sem stéttarfélag
leikstjóra notar þegar einhver með-
limur þess vill ekki að hann sé
titlaður leikstjóri myndar og getur
réttlætt það stjórn félagsins.
Handritshöfundar vestra geta
notað hvaða nafn sem þeir vilja ef
þeir ekki vilja að nafn þeirra sé
bendlað við ákveðið handrit er þeir
hafa samið og hefur síðan veriö
breytt. Eru mörg fdæmi um slíkt.
Patty Chayefskylét skírnarnafn
sitt Sidney Aaron fylgja Altered
Kvikmyndir
Hilmar Karlsson
States þegar Ken Russell var búinn
að fara í gegnum upprunalegt
handrit og Robert Towne var ekki
ánægður með hvernig farið var
meö handrit hans að Greystoke:
The Legend Of Tarzan, Lord Of the
Apes og í stað þess að nafn hans
birtist á kreditlistanum var nafn
hundsins hans P.H. Vazak.
Þetta geta rithöfundar leyft sér
en ekki leikstjórar. Talsmaður
stéttarfélags leikstjóra segir að til
aö meðlimur þess geti tekið nafn
sitt af kreditlista þurfi að liggja góð
rök fyrir því og aö það sé stéttarfé-
lagsins aö ákveða hvaða nafn komi
í staðinn.
Þaö var fyrir tuttugu árum sem
fyrsta alvarlega vandamálið kom
upp. Leikstjóri að nafni Robert
Totten gafst upp á að vinna með
Richard Widmark viö vestra nokk-
urn, Death Of A Gunfighter.
Widmark hafði í samningi sínum
ákvæði um að hann mætti skipta
sér af leikstjórn myndarinnar og
gera tillögur að breytingum.
Totten segir að það hafi ekki ver-
ið nokkur leið að vinna með
honum. Hann vildi ráða öllu og öll-
um. Til aö klára myndina var
fenginn hinn þekkti leikstjóri Don
Siegel og báðir neituðu að láta
bendla sig nokkuð við myndina.
Stéttarfélagi leikstjóra þótti á-
kvörðun beggja réttlætanleg og þar
með fæddist Allen Smithee. Fyrst
átti nafnið að vera Smith, sem er
algengasta eftirnafn vestanhafs, en
þar sem tveir leikstjórar báru það
nafn var því breytt í Smithee. Og
það má segja að það hafi verið ein-
kennandi fyrir Holly wood að búa
tilnýjan endi.
Ótrúlega lítið hefur veriö íjallað
um Allen Smithee opinberlega,
enda hafa leikstjórar yfirleitt verið
í sárum sínum og alls ekki viljað
tala um þá slæmu reynslu er þeir
lentu í.
í fyfstu vissi nánast enginn um
gervinafnið. Þegar Death Of A
Gunfighter var svo loksins sýnd
opinberlega þá fékk meira að segja
Allen Smithee hrós hjá ekki
ómerkari blöðum en The New York
Times er sagði að leikstjóm Allen
Smithee væri sterk og Variety
sagði að leikstjórn Smithee væri
snyrtileg og hann næði því besta
útúrleikurunum.
Death Of A Gunfighter hafði ekki
mnnið sitt skeið þegar næsta mynd
Allen Smithee, Fade In með Burt
Reynolds í aðalhlutverki, kom
fram á sjónarsviðið: Fjallaði sú
mynd um kvikmyndafólk sem er
að gera kvikmynd. Annars fór lítið
fyrir Smithee á áttunda áratugn-
um, nokkrarsjónvarpsmyndir
liggja eftir hann, má þar helst nefna
The Challange sem fjallar tvær
þjóðir á mörkum kjarnorkustyrj-
aldar. Þótti frekar ómerkileg, þrátt
fyrir úrvalsleikara á borð við Brod-
Þú boigar alltaf sama gjaldiðr
hvort sem þú ert einn eða með fleirum í bílnum!
Hreyfill býður sætaferðir til Keflavíkur
Ef þú ert á leið til útlanda er þægilegt að fara fyrsta spölinn í Heyfilsbíl.
Hringdu í okkur með góðum fyrirvara og greindu frá áætluðum flugtíma. Við vekjum þig
með hressilegri símhringingu, óskir þú þess.
HREYBLL
68 55 22