Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1988, Blaðsíða 10
10
LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1988.
af
áramótaskaupi
sjónvarpsins
Hallur snýr á Jóhannes. Væru þeir svona saman í sjónvarpsfréttunum?
Þú ert búinn að drepa
Steingrím fyrir mér
- segir Jóhannes Kristjánsson eftirherma
„Þú ert búinn að drepa Steingrím
fyrir mér,“ bar Jóhannes Kristjáns-
son eftirherma á Hall Hallson þegar
þeir hittust í fyrsta sinn eftir að Jó-
hannes brá sér í gervi Halls í
áramótaskaupi sjónvarpsins. Þannig
fór að þegar Jóhannes skemmti á
ísafirði á nýársdag yfirgnæfði Hallur
jafnvel Steingrím og er þá langt
seilst.
Steingrímur Hermannsson hefur
þó gegnum árin veriö helsta atriði
Jóhannesar á skemmtunum en með-
ferð hans á Halli í áramótaskaupinu
gæti breytt þvi. Jóhannes segir
reyndar að munurinn á þeim Steim-
grími og Halli sé sá að Steingrímur
sé fimm gíra eftir tilefnum en Hallur
sjálfskiptur.
íjakka af Halli
Þrátt fyrir glensið er þeim Jóhann-
esi og Halli vel til vina og í áramóta-
skaupinu var Jóhannes í jakka af
Halli. Núna sér Jóhannes fram á að
hann verði að auki aö fá sér hvíta
alpahúfu eins og þá sem Hallur byrj-
aði að nota um áramótin.
„Það tók mig ekki langan tíma að
ná Halli,“ segir Jóhannes „Ég tók
fyrst eftir því hvað hann lá vel við
þegar ég sá hann í frétt um meintan
drykkjuskap á varðskipunum. Það
er eitthvað við hann sem veldur því
aö það er auövelt að hafa eftir hon-
um. Sumir menn eru einfaldlega ekki
þáð sérstakir aö það sé hægt að hafa
eftir þeim.
Fyrsta útgáfan mín af Halli var þó
ekki alveg rétt. Ég hafði hann of hás-
an og það var ekki fyrr en ég skoðaði
hann nákvæmlega í sjónvarpinu að
ég sá hvernig efri vörin er stíf og
vinstra augað pírist. Þá var þaö kom-
ið. Það er ekkert neikvætt við Hall í
þessari útgáfu. Ég var í fyrstu
hræddur við að móðga en sú hefur
ekki orðið raunin enda er það ekki
ætlunin.“
Æfingar Jóhannesar eru allsér-
stæðar. Hann æfir ekki með miklum
látum fyrir framan spegil. „Það reyn-
ist mér best að hugsa um þá og hlusta
á röddina," segir Jóhannes. „Ég átti
lengi í baráttu við að ná Steingrími.
Ég byrjaði fyrir alvöru árið 1974. Þá
var ég í Vegagerðinni og átti ræöu
eftir Steingrím á bandi. Að lokinni
vinnu á hverjum degi í þrjár vikur
hlustaði ég á hann í klukkutíma og
lá uppi í rúmi og hugsaði máhö. Allt
í einu fann ég að ég var búinn að ná
honum. Þá fyrst var Steingrímur
fullskapaður.
Þeirra eigin orð
Við eftirhermur reynist mér best
aö nota sömu orð og setningar og
þessir menn nota sjálfir. Aðalatriðið
er að finna sjálfan karakterinn og
þá borgar sig ekki að ganga of langt
í skopstælingum. Eftir að ég er búinn
að ná röddinni þá fylgir hitt allt eins
og sjálfkrafa á eftir. Ég hef t.d. aldrei
æft göngulag og handahreyfingar
Steingríms sérstaklega. Þetta eru
bara einkenni sem fylgja þessum
karakter.
Ég hef oft hitt Steingrím og hann
er vel sáttur við stælinguná - eöa
hann segir það í það minnsta. í haust
gerðist það að við lentum saman á
þrem skemmtunum þar sem hann
hélt ræðu en ég hafði eftir honum. Á
endanum vissum viö ekki hvor var
aö flytja ræðu hvors.
Mér finnst skemmtilegast að fara
ekki yfir markið í skopstælingum en
alveg að þeim. Mér hefur þannig
aldrei líkaö vel að skjóta bröndurum,
sem eiga ekki við karakterana, inn í
textann en annars hef ég ekki heyrt
nema þrjá góða brandara síðan 1973.
Jóhannes hefur eftirhermumar að
aukagetu með námi en hann leggur
stund á stjórnmálafræði við háskól-
ann þar sem Ólafur Ragnar Gríms-
son er meðal kennara hans. Það er
þó allt goft í milli þeirra þótt Ólafur
sé einn af karakterum Jóhannesar.
Annars er Jóhannes ættaöur frá
Ingjaldssandi við Önundarfjörð og
þar reyndi hann sig fyrst við eftir-
hermurnar.
Komið frá ömmu
„Þetta er í ættinni," segir Jóhann-
es. „Amma mín var góð við þetta og
einnig frændur mínir og bræöur. Það
þekkist víða í sveitum að haft er eft-
ir mönnum þegar verið er að segja
frá þeim. Þetta er líka svo í minni
heimasveit en mér fannst aldrei rétt
haft eftir mönnum.
Þessi árátta hefur því fylgt mér frá
því ég man eftir mér en síðustu sex
árin hef ég unnið sem skemmtikraft-
ur og haft mikið aö gera. í fyrstu
setti ég það alltaf sem skilyrði að ég
yrði ekki auglýstur því aö ég vildi
eiginlega aldrei byrja í þessu og ætl-
aði alltaf að hætta. En ég seig alltaf
neðar og neðar í dikið og það er bara
ágætt að vera í þvi. Þetta er á margan
hátt jafngóður skóli og háskólinn.
Ég er núna að þróa Davíð Oddsson
og á eftir að endurbæta þá útgáfu.
Hann er að koma og ég spái honum
góðri framtíð. Kristján Ragnarsson
og Þórarinn V. Þórarinsson eru einn-
ig komnir á dagskrá og fleiri.
Það hefur komið fyrir að stjórn-
málamenn hafa nefnt viö mig hvort
ég ætli ekki að hafa eftir þeim. í þess-
um hópi eru jafnvel ráðherrar en ég
nefni engin nöfn. Stjórnmálamenn
vita að illt umtal er betra en ekkert.
í þessum eftirhermum mínum felst
heldur engin illgimi," segir Jóhann-
es Kristjánsson eftirherma.
-GK
tákn
- segir Hallur Hallsson
„Þetta er hin besta auglýsing
fyrir raig,“ segir Hallur Hallson
sem mátti horfa upp á tvífara
sinn í sjónvarpinu um áramótin.
„Ég þurfti að klípa sjálfan mig
þegar ég horfði andaktugur á
sjalfan mig birtast í sjónvarpinu.
Ég er sérstaklega ánægður með
hvað Jóhannes er skrautlegur við
þetta. Eftir öll þessi ár er það að
renna upp fyrir mér að ég er bara
alls ekki svo litlaus.“
Hallur segir að fyrstu viku árs-
ins hafi viðbrögðin ekki látið á
sér standa. „Þetta uppátæki hefur
greinilega vakiö mikla athyggli
því það er sama hvar ég kem -
alls staðar er spurt hvemig mér
hafi líkaö.
Nágrannakona mín hafði
reyndar miklar áhyggjur af þessu
og fannst aö verið væri að fara
voöalega illa með mig. Því fer þó
víðs fjarri. Það er ekkert annað
en stöðutákn að komast í þann
hóp sem eftirhermurnar hafa
sérstakt dálæti á.
Þaö er auðvitaö ekki saman
hvernig þetta er gert og það er
hægt að skopast þannig að mönn-
um aö það sé meiðandi en þaö var
ekki svo í þessu tilviki.“
Hallur hafði ekki áður séð Jó-
hannes herma eftir sér en vissi
að hann haföi gert það á skemmt-
unum. Hallur hefur einnig haft
spumir af manni í Borgarnesi
sem fæst við þaö sama. „Eg vissi
að það stóð til aö herma eftir mér
í skaupinu en var ekki búinn að
sjá þaö áöursegir Hallur „En
ég læt Jóhannes ekki sprengja
mig þótt ég hafí á endanum
sprungið upp úr stólnum í skaup-
inu. Þrátt fyrir þau endalok
hikaði ég ekki við að taka frétt
um tívolíbombur á eftir.
Ég kvíði því helst ef Jóhannes
kemur til vinnu hér á fréttastof-
unni en hann hefur komið hingað
á námskeið í sambandi við nám
sitt í háskólanum. Það væri út-
lokað að komast aö þvi hvor er
hvor. Menn geta þó treyst því að
ég næ Jóhannesi aldrei."
-GK
VORULOFTIÐ
Skipholti 33
s. 689440
Opiö laugardaga frá kl. 10-16.
Þegar við segjum útsala
_ þa er
20-80% afsláttur.