Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1988, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1988, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1988. Veröld vísindarma að úreldast? Molar tilraun með spegil Speglar hafa lengi verið mönnum ráðgáta. Náttúra þeirra er af leik- mönnum oft talin til galdra eins og alkunnugt er af ævintýrinu um Mjallhvíti og dvergana sjö. Vis- indamenn eru hins vegar litið hrifnir af göldrum og treysta frekar á endurteknar tilraunir. Vísindamaður að nafni R.S. Weiner, sem lengi var við Stamford háskóla í Connectieut, hóf eitt sinn að rannsaka hvers vegna hlutir spegluöust ekki á hvolfl rétt eins og hægri og vinstri snúast viö. Þeir sem staðið hafa fyrir framan spegil - og þeir eru ófáir - vita að í speglin- um veröur hægri hönd að vinstri og sú vinstri að hægri. En af hveiju í ósköpunum verður efri endinn ekki að þeim neðri og öfugt? Weiner segir svo frá tilraunum sínum til aö komast að hinu sanna í málinu: „Ég festi kort af sundun- um við Long Island gegnt stóra speglinum í svefhherberginu mínu. Því næst stóð ég á höföi fyrir fram- an spegilinn. I speglinum birtust mans sáust ekki. Sá fóturinn sem ég kalla allajafha „vinstri fót“ þakti að mestu svæðið í kringura Brig- deport á kortinu. Hægri fóturinn var nærri Austurá. Til að náigast iausn vandamáis- ins enn betur setti ég bréfþoka á vinstri fótinn svo að ég væri alveg viss um hvor fóturinn það væri. Pokinn þakti nú alit svæöið í kring- um Bridgeport en ekkert annað nýtt kom í ljós. Ég sá því að ég varö að endur- skipuleggja tilraunina. Ég fjar- lægði nokkuð af húsgögnum úr svefhherberginu, losaði spegilinn af veggnum og iét hann standa á gólfinu því mér var orðið Ijóst að ég varð aö sjá allan líkamann ef tilraunin átti aö heppnast. Enn á ný tók ég mér stöðu á höfö- inu fyrir framan spegilinn og viö mér blasti óvænt sjón. Gegnt mér speglaðist ámátleg mannvera á liaus með bréfpoka á öörum fætin- um. Það var svo átakanlegt aö sjá manninn í speglinum aö ég ákvaö Tilraunir með spegla geta tekið óvænta stefnu. Tölvusérfræöingar boöa nú að ný gerð af töivum ryðji hefðbundnum tölvum úr vegi á næstu árum. Þetta eru svokallaöar ofurtölvur sem hafa þann kost umfram hefðbundnar tölv- ur að geta unniö að mörgum þáttum sama verks á sama tíma. Aðferðin er kölluð samhliöa tölvuvinhsla. Ávinningurinn af þessu er aö vinnsluhraðinn eykst um allan helming. Þegar þessi hugmynd kom fyrst fram fyrir nokkrum árum létu hönn- uðir hjá stóru tölvufyrirtækjunum sér fátt um finnast en nú er annað uppi á teningnum. í lok síðasta árs var ákveðið hjá IBM að hefja rann- sóknir á ofurtölvum og þar með var björninn unninn. Allt frá því fyrstu frumgeröir af tölvum litu dagsins ljós hefur þeim verið ætlað að leysa verkefni sín skref fyrir skref. Nýja hugmyndin er að láta tölvuna stíga mörg skref í einu. í fyrstu var litið svo á aö þetta væri mjög dýr aðferð og áhættusamt að leggja mikla fjármuni í að þróa hana. Nú er sú staöa komin upp í Bandaríkjunum að ríkið hefur ákveðið aö styrkja rannsóknir á tölv- um til að mæta harðnandi sam- keppni frá Japan. í kjölfar þess ákvað IBM að leggja fjármuni í rannsóknir á möguleikum samhliða tölvu- vinnslu. IBM hefur ráðið til sín mann að nafni Steve S. Chen en hann hefur á undanfornum árum unnið að gerð ofurtölva án þess að vekja verulega athygli. Jafnframt hefur verið boðað að fyrsta tölvan af hinni nýju gerð frá IBM verði sett á markaðinn fljót- lega eftir 1990. Einkum er talið að verkfræðingar og stærðfræðingar hafi not af hinum nýju tölvum. Ef allt fer að óskum eiga þær að geta leyst á skömmum tíma verkefni sem tekur þær tölvur, sem nú eru í notkun, vikur eða mán- uði. Þegar er farið að nota frumgerðir þessara tölva. Yfirburðir þeirra koma best í ljós þegar vinna þarf úr ógrynni upplýsinga. Þátttaka IBM í þessum rannsókn- um hefur leitt til þess að fjámagn- seigendur hafa fengið áhuga á fyrirbærinu. Þá hafa keppinautar IBM einnig tekið við sér enda mega þeir ekki til þess hugsa aö IBM hafi afgerandi forystu á þessu sviði. Hjá IBM er því neitað að ákvörðum ríkisstjórnarinnar um að styrkja rannsóknir á þessum nýju tölvum hafi valdið því að fyrirtækið tók ofur- tölvurnar upp á sína arma. Þetta gerðist þó á sama tíma en áður haföi IBM engan áhuga sýnt á ofurtölvum. Enn eru ýmis vandamál óleyst varðandi ofurtölvumar. T.d. er ekki vitaö hvernig á að fara aö þegar ýmsir hlutar kerfisins þurfa sömu upplýsingarnar úr minni tölvunnar á sama tíma. Þá hefur komið í ljós að þetta vandamál tefur vinnslu mis- munandi mikið eftir einstökum afbrigðum tölvunnar, án þess að skýring hafi fundist á því. Én þetta er eitt af þeim tæknilegu vandamálum sem bíða lausnar. Til skamms tíma efuðust menn um að ofurtölvur gætu yfirleitt orðið að veruleika. Um það er ekki deilt leng- ur. Þrútið loft Meö hverju árinu sem Mður sjá Bandaríkjamenn æ minna til sólar. Ef miðaö er við mælingar síðstu ára- tuga kemur í ljós að sólardögum fækkar ár frá ári. Það er aðeins í Texas sem sólardögunum fækkar ekki. Veðurfræðingar hafa engar skýringar fundið á þessu. Þó er talið líklegast að vaxandi mengun eigi sök á að stöðugt þykknar í lofti. Steve S. Cheng, einn helsti hönnuöur ofurtölva. Hann er nú starfsmaður IBM. Ovæntniðurstaðaúr Geisla- virkni í Græn- landsjökli Þegar vetur gekk í garð á Græn- landi voru geislavirk efni frá Chernobyl 20 sentímetra undir yfir- borði jökulsins. Þótt þessi geisla- virkni sé mælanleg er hún mjög lítil óg langt frá því að vera hættuleg. Veðurfræðingar sjá hins vegar fram á að þetta geislavirka lag komi aö góðum notum viö rannsóknir á veð- urfari. Saga veðurfars er skráð í jökla. Nú er þar komið lag sem hægt er að tímasetja nákvæmlega og fylgj- ast með þvi þegar það hverfur dýpra og dýpra í jökulinn. Þannig útbúiö er rúgbrauöið jafnvígt á sjó og landi. Rúgbrauð á siglingu Þjóöverjar hafa lengi verið stoltir af Fólksvagenrúgbrauðinu sem íslending- ar kalla svo. Framleiðendur vagnsins telja hann færan í flestan sjó - í bókstaflegri merkingu. Með nokkrum aukabúnaði er hægt að sigla á rúg- brauðinu. Á vatni eða sjó er svokallað þotudrif notað til að knýja bílinn áfram. Upplýsingar um veðrið birtast á skja heimilistolvunnar. Veðurviti á þakinu Bandarískt fyrirtæki býður nú almenningi fullkomnar veðurstöðvar til að hafa á húsþökum. Þetta eru tölvustýrð tæki sem gerð eru til að tengja við venjulegar heimilistölvur. Hvenær sem menn óska er hægt að kalla fram upplýsingar um hitann úti, vindátt og vindhraða, kæhngu og úrkomu. Þá er einnig hægt að fá upplýsingar um veðurbreytingar síðustu sólarhringana. Útbúnaðurinn kostar um 20 þúsund krónur. Rannsóknir á ofurtölvum hafnar hjá IBM: Heföbundnar tölvur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.