Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1988, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1988. Popp DV Rokkað í þága friðar í Mið-Ameríku Það á að poppa í þágu friðar í Miö-Ameríku á næstunni. í kjölfar þess að Oscar Arias Sánchez, forseti Costa Rica, hlaut friðarverðlaun Nóbels fyrir friðarstarf sitt í heims- hlutanum var ákveðið að vekja á því enn frekari athygli með því að efna til almennilegra rokktónleika í Nic- aragua, E1 Salvador og Costa Rica í vetur eða vor. Það er að segja ef enn veröur unnið eftir áætlunum forset- ans er að hijómleikunum kemur. Jackson Browne hefur meðal ann- arra tekið að sér að skipuleggja þessa merku konserta. Hann sýndi einmitt málefnum Mið-Ameríku athygli á síðustu plötu sinni, Lives in the Bal- ance. Peter Gabriel hefur gefið vilyrði sitt fyrir því að koma fram og nokkrir meðvitaðir til viðbótar eru að kanna málið. Nýliðiö ár var svo sannarlega ánægjulegt fyrir aödáendur írsku hljómsveitarinnar U2. Platan The Joshua Tree kom út og á eftir fylgdi hijómleikaferð um Evrópu, Ameríku og viðar. Og liðsmenn hljómsveitarinnar ætla sannarlega ekki að sitja auðum höndum á árinu 1988. Með vorinu kemur út kvikmyd frá nýafstaöinni hijómleikaferð og um svipað leyti er væntanleg tvöfóld hþómplata með hljómleikaupptökum að mestu leyti. Áætlað er að fullunnin kosti kvikmyndin tæplega tvö hundruð milijónir króna. Nokkur kvikmyndafyrirtæki voru tilbúin að greiða þann kostnað en liðsmenn U2 kusu að greiða hann út eigin vasa til að geta ráöið gerð myndarinnar að öllu leyti. í myndinni gefur ekki einungis að líta hljómsveitina á tónleikum. Viö fáum einnig að kynnast lífinu á ferðalögum milfi staða sem og ýmsu sem gerist baksviös. Ekkert var sett á svið vegna myndarinnar heldur allt unnið í belg og biðu og veröur síðan raðaö saman í eina heild. Hljómleikaplatan verður hin þriðja sem U2 sendir frá sér. Hún veröur þó ekki „lifandi“ aö öllu leyti því að nú í janúar verða fjórmenningamir í U2 i hljóðveri i Dyflinni og taka þar upp fjögur lög. Bjami er byrjaður á sólóplötunni „Það er ósköp lítið hægt að segja núna nema aö við byrjum að taka upp núna í þessari viku,“ sagði Bjami Árason söngvari er hann var inntur eftir væntanlegri sólóplötu. „Það er Jakob Magnússon sem stýrir upptökunum og við vinnum plötuna í einkastúdíói hans.“ Bjarni kvaö þá vera aö safna lögum á plötuna um þessar mundir. Hann var spurður hvort aðrir Stuðmenn en Jakob kæmu til með að leggja til efni, til dæmis Valgeir Guðjónsson sem átti lagið Bara ég og þú, sællar minningar. „Vonandi," svaraöihann stutt og laggott og vildi ekki ræða frekar væntanlega lagahöfunda. Það er Skífan sem mun gefa sóló- plötu Bjarna út. Hún ætti að koma í verslanir síðla vetrar eða með vor- inu. Þegar Bjarna Arasyni skaut upp á stjörnuhimininn í látúnsbarka- keppninni í fyrrasumar söng hann með hljómsveitinni Vaxandi. Tekur hann ennþá lagið með gömlu félög- unum? „Nei. Vaxandi er ekki til lengur," svaraði hann. „Samstarfið gekk ekki upp svo að það var ekki um annað að ræða en aðhætta.“ Bjarni Arason hóf upptökur sólóplötu sinnar núna i vikunni með Jakob Magnússyni. Hljómsveitin U2 var iðin við kolann á síðasta ári. Ýmislegt verður einnig að gerast á þvi nýbyrjaða. Daryl Hall og John Oates saman að nýju. Þeir lofa sinni bestu plötu í lang- an tima. Daryl Hall og John Oates taka upp þráðinn að nýju Danskur plötumarkaður á í erfiðleikum Gleðifrétt fyrir aðdáendur Daryls Hall og Johns Oates. Gömlu fóst- bræðurnir eru í óðaönn að hnoða saman plötu sem kemur út á fyrri- hluta þessa árs ef allt fer að óskum. „Fólk keppist við að segja mér að við séum hættir að vinna saman, leigubílstjórar sem aðrir,“ sagði John Oates í nýlegu blaöaviðtali. „Við ákváöum árið 1985 að einbeita okkur að eigin hugðarefnum en við nefndum aldrei að við ætluðum ekki að koma saman einhvern tíma síöar. Meðan á fríinu stóð sendi Daryl Hall frá sér sólóplötu og John Oates vann meðal annars að hljómplötum Parachute Club og Icehouse. Að und- anfómu hafa þeir hins vegar unnið saman að nýju Hall & Oates plötunni í stúdíói í New York. Þeir era búnir að reka alla úr hljómsveit sinni nema bassaleikarann T-Bone Wolk og ráða nýjan mannskap. Þeir telja sig vera með sterka hljómplötu í hönduhum. „Við leggjum sem fyrr aðaláherslu á melódíuna og þær raddir sem hafa verið vöramerki okkar í langan tíma,“ segir Daryl Hall. „Hins vegar höfum við báöir haft gott af að hvíla okkur hvor á öðram." Og Oates bæt- irvið: „Fríiö var eins og aö anda að sér fersku lofti. Við komum endurnýjað- ir til baka og ætlum okkur að gera betri plötu en viö höfum getað í mörg ár.“ A meðan íslenskir plötuútgef- endur dældu með bros á vör hverri hljómplötunni af annarri fyrir jóhn þurftu danskir starfsbræður þeirra að heyja harða baráttu. Fyrir lá eftir fyrstu ellefu mánuöi síðasta árs að samdráttur í sölu danskra platna var um 25 prósent svo að til einhverra bragða varð að grípa. Fjögur stærstu fyrirtækin tóku höndum saman og auglýstu vöra sína sameiginlega í stærsta dag- blaði Dana. Þá var og efnt til auglýsingaherferðar í kvikmynda- húsum (auglýsingar eru bannaðar í dönsku sjónvarpi) og einnig var gerð mikil og voldug safnplata sem á voru margir þekktustu dægur- lagasöngvarar Danmerkur. Danskir útgefendur kenna gervi- hnattasjónvarpi mjög um hvemig komið er fyrir hljómplötumarkað- inum. Einnig leggja erlend fyrir- tæki þunga áherslu á að kynna listamenn sína. Dönsk popptónlist er ákaflega lítiö leikin í útvarpi, svo lítið að útgefendur telja Dani vera Popp Ásgeir Tómasson að nálgast met Belga, sem er fimm prósent innlend tónlist á móti 95 prósentum af erlendri! Forráöamenn dönsku hljóm- plötuútgáfanna fjögurra lögðu í jólamánuðinum þunga áherslu á stuðning útvarps, sjónvarps og rík- isstjórnarinnar við danska dægur- tónlist. Plötur í Danmörku bera fimmtán prósent lúxusskatt sem útgefendur vilja meina að geri meira ógagn en gagn. Það er ánægjulegt til þess að vita að á meðan útgefendur standa í baráttu um lúxusskatta í Dan- mörku lækka plötur enn frekar hér á landi. Erlendar breiðskífur falla um eitt til tvö hundrað krónur í veröi þessa dagana og kosta nú velflestar á bilinu 599-699 krónur. Verð geisladiska er sömuleiðis á niðurleiö, eða um 200-300 krónur. Tollur á plötum frá EFTA löndum er nú enginn og tíu prósent annars staðar frá. íslenskar plötur, sem framleiddar era erlendis, lækkuðu um átamótin um sextán prósent. Flestallar íslenskar plötur eru reyndar framleiddar hérlendis þannig aö lækkunin er óveruleg þegar á heildina er litið. Plötuútgef- endur og -kaupendur geta þó litið björtum augum til komandi árs. Kim Larsen og stéttarbræður hans ku litt heyrast i dönskum útvarps- stöðvum á kostnað erlendra lista- manna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.