Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1988, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1988. Erlendar bækur Enskarbamabækur WRITTEN FOR CHILDREN. Hölundur: John Rowe Townsend. Penguin Books, 1987. Þessi bók kom fyrsta sinn út árið 1965 en birtist nú í endur- skoðaðri útgáfu í þriðja sinn. Upphaflega fjallaði rit blaða- mannsins og barnabókahöf- undarins Townsend eingöngu um barnabækur sem breskir rithöfundar hafa samið á ensku en nú er einnig íjallað um am- erískar, ástralskar ,og nýsjálen- skar barnabækur sem frumsamdar hafa verið á ensku. Þetta á þó aðallega við um barnabókafarmleiðslu síð- ustu fjörutíu ára eða frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. í bókinni er umfjölluninni skipt niður í fjögur afmörkuð tímabil en þau eru: upphaf rit- unar bóka fyrir böm fram til ársins 1840, árin frá 1840 til fyrri heimsstyrjaldarinnar, stundin milli stríða og allt til loka síðari heimsstyrjaldarinnar, og loks tímabiliö 1945-1985 sem tekur hátt í helming bókarinnar. Townsend leggur meginá- herslu á að veita glöggar upplýsingar úm höfunda og bækur þeirra og hefur við val sitt að leiðarljósi þá skoðun að góð bamabók veröi að standast þær kröfur sem gera verði til góðra bókmennta yfirleitt. Margar teikningar úr þekktum bamabókum skreyta þetta gagnlega og læsilega rit. Ræðurí Amer- íku THE PATIENT HAS THE FLOOR. Höfundur: Alistalr Cooke. Penguin Books, 1987. Þeir sem hafa einhvern tíma síðustu áratugi hlustað reglu- lega á breska útvarpið BBC kannast vafalaust við pistla Alistair Cooke frá Ameríku. í þessum frægu Ameríkubréfum hans, sem hófu göngu sína árið 1951, hefur hann krufið til merkjar það sem efst hefur ve- rið á baugi í bandarísku þjóðlífi á hverjum tíma. En Cooke hefur ekki aðeins frætt hlustendur BBC um bandarísk málefni: hann hefur einnig við fjölmörg tækifæri haldið ræður í Bandaríkjunum um hin ólíkustu mál, þar á meðal í Fulltrúadeild Banda- ríkjaþings á 200 ára afmæh fyrsta bandaríska þingsins. Fjórtán slíkum ræðum, þar á meðal þeirri sem hann flutti þinginu árið 1974, hefur verið safnað saman í þessa bók. Viðfangsefnin eru margvís- leg: samskipti Breta og Banda- ríkjamanna fyrr og síðar, sérkenni bandarísks þjóðlífs, staða enskrar tungu, bók- menntir, heilbrigðismál, svo dæmi séu tekin. Frásagnarað- ferð Cooke í þessum ræðum er ipjög á sama hátt og í Ameríku- bréfunum. Hann spjallar við hlustendur um viöfangsefniö af þekkingu og skynsemi og hóf- legri kímni. Óbreyttir borgarar í síðari heimsstyrjöld FORTUNES OF WAR: THE BALKAN TRILOGY. THE LEVANT TRILOGY. Höfundur: Olivla Manning. Penguin Books, 1987. Styrjaldir hafa gjaman orðið rit- höfundum uppspretta rismikilla bókmennta. Ymis af merkustu skáldverkum bókmenntasögunnar sækja þannig efni sitt í stríðsátök, allt frá kviðum Hómers til þeirra mörgu ágætu skáldsagna sem kviknað hafa af eldi síðari heims- styríaldarinnar. Sex skáldsögur breska rithöfund- arins OUvia Manning, sem nú hafa verið endurútgefnar undir sam- heitinu „Fortunes of War“ í tilefni af fmmsýningu nýs framhalds- myndaflokks sem BBC hefur gert eftir sögunum, gerast á árum síðari heimsstyríaldarinnar en fjalla þó næsta Utiö um stríðsleiki. Flestar sögupersónumar eru nefnilega óbreyttir borgarar, sem stríðsátök- in hrekja á undan sér laríd úr landi: frá Rúmeníu til Grikklands og þaö- an yfir Miðjarðarhafið til Egypta- lands. Flest er þetta fólk á vegum eða í tengslum við breskar stofnan- ir sem hafa það verkefni að út- breiða enska tungu og fræða útlendinga um breska menningar- starfsemi. Höfuðpersónumar í skáldsögun- um eru ung hjón, Guy og Harriet Pringle, en við upphaf fyrstu sög- unnar er hann kennari í ensku við háskólann í Búkarest. Manning lýsir lífi þeirra, kunningja þeirra og samstarfsfólks, á flækingi um framandi lönd. Það eru margar hnyttnar per- sónulýsingar í þessum sögum, en fyrst og síðast er Guy miðdepill frá- sagnarinnar. Hann er Uklega það sem kalla mætti „góður maður“, þ.e. maður sem hefur ódrepandi áhuga á öllu því sem aðrir em að gera, er reiðubúinn að fórna sér fyrir aðra en má ekkert vera að því að sinna eigin hag eða þeirra sem honum em þó nánastir. í sumra augum eru slíkir menn kjánar, í annarra augum dýrlingar. Manning gerir Guy ógleymanleg- an en henni tekst einnig að koma til skUa erfiðu hlutskipti Harriet sem þarf að búa með manni sem er í senn ómissandi og óþolandi. Fyrir minn smekk em þrjár fyrstu skáldsögunar, sem gerast í Balkan-löndunum svonefndu, veigameiri hluti þessa skáldverks. Þar er eftirminhileg frásögn af at- höfnum Guy Pringle auðguð af aragrúa smáatriða daglegs lífs sem færir framandi umhverfi í nánd við lesandann. Kjaftasögubiblía WHO’S REALLY WHO. Höfundur: Compton Miller. Sphere Books, 1987. Eitt víðlesnasta efni enskra blaða eru slúðurdálkar þar sem sagðar eru litríkar sögur, sannar eða logn- ar, af einkalífi fólks sem drjúgur hluti almennings kannast við. Þetta er það fólk sem er í sviðsljós- inu hveiju sinni. Compton Miller hefur langa reynslu af að skrifa um shkt fólk og sú reynsla hefur komiö honum að góöum notum við samningu þessarar bókar. Hér hefur hann vahð 400 manns sem sameina það tvennt að vera bresk og fræg - svo fræg að sérhver lesandi, sem á ann- að borð horfir á sjónvarp eða les blöð, kannist við minnst níu af hverjum tíu nöfnum. Það kemur þess vegna ekki á óvart að hér er fólk úr hsta- og fjöl- miðlaheiminum áberandi: sjón- varps- og kvikmyndastjörnur, popparar, metsöluhöfundar. Einn- ig er hér margt af því kóngafólki sem alltaf er í slúöurfréttunum og einstaka stjórnmála- og athafna- menn sem vakið hafa sérstaka athygh fyrir eitthvaö óheíðbundið. Miller segir ahítarlega frá hveij- um og einum og skrifar hispurs- laust um einkalíf fólksins: íjöl- skyldulíf, ástir og ævintýr og sigra og vonbrigði á starfsferlinum. Hér má sem sagt fá á einum stað, í samþjöppuðu formi, upplýsingar sem einungis er að finna í höfði áköfustu lesenda slúðurdálkanna. Sannkölluö kjaftasögubibha. Metsölubækur # Bretland 8. D. G. Hessayon: 13. Tom Clancy: Söluhæstu kiljurnar órið 1987: THE HOME EXPERT, THE HUNT FOR RED OCTO- 1. Jeffrey Archer: 9. Mark Wallington. BER. A MATTER OF HONOUR. 600-MILE WALKIES. 14. Victoria Holt: 2. John le Carré: 10. Helene Hanff: SECRET FOR A NIGHTING A PERFECT SPY. 84 CHARING CROSS RO- ALE. 3. James Herbert: AD. 15. M. Weis/Tracy Hickman: THE MAGIC COTTAGE. (Byggt á The Sunday Times.) FORGING THE DARKS- 4. Dick Francis: * WORD. BREAK IN. 5. Jackie Collins: Bandaríkin Rit almenns eðlis: HOLLYWOOD HUSBANDS. Metsölukiljur um áramót: 1. Bill Cosby: 6. Catherine Cookson: 1. Sidney Sheldon: FATHERHOOD. THE MOTH. WINDMILLS OF THE GODS. 2. John Feinstein: 7. Barbara Taylor Bradford: 2. V.C. Andrews: A SEASON ON THE BRINK. ACT OF WILL. GARDEN OF SHADOWS. 3. M. Scott Peck: 8. Wilbur Smith: 3. Pat Conroy: THE ROAD LESS POWER OF THE SWORD. THE PRINCE OFTIDES. TRAVELED. 9. Stephen King: 4. Stephen King: 4. Beryl Markham: IT. THE EYES OFTHE DRAGON. WEST WITH THE NIGHT. 10. Catherine Cookson: 5. Lawrence Sanders: 5. Judith Viorst: BILL BAILEY. CAPER. NECESSARY LOSSES. Rit almenns eðlis: 6. Jack Higgins: 6. Gelsey Kirkland: NIGHT OF THE FOX. DANCING ON MY GRAVE. 1. GILES CARTOONS. 7. Johanna Lindsey: 7. JAMES HERRIOT'S DOG 2. Keith Floyd: SECRET FIRE. STORIES. FLOYD ON FRANCE. 8. James Ciavell: 8. Andrew A. Rooney: 3. PROMS '87. WHIRLWIND. WORD FOR WORD. 4. Gambaccini/Rice: 9. Andrew M. Greeley. 9. Joseph Wambaugh: BRITISH HIT SINGLES. PATIENCE OF A SAINT. ECHOES IN THE 5. Dirk Bogarde: 10. Tom Clancy: DARKNESS. BACKCLOTH. RED STORM RISING. 10. LIFE: THE FIRST FIFTY YEARS, 6. Mike Wilks: 11. Howard Fast: 1936-1986. THEULTIMATEALPHABET. THE DINNER PARTY. (Byggt á New York Times Book 7. Delia Smith: 12. Stephen King: Revisw.) ONE IS FUN. IT. Umsjón: Elías Snæland Jónsson Verðlaunahafar ogmetsölubækur Að þessu sinni er brugðið út af venju með hstann yfir met- sölukhjur í Bretlandi hér á síðunni. í stað hsta um sölu- hæstu pappírskiljurnar eina viku nær breski hstinn yfir 1987. Þetta eru sem sagt þær kiljur sem mest seldust í Bret- landi á öllu árinu og kemur þar fátt á óvart. Bandaríski hstinn nær hins vegar yfir eina viku að venju, að þessu sinni síðustu viku nýhðins árs. í upphafi þessa nýja árs er ekki úr vegi að minnast á nokkra þá rithöfunda sem hlutu ýmis eftirsóttustu bók- menntaverðlaun nýhðins árs en ótrúlegur íjöldi slíkra verð- launa er afhentur á hveiju ári í nágrannalöndum okkar. Mikilvægust að virðingu eru að sjálfsögðu nóbelsverðlaunin og mun flestum kunnugt um handhafa þeirra, ljóðskáldið JósefBrodský. Hannhlautjafn- gildi rúmlega tólf milljóna íslenskra króna. Frönsku Goncourt-verðlaun- in eru fárra króna virði (innan við flögur hundruð krónur) en mikil að virðingu. Þau hlaut á síðasta ári Tahar Ben Jellounb fyrir „La Nuit Sacree". Verðlaun sem kennd eru við Ritz í Paris og Hemingway gefa meira í aðra hönd, tæplega tvær milljónir króna. Þau fékk í fyrra Peter nokkur Taylor fyrir bók sína „A Summons to Memphis". Þá má ekki gleyma Booker- verðlaununum bresku sem ávallt vekja mikla athygh, en verðlaunaféð jafngildir hátt í átta hundruð þúsundum króna. Að þessu sinni féhu þau í skaut Penelope Lively fyrir skáldsög- una „Moon Tiger" sem gerist á stríðsárunum síðari í Egyptal- andi. Samtök reyfarahöfunda í Bretlandi veita árlega viður- kenningu: rýtinga mikla og peningaupphæð. Barbara Vine, öðru nafni Ruth Rendell, fékk „guhrýtinginn" að þessu sinni fyrir „A Fatal Inversion”, en P. D. James, sem er landsmönn- um af góðu kunn, fékk svo- nefndan demantsrýting fyrir mörg afrek í glæpasagnaritun á langri ævi. varpa af- hjúpuð THE JANUS MAN. «*»» Höfundur: Colin Forbes. Pan Books, 1987. Janus-maðurinn er nýjasta spennusagan eftir breska rit- höfundinn Colin Forbes sem birtist í pappírskilju. Þetta er hröð pjósnasaga sem að megin- hluta snýst um það að komast að þvi hver af fjórum háttsett- um mönnum bresku leyniþjón- ustunnar sé njósnari Sovétmanna. Sem slíkt er við- fangsefnið ekki sérlega frum- legt en Forbes sýnir hér að það er enn gott tU síns brúks, þ.e. sem efniviður í spennandi frá- sögn. Inn í leitina að KGB-mold- vörpunni í bresku leyniþjón- ustunni blandast svo röð óupplýstra morða og óvenjuleg- ur maður sem kallast Berlin læknir og er eins konar arftaki hins þýska Schweitzer sem stundaði lækningar á sjúkum í Afríku við mikinn orðstír. Forbes segir umbúðalaust frá þvi sem fyrir söguhetjur hans ber án mikilla útúrdúra eða vangaveltna um óskylda hluti, og á það vafalaust sinn þátt í vinsældum bóka hans sem eru tilvalinn afþreytingarlestur fyrir svefninn. COKJN l'OIUJKS sfl% I lYIIK \I »V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.