Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1988, Qupperneq 5
MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 1988.
5
_____________________________________________Fréttir
Mikil leit gerð að tveimur mönnum á Vestfjörðum:
Mistök að láta ekki
vita um áætlun okkar
- sagði Sigurður Jónsson en þeir félagar vissu ekkert um leitina
Víöa á landinu er færð slæm
og mikil hállca á vegum. Á Aust-
urlandi eru flestir fjallvegir
ófærir. Fjaröarheiði hefur veriö
lokuö í nokkra daga og ekki er
ákveðið hvenær hún verður opn-
uö. Fagridalur er ófær. Þó hafa
vel útbúnir jeppar komist dalinn
við illan leik. Oddsskarö er ófært
og hefur fólk veriö flutt með snjó-
Ágæt færö er á milU Reyðar-
fjarðar og Fáskrúðsflarðar.
Möðrudalsöræfi eru ófær.
Holtavöröuheiöi er ófær og
verður hún ekki opnuð fyrr en á
morgun. Klettsháls er lokaður og
eins er ófært á ii-i.'i ísafjarðar og
Þingeyrar. Líkíega veröur byrjað
að moka þar í dag.
Vegagerðin vill ‘benda végfar*
endum á að mikil hálka er á
vegura víöa um land.
„Það voru mistök að láta fólk ekki
vita að við hygðumst gista á fjallinu
tefðist ferð okkar. Við lögðum á stað
á laugardagsmorgun. Við vorum á
gönsguskíðum. Skíðafæri var verra
en við héldum. Minni snjór og víða
bert grjót. Á laugardaginn versnaði
veður og komumst við lítt áfram.
Skyggni var lélegt. Við gerðum okk-
ur náttstað skammt frá Svartafelh.
Þá áttum við stutt eftir að Galtarvita,
en þangað var fór okkar heitið,“
sagði Sigurður Jónsson, en mikil leit
var gerð að honum og félaga hans,
Jóni Ottó Gunnarssyni.
Þegar ekki fréttist til þeirra félaga
var hafin mikil leit. Um áttatíu
manns tóku þátt í henni. Sigurður
og Jón Ottó skiluðu sér sjálfir til
byggða á sunnudagsmorgun. Var þá
liðinn sólarhringur frá því þeir lögðu
af stað.
„Okkur leið ágætlega um nóttina.
Við vorum vel útbúnir. Við vorum
með svefnpoka og hlífðarpoka. Við
pökkuðum okkur inn og sváfum vel.
Það var um klukkan fjögur um nótt-
ina sem við lögðum af stað til byggða.
Veður hafði skánað töluvert, þó var
enn slæmt skyggni. Við höfðum ekki
hugmynd um að byrjað væri að leita
að okkur. Við fréttum það ekki fyrr
en við komum á lögreglustöðina á
Bolungarvík. Þar ætluðum við að fá
að hringja og fá ættingja til að sækja
okkur. Mér sýnist sem leitarmenn
hafi veriö mjög nærri okkur um nótt-
ina þegar við vorum á leið til
byggða," sagði Sigurður.
Þeir félagar eru báðir tuttugu og
tveggja ára gamlir og hafa náð sér
eftir ævintýrið.
-sme
1
Já, ævintýrin gerast enn. Við byrjum
árið 1988 með tilboði sem er svo
ótrúlegt að líkja má við ævintýri. En
eins og öll ævintýri tekur það enda,
þannig að ef þú vilttaka þátt í þessu
einstaka ævintýri skaltu vera með frá
byrjun. Það er of seint þegar það er á
enda.
PANASONIC NV-H65
HI-FI STEREO
NV-H65 er eitt besta og fullkomnasta
myndbandstæki sem framleitt hefur
verið. Mynd og hljómgæði eru í
ótrúlega háum gæðaflokki, tækni-
legir eiginleikar eru með ólíkindum
og öll bygging tækisins ber augljósan
vott um yfirburða tæknigetu
Panasonic, mesta myndbandstækja-
framleiðanda heims.
HVERS VEGNA
HI-FI STEREO?
Nærri allar áteknar myndbansspólur í
dag eru HI-FI, hvort sem þær eru
fjölfaldaðar hér eða erlendis. Allar
eigin upptökur tekur þú upp í HI-FI
og losnar við allt suð og bjögun,
þannig vinna hljóm- og myndgæði
saman við að auka áhrifamátt
myndarinnar.
Með NV-H65 stígur þú skrefið til fulls
inn í framtíðina.
Alfullkomin fjarstýring.
HQ myndgæði (High Quality).
Hraðanákvæmni 99,999%.
HI-FI STEREO hljómgæði.
Tíðnisvið 20-20.000 Hz.
„Simul", hægt að taka upp myndútsend-
ingu á sama tíma og hljóð er tekið upp
úr útvarpi í stereo (t.d. hefur Eurovision
verið send út þannig hérlendis).
Hrein og truflunarlaus kyrrmynd.
Mynd fyrir mynd, truflunarlaus.
Hraðastillanleg truflunarlaus hægmynd
frá 1/5 til 1/30.
Rafeindastýrðir snertitakkar.
Tvöfaldur hraði.
Mánaðar- upptökuminni með 8
prógrömmum.
24 tíma skynditímataka.
Stafrænn teljari sem sýnir klukkutíma,
mínútur og sekúndur.
Sjálfvirk bakspólun.
Sjálfvirk gangsetning við innsetningu
spólu.
99 rásir.
32 stöðva minni.
Sjálfvirkur stöðvaleitari.
Fínklipping, klippir saman gamla og nýja
upptöku án truflana.
Heyrnartólstengi með styrkstilli.
Læsanlegur hraðleitari með mynd.
Leitari með mynd áfram.
Leitari með mynd afturábak.
Myndskerpustilling.
Fjölvísir sem leyfir þér að fylgjast með
öllum gjörðum tækisins.
Fjölþættir tengimöguleikar.
Tækið byggt á steyptri álgrind.
Og ótal margt fleira.
Verðáður 73.900,-
Verð nú 66.500,-
Tilboð 49.850,- stgr.
(Miðað við gengi 4.1.88 og aðeins
eina sendingu)
JAPISS
BRAUTARHOLT2 • KRINGLAN • SiMI 27133