Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1988, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1988, Page 11
MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 1988. 11 Utlönd Kosningum frest' að vegna átaka Þijátíu og einn Palestínumaður er nú sagöur háfa fallið fyrir hendi ísra- elskra hermanna á herteknu svæð- unum þar sem óeirðir hafa nú staðið yfir á annan mánuð. ísraelsk yfirvöld viðurkenna einungis lát tuttugu og níu. Að sögn starfsmanna hjálparstofn- ana særðust fimmtíu manns í gær en samkvæmt opinberum yfirlýsing- um voru þrjátíu og níu manns fluttir á sjúkrahús með skotsár. . Til harðra átaka kom á götum útí á Gazasvæðinu milli hermanna og mótmælenda. í austurhluta Jerú- salem voru íbúarnir hvattir til að efna til verkfalls í dag. ísraelskir þingmenn lýstu í gær yfir stuðningi við stefnu stjórnarinn- ar gagnvart Palestínumönnum á herteknu svæðunum þangað sem fleiri hermenn hafa nú verið sendir. Forsætísráðherra ísraels, Yitzhak Shamir, bauðst í gær til þess að bæta skilyrðin í flóttamannabúðunum og hefla viðræöur um sjálfsstjórn her- teknu svæðanna. Lagði hann í viðtali við franska sjónvarpið áherslu á að flmm ára aðlögunartímabil þyrftí til þess aö koma sjálfstjórninni á. í gærkvöldi streymdu fjölmargir Palestínumenn út á götur er þeir heyrðu í hátalara hvatt til heilags stríðs gegn ísraelsmönnum. Hundr- uð manna í borginni Rafah á Sinaí- skaga í Egyptalandi efndu í gær tíl mótmæla vegna aðgerða ísraels- manna gegn palestínskum mótmæl- endum á herteknu svæðunum. Fóru þau mótmæli fram undir eftirlití lög- reglunnar og með heimild egypskra yfirvalda. Isrelsk óeirðalögregla handtekur Palestínumann í austurhiuta Jerúsalem í gaer. Simamynd Reuter Shamir lofar endurbótum n Jeep EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI Til Sölu Jepp Wagoneer Limited árg. 1987 ekinn 6.500 km„ 6 cyl, sjálfskipturselec-trac, rafm, rúöur og læsingar, fjarstýrðir huröaropnarar, velti og vökvastýri, topplúga, lúxus innrétting, ál felgur, útvarp/ segulband ofl. Verö kr. 1.760.000 Jeep Cherokee Pioneer árg. 1987 ekinn 8.000 km., 6 cyl, sjálfskiptur selec-trac, rafm., rúður og læsingar, útvarp/segulband, veltistýri, ál felg- ur, toppgrind Verðkr. 1.420.000 Ath bílar þessir eru fluttir inn nýir af umboðinu og eru með ábyrgð. EGILL VILHJÁLMSSON HF., Smiðjuvegi 4, Kópavogi, simar 77200 - 77202. W Oskum eftir mönnum til loftnetsuppsetninga, helst vönum mönn- um. Næg vinna. Uppl. aðeins á skrifstofunni. Sjónvarpsmiðstöðin, síðumúia 2. RITARI ÓSKAST Stjórnvöld á Filippseyjum tilkynntu í morgun aö fyrirhugðum bæjar- og sveitarstjórnarkosningum hefði ve- rið frestað vegna mikillar ofbeldis- öldu sem einkennt hefur kosninga- baráttuna. Að minnsta kostí sextíu og sjö manns hafa látið lífið í kosn- ingabaráttunni. Meðal þeirra sem myrtir hafa verið í ofbeldisöldu þessari hafa verið tutt- ugu og sjö frambjóðendur til embætta sem kjósa á tíl. Kosningarnar áttu að fara fram þann 18. janúar og munu að líkindum verða haldnar í sextíu og þrem af sjötíu og þrem kjördæmum á eyjun- um. Þau tíu kjördæmi þar sem mest hefur borið á ofbeldisverkum munu þó ekki ganga til kosninga fyrr en einhvem tíma síðar. Talið er líklegt að kosið verði í þess- um kjördæmum einhvern tíma í febrúar. Akvöröun um frestun kosning- anna í kjördæmunum tíu var tekin af yfirmönnum hersins og stjórn- skipuðum kosningastjórnum í sameiningu. Hún er tekin að beiðni yfirvalda í hveiju kjördæmi fyrir sig, svo og að beiðni frambjóðenda. Fidel Ramos hershöfðingi, yfir- maður herstjórnar filippseyska hersins, sagði í gær að meginhluti ofbeldisverkanna hefði verið fram- inn af skæruliðum kommúnista. Telur hann að kommúnistar beri ábyrgð á að minnsta kosti þijátíu og átta morðum sem tengjast kosninga- baráttunni. Þá sakar hann kommún- ista um að hafa rænt frambjóðendum og krafist lausnargjalds af fylgis- mönnum þeirra. Sagði hann að með frestun þessari gæti herinn einbeitt sér að því að halda friðinn og tryggja lýðræðislegar kosningar í einu kjör- dæmi í einu og þætti það vænlegra Corazon Aquino, forseti Filippseyja, kynnir hér tvo af frambjóóendum stjórn- arflokksins. Henni gengur erfiðiega að þoka stjórnarfari á eyjunum i átt til lýðræðis. Simamynd Reuter til árangurs. Kjósa á um meira en fimmtán þús- und embætti í kosningum þessum. Þær eiga jafnframt að fullkomna aft- urhvarf Filippseyja tíl lýðræðislegra stjórnhátta og .marka þannig upp- fyllingu loforða þeirra sem Corazon Aquino, forseti eyjanna, gaf þegar hún tók við völdum. Sambærilegar kosningar hafa ekki verið haldnar á Filippseyjum frá því 1971. Náttúruverndarráð óskar að ráða ritara til starfa sem fyrst. Starfið er einkum fólgið í ritvinnslu á tölvu, símavörslu og umsjón með reikningsbókhaldi stofn- unarinnar. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist skrifstofu Náttúruverndarráðs, Hverfis- götu 26, 101 Reykjavík, fyrir 18. jan. nk. Náttúruverndarráð HEILDSÖLUVERÐ Allar vörur á heildsöluverði þessa viku! CASIO hljómborð, símar CASIO reiknivélar mixerar, mælar, barnapassarar, kalltæki, verkfæri, headphone, skáktölvur, batterísrakvélar, joystik ALTMULIGT Hinurn megin við Hlemm Laugavegi134 S. 624050

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.