Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1988, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1988, Qupperneq 12
12 MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 1988. Neytendur Skíðapakkar: Verð á skíðum, skóm, bindingum og stöfum Þrátt fyrir snjólaus jól víðast hvar um landið er hljóðið í skíðakaup- mönnum á höfuðborgarsvæðinu nokkuð gott. Verslun með skíði og skíðafatnað hefur gengið nokkuð vel miðaö við snjóleysið. Einstaka kaup- maður hefur þó kvartað htillega. Kaupmenn eru sammála um að eft- ir tollaniðurfellingu síðasta árs á skíðum sæki almenningur mun meira í að kaupa skíði. Kaup á skíð- aútbúnaði koma verulega minna við pyngju neytandans en áður var. Yfir- standandi tollabreytingar koma þó ekki til með að breyta verði skíðaút- búnaðar. En hvað skyldi útbúnaður fyrir byijanda eða meðalmann kosta? Nokkrir kaupmenn tóku til skíða- pakka fyrir okkur og kynntu verð þeirra. I skíðapakka er eftirfarandi: skíði, stafir, skíðaskór, bindingar og ásetning þeirra. Rétt er að taka fram að talsverður munur er á pökkum á miiii verslana. Tegundir eru sjaldn- ast þær sömu og verð mismunandi eftir lengd skíða. Einnig má gera ráð fyrir að vörur hafi staðið mislengi á lager. Verðið kemur út á eftirfarandi hátt: Útilíf Ágætt er að hafa í huga aö við val á skíðum er mælt með að lengd skíöa fari eftir lengd skíðamanneskjunnar. í versluninni Útilíf er hægt að kaupa skíði að lengd frá 70-190 cm. Skíða- pakki í stærðinni 70-90 cm kostar 6.600 kr., 100-120 cm kostar 6.900 kr., 130-150 cm kostar 8.300 kr„ 160-165 cm kostar 9.870 kr. og 160-185 cm kostar 10.500 kr. Skíði í betri gæða- flokki fyrir lengra komna kosta 15.700 kr. Keppnisskíði kosta um 21.000 kr. Gallar á böm kosta frá 4. 500-6.000 kr. en á fullorðna frá 7.600-18.000 kr. Sportval Sportval við Hlemm og í Kringl- unni hafa á boðstólum pakka upp í 110 cm sem kostar 7.990 kr„ annan frá 120-140 cm á 9.690 kr. Fyrir ungl- inga og kvenfólk (160-175 cm) kostar pakkinn 12.690 kr. en fyrir karlmenn af stærðinni 180-195 cm kostar pakk- inn 13.490 kr. Skíði, sem í versluninni eru nefnd klassaskíði, kosta 16.850 kr. Skíðagaliar eru í miklu úrvah og kosta frá 3.200 krónum fyrir böm og aUt upp í 22.000 kr. fyrir fullorðna. Hummelbúðin og Vesturröst Hummelbúðin og Vesturröst bjóöa upp á skíöapakka í stærðinni 80-120 cm sem kostar 7.950 kr. fyrir ungl- inga og 120-170 cm löng skíði sem kosta 9.500 kr. Góður útbúnaður fyr- ir fullorðna kostar um 14.000 kr. Það er þó ekki pakki þar sem um ótelj- andi leiðir er að ræða þegar velja á saman tegundir af skíðum, skóm og Algengur skiðapakki: Skíöi, skór, bindingar og stafir. Verðið er 12.690 kr. DV-myndir KAE Hér er skíðagalli á meðalverði 7.990 kr., hanskarnir kosta 1.990 kr. og gleraugun 790 kr. Hárbandiö kostar 395 kr. bindingum. GaUar kosta frá 3.000 kr. upp í 14.500 kr. það besta. Bikarinn Bamastærðir em tvær í Bikamum við Skólavörðustíg. Annars vegar frá því minnsta upp í 120 cm sem kostar 6.950 kr. og hins vegar 120-150 cm stærð á 9.950 kr. UngUnga- og fuUorð- insstærð er sett í einn flokk eða frá 140-185 cm og kostar 11.950 kr. Bamagallar kosta tæpar 5.000 kr„ fyrir 10-16 ára 6.000 kr. og fyrir full- orðna er verðið allt frá 8.500-18.000 kr. Algengast er þó að fólk kaupi galla á 8-10.000 kr. Óteljandi möguleikar Skíöapakkar em eins og sjá má mjög mismunandi. Endalaust er hægt að velja saman í pakka. Ein- hvem gæti t.d. langað í eina tegund af skíðum og aðra tegvmd af skóm. Úrval í verslunum er það mikið að fólki er þaö í sjálfsvald sett hvernig það velur saman útbúnað sinn. Al- gengt er að þó að kaupandi komi og velji eitthvað annað en uppsettan pakka verslunar þá gefi kaupmenn 7-8% afslátt af verðinu. -ÓTT Ekki er líklegt að maður þessi hafi keypt sér skíðapakka í Kringlunni en hann virðist ánægður og til alls líklegur. Komumst við á skíði? Óhætt er að segja að einmuna tíð hafi veriö hér á landi síðustu mán- uði, a.m.k. á höfuöborgarsvæðinu. Snjórinn lét ekki sjá sig fyrr en á þrettándanum, ökumönnum til mik- ils léttis. Jólin vom haldin ýmist rauö eða græn en í fæstum tilvikum hvít eins og flestir muna. Ætla mætti að fólk sæi vanalega fyrir sér alhvíta jörð og hvít tré falla saman við jóla- ljós í öUum regnbogans Utum. Börn að leik úti við að byggja snjóhús, íklædd skjóUIíkum á borð við húfur, trefla og vettlinga. Raunin hefur orö- ið önnur um þessi jól. En skyldu nú aUir vera jafnglaðir yfir snjóleysinu? Ekki er ólíklegt að skíðaáhugamenn hafi verið orðnir vondaufir yfir að fá vetur sem byði upp á gott skíðafæri. En eitthvað virðist nú vera að rætast úr fyrir þeim sem farið var að lengja eftir því að 'spenna á sig skíðin. Veðurfræðingar halda því fram að þegar daginn taki aftur að lengja kólni í veðri. Minna sé um umhleyp- inga og snjór líklegri til að festast í sessi. Þótt spámenn geti ekki lofað snjó- komu verður það að teljast afar Uklegt að skíðamenn fái óskir sínar uppfylltar og geti von bráðar rennt sér um hin ýmsu skíðasvæði lands- ins. -ÓTT Salat í Það er hægt að hafa staögott salat sem aðalmáltíð ef vfll. Það er líka tilvalið að hafa gott salat í nestis- pakkann í staðinn fyrir samlokuna klassísku. En hér koma tvær upp- skriftir að staðgóðum salötum. Blandað hrísgrjónasalat 1 boUi brún hrísgijón 2 boUar vatn eða grænmetissoð Salt eftir smekk 3 msk. mataroha 3 msk. mysa 1 hvítlauksbátur, marinn Nýmalaður pipar 1 rauð paprUía matinn 1 græn paprika 200 g sveppir 6 seUerístilkar. Látiö suðuna koma upp á söltuðu vatni og heUið hrísgijónunum þar í. Látið lok á pottinn og látið maUa í 40-45 mínútur eða þangaö tU hrís- grjónin eru orðin meyr. Látið síðan renna af hrísgijónunum ef með þarf og skohð þau upp úr köldu vatni svo að þau loði ekki saman. Látið vatnið renna vel af þeim og látið þau kólna vel. Hreinsiö pa- prikumar og skerið þær í þunnar sneiðar. Skeriö sveppina smátt ásamt seUeríinu. Blandið græn- metinu saman við hrísgijónin. Þeytið saman matarolíu, mysu, hvitlauk og pipar og blandið vand- lega saman við salatiö. Kæhð. Mexíkanskt eggjasalat 225 g rauðar nýmabaunir, soðnar Zi poki frosin maískom, soðin 1 stór rauð paprika 2 msk. mataroUa 2 msk. mysa 1 msk. tómatkraftur 1 tsk. paprika V, tsk. Tabasco sósa 4-6 harðsoðin egg Blandið saman baununum og maískomunum. Fræhreinsið pa- prikuna og skerið hana smátt. Bætiö henni saman við. Þeytið saman oUuna, mysuna, tómat- kraftinn og Tabasco sósuna. Blandið síöan salatsósunni saman við baunimar. Látið salatið á stórt fat. Skerið harðsoðnu eggin í báta og raðið þeim meðfram kantinum. Upplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi í upplýsingamiðiun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar íjölskyldu af sömu stærð og yðar. Nafn áskrifanda Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks______ Kostnaður í desember 1987: Matur og hreinlætisvörur kr. Annað kr. Alls kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.