Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1988, Side 13
MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 1988.
13
Neytendur
Hvað kostar í skíðalyfturnar?
Á höfuðborgarsvæðinu ber helst
að nefna Bláíjallasvæðið. Þangað
renna sjálfsagt flestir hýru auga.
Þar fer færi að verða aflsæmilegt
þó betra megi það vera.
í Bláfjöllum er hægt að kaupa
árskort sem kostaði í fyrra 5.700
kr. en lækkar nú niður í 5.000 kr.
fyrir fullorðna og 2.500 kr. fyrir
börn. Dagskort kosta 450 kr. fyrir
fuilorðna en 200 kr. fyrir böm.
Þriðjudaga, miðvikudaga og
fimmtudaga er opið til klukkan 10
á kvöldih. Þá er hægt að kaupa
kvöldkort á 350 kr, stykkið og 150
kr. fyrir böm. Einstaka miða er
einnig hægt að kaupa, þó minnst 8
stk. í einu sem kosta fyrir fullorðna
200 kr. og 100 kr. fyrir böm. Tveir
miðar notast þá í stólalyftur og einn
í toglyftur. Verð fyrir skíðakennslu
hefur enn ekki verið ákveðið en var
í fyrra á bibnu 600-1.200 kr. á tím-
ann. í Bláfjöllum er einnig hægt
að fá leigð skíði, skó og stafi fyrir
um 700 kr.
Á skíðasvæðinu í Skálafelli, þar
sem enn vantar þó nokkuð á að
skíðafæri geti talist gott, kosta árs-
kortin það sama og í Bláfjöllum.
Þar em þó seldir fjölskyldupakkar
þar sem verð fyrir karlmanninn er
5.000 kr., fyrir konuna 3.500 kr. og
fyrir bam 2.000 krónur. Þannig
kostar það jafnmikið fyrir fiogurra
manna fjölskyldu að fara tíu sinn-
um á skíði og það hefði kostað ef
dagskort hefðu verið keypt. Allt
umfram það sparast því. Dagskort-
in kosta 450 kr. fyrir fullorðna og
200 kr. fyrir böm. Félagsmenn í
skíðadeild KR fá 20% afslátt af
lyftugjaldi auk annarra hlunninda
með því að greiða 1500 kr. í félags-
gjald. Skíðakennslu er einnig hægt
að fá í Skálafelli. Verð hefur enn
ekki verið ákveðið.
Á Akureyri fer skíðafæri nú að
verða allgott. Skíðamenn norðan-
lands verða því aðeins fyrr á
ferðinni en Sunnlendingar. Árs-
kort norðanmanna kosta 6.200 kr.
fyrir fullorðinn og 3.100 fyrir böm.
Dagskortin kosta 410 kr. og 200 kr.
fyrir bömin en kvöldkortin 210 kr.
og 90 kr.
Sá háttur hefur verið hafður á
að kaupi fólk skíðakennslu í Hlíð-
arfjalli þarf það ekki að borga
rútuferð úr bænum upp í fjaU. Ekk-
ert er þó enn ákveðið um verð á
kennslunni. Leigi maður skíði
kostar það 780 kr. fyrir daginn.
Á Vestfjörðum er helsti skíða-
staðurinn ísafjörður. Þar hefur
undanfarið verið auð jörð. Vonir
standa þó til að lyfturnar þrjár, sem
þar eru, verði brátt virkjaðar. Verð
þeirrar þjónustu sem þar er veitt
hefur enn ekki verið ákveðið. Rétt
er þó að geta þess að hópafsláttiu-
er gefinn. ísfirðingar bjóða upp á
kennslu, leigu á skíðum og veit-
ingaaðstöðu með svefnplássi fyrir -
50 manns. -ÓTT
Stólalyfta í Bláfjöllum.
s Hraðaðu þér s
til umboðsmannsins
°g tryggðu Pér
númer - /
S NÚNA! /
25 milljónir
á tromp!
45 milljónir
á númerið allt!
Rík ástæða fyrír þig
til að taka þátt!
Happdrætti Háskólans hefur hæsta vinnings-
hlutfall í heimi! 70% af veltunni fara til vinnings
hafa! Allir vinningar eru greiddir út í beinhörð
um peningum sem vinningshafar ráðstafa að
eigin vild. Vinningarnir eru undanþegnir skatti!
Vinnmgamir 1988: 9 á 5.000.000 kr/ 108 á 1.000.000 kr./
108 á 500.000 kr/ 324 á 100.000 kr./ 1.908 á 25.000 kr./ '
10.071 á 15.000 kr./ 122.238 á 7.500 kr/ 234 aukavinningar
á 25.000 kr./ Samtals 135.000 vinningar á 1.360.800.000 kr.