Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1988, Qupperneq 33
MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 1988.
45
Birgir Sigurðsson er þýðandi verksins og hér ræðir hann verkið við Stefán
Baldursson, fyrrverandi leikhússtjóra.
Árni Bergmann, ritstjóri Þjóðviljans, og Þórunn Sigurðardóttir voru meðal
frumsýningargesta. DV-myndir KAE
Fyrir skömmu frumsýndi Leikfélag Reykjavíkur verkiö Algjört rugl í Iönó. Með helstu hlutverk fara Guörún Gísladóttir, Harald G. Haralds og Valgerö-
Leikritiö er nútímaverk eftir bandaríska höfundinn Christopher Durang ur Dan.
og í þýöingu Birgis Sigurðssonar. Bríet Héðinsdóttir er leikstjóri verks- Ljósmyndari DV brá sér á frumsýninguna og tók nokkrar myndir af frum-
ins. sýningargestum í leikhléi.
Hér sjást í hrókasamræðum Arnór Benónýsson leikari og rithöfundarnir Rithöfundurinn Þórarinn Eldjárn ræðir hér við Knút Hallsson ráðuneytis-
Þorsteinn Jónsson frá Hamri og Birgir Sigurðsson sem fékk viðurkenningu stjóra og Sigurður Pálsson fylgist íbygginn með.
Rithöfundasjóðs að þessu sinni. DV-myndir KAE
Á gamlársdag var að venju veitt
árleg viöurkenning Rithöfundasjóðs
Ríkisútvarpsins og að þessu sinni
fékk leikritaskáldið og þýðandinn
Birgir Sigurðsson hana. Birgir á
meðal annars heiðurinn af verkinu
„Dagur vonar“ sem sýnt hefur verið
nú um nokkurt skeið. Auk þess þýddi
Birgir leikritið„Aigjört rugl“ eftir
Christopher Durang sem nýverið var
tekið til sýninga hjá LR.
Viöurkenningin, sem jafnframt er
peningastyrkur aö upphæð 250 þús-
und krónur, var nú í fyrsta sinn
afhent í nýja Útvarpshúsinu aö við-
stöddu fjölmenni.
Markús örn Antonsson útvarpsstjóri, Inga Jóna Þórðardóttir, formaður útvarpsráðs, Birgir isleifur Gunnarsson
menntamálaráðherra og Vigdís Finnbogadóttir forseti fylgjast með afhendingu viðurkenningarinnar. Á milli þeirra
grillir i Elfu-Björk Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra RÚV, og Andrés Indriðason rithöfund.
Sviðsljós
Olyginn
sagði...
Mick Jagger
er orðinn leiður á því að búa
í Bandaríkjunum. Hann átti
glæsilegt hús í Manhattan í
New York sem hann bjó iðu-
lega í með konu sinn, Jerry
Hall, en hann hefur nú selt
það fyrir 115 milljónir króna.
Þau skötuhjúin keyptu sér
annað viðlíka hús í Kensingt-
onstræti í London fyrir svip-
aða fjárhæð þar sem þau
hyggjast búa í framtíðinni.
Sophia Loren
var ásamt manni sínum, Carlo
Ponti, ákærð fyrir níu árum á
Ítalíu fyrir að flytja fjármuni frá
landinu á ólögmætan hátt. Á
þessum tíma hafa þau ekki
getað komið til ítaliu án þess
að eiga yfir höfði sér máls-
höfðun. Nú, níu árum síðar,
hafa þau verið sýknuð af
þessum sökum og geta því
flust aftur til landsins ef þau
vilja. Þó er ekki víst að þau
hafi áhuga á því. '
Marie Christine,
prinsessa af Kent, er þýskætt-
uð. Hún giftist Michael prins
af Kent árið 1978. Nýlega
bárust þær fréttir úr kvik-
myndaheiminum að í bígerð
væri kvikmynd um ævi henn-
ar og á Meryl Streep að fara
með hlutverk hennar. Marie
er sögð ekki par hrifin af
þessu því að þá rifjast upp
tengsl föður hennar við nasi-
staflokkinn og ýmislegt úr
hennar eigin fortíð sem hún
kærir sig ekki um að verði
haft í hámæli.