Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1988, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1988, Page 2
2 LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988. Fréttir Skíðafæri um helgina: Gott fýrir norðan og austan - lakari horfur syðra Mestar líkur eru á ágætu skíða- veðri norðan- og austanlands um helgina en horfur eru verri sunnan- og vestanlands. Skíðaveður í dag verður fremur slæmt um mestallt land, nema á Norðurlandi, samkvæmt spá veður- stofunnar í gær. Gert er ráð fyrir umhleypingum, þ.e. sunnanátt, rign- ingu og hlýnandi veðri en hugsan- lega gæti þó snjóað í fjöll. Á sunnudag og mánudag er gert ráð fyrir suðvestanátt með éljagangi svo aö einhver snjór gæti falliö á skíða- svæðin. Bláfjallasvæðið verður opið um helgina ef veður leyfir en þar hefur verið opið undanfariö þrátt fyrir lít- inn snjó. Helst er búist við að opið verði á sunnudag og mánudag. Frá Hveradölum bárust þær fréttir að lyftan yrði ekki opin um helgina en ágætt gönguskíðafæri væri á svæðinu. Skálafell verður ekki opið um helg- ina yegna snjóleysis. Á ísafirði fengust þær upplýsingar að líklega yrði skíðasvæðið ekki opið um helgina en ekkert hefur veriö hægt að fara á skíði þar í vetur. í Hlíðarfjalli á Akureyri verður opið alla helgina. Metraþykkt snjólag er yfir öllu og gerist færið vart betra. í Oddsskarði verður opið um helg- ina ef veður leyfir en þar er nægur snjór en aftur á móti hefur verið ófært þangað. Vonast er til að hægt verði að opna á sunnudag í seinasta lagi. Borgarstjóri um yfiriýsingar Steingrims Hermannssonar um borgarframkvæmdír: ff Trédrumbur í auga ráðherrans kk „Mér flnnst þessi framsetning Steingrims Hermannssonar stór- kostlega brosleg. Ríkið leggur 5-7 miUjarða á í formi nýrra skatta til að reyna að rétta hallann. Svo kem- ur utanríkisráöherra fram og bendir á tvö verkefni hjá borginni upp á 300 miUjónir króna og talar um að fresta þeim. Það er til hugtak um aö sjá flísina í auga bróður síns en ekki bjálkann í sínu eigin. Það hiýtur aö hafa veriö trédrumbur í auga ráðherrans í þessu tilviki.“ Þetta sagði Davíð Oddsson borg- arstjóri er DV bar undir hann ummæli Steingríms Hermanns- sonar utanríkisráðherra mn að hann teldi brýnt að ríkisstjómin héldi fundi með borgarstjóm Reykjavíkur vegna dýrra og mik- illa fjárfestinga sem borgin hygðist leggja í. Nefndi hann þar til ráð- húsið og veitingastað á heitavatns- tönkunum á Öskjuhlíð. Varöandi framkomna gagnrýni á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1988 sagði Davíð að sem dæmi mætti nefna aö framlög til skólamála hefðu verið tvöfólduð . Til skólabygginga færu nú tæpar 300 milijónir króna á þessu ári. Sama máli gilti um málefni aldr- aðra, framlög til þess málaflokks hefðu verið tvöfólduð nú. „Borgarbúum fjölgar gífurlega ört,“ sagði Davíð „og má nefha að börnum fjölgar nú um 340 á ári. Þrír skólar eru nú í byggingu, þ.e. Vesturbæjarskóli, Foldaskóli og Selásskóli. Einnig sundlaug við Ölduselsskóla. Þessar fram- kvæmdir em auðvitaö í þágu æskmmar í borginni. En minni- hlutinn í borgarsfjóm syngur sama sönginn og í fyrra í trausti þess að almenningur sé idjót sem hægt sé að slá ryki í augun á með orða- gjáifri." -JSS HlíðaiQall skaitar Moka þurfti snjó af flugvellinum á Akureyri í gær áður en flugvélar gætu notað völlinn. DV-mynd: GK Ingibjörg Sólrún Gísladóttir um fjártiagsáætiun Reykjavíkurborgar: Félagslegar þarfir ekki leystar „Fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar fyrir þetta ár sýnir að tekjur borgarinnar hafa aldrei verið meiri en nú. Aðstöðugjöld em hærri en áður og sama máli gegnir um útsvör- in. Þarna sjást sterk einkenni þess að borg og sveitarfélög græða á lækk- andi verðbólgu. Og með tilkomu staðgreiðslukerfisins er stærsti tekjustofninn nú verðtryggður,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fulltrúi Kvennalista í borgarstjórn, er DV spurði hana álits á fjárhagsá- ætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1988 sem borgarstjóri hefur lagt fram. Ingibjörg Sólrún sagði enn fremur að ljóst væri að framkvæmdafé borg- arinnar væri meira nú en nokkru sinni fyrr. „Það væri því freistandi að leysa ýmsar félagslegar þarflr sem fyrir hendi eru,“ sagði hún. „En því miður sýnist það ekki ætla að verða aö raunvemleika nú. Þær félagslegu þarfir sem ég á við eru m.a. dagvist- armál. Einnig þarf að hraða upp- byggingu fyrir aldraða. Engin íbúð fyrir aldraöa yar tekin í notkun á síðasta ári og svo verður heldur ekki á þessu ári. Það er ekki útlit fyrir að Skúlagötuíbúðirnar verði teknar í notkun fyrr en í kringum 1992. Það er orðið mjög aðkallandi að bæta úr þessum vanda því öldruðum fer mjög íjölgandi. Þá má nefna viðhald skóla- bygginga. Margar þeirra liggja undir skemmdum en ekki er gert ráð fyrir miklum fjármunum til að lagfæra þær.“ Ingibjörg Sólrún sagöi enn fremur ótrúlegt að á næsta ári gerði ijár- hagsáætlunin ráö fyrir byggingu Borgarleikhúss, Viðeyjarstofu, ráð- húss, veitingahúss á heitavatnstönk- unum í Öskjuhlíð og Kjarvalshúss. „Margar þessara bygginga eru mikil- vægar en þær leysa ekki þann félagslega vanda sem við er að glíma,“ sagði hún. „Borgarstjóri nefndi í ræðu sinni, þegar hann lagði fram íjárhagsáætlunina, að borgin væri í mikilli framfararsókn og að hún hefði tekið stakkaskiptum. Ég spyr á móti: Hvernig hafa böm, ungl- ingar og aldraðir orðið varir við þessa framfarasókn? Ekki hefur hún komið þeim til góð, heldur einhverj- um öðrum hópurn." ' -JSS fegursta Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Öll aðstaða hér er nú eins og best verður á kosið. Hér er nú mikill snjór og skíðafæri eins og það gerist best,“ sagði ívar Sigmundsson, forstöðu- maður í Hlíðarfjalli við Akureyri, í samtali við DV í gær. Mikið hefur snjóað á Akureyri undanfama daga og er því einnig nægur snjór í Hlíðar- fjalli. í gær var blíðskaparveður á Akureyri, logn og léttskýjað. Hitinn um frostmark og sólin skein um miðjan daginn. Dagurinn í gær var fyrsti dagur vikunnar sem flug gekk áfallalaust frá Reykjavík til Akureyrar. Flug- leiðir flugu fimm ferðir norður í gær • og sagði starfsmaður á Akureyrar- flugvefli að skíði-væru farin að sjást meðal farangurs farþega þó ekki væri það í miklum mæli ennþá. ívar Sigmundsson sagði að venjulega væri ekki mikið um aðkomufólk í skíðabrekkunum í Hlíðaríjalli fyrr en í febrúar. Hins vegar gætu Sunn- lendingar, sunnlenskir skíðaáhuga- menn, orðið fyrr á ferðinni nú vegna snjóleysis syðra á sama tíma og Hlíð- arijall skartar sínu fegursta. Bjöm Bjómsson fiskifræðingur um árangur Norðmanna í þorskeldi: Veit ekki um nein áform um þorskeldi hér á landi „Mér er ekki kunnugt um nein áform hér á landi lun að hefja þorskeldi. Þó vissi ég að menri á Hjalteyri höfðu það bak viö eyrað þegar þeir hófu lúðueldið. Tilraun- ir Norðmanna með þorskeldi eru athyglisveröar og mér er kunnugt um að þeir eru með eldi á mörgum öðrum sjávarfisktegundum í skoð- un,“ sagði Bjöm Bjömsson fiski- fræðingur en hann hefur stjómað tilraunum meö lúðueldið hér á landi. Bjöm sagði að gallinn við þor- skeldið væri sá að það væri álíka dýrt aö ala þorsk og lax en verðið fyrir þorskinn væri enn allt of lágt. Það sem gerir Norðmönnum kleift að selja sinn eldisþorsk er hin hefð- bundna jólamáltíð Norðmanna, jólaþorskurinn. Þegar fjölskyldan kaupir þorsk, ef til vill bara einu sinni á ári, er fólk tilbúið aö greiða mjög hátt verð fyrir hann og ekki síst ef þaö fær Ðsk af þeirri stærð sem þaö óskar eftir. „Það athyglisverðasta við fiskeldi yfirleitt er einmitt það aö hægt er aö verða við óskum viðskiptavinar- ins um stærðir og að hægt er að slátra eftir hendinni. Slíkt verður að sjálfsögðu aldrei hægt með hefð- bundnum veiðum," sagði Bjöm. Hann sagði aö Norðmenn væm að skoða eldi á mörgum sjávarfisk- tegundum. Það sem ræki þá áfram við þessar rannsóknir væri sú skoðun þeirra að verð á laxi ætti eftir að stórlækka og þá yrði eitt- hvað annað aö geta tekið við. „Við hér á íslandi látum lax og lúðueldið duga enn sem komið er,“ sagði Bjöm. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.