Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1988, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1988, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988. 21 Deilt á dómarann í spumingakeppni sjónvarpsins: Egerekkiíkeppm við Guð almáttugan - segir Baldur Hermannsson sem tvívegis hefur farið með rangt mál „Ég er ekki í keppni við Guð al- máttugan. Mér verður á eins og öðrum," sagði Baldur Hermanns- son, dómari og annar umsjónar- maður spurningakeppninnar Hvað heldurðu? í sjónvarpinu. Hann hefur sætt ámæli fyrir að hafa tvívegis dæmt ranglega í keppninni. í fyrra sinnið úrskurð- aði hann aö Hamlet horfði á hauskúpu í leikriti Shakespeares og jók þar meö á ríg miUi Eyfirð- inga og Þingeyinga. Þá umpólaði hann jörðina í síðasta þætti og sendi' Norðmanninn Roald Amundsen á norðurpólinn í stað Eyfirðingar hafa sótt það fast að fá að halda áfram í keppninni því Þingeyingum hafi verið úrskurðað- ur sigur í keppni þeirra vegna þess að spurning Baldurs um Hamlet var röng. „Ég neita því ekkert að spurning- in var út í hött,“ segir Baldur. „Það breytir þó ekki úrslitunum. Menn ættu að minnast þess að í leik Ju- ventus og Liverpool hér um árið var dæmt víti á brot fimm metra fyrir utan vítateig. Þessi dómur var rangur en það er ekki hægt að koma eftir leikinn og biðja um að úrslitunum verði breytt og það verður ekki gert.“ Er þrátt fyrir að Baldur sé fastur fyrir sem Idettur í þessu máli þá verður samt ekki tekið að fullu mark á úrshtum í fyrsta hluta keppninnar þegar kemur í annan hlutann sem hefst 30. janúar. Þá keppa sigurvegararnir úr keppni Vestmannaeyinga og Skaftfellinga á morgun við Árnesinga. Einnig eiga Suðurnesjamenn og Kjalnes- ingar eftir að keppa og eru seinastir í urdanrásunum. Sá galU er þó á keppninni að 22 lið hófu hana og því eru 11 eftir að lokinni fyrstu umferðinni og eitt þá stakt í ann- arri umferð. Þaö gengur ekki upp. Uppbótarsæti Af þessum ástæðum hefur verið ákveðið að taka eitt af þeim Uðum, sem tapaði í fyrstu umferðinni, inn í aðra umferð. Nú sem stendur er líklegast að ísfirðingar verði í upp- bótarsætinu. í keppni þeirra við Barðstrendinga töpuðu þeir í bráðabana og hefur ekki munað svo Utlu í viðureign annarra sveita. Þó verður að hafa í huga að enn á eftir að keppa tvívegis í fyrstu umferð og ef önnur hvor þeirra viðureigna endar líka í bráðabana verður að láta fjölda stiga í keppn- inni ráða hvaða lið fær uppbótar- sæti. Eyfirðingar hafa einnig hug á þessu sæti en fá ekki. „Ég sé mest eftir Reyni Hjartarsyni, hagyrð- ingnum þeirra," segir Baldur dómari. „Það er hagyrðingur eins og þeir gerast bestir. Ferskeytlur eiga að vera hvassar og það á ekki að hlífa mótherjanum. Ferskeytlan er í eðli sínu lagvopn en ekki silki- hanski. Ég kann ekki við ung- mennafélagsanda í vísnagerðinni.“ Baldur segist reyndar hafa átt von á sterkara liði frá Eyfirðingum. Hann segist hins vegar hafa séð það á augabragði að sVeit Hafnfirðinga var sigursveit. „Þeir ætluöu sér að sigra hvað sem þaö kostaði," segir Baldur. Fógeti á Krisján Bersa „Það vita allir að þeir þjást mjög undan Hafnfirðingabröndurunum og ætluðu sér að koma þeim yfir í Kópavoginn. Þegar vitað er um jafnmargfróðan öldung og Kristján Bersa þá er fógeti sendur til að ná í hann. Niðurstaðan var auðvitað reiðarslag fyrir Hafnaríjaröar- brandarana og nú geta Hafnfirð- ingar bætt um betur og sent þá yfir til Reykjavíkur því þessar sveitir mætast í næstu umferð." Akureyringar töpuðu sinni við- ureign við Reykvíkinga og hafa verið hljóðir eftir að keppni þeirra lauk í Sjallanum. „Ég held að þetta hafi verið blóðugasta viðureignin,“ segir Baldur. „Þegar Reykvíking- arnir gengu í salinn með Illuga í broddi fylkingar þá var púað illi- lega. Þessar viðtökur sáust þó aldrei í sjónvarpinu. Ómar baö menn að stilla hljóðum sínum í hóf og það entist þar til líða tók á keppnina. Flestir sem keppa segjast vera með vegna þess að þetta sé skemmtum sem ástæðulaust sé að taka alvarlega, en þegar í keppnina er komið þá er barist af kröftum," sagði Baldur Hermannsson. -GK Heimilispakkavinningur Goldstar hljómtækjastæða Goldstar ferðatæki Mitsubishi farsími Goldstar myndbandstæki !0" Goldstar sjónvarpstæki Apple Macintosh tölv; Einn hinna Ijónheppnu vinningshafa, við móttöku vinnings síns. Eftirtalin viimirigsnúnier komu upp í happdrætti Flugbjörgunarsveitanna, 24. desember 1987 Heimilispakkar: 17495 - 90704 111229 - 159148 A MITSUBISHI farsímar: 95066 - 109752 A MacintoshPlus tölviir: 4861 - 7480 - 22893 26842 - 30482 - 65724 67049 - 77030 - 82398 87068 - 100964 -106049 114646 - 125503 156240 162231 - 163848 GoldStcir mptdbaudstæki: 5366 - 9135 - 14761 25450 - 28394 - 29327 36676 - 39297 - 39765 52383 - 94386 - 113.575 139083- 141160- 144731 148452 - 151138 hljómtækjastæður: 8122 - 11571 - 21115 29030 - 31339 - 53568 55644 - 62521 - 80195 84306 - 89104 - 124268 139129- 142216- 147672 150692 - 150998 6197 - 36790 75445 90033 - 133864 24629 - 46168 81529 93646 - 134052 28354 • 69164 81827 126712 135455 148679 - 151204 GoldStcir 20" sjóuvarpstæki: 4913 - 19780 - 30938 57136 - 70216 - 70830 75564 - 77165 - 85048 89567 - 92614 - 129631 130269- 147858- 150128 156342 - 159706 & GoldStcir S7 iSSi GoldStcir feröatæki: 13434 - 17595 - 19643 19863 - 36214 - 46077 58117 - 66907 - 68489 99818 - 113950- 122404 145110- 150524- 151924 159025 - 162771 (Birt án ábyrgðar) Vinninganna skal vitjað hjá Grími Laxdal í Radíóbúðinni hf., Skipholti 19, Rvk. Flugbjörgunarsveitin Reykjavík Flugbjörgunarsveitin Hellu Flugbjörgunarsveitin Skógum Flugbjörgunarsveitin V-Húnavatnssýslu Flugbjörgunarsveitin Varmahlíö Flugbjörgunarsveitin Akureyri FLUGBJÖRGUNARSVEITIRNAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.