Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1988, Side 42

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1988, Side 42
^■04 LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988. Ferðamál [JLI * Þaö er áætlað aö fjörutíu og fimm milljónir manna stundi skíði í ein- hveijum mæli. Vagga skíðaíþróttar- innar eða alpagreinanna er í Austurríki og Sviss og breiddist íþróttin þaðan til austurhluta Frakk- lands, norðurhluta Ítalíu og síðan koll af kolli. Eftir síðustu heimsstyij- öld hljóp mikil „gróska" í íþróttina því fleiri og fleiri höfðu efni á því að leggja stund á hana. Það hefur alltaf verið dýrt að stunda skíði, allur út- búnaður er dýr og fjölbreyttur og fleygir stöðugt fram. Teljist aðstaða —<*‘góð í fjallshlíðum til skíðaiðkunar helst það oft í hendur við að miklum fjármunum hefur verið varið í upp- bygginguna, til dæmis lyftur og byggingar. Það sem gerir skíðaiðkun svo skemmtilega sem raun ber vitni og útbreidda er að hún er íþrótt sem höfðar til fjöldans, hún er jafnt fyrir hetjur sem hugleysingja. Útiveran og áreynslan'höfðar sífellt til fleiri og hópur skiðaiðkenda stækkar. Víkingarnir og vaggan Svigskíðaiðkunin er komin frá Alpalöndunum, eins og áöur sagði, en ekki má gleyma forfeðrum okkar, víkingunum, og þeirra skerf til þess- arar íþróttar. Sagt er. aö norskir menn hafi gengið yfir fa’nnbreiður á „skíðaigildi“ og rennt sér á tunnu- stöfum eða timburbútum um fjöll og fimindi frá ómunatíð. Þeir hafa átt dijúgan þátt í útbreiðslu íþróttarinn- ar. Til dæmis herma heimildir að fyrsti einstaklingur, sem vitað er um að hafi rennt sér á skíðum í Banda- ríkjunum, hafi verið norskur inn- flytjandi. Hann hét Thompson og ^ fluttist til Bandaríkjanna árið 1837 með fjölskyldu sinni, þá tíu ára gam- all. Hann bar út póst í Sierra Nevada fjallahéruðum sem voru erfið yfir- ferðar á vetrum. Thompson mundi óljóst eftir einhverju sem menn í Noregi höfðu á fótum til að komast leiðar sinnar yfir fannbreiður. Hann útbjó sér sérstaka „skó“, nærri þijá metra að lengd, og þá notaði hann sem samgöngutæki. Hann bjó yfir eigin tækni við að renna sér niður brekkurnar, ekki var plógurinn kominn til sögunnar þá. Bandaríkja- menn nefna þennan brautryðjanda Snowshoe Thompson eða Snjóskó Thompson í.lauslegri snörun. Þá er að geta þess að landkönnuð- Frá skfðastað í Colorado, allt viö lendina sem þurfa þykir. Skíða- íþróttin — fyrir hetjur og hugleysingja Fannbreiðurnar eru viða um heim enda eru um 45 milljónir manna sem leggja stund á það að renna sér yfir þær. I ferðamálaþætti D V, sem er fastur þátt- ur hvem laugardag, hefur að undaníomu verið nokkuð skrifað um skíðastaði. Við höfum brugðið okkur til Austurríkis, Sviss og Frakklands og aðeins rennt yfir skíðastaði í Bandaríkjunum. Á þessum vettvangi er af nógu að taka, samkvæmt heimildum okkar eru eitt þúsund og tvö hundruð skíðastaðir í Bandaríkjunum og um sjö hundruð í Evrópu. Yfirht okkar verður því aldrei tæmandi yfir skíðastaði heimsins í álfun- um fimm, en við getum bætt við í sarpinn okkar smám saman. Auk þess að þekkja til skíðastaða og vita hvað þeir bjóða upp á er forvitnilegt að skoða ýmislegt annað varðandi skíðaiðkun. urinn Friðþjófur Nansen notaði skíöi til yfirferðar í heimskautaleiðöngr- um sínum. Og í hernaði hafa skíði verið notuð til yfirferðar á snjóþung- um svæðum og átt vissan þátt í þróun þessara samgöngutækja. Yfirstéttar- sport og -keppni Frá dögum víkinganna og síðar Thompson hefur skíðaiðkunin tekið gífurlegum breytingum. Það voru Bretar sem fóru að leggja stund á þessa iþrótt í fjallshlíðum Sviss og sagt er þeir hafi farið að leggja leið sína til St. Moritz í kringum 1880. Þetta var þá að sjálfsögðu aðeins yfir- stéttarsport og reyndar hefur sú ímynd lengi loðað við íþróttina, með- al annars vegna kostnaðarins, þó gífurleg breyting hafi orðið á. Frumkvöðull í kennslu á þessu sviði íþrótta var Austurríkismaður- inn Mathias Zdarsky. Fleiri eru nefndir til sögunnar sem frumkvöðl- ar, til dæmis landi Zdarskys, Hannes Schneider, en sagt er hann sé faðir plógsins sem er eitt af undirstöðuat- riöum í skíðaiðkun. Schneider og félagi hans, Amold Lunn, sem var breskur, efndu til fyrsta skíðamóts- ins í alpagreinum (brun, svig og stórsvig) í kringum 1930 í Austurríki (í St.Anton). En sagan segir að fyrsta svigskíðamót eða keppni í alpagrein- um skíðaíþróttarinnar hafi farið fram í Cran-Montana í Sviss árið 1911. í Cran-Montana voru síðustu vetrarólympíuleikarnir haldnir. Fyrstu vetrarólympíuleikarnir voru haldnir í Garmisch-Partenkirchen í Þýskalandi árið 1936 Fyrsta alþjóðlega svigskíðamótið var haldið Múrren í Sviss árið 1922. Sir Arnold Lunn, sem áður er nefnd- ur, skrifaði bók um skíði og skíða- íþróttina sem kom út árið 1927. Þróunin Frá fyrstu dögum íþróttarinnar hefur mikið breyst og með meiri vel- megun.hefur hún náð til fleiri. Iðkun íþróttarinnar hjá einstökum þjóðum fer mikið eftir landsháttum en Bret- Gamli tíminn, en þá eins og nú skipti máli að vera á réttum stað á réttri stundu með rétta útbúnaðinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.