Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1988, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1988, Blaðsíða 53
LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988. 65 Afmæli Davíð Oddsson Davíö Oddsson borgarstjóri, Lynghaga 5, Reykjavík, verður fer- tugur á morgun. Davíö er fæddur í Reykjavík og lauk lögfræðiprófi frá HÍ1976. Hann var leikhúsritari Leikfélags Reykjavíkur 1970-1972 og þingfréttaritari Morgunblaðsins 1973-1974. Davíð var starfsmaður Almenna bókafélagsins 1975-1976, skrifstofustjóri Sjúkrasamlags Reykjavíkur 1976-1978 og fram- kvæmdastjóri 1978-1982. Hann hefur verið borgarfulltrúi í Reykja- vík frá 1974 og borgarstjóri í Reykjavík frá 1982. Kona Davíðs er Ástríður Thorar- ensfen, f. 20. október 1951, hjúkr- unarfræðingur. Foreldrar hennar eru Þorsteinn S. Thorarensen, borgarfógeti í Rvík, og kona hans, Una P. Thorarensen, fædd Peters- en, en hún lést 1987. Sonur Davíðs og Ástríðar er Þorsteinn, f. 12. nóv- ember 1971, menntaskólanemi. Systkini Davíðs samfeðra eru Ólaf- ur, f. 13. maí 1943, menntaskóla- kennari í Rvík, kvæntur Halldóru Ingvadóttur; Haraldur, f. 15. apríl 1951, d. 24. janúar 1972; Lillý Val- gerður, f. 27. júní 1952, ritari starfs- mannastjóra Reykjavíkurborgar, gift Ingimar Jóhannssyni fiski- fræöingi; Runólfur, f. 29. júní 1956, verslunarmaður í Rvík, og Vala Agnes, f. 24. apríl 1965, skrifstofu- maður í Rvík. Systkini Davíðs sammæðra eru Björn Snorrason, f. 26. nóvember 1946, mjólkurfræð- ingur í Rvík, og Logi Gunnarsson, f. 1. nóvember 1963, í heimspeki- námi í Pittsburg í Bandaríkjunum. Foreldrar Davíðs eru Oddur Ól- afsson, læknir í Rvík, en hann lést 1977, og Ingibjörg Kristín Lúðvíks- dóttir. Faöir Odds var Ólafur, ljósmyndari og ættfræðingur í Rvík, Oddsson, b. og hreppstjóra á Sámsstöðum í Fljótshlíð, Eyjólfs- sonar, b. áTorfastöðum í Fljótshlíð, Oddssonar. Móðir Eyjólfs var Margrét Ólafsdóttir, b. á Fossi á Rangárvöllum, Bjamasonar, b. og hreppstjóra á Víkingslæk, Hall- dórssonar, forfóöur Víkingslækjar- ættarinnar. Móðir Ólafs var Ragnhildur Benediktsdóttir, b. í Fljótsdal, bróður Helgu, ömmu Þorsteins Erlingssonar skálds. Benedikt var sonur Erlings, b. í Fljótsdal, Guðmundssonar og konu hans, Önnu Jónsdóttur, systur Páls, langafa Ásgeirs Ásgeirssonar forseta. Móðir Odds læknis var Valgerður Haraldsdóttir Briem, b. í Búlandsnesi, bróður Valdimars, vígslubiskups og skálds, og Sigríð- ar, ömmu Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Haraldur var sonur Ólafs Briem, timburmeistara á Grund í Eyjafirði, bróður Jóhönnu, ömmu Hannesar Hafstein. Bróðir Ólafs var Eggert, langafi Gunnars Thoroddsen. Ólafur var sonur Gunnlaugs Briem, sýslumanns á Grund, forfóður Briemættarinnar. Móðir Valgerðar var Þrúður Þórar- indóttir, systir Þorsteins, langafa Vals Arnþórssonar. Ingibjörg er dóttir Lúðvíks Nörð- dals, læknis á Selfossi, Davíðsson- ar, verkamanns í Rvík, bróður Þorgríms, afa Valborgar Sigurð- ardóttur skólastjóra. Davíö var sonur Jónatans, b. á Marðarnúpi, Davíðssonar. Móðir Jónatans var Ragnheiður Friöriksdóttir, prests á Breiðabólstað í Vesturhópi, Þórar- inssonar, sýslumanns á Grand, Jónssonar, forfóður Thorarensens- ættarinnar. Móðir Ragnheiðar var Hólmfríöur Jónsdóttir, varalög- manns í Víðidalstungu, Ölafssonar, lögsagnara á Eyri, Jónssonar, lang- afa Jóns forseta. Móðir Ingibjargar var Ásta, systir Hannesar, land- pósts á Núpsstaö. Ásta var dóttir Jóns, b. og landpósts á Núpsstaö, Jónssonar, b. á Svínafelli, Jónsson- ar. Móðir Jóns á Svínafelli var Steinunn Oddsdóttir, systir Guð- ríðar, langömmu Jóns, afa Jóns Helgasonar ráðherra. Móðir Ástu var Torfhildur Guðnadóttir, b. á Forsæti í Landeyjum, Magnússon- ar, prests á Eyvindarhólum, Torfasonar, prests á Breiðabólstað í Fljótshlíð, Jónssonar, bróöur Jóns, langafa Þórarins, föður Ragn- heiðar borgarminjavarðar. Móðir Torfhildar var Guðrún, systir Steinunnar, langömmu Gests Steinþórssonar, skattstjóra i Rvík. Guðrún var dóttir Vigfúsar, sýslu- manns á Borðeyri, Thorarensen. Móðir Guðrúnar var Guðrún Thor- arensen, systir Bjarna Thorarens- en skálds. Guðrún Thorarensen var dóttir Vigfúsar, sýslumanns á Hlíðarenda í Fljótshlíð, Þórarins- sonar og konu hans, Steinunnar Bjarnadóttur landlæknis Pálsson- ar. Móðir Steinunnar var Rannveig Skúladóttir landfógeta Magnús- sonar. Svanhvít Hannesdóttir Svanhvít Hannesdóttir húsmóð- ir, Þrúðyangi 28, Hellu á Rangár- völlum, verður sextúg á morgun. Hún fæddist að Fagradal í Vopna- firði. Hún giftist 1952 Guðmundi Björgvinssyni frá Ketilsstöðum í Hlíð en þau shtu samvistum árið 1969. Svanhvít gerðist þá bústýra með fjögur yngstu börn sín hjá Helga Valmundssyni á Móeiðar- hvoli. Þaú fluttust að Hellu á Rangárvöllum 1973 og hafa búið þar síðan. Foreldrar Svanhvítar: Hannes ívarsson frá Norðfirði, en hann er látinn, og Árný Þórðardóttir. Guðmundur Einar Sveinsson Guðmundur Einar Sveinsson skipstjóri, Furugrund 42, Akranesi, verður sextugur á morgun. Hann fæddist á Kringlu í Torfalækjar- hreppi í Austur-Húnavatnssýslu en ólst upp á Blöndubakka í foreldra- húsum. Guðmundur Einar fór á Bændaskólann á Hvanneyri og út- skrifaðist þaðan 1947. Hann fór svo noröur á Skagaströnd og var þar á bátum en síðan til Reykjavíkur á togara. Guðmundur Einar tók stýrimannapróf 1952, var síðan tvö ár á Skagaströnd en fluttist því næst á Akranes 1955 og hefur búið þar síðan. Hann var stýrimaður og afleysingaskipstjóri á Akurey, skipstjóri á Krossyíkinni í fjögur ár og skipstjóri á Óskari Magnús- syni í sex ár, en auk þess hefur Guðmundur verið með ýmsa báta. Guömundur hefur nú dregið úr sjó- sókninni og verið í siglingum síðustu árin. Kona Guðmundar Eúiars er Margrét, f. 13.9. 1929, dóttir Guö- brands, verkamanns í Reykjavík, Guðmundssonar og Kristínar Ein- arsdóttur. Guðmundur Einar og Margrét eiga fjögur börn: Edda, f. 1952, er vistmaður á Sólheimum; Einar, f. 1954, er starfsmaður hjá Þorgeiri og Ellert á Akranesi, en kona hans er Guðrún Alda Björnsdóttir; Dröfn, f. 1961, er nemi og býr í for- eldrahúsum; Ægir, f. 1962, hefur verið sjómaður en starfar nú viö dúklagningar í Reykjavík. Bróðir Guömundar Einars er Gunnar Árni, útgerðarmaöur á Skagaströnd, kvæntur Báru Þor- valdsdóttur. Foreldrar Guðmundar Einars eru Sveinn b. á Blöndubakka, Kristófersson, f. 24.6. 1897, og Teitný Guðmundsdóttir, f. 23.9. 1904, en þau eru nú búsett á Blönduósi. Svandís Jónsdóttir Svandís Jónsdóttir, húsfreyja á Selsstööum við Seyðisfjörö, verður sextug á morgun. Svandís fæddist á Selsstöðum og ólst þar upp. Mað- ur hennar er Kristján, sonur Eyjólfs Jónssonar, b. á Árnastöð- um og síðar Bárðarstööum í Loðmundarfirði, og Þórstínu Snjólfsdóttur, en Svandís og Kristj- án hafa búið á Selsstöðum frá 1947. Svandís og Kristján eiga níu böm: Svanborg Ágústa, f. 1948, gift Guð- geiri Guðmundssyni, en þau búa á Geirólfsstöðum í Skriðdal og eiga tvo syni; Jón Almar, f. 1949, kvænt- ur Gunnþóru Snæþórsdóttur en þau búa í Gilsárteigi í Eiðaþinghá og eiga þrjár dætur; Eyjólfur Þór, f. 1951, býr á Selsstöðum; Ragn- heiður Sigurbjörg, f. 1953, gift Regin Rasmussen, en þau búa í Færeyjum og eiga þrjú börn; Vilhelm Daði, f. 1955, kvæntur Helenu Birgisdóttur en þau búa á Seyðisfirði og eiga þrjú börn; Kristján Valur, f. 1963, kvæntur Unni Jónsdóttur og búa þau á Seyðisfirði; Ómar Bjarki, f. 1965, Þórstína Harpa, f. 1967, og Vilmundína Lind, f. 1967, búa öll í foreldrahúsum á Selsstöðum. Foreldrar Svandísar voru Jón, b. á Selsstöðum, Jónsson og Vilmund- ína Guðný Lárusdóttir. Föðurfor- eldrar Svandísar voru Jón Þorsteinsson hreppstjóri og Ragn- heiður Sigurbjörg ísaksdóttir, ljósmóðir á Seljamýri í Loðmund- arfirði. Móöurforeldrar Svandísar voru Lárus Michael Knudsen, kaupmaður í Reykjavík, og Svan- borg Jónsdóttir. Sigmundur Jónsson verkamaður, Hörgatúni 11, Garðabæ, lést í Borg- arspítalanum 12. janúar. Guðjón Jónsson, bóndi Ámanesi, lést aö elli- og hjúkrunarheimilinu á Höfn 13. janúar. Hafdis Sigurmannsdóttir Will- iams lést 11. janúar í Borgarspítal- anum. Jóhannes Jensson, Kaplaskjóls- vegi 9, andaðist þriðjudaginn 12. janúar. Sigríður Stefánsdóttir.ÁsvalIa- götu 31, Reykjavík, andaðist í Borgarspítalanum í Reykjavík 13. janúar. Súsanna Ketilsdóttir, andaðist Andlát þann 13. janúar á Hrafnistu, Reykjavík. Svanfríður Vigfúsdóttir, Sól- brekku 28, Húsavík, lést í Borg- arspítalanum 14. janúar. Sigurður Ágústsson bóndi, Borg- arkoti, Skeiðum, andaðist á heimili sínu að kvöldi 13. janúar. Björn Stefánsson frá 'Akurseli, Öxarfirði, lést á Sjúkrahúsi Húsa- víkur að morgni 14. janúar. Ólina Jóhannsdóttir frá Bárðar- stöðum, síðast til heimilis að Melabraut 39, Seltjamarnesi, lést aö Hrafnistu fimmtudaginn 14. jan- úar. Ingótfur Helgason Ingólfur Helgason, Brekkubraut 17, Akranesi, verður sjötíu og fimm ára á morgun. Hann fæddist að Kverngijóti í Saurbæ í Dalasýslu og ólst þar upp til fjögurra ára ald- urs en fluttist þá með foreldrum sínum að Gautsdal í Barðastrand- arsýslu. Þar ólst hann upp i for- eldrahúsum fram á fullorðinsár og tók síðan við búinu þegar foreldrar hans hættu 1939. Ingólfur bjó að Gautsdal til 1959 en fluttist þá á Akraness þar sem hann starfaði fyrst við afgreiðslu í Bygginga- vöruverslun H.B. & Co en síðan hjá Málningarþjónustunni. Kona Ingólfs er Ólafía, f. 28.10. 1911, dóttir Guðjóns, b. á Þórustöð- um, Ólafssonar og konu hans, Margrétar Gísladóttur, en þau eru bæði látin. Ingólfur og Ólafia eiga tvo syni og einn fósturson. Fóstursonur þeirra er Hjörtur Ágúst Magnús- son, f.1939, húsgagna- oghúsasmið- ur i Reykjavík, en kona hans er Jóna Sigurðardóttir og eiga þau tvö börn. Synir Ingólfs og Ólaflu eru: Helgi, f. 1941, rafvirki og starfsmaö- ur á Grundartanga, en kona hans er Sigríður Gróa Kristjánsdóttir og eiga þau þrjú börn; og Maggi Guð- jón, f. 1949, húsgagna- og húsasmið- ur og starfsmaður hjá Sigurjóni og Þorbergi á Akranesi, kvæntur Sigr- únu Valgarðsdóttur og eiga þau tvo syni. Ingólfur á tvo albræður á-lífi. Þeir eru Ólafur, sem lengi var toll- vörður í Reykjavík en býr nú í Hafnarfirði, og Helgi sem var apó- tekari á Blönduósi. Hálfsystir Ingólfs, samfeðra, er Margrét, hús- móðir á Selfossi. Foreldrar Ingólfs voru Helgi, b. að Kverngrjóti og Gautsdal, Helga- son, f. 1871, d. 1945, og kona hans, Ingibjörg Friðriksdóttir, f. 1874, d. 1970. Jón Guðmundur Jónsson Jón Guðmundur Jónsson, Reyni- mel 74, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Hann fæddist að Vestra- íragerði á Stokkseyri og ólst þar upp í foreldrahúsum. Þar var hann til heimilis fram undir fertugt. Jón Guðmundur var til sjós á yngri árum en hann var sex vertíðir í Vestmannaeyjum og á bátum frá Stokkseyri. Þá var hann á togurum í þrjú ár og síðan nokkur ár í sigl- ingum. Hann fluttist til Reykjavík- ur 1950 og hefur búið á Melunum síðan. Frá 1970 hefur Jón Guð- mundur starfaö hjá Búnaðarbank- anum í Reykjavík. Jón Guðmundur átti fimm systk- ini sem upp komust en á nú eina systur á-lífi. Foreldrar hans eru látnir en þeir voru Jón, útvegsbóndi aö Vestra- íragerði, Jónsson og kona hans, Guðný Benediktsdóttir. Fööurfor- eldrar Jóns Guðmundar vom Jón, b. í Jóruvík i Sandvíkurhreppi, og kona hans, Margrét, systir Krist- leifs í Árbæ. Móðurforeldrar Jóns Guðmundar voru Benedikt, b. að Vestra-írageröi, Benediktsson og kona hans Elína Sæmundsdóttir. Tilmæli til afmælisbarna Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upp- lýsingar þurfa að berast í síðasta lagi tveimur dögum fyrir afmælið. Munið að senda okkur myndir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.