Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1988, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1988, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988. Háaloft Að sögn blaðanna fóru áramótín vel fram alls staðar á landinu nema í Breiðholtínu og miðbænum í Reykjavik þar sem lögreglan hafði nóg að gera við að stilla til friðar fram að hádegi á nýársdag og mun- aði víst htlu að þaö þyrftí að kalla út víkingasveitina sem er búin að æfa sig í að stilla til friðar í vestur bænum með þvi að skjóta gömul hús með gúmmíkúlum og klifra upp og niður veggina á húsi bæjar- útgerðarinnar. Marga þurfti að flytja á slysa- varðstofu eftir að hafa lamið konuna sína og bömin og af því að þeim var svo iht í hendinni og allt gerðist þetta í Breiðholtínu og það er hka þar sem strætisvagnar Reykjavikur eru skemmdir á með- an guðhræddir bílstjórar þora ekki að stansa fyrr en uppi í fellum af ótta við að einhverjir komi inn sem látí enn verr en þeir sem fyrir eru og skemmi ekki bara gangverkið í vögnunum heldur þeim líka. Ahs staðar annars staðar í borg- inni okkar var aht með kyrrum kjörum, ekkert rporð í austurbæn- um og ekkert stórfeht hasssmygl í Fossvoginum, þaðan af síður nokk- ur amfetamínbruggun í vestur- bænum, sem heitír að visu þegar þannig stendur á í vesturhluta bæjarins, ekki einu sinni nauðgun í Hljómskálagarðinum eða á Mikl- atúni. Það erum bara við í Breiðholtinu sem látum illa og röskum ró lög- reglunnar og veitum henni yfir- vinnu því fæstír okkar byrja að lemja konurnar sínar að ráði fyrr en eftír miönætti og stafar þetta aðallega af því að þá erum við yflr- leitt orðnir nógu ölvaðir til að þora í þær. Ölvun Undanfamar helgar hefur ölvun verið almenn í miðbæ Reykjavíkur og Breiðholtinu og hafa félagsvís- indamenn, sálfræðingar og fleiri verið að velta því fyrir sér af hveiju þetta stafaði og komist að þeirri niöurstöðu að meðal annars væri þetta vegna mikillar vinnu, góða veðursins og aukinna flárráða en hins vegar hefur engum dottið í hug að þetta væri einfaldlega vegna þess að mönnum þættí svona gott í staupinu. í mínu ungdæmi drukku menn yfirleitt vín vegna þess að þeim þóttí gott að fá sér neðan í því og þá vomm viö, unglingamir, af- skaplega slæmir, drukkum, keyrð- um rúntínn í miðbænum og eyðilögðum strætisvagna Reykja- Háaloft Benedikt Axelsson víkur og þótt ég búist ekki við að nokkur trúi því var ekkert Breið- holt til á þessum ámm og því er hægt aö halda því fram með nokkr- um rökum að spellvirki í Reykjavík hafi ekki verið fundin upp fyrir ofan spjóhnu í borginni heldur á láglendinu þar sem allt er svo gott og blessað að manni fmnst ein- kennilegt að fólkið í þessum hverfum skuli ekki almennt vera farið að svífa um loftin blá eins og býflugur sem þora ekki að stinga okkur héma í Breiðholtínu um helgar ef þær ætla að fljúga heim. Og þótt það komi þessu máh svo sem ekkert við ætla ég að láta þess getíð að í borginni er ein menning- armiðstöð, hún stendur við Gerðu- berg og er ábyggilega htið notuð. Neytendur Fyrir áramótin fylgdist ég dáhtið með stjómmálum, aðahega vegna þess að ég komst ekki hjá þvi, og fannst mér gott hjá stjómarand- stöðunni að stöðva frumvarpið um niðurfelhngu tolla af rakhnífum, eða hvað það hét nú, en hins vegar fannst mér einkennileg yfirlýsing kaupmannastéttarinnar um aö þetta kæmi okkur neytendum ekki th góða því að þeir nenntu ekki að reikna út hvað rakhnífarnir lækk- uðu mikið ef dregið yrði eitt prósent frá þáverandi verði þeirra. Talsmaður ríkisstjórnarinnar gerði sér þá htið fyrir og reiknaði þetta út fyrir þá, að því er virtíst í huganum, og fékk út háa tölu, einn og hálfan mihjarð, sem myndi duga th að bora göng hálfa leið í gegnum Esjuna ef menn vildu einhverra hluta vegna stytta sér leið upp í Hvalfjörð. Ekltí veit ég hvað fólk í vestur- hluta bæjarins segir við svona háttalagi en við hérna í Breiðholt- inu erum á mótí því. Kveðja Ben.Ax Það erum bara við í Breiðholtinu sem látum illa og röskum ró lögreglunnar og veitum henni yfirvinnu. Aramótin í Breiðholtinu Fmnurðu átta breytingar? " 76 Þessar tvær myndir sýnast í fljótu bragði eins en á neðri myndinni hafa fallið burt hlutar af myndinni eða þeir breyst, alls á átta stöðum. Það er misjafnlega erfitt að finna þessar breytingar en ef fjölskyldan sameinast um að leysa þetta trúum við'því að aillt komi þetta að lokum. Merkið með hring eða krossi þar sem breytingamar eru og sendið okkur neðri myndina. Skilafrestur er tíu dagar. Að þeim tíma liönum drögum við úr réttum lausnum og veitum þrenn verðlaun, öll frá versluninni Japis, Brautar- holti 2. Þau eru LED útvarpsvekjari (verðmæti 4.680,-), Supertech útvarp (verðmæti 2.840,-) og Supertech ferðatæki (verðmæti 1.880,-). í öðru helgarblaði héðan í frá birtast nöfn hinna heppnu en ný þraut kemur í næsta helgarblaði. Góða skemmtun! Merkið umslagið: „Átta breytingar - 76, c/o DV, pósthólf5380,125 Reykjavík.“ Verðlaunahafar 74. gátu reyndust vera: Hjálmar Logi Sig- mundsson, Smáragrund 18,550 Sauðárkrókur (útvarpsvekj- ari); Njáll Pálsson, Bergþórshvoli, 861 Rang. (útvarpstæki); Jón Halldórsson, Njálsgötu 86,101 Reykjavík (ferðatæki). Vinningamir verða sendir heim. NAFN ....... HEIMILISFANG PÓSTNÚMER ..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.