Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1988, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1988, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988. 43 15^20 mUlj ón punda virði. Mig vant- aði pening til viöbótar i útborgunina og gat því ekki keypt það. Við bræðumir, ég og Sigurður, rek- um Gull og silfur í dag ásamt móður okkar, Sólborgu. Við höfum aldrei rifist í þau sextán ár sem við höfum starfað saman. Þegar maður horfir til baka og spáir í allt þá er þetta kannski hálfgert rugl hjá mér. Ég hafði komið mér vel fyrir. Átti gott einbýlishús á Seltjarnamesi með sundlaug og sauna. Núna loksins, þegar maður er búinn aö koma sér vel fyrir og skuldar engum neitt, þá selur maður allt saman til að byrja upp á nýtt. Það eru engar smáskuld- ir sem ég er að taka á mig,“ segir Magnús og lyftir brúnum. En af hverju? „Eg get aðeins svarað því á einn veg, ég veit það ekki,“ svarar Magnús. „Kona mín og sonur eru aifarið á móti þessu. Þó að hún sé ensk þá er hún mikill íslendingur í sér. Talar málið og hér hefur hún lært hjúkrunarfræði og starfað við hana. Strákurinn á stóran hóp af vin- um á Nesinu og var ekkert ánægður með að yfirgefa þá.“ Alltaf að leita Eiginkona Magnúsar, Gloria, og 14 ára sonur þeirra, Magnús, fóru utan strax í'haust þegar skólinn byrjaði. , ,Þetta er erfitt fyrir strákinn. Þó að hann sé enskumælandi þá er hann ekki skrifandi á ensku og stærð- fræðin hefur verið honum erfið þar sem hún byggist mikið á orðaleik. En hann hefur staðið sig ótrúlega vel og er fljótur að ná tökum á þessu." Magnús tekur við hótehnu um mánaðamótin mars/apríl og reyndar eiga þau hjónin von á öðru barni sínu um sama leyti, öðrum strák, segir Magnús. - Hvaðkomþértilaðfjárfestaíhót- ehnunúna? „Ég fór til Spánar sl. sumar og til Englands í bakaleiðinni. Það er eitt- hvað í eðh mínu að koma til Eng- lands og alltaf er ég í leit að einhverju. Við vorum á þeim tíma ákveðin í að prófa að flytja út og leit- uðum fyrir okkur að stað þar sem Gloria gæti fengið starf á öldrunar- heimili eða öðru slíku. Ég skoðaði hótel en verðið á hótelum í London var frá 5-25 milljónir pundá. Mér datt þá í hug að fara niður á Torquay þar sem ég hafði séð draumahótelið mitt í gamla daga. Þá sá ég kastal- ann, skoðaði hann og heillaðist gjörsamlega. Torquay er á ensku rivierunni og þetta er eini bletturinn á Englandi þar sem vaxa pálmatré. Ég ákvað mig á innan við tíu mínút- um að kaupa þetta hótel. Mér fannst vera svo núkill karakter á húsinu. Fullorðinn maður átti og rak hótehð og ég frétti að hann væri orðinn dauðþreyttur á rekstrinum. Þessi gamli maður er ákaflega sérvitur, tók ekki kreditkort og börn fengu ekki að koma inn á hótelið. Kastalinn var byggður af aðalsætt á Viktoríutíma- bihnu úr sérstökum steini sem er aðeins þama niður frá. Hótelið tekur sjötíu manns en það eru einnig auka- herbergi. Veitingasalur er fyrir 250 manns, sundlaug, sauna og ljós. Ég hef hugmyndir um að setja þarna upp billjardstofu og verslun með ís- lenskarvörur.“ - Hvað kostaði hótelið? „Ég hef ekki viljað segja neinum á hvað ég keypti en ég get þó sagt að ég set mig í rosalegar skuldir. Það er líka ýmislegt sem ég á eftir að kaupa. Ég ætla mér að setja minibari inn á herbergin og síma. Þar er sjón- varp og bað en ég ætla einnig að hafa sturtu. Ströndin er í tvö hundr- uð metrafjarlægð." Margir vilja vinnu - Hvað um starfsfólk? „Það hefur hringt í mig íjöldinn allur af fólki og óskað eftir því að komast í vinnu. Á einni viku hringdu í mig á milli 30 og 40 manns á hverj- um degi. Ég veit bara ekki hversu marga íslendinga ég má ráða. At- vinnuleysi er gífurlegt í Englandi. Það er greinilega mikill áhugi hjá íslendingum að komast í vinnu er- lendis. Mig langar að fá íslenska^ kokka og þjóna. Einnig langar mig til að geta boðiö upp á íslenskan mat og hef unnið að því að fá íslenskt kjöt. íslenskir matreiðslumenn eru miklu betri en enskir en launin eru allt önnur í Englandi. Miklu lægri en hér. Á móti kemur að það er miklu ódýrara að lifa þar. Mér hefur líka dottið í hug að fá gestakokka í ein- hvem tíma. Ég hef ótalmargar hugmyndir um reksturinn en það er ekki víst að ég komi þeim öhum í framkvæmd strax. Þá hef ég verið í samningaviðræðum við Samvinnu- ferðir og Útsýn um að senda ferða- menn til mín. Það er mikill áhugi fyrir því hjá ferðaskrifstofunum að geta sent ferðamenn á þessar slóðir." ■- HefurþúselthlutþinníGulliog silfri? „Nei, ég vfi hafa verslunina í bak- höndinni ef þetta gengur ekki upp hjá mér. Það er engin spuming að þetta verður erfitt og ég hef setið og reiknað og reiknað og ég þarf fulla nýtingu tU að endar nái saman," seg- ir Magnús ennfremur. - Hefurþúunniðviðhótelrekstur? „Aldrei komið nálægt slíku. Ég hef mikið kynnt mér slíkan rekstur og er að fara núna á kúrs hjá stórri hótelkeðju. Einnig hef ég rætt við marga góða menn eins og Skúla á Holtinu sem sagði við mig að vissu- lega væri gott að fá ráðleggingar hjá öðmm: „en láttu samt alltaf brjóst- vitiðráða", sagðihann. „Miglangar til að fá íslendinga sem gesti og ég mun aUtaf vera á staðnum til að liö- sinna þeim. Fólk þarf ekkert að kunna tungumálið, bara láta sér líða vel. Ég sem er mikill golfáhugamaö- ur get bent mönnum á golfvelhna en þeir eru26 þarna.“ Víkingablóð - Hvarflaðialdreiaðþéraðfaraí hótelrekstur hér heima? „Nei, ég hef alltaf sagt það að ís- lendingar eru komnir af víkingum og eru eitilharðir og hafa hörkutrú á sjálfum sér. Af hveiju á íslendingur ekki að reyna að fyrir sér á stórum og hörðum mörkuðum. Þarna eru stórar hótelkeðjur þar sem íjármagn- ið er rosalegt. Ég trúi ekki öðru en að maður geti staðið sig og ég fer meðþvíhugarfari. - Hvaö er margir sem búa í þessum bæ? „Torquay er fjörtíu þúsund manna bær og þar eru allar verslanir sem eru í London. Ég hef sagt að staður- inn væri tilvalinn fyrir hjón því karlinn getur spilað golf á meöan konan fer í verslanir. Auk þess er staðurinn eins og heitur pottur því veðursældin er svo mikil. Við strönd- ina eru margir á seglskútum og bátum.“ - Komekkitilgreinaaöleigjahótel- ið í einhvern tíma og sjá hvemig viðskiptin gengju? „Nei, það kom aldrei til greina hjá mér. Maður verður að hella sér út í svona af áhuga. Ég er óhræddur að leggja allt undir eins og ég geri og stend og fell með. Eftir eitt ár á ég kannski eftir að jesúsa mig fyrir að hafa gert þetta. Ánnaðhvort stekk ég núna eða aldrei því ég veit að eftir því sem maður eldist verður maður ragari.“ - Hvaðheitirhótelið? „Það heitir The Mana House Hotel og ég mun halda því nafni. Englend- ingar margir hverjir þekkja það enda þyrpast Englendingar á þennan stað strax á vorin í þúsundatali og þá fyll- ast öll hótel á staðnum. Þá fer verðið líka úr 20-30 pundum upp í 60-70 pund. Lék með Arsenal Magnús hefur ekki bara fengist við bisness því hann er mikill sportá- hugamaður og lék á sínum tíma með Breiðbliki í Kópavogi í knattspyrnu og gekk ágætlega. Þegar hann fór í tungumálanám til Englands 18 ára gamall lék hann með skólaliðinu og stóð sig svo vel að hann fékk að æfa með Arsenal. Hann hafði þá smáá- huga á að verða atvinnumaður, eins og hann segir, en sá áhugi hvarf eftir að hann kynntist hörkunni í þeirri grein. - AfhveijuArsenal? „Það var skemmtileg tilviljun. í skólanum voru þrjú hundruð nem- endur víðs vegar að en óvenjumargir frá Brasilíu. Það voru allt knatt- spymustrákar. Settur var upp leikur þar sem strákarnir frá Brasilíu áttu að spila á móti öllum hinum. Leikur- innfórlO-lfyrirokkurogþaraf . skoraði ég 9 mörk. Þeim fannst þetta alveg meiriháttar og skólastjórinn hringdi í Arsenal og sagðist vera með afbragðsmann í skólanum. Arsenal gefur öllum tvö tækifæri og ég var kallaður til þeirra og við áttum aö leika á móti Chelsea. Ég var með í Magnús Steinþórsson skoðar hér myndir af hótelinu sínu á Englandi sem er i kastala sem aðalsfólk lét byggja í kringum 1860. DV-mynd Brynjar Gauti maganum og leiö verulega illa að eiga aö spila með þessu liði. í leikn- um var ég þess vegna alveg ofboðs- lega lélegur og gat ekkert. Það var bara eins og ég hefði aldrei komið nálægt fótboltavelli,“ segir Magnús með miklum áherslum. „Þetta var agaleg martröð. Ég fékk þó að spreyta mig í öðrum leik og þá á móti West Ham og í það skiptið var ég búinn að sætta mig við aö ég yröi aldrei atvinnumaður og lék áhyggju- laus. Viö unnum leikinn með tveim- ur mörkum gegn einu og ég skoraði bæði. Annað var glæsilegt mark frá kanti og ég fékk klapp á bakið fyr- ir,“ segir Magnús og bætir viö að þarna hafi verið margir þekktir knattspyrnumenn sem síðar hafi leikið í fyrstu deildinni. Ég sá að at- vinnumennskan kostaði hörkuvinnu og æfingar og hentar ekki fyrir mig. Ég var með Arsenal í nokkra mánuði og þeir vildu að ég yrði áfram en ég vildi fremur fara heim. Þessir strák- ar, sem eru í fóboltanum, tala ekki um annaö en boltann og stelpur, annað var ekki á dagskrá hjá þeim,“ segir Magnús sem þá var farinn að huga að öðrum málum víðsfjarri fót- bolta. Niðurbrotnir ættingjar Magnús veröur 38 ára á þessu ári og hefur reynt eitt og annað í gegnum árin. Hann hefur uhnið í skuldlausu fjölskyldufyrirtæki en ætlar nú aö steypa sér í bullandi skuldir og taka við hótelrekstri. Hvaö segja ættingj- arnir við þessu uppátæki hans: „Þau eru niðurbrotin yfir þessu," svarar Magnús. „Sérstaklegamóðirmín. Fjölskyldan hefur unnið mikið sam- an og verið samrýnd. Systir mín er Álfheiður Steinþórsdóttir sálfræð- ingur og svo á ég bróður, Steinþór yngri, sem er tölvufræöingur." - Þú ert þá ekki að flýja neitt hér heima? „Nei, alls ekki. Mig langar að breyta til og prófa eitthvað nýtt. Mér finnst að við höfum staöið okkur vel og mér finnst ég vera búinn aö sýna ágæti mitt hér heima. Er þá ekki allt í lagi að reyna fyrir sér á þessum stóra markaði og svo verður bara að koma í ljós hvort það tekst. Ég hef trú á því sem ég er að gera. Mín vinna verður 22 tíma á sólarhring og ég þarf að standa mig. Hvort ég kem svo til með að vera þarna áfram það veit ég ekki. Kannski sel ég aftur eftir nokkur ár og kem heim. Tíminn verður að leiða það í ljós,“ sagði hót- elstjórinn Magnús Steinþórsson galvaskur og bjartsýnn á framtíðina. -ELA Kastalinn sem Magnús féll fyrir og seldi eignir sínar til að geta eignast. „Ég set mig í botnlausar skuldir," segir Magnús sem var orðinn skuldlaus og búinn að koma sér vel fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.