Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1988, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1988, Side 28
28 LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988. Sérstæð sakamál Tveir ungl- ingar, annar þrettán ára enhinn fimmtán, voru í hús- inu þegar norsku hjón- in Anne Jorunn Wulffog Terje Davidsen voru ráðin afdögumaf manni sem sagðist sjálf- ur hafa ætlað að vinná á allt Örlagarík nótt Anne Jorunn Wulff var fjörutíu og þriggja ára en Terje Davidsen þrem- ur árum yngri en hún. Bæöi voru þau kunnir blaðamenn. Þau höföu gengið í hjónaband í Kaupmanna- höfn sex árum áöur og börnin, sem voru í húsinu í Nes Kommune, skammt fyrir utan Osló, nóttina sem harmleikurinn geröist, voru börn Anne Jorunn frá fyrra hjónabandi. Arniar unglingurinn var fimmtán ára stúlka en hinn þrettán ára dreng- ur. Fór inn um glugga Málsatvikin voru þau aö Anne Jor- unn og Terje sváfu á heimili sínu um klukkan hálfníu á sunnudagsmorgni er þrjátiu og eins árs gamall maöur skreið inn um gluggann á svefn- herberginu og réöst gegn hjónunum með byssusting. Gekk hann af þeim báöum dauöum. Á meðan sváfu unglingamir annars staöar í húsinu. Maöurinn gerði þeim ekkert mein og fór aftur heim til sín en hann bjó í aðeins þrjú hundruð metra fjar- lægð. Ekkert vitaö í átta tíma Nokkru eftir aö morðin höföu veriö framin komu unglingarnir tveir að hjónunum í rúminu. Var þeim þá svo brugðið aö þeir fengu hálfgert lost og liðu því átta stundir þar til þeir gátu tilkynnt lögreglunni um atburöinn. Þá fór hins vegar að skýrast óhugnanlegur atburöur sem gerst haföi næstu stundir á undan. Sagði ná- granna frá Er maðurinn, sem myrti Anne Jor- unn og Terje kom heim til sín, náöi hann tali af einum nágranna sinna og sagöi honurii að hann væri nýbú- inn að drepa bróður sinn og mág- konu. Sagði nágranninn svo frá að maðurinn hefði haldið á byssusting og haglabyssu. Hefðu þeir gengið um flmmtíu til sextíu metra frá húsinu og inn í skóg sem var þar hjá. Þar staðnæmdist ódæðismaðurinn og endurtók sögu sína. En allt í einu lagði hann byssuhlaupið að brjósti sér og hleypti af. Var hann sam- stundis allur. Frásögnin reyndist ekki sönn Nágranninn varð að sjálfsögðu afar skelfdur er hann hafði orðið vitni að sjálfsmorði mannsins og hafði þegar í stað samband við lög- regluna. Hún fór strax heim til þróöur þess látna og konu hans. Þau reyndust hins vegar bæði á lífi og við bestu heilsu. Kom þá fram að kvöldið áður hafði þar staðið veisla og hafði ódæðismaðurinn verið einn gest- anna. Hafði hann verið undir áhrif- um bæði lyfja og áfengis. Varð nú ekki annað séð en saga þess látna hefði verið uppspuni einn og að hann heföi framið sjálfsmorð í vímu. Þessi mynd var tekin af Anne Jorunn og Terje í Kaupmannahöfn er þau voru gefin saman í byrjun áratugarins. Kisturnar bornar út úr húsinu. öðru fólki. Hann hefði hins vegar farið húsa- villt. Þetta mál vakti mikla athygli í Noregi og nýlega var um það fjall- aðþar í einstökum atriðum. tÖÍ9fí ivq 6 Öit9§ í^fl í»8f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.