Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1988, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1988, Page 24
24 • Veröld vísindaima LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988. I>V Er það strákur eða stelpa? Nú á að vera hægt að svara þvi við upphaf meðgöngu. Genið sem ræður kyni fundið Kyn íósturs sést við upphaf meðgöngu Allir verðandi foreldar velta því fyrir sér hvort afkvæmi þeirra verður drengur eða stúlka. Til þessa hafa engin örugg ráð verið til að segja fyrir um kyn ófæddara bama fyrr en liðnir em nokkrir mánuðir af meðgöngutímanum. Nú um áramótin var frá því sagt í Bandaríkjunum að hópur sér- fræðinga við Whitehead læknis- fræðistofnunina í Massatusetts hefði fundið það gen sem ræður kyni. Gen þetta er auðkennt sem TDF. David Page, sem stjómaði rannsóknunum, segir að á sjöundu viku meðgöngutíma komi þetta gen fram í sumum fóstmm. Kom þetta gen fyrir verður fóstrið karlkyns en kvenkyns ef ekki. Enn sem komið er telja erfað- fræðingar niðurstöður rannsókn- arinnar ekki áreiðanlegar og gagnið af þeim er ekkert. Einn erfðafræðingurinn, Larry Shapiro, segir þó að þetta sé upphafðið að því að „komast að einum mesta leyndardómi líffræðinnar. Það er enn langt í land en viö höfum nú stigið mikilvægt skref.“ Um 1920 komu fram fyrstu vís- indalegu hugmyndirnar um hvar leyndardómsins að baki því hvaö ræður kyni væri að leita. Árið 1959 fannst munur á litningmn karla og kvenna og tahð var fullvís að þessi munur réði kyni. Hvernig það gerðist vissi þó enginn. Eðlilegir karlmenn hafa svokall- aða X og Y htninga en kvenmenn X X htninga. Fyrir kemur að þetta víxlast og verða þeir einstaklingar sem þannig eru ófijórir. Karlmenn með X X litninga reynast hafa vísi að Y litningi hka og umrætt TDF gen er í honum og það ræður kyn- inu. Rannsóknin beindist einkum að þessum afbrigðilegu einstaklingum því samkvæmt reglunni ættu X X htningar ávaht að fylgja kvenkyns einstaklingum en nú hefur skýr- ingin á því að svo er ekki fundist. Næstu stig í rannsókinni verða að flytja TDF genið yfir í kvenkyns- fóstur í tilraunadýrum til að sjá hvort þau skipta um kyn. Takist það verður hægt að ráða kyni með einfaldri aðgerð. Nýir frum- kraftarfrnnast Eðlisfræðingar hafa komist að undarlegri niðurstöðu í leit sinni að sönnunum fyrir tilvist fimmta frum- kraftsins í náttúrunni. Þeir telja sig hafa fundið sjötta kraftinn. í áratugi hefur það verið skoðun eðlisfræðinga að frumkraftarnir væru fjórir: þyngdarafl, seguikraft- ur, ytri kjarnakraftur, sem heldur eindum atómanna saman, og innri kjarnakraftur, sem veldur því að sum atóm brotna niður. Þeir eðlisfræðingar eru tii sem segja að allt sé þetta sami krafturinn. Þeir eru líka til sem segja að til sé fimmti krafturinn þótt öruggar sann- anir vanti. Fimmti krafturinn á að vinna gegn þyngdarafhnu og nú hafa einnig fundist vísbendingar um sjötta kraftinn sem á að verka gegn þeim fimmta og vinna með þyngdar- aflinu. Það eru eðhsfræðingar hjá banda- ríska flughernum sem segjast hafa fundið vísbendingar um þennan aukakraft sem eykur þyngdaraflið lítillega umfram það sem lögmál Newtons gerir ráð fyrir. Eðhsfræðingar, sem hafa kynnt sér þessar rannsóknir, segja að þær séu vel unnar og áhrif þessa krafts svo greinileg að þar geti vart veriö um skekkju að ræða. Það var fyrir tveim árum að vís- bendingarnar um fimmta kraftinn komu fram í tilraun sem elðisfræð- ingurinn Ephraim Fischbach stjórn- aði. Niðurstaðan var á þá leið að krafturinn væri mjög veikur og hans hætti að gæta í nokkur hundruð metra hæð yfir jörðu. í síðari tilraun- um hefur þessi kraftur ekki ahtaf komið fram og er það hald margra eðlisfræðinga að hann sé fremur háður efnasamsetningu en massa. Bandaríski flugherinn fékk áhuga á málinu vegna þess að ef þessi kraft- ur er til þá verður að taka tihit til hans við hönnun stýrikerfa í eld- flaugar. Vísindamenn flughersins fetuðu í fótspor Galileos og völdu turn til að gera tilraunirnar. Þeir ætluðu sér að afsanna að fimmti krafturinn væri til. Fimmta kraftinn fundu þeir ekki en þess í stað nýjan kraft sem verk- aði til viðbótar við aðdráttarafl jarðar. Þessi kraftur er að vísu afar veikur en samt mælanlegur. Ephraim Fiscbach, sem er með þekktustu vísindamönnum sem rannsaka aðdráttarafl jarðar sér- staklega, segir að þessi niðurstaða bendi fyrst og fremst til að viðteknar kenningar um aðdráttarafl jarðar séu ófullnægjandi. Molar Nú sjá þjónamir Mörgum gestum veitingahúsa veitist erfitt að ná athygli þjóna. Menn smella fingrum, hrópa og baöa jafnvel út öllum öngum en samt virðist enginn þjónn sjá. Breskur uppfmningamaður hef- ur hannað útbúnað til að ráða bót á þessu. Á hveiju borði er komð fyrir hnapp sem er í þráölausu sambandi við ljósaborð í afgreiðsl- 'unni. Vanhagi viðskiptavini um eitthvað þá styðja þeir á hnappinn og þjónamir sjá á ljósaborðinu hvaða borði þeir þurfa að þjóna. Jörðin úr gömlu efhi Fundist hafa örsmá korn af kísil- karbíði í loftsteini. Vísindamenn segja að þessi fundur styrki þá kenningu aö fast efni í sólkerfi okk- ar sé að hluta komið úr stjörnum sem hafa sprungið. Tilbúið kísilkarbíð er algengt efni í iðnaði nú á tímum en áður hefur þetta efni ekki fundist í loftstein- um. Það voru sérfræðingar við nokkra háskóla í Bandaríkjunum sem fundu efnið við sameiginlega rannsókn á hinum svokallaöa Murray loftsteini sem féll í Kentucky fyrir 38 árum. Niðurstaðan af rannsókninni var sú að efnið í loftsteinunum væri afar gamalt og eldra en sólkerfi okkar. Áhtið er að loftsteinninn hafi myndast í andrúmslofti rauðr- ar dvergstjörnu sem nú er löngu horfm. Kenningin er sú að stjaman hafi spmngið og efni hennar dreifst um geiminn. Hluti þess á að hafa borist inn á svæðið þar sem sólkerfi okk- ar er nú og lagt til mikið af efninu sem jörðin og aðrar reikistjörnur í nágrenni okkar eru myndaðar úr. Þessi stjörnuathugunarstöð kostar aðejns 120 þúsund krónur. Stjömuskoðun fyrir aEa Stjömuathugunarstöðvar em yfirleitt dýrar og ekki á færi hvers sem er að eignast þær. Flestar slík- ar stöðvar eru sérsmíðaðar en nú hefur bandarískt fyrirtæki hafið fjöldaframleiðslu á slíkum stööv- um til sölu á almennum markaði. Hver stöð kostar aðeins um 120 þúsund krónur. Búnaðurinn er mun fullkomnari en stakir stjörnu- sjónaukar sem hægt er að stilla upp úti í garði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.