Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1988, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1988, Side 40
52 LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988. John Huslon: risinn í Hollywood 40 B|örgun i lausu lolti 47 Skoöanakannanir visindi 55 Ferðamál I landnámi Ingólfs Strandganga Á morgun verður haldið í Fossvoginn, en þessi mynd er tekin í Útivistarferð um Fossvogsdalinn Með nýju ári var „tekin í notkun“ ný ferðaáætlun hjá Útivist sem er strandganga í landnámi Ingólfs Arn- arsonar. Þetta er langtímaáætlun og nær fram á næsta ár. En á þessu ári verða farnar tuttugu og tvær ferðir og er ætlunin að fylgja strandlengj- unni suður á Reykjanes og austur að Ölfusárósum. A næsta ári verður gengið frá Reykjavík upp í Hvalfjörð. Tvær ferðir eru þegar að baki og var mikil þátttaka í þeim báðum, þrátt fyrir kuldalegt veður. Fyrsta ferðin var farin þriðja dag ársins og var gengið frá Grófínni í hjarta höfuðborgarinnar og hinum forna hlaðvarpa Ingólfs og Hallveig- ar og þaðan haldið út í Örfmsey (eða Effersey) og meðfram ströndinni út á Seltjarnarnes. Að kvöldi fjórða dags þessa mánaðar var haldið í tunglskinsgöngu um Skerjafjörö. Jafnan eru fróðir menn um sögu , ömefni og náttúrufar með í ferðun- Kjörinn félagi í ferðalagið Nýtt hefti á blaðsölustöðum umalltlaud Úrval LESEFNI VIÐ ALLRA HÆFI 1.HEFTI 47 AR JANÚAR 1988 VERDKR.230 Karlar í .. . kvennastoríum Aktu meðvitað og lifðu lengur Pilla handa karlmonnum Þegar Hevdrich var myrtur r I rúminu, flugvélinni, bílnum, kaffitímanum, útilegunni, ruggustólnum, inni í stofu. Áskriftar- síminn er 27022 Mikil þátttaka var í fyrstu göngunni þrátt fyrir nístandi kulda. um og þeir kynna það sem fyrir augu ber. Allir þátttakendur fá spjöld af- hent í hverri ferð og þeir sem fara í flestar ferðimar fá viðurkenningu í haust þegar strandgöngunum lýkur, sem er fyrirhugað að verði 2. október nk. í gamla vesturbænum í fyrstu strandgönguferðinni. Þar er Guðjón Friðriksson sagnfræðingur fremstur í flokki, en hann er með fróðustu mönnum um Reykjavík. Frá Lyng- bergi að Fógetagötu Á morgun, sunnudag, verður lagt upp í þriðju strandgönguferðina í landnámi Ingólfs. Farið verður frá Umferðarmiðstöðinni klukkan eitt eftir hádegi. Þaðan verður ekið stutt- an spöl út í Nauthólsvík. Gangan hefst við klett þar sem kallast Lyng- berg og verður gengið fyrir botn Fossvogs, út með Kársnesinu og yfir Borgarholtið, suður að strönd Kópa- vogs. Við Fossvogslækinn slæst með í hópinn náttúrufræðingur sem mun segja m.a. frá jarðmyndun Borgar- holtS pg lífríki Kársnesfjöru. Frá Kópávogi verður haldið út fyrir Arn- arnes og gamla þjóðleiðin gengin með Amarnesvogi. Af þjóðleiðinni gömlu verður gengið út í Eskines. Þaðan er farið um Gálgahraun og komið inn á gömlu þjóðleiðina til Bessastaða, en hún er nefnd Fógeta- gata. Það er sama sagan og við Fossvogs- lækinn, við Kópavogsströndina mætir í gönguna maður sem er mjög fróður um sögu og örnefni í Garðabæ. Það er líka mælst til þess að íbúar þeirra sveitarfélaga, sem gengið verður um, sláist í för við mörk sveitarfélaganna (þeir geía að sjálfsögðu einnig lagt upp í fórina frá upphafsstað). í lok gönguferðarinnar á morgun verður komið við í Náttúrufræði- stofu Kópavogs og skoðuð nýuppsett sýning á lífríki Kársnesfjöru. Göngunni lýkur um fimmleytið. Næsta gönguferð um landnám Ing- ólfs á eftir þessari á morgun verður síðan sunnudaginn 24. jan. nk. og þá verður farið um Álftanesið. -ÞG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.