Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1988, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1988, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988. 17 Tekur sjálfan sig ekki of alvarlega Þegar rætt er um leiklistina breyt- ist tónninn. Kærulausi náunginn hverfur og Costner talar eins- og at- vinnumaður. „Ég hef aldrei stefnt að frægð í kvikmyndum eða að verða eftirsóttur sem stjarna,“ segir Costn- er. „Ferill minn verður að ráðast af því sem ég hef til að bera ef ein- hveijir leikstjórar hafa áhuga á að nota sér það.“ „Það sem ég kann best við í fari Kevins er húmorinn," segir Roger Donaldson, leikstjóri myndarinnar Öll sund lokuð. „Hann fellur aldrei í,þá gryfiu að taka sjálfan sig of alvar- lega. Samt, forðast hann öll trúðslæti og það er gott að leita ráða hjá hon- um. Þegar við unnum að myndinni ræddum við oft og lengi saman um hana.“ Costner víkur einnig öllum gaman- málum til hliðar þegar rætt er um aðra grein sem hefði getað orðið at- vinna hans. Það er hafnaboltinn. Hann hefur frá barnæsku haft mik- inn áhuga á þeirri íþrótt. Á unglings- árunum var hann þó allt annað en efnilegur. Hann segist hafa verið seinþroska og á eftir jafnöldrum sín- um. Þegar loksins fór að togna úr honum varð hann slánalegur og vantaði líkamsburði til að geta náð árangri í íþróttinni. Komst í liðið Hann ólst upp í Kalifomíu og var öll æskuár sín á flakki um ríkið. Hann skipti fjórum sinnum um menntaskóla á fjórum árum. „Ég átti eiginlega nóg með að eignast vini á þessum árum og þetta stöðuga flakk milli skóla varð til þess að ég komst hvergi í skólaliðin," segir Costner. „Þetta breyttist allt þégar ég kom í háskóla. Þá var eins og ný veröld opnaðist fyrir mér. Ég fann að ég var orðinn betri leikmaður en margir af þeim strákum sem höfðu æft frá því þeir komu í menntaskóla. Samt var eins og samviskan nagaði mig. Mér fannst að ég ætti ekki rétt á að komast í liðið nema hafa unnið til þess hörðum höndum í fjögur ár eins og hinir strákarnir. Ég spurði sjálfan mig hvaða rétt ég hefði til að ganga inn í liðið bara af því aö ég teldi mig geta það.“ Á sama tíma sýndi Costner hæfi- leika sem leikari þótt fáir trúðu því að fyrra bragði. „Fyrst ég gat leikið þvert ofan í allar spár þá hefði ég alveg eins getað orðið atvinnumaður í hafnabolta," seir Costner. í háskólanum lagði hann stund á viðskiptafræði og fékk starf sem sölumaður að námi loknu. Hann ent- ist þó ekki lengi í því starfi. „Þetta var hræðileg vinna,“ segir Costner. „Ég kom heim eftir fyrsta 30 daga úthaldið og sagði við konuna mína: „Við flytium til Hollywood." Þar með var Costner ákveðinn í að veðja á leiklistina. Biðtími í Hollywood Það gekk þó ekki þrautalaust frek- ar en í íþróttunum. Costner segir að sem fyrr hafi minnimáttarkenndin plagað hann. „Mér fannst eins og ég ætti engan rétt því, ég hafði ekki lært leiklist í fjögur ár eins og flestir aðrir sem voru að leita fyrir sér í Hollywood," segir Costner. „Það litla sem ég lék í háskólanum nægði til að sannfæra mig um að ég hefði hæfileika en mér fannst ég standa langt að baki þeim sem höfðu lært að leika.“ í fyrstu leitaði Costner ekki eftir hlutverkum heldur fékk hann vinnu sem sviðsmaður í kvikmyndaveri. Á sama tíma lék hann nokkur hlutverk í tilraunaleikhúsi og fékk ekkert borgað fyrir. Á þessu gekk fyrstu fimm ár Costners í Hollywood. Hann titlaði sig sem leikara allan tímann en frægðin og stóru hlutverkin létu bíða eftir sér. Á þessum árum lifðu tilraunaleik- hús góðu lífi i Los Angeles. Vinna Costners fyrir þau var helsti skóli hans í leiklistinni og þar hitti hann marga þá sem nú eru félagar hans. í þessu leikhúsum var allt leyfilegt og hvaðeina sem mönnum datt í hug var sett á svið. „Þetta líf átti vel við mig,“ segir Costner. að honum sé mjög annt um ímynd sína á tjaldinu. „Þetta olli stundum togstreitu en aldrei verulegri. Brian De Palma er mjög þohnmóður mað- ur,“ segir Art Liason, framleiöandi myndarinnar. Get leikið illmenni „Ég tel mig ekki betur fallinn til að leika eina manngerð öðrum frem- ur. Ég verð bara að skilja þá menn sem ég leik,“ segir Costner. „Ég get þess vegna leikið illmennin ef hand- ritið er gott. Það er bara sjaldan svo.“ Þeir eru þó fleiri sem telja að Costn- er sé einmitt maðurinn öl að leika hetjurnar. „Hann er hæfilega sak- leysislegur en samt ákafur í fram- komu,“ segir Art Liason. „Hann tilheyrir þeim fámenna hópi leikara sem eru lifandi fæddir til að leika góða gæja. Þetta þýðir sjálfsagt að Costner á eftir að verða verulega rík- ur.“ Þótt það orð fari af Costner að hon- um sé mjög annt um ímynd sína neitar hann því. „En ég geri heldur ekki í því að fá annarleg hlutverk bara til að sanna að ég geti leikið. Ég veit að ég get það. Leikurinn ásamt hafnaboltanum eru þeir hlutir sem ég skil í raun og veru. Ég kann á kvikmyndirnar. Ég er ekki vanur að hæla sjálfum mér en ég er samt sannfærður um að ég er á réttri hillu og er bara ánægður með það.“ Þýtt/-GK Maðurinn sem kvikmyndastjórarnir hafa verið að bíða eftir. Hann er fæddur í hlutverk hetjunnar. „Kevin er einn af þeim mönnum sem öllum líkar vel við,“ segir söngv- arinn John Doe en þeir unnu saman í tilraunaleikhúsunum. „Hann var mjög virkur í leiklistinni og virtist hafa endalaust þrek. Fólk einfaldlega laðaöist að þessum manni. Hann virtist alltaf öruggur með sig og vann sín verk verulega vel.“ Aðeins ein lína Atvinnumennskan var þó ekki nema rétt í sjónmáli. Hann fékk hlut- verk í Frances þar sem hann sagði eina setningu sem síðan var klippt út. Því næst fékk hann stórt hlutverk í mynd sem kallaðist Fandango. Þetta var glötuð mynd frá upphafi til enda og nú öllum gleymd. Næst kom hlutverkið í The Big Chill. Leikur Costners þar kom aldrei fyrir sjónir áhorfenda en samt var það mikilvægt fyrir Costner því við gerð myndar- innar kynntist hann leikstjóranum Lawrens Kasdan. Kunningsskapur þeirra leiddi til þess að Costnér fékk hlutverk í Silverado. „Mig langaði alltaf að leika í vestra," segir Costner. „Ég sá sjálfan mig í hlutverki hetjunnar sem hvergi bregður og er allt í öllu. í myndinni fékk ég hins vegar hlutverk manns sem ekki uppfyllti þessar kröfur - íjarri því.“ Silverado náði ekki veruleum vin- sældum þótt myndin fengi ágæta dóma. Bæði var að vestrar hafa ekki notið vinsælda síðustu árin og einnig lenti myndin í skugga vinsælla mynda eins og Aftur til framtíðar sem kom á markaðinn á sama tíma. Costner segir að framleiðandinn hefði betur látið líða nokkurn tíma að frumsýna myndina. Svarthvíta hetjan En hvað sem því líður þá var tími Costners nú runninn upp. Hann fékk aðalhlutverkið í Öll sund lokuð. „Þetta ér mynd sem að mörgu leyti má flokka með „film noir“ eins og þær gerðust á tímum svarthvítu myndanna,“ segir Costner. „Þetta er spennumynd þar sem einstaklingar takast á. Ég fann fljótt að ég var tæp- ast þeim vanda vaxinn að leika á móti mönnum ens og Gene Hackman og Will Patton sem leika andstæð- inga mína í myndinni. Þetta pirraði mig og rak á eftir mér að leggja mig fram.“ Costner er vel sáttur við þetta hlut- verk en samt metur hann meira hlutverk Eliot Ness sem er óneitan- lega mesta hlutverk hans til þessa. „Vinnan við myndina reyndi veru- lega á mig,“ segir Costner. „Mér fannst í fyrstu sem hlutverkið ætti ekki vel við mig en ég hugsaði sem svo: Þetta er góður leikstjóri og mót- leikararnir eru góðir. Hvers vegna ekki aö bíða og sjá hvernig til tekst? Ég geri ráð fyrir að leigumorðingjar hugsi líka svona.“ Það kom einnig til að Costner leist vel á handrit David Mamets. „Það sem mér finnst best við Eliot Ness er barátta hans við að týnast ekki í siöleysi. Þetta þykir ef til vill gamal- dags en þetta er það sem heldur Ness á floti.“ Kann að meta menn eins og Ness „Ef manni eins og Ness er lánuð garðsláttuvél þá skilar hann henni hreinsaðri og með fullan bensíntank. Ég kann vel aö meta svona menn. Þessi endalausa þörf fyrir að koma heiðarlega fram er styrkur hans en samt fer svo að lokum að hann dregst inn í ofbeldiö og undirferlið. Þegar Ness skýtur fyrsta bófann tekur hann það verulega nærri sér.“ Samt segist Costner ekki hafa kunnað að öllu leyti vel við sakleysi Ness. „í upphafi myndarinnar er hann algerlega reynslulaus," segir Costner „Hann gerir sig líka sekan um yfirgengilega heimsku. Slíkt vek- ur ekki samúð áhorfandans. Ég vildi að Ness yrði ekki gerður hlægilegur á þeirri stundu. Eg sagði við leik- stjórann, Palma, að ég vildi gera þetta betur og hann gaf mér tækifæri til þess Samt er það alltaf svo að það er leikstjórinn einn sem hefur yfir- sýn yfir myndina og hann getur ekki leyft mönnum að fara sínu fram í einstökum atriðum. Allir aðrir virt- ust ánægðir með'þetta en ég var það ekki.“ Þeir sem unnu með Costner segja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.