Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1988, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1988, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988. 47 Handknattleikur unglinga • Magnús Sigurðsson reynir markskot gegn Svisslendingum. á ferðinni mjög efnilegt lið. Það er því alveg ljóst að við þurfum ekki að kvíða framtíðinni ef rétt er haldið á spilunum. Islandsmót Island-Danmörk 18-26 Ekki tókst íslenska liðinu að hefna tapsins fyrr í ferðinni og náðu Danir forustu strax í upphafi leiksins. í hálíleik var staðan 17-7 Dönum í vil og gátu þeir leyft sér að slaka á í seinni hálfleik. Þeir unnu þó öruggan sigur, 26-18. Virtist sem íslensku leikmennirnir hæru mikla virðingu fyrir andstæðingum sínum og ekki bætti úr skák að áhorfendur voru um 1000 sem hvöttu danska liðið ó- spart. Markaskorun skiptist jafnt á leik- menn íslenska landsliðsins en þeirra bestuf var án efa Jóhann Ásgeirsson sem einn leikmanna lék af eðlilegri getu. Danir sigruðu alla leiki sína á mót- inu og urðu í fyrsta sæti. íslendingar urðu í ööru sæti en Svisslendingar ráku lestina. Árangur íslenska liðsins er góður ef á heildina er litið. Leikur liösins batnaöi með hverjum leik og er það ljóst að leikmenn liðsins lærðu mikið af ferðinni. Það væri mjög mikilvægt ef hægt væri að komast í aðra ferð með liðið fyrir Norðurlandamótið sem hefst í Noregi 20. apríl á þessu ári. Að því loknu má ekki hætta held- ur halda áfram þar sem frá var horfið og gera Ítalíuferðina að veruleika. íslenska liðiö hefur marga góöa einstakhnga sem standa mjög vel saman. Flestir leikmanna íslenska hðsins eru á yngra ári og er því hér Einhverjar breytingar hafa orðið á fyrirhuguðum leikstöðum í 2. og 4. flokki karla og kvenna núna um helgina. Leikir í 1. deild í 2. flokki fara fram í Hafnarfirði og í 2. dehd í Keflavík. Á Selfossi verður leikið í 1. dehd í 2. flokki karla, 2. deild á Akureyri og 3. deild í Keflavík. í Breiöholtsskóla fer fram keppni í 1. deild í 4. flokki karla. Leikir í 2. deild verða í Njarðvík, 3. deild í Vogaskóla og 4. dehd í Vestmanna- eyjum. Leikir í 1. og 3. dehd í 4. flokki karla verða í Ármannshúsinu, 2. deild í Kársnesskóla ásamt A-riðh í 6. flokki karla. Leikir í B-riðli verða í Hveragerði. Ekki er ljóst er þetta er skrifað hvar leikið í 3. og 5. flokki karla og kvenna fara fram en mun það verða birt um næstu helgi. • Axel Stefánsson. Handboltinn Margir snjahir og efnilegir hand- knattleiksmenn skipa landslið ís- lands, U-18. Það er þó ekki á neinn . hallað þótt Sigurður Bjarnason, leik- maður með Stjörnunni, sé talinn með þeim bestu, slíkt hefur gengi hans verið með meistaraflokki félagsins í vetur. Sigurður, sem er 17 ára, spil- aði fyrst í vetur með meistaraflokki og er óhætt að segja að hann hafi vakið óskipta athygli er hann skoraði 9 mörk gegn Urædd frá Noregi. Unglingasíðan tók hann tali er hann var á ferð með U-18 landsliðinu í Danmörku mihi jóla og nýárs. - Hvenær og hvar hófst handbolta- ferill þinn? „Ég byrjaöi að æfa handbolta meö Stjörnunni þegar ég var 9 ára og hef æft sleitulaust síðan. í vetur hef ég síðan sphað með meistaraflokki og núna er ég að spha fyrstu landsleiki mína í handknattleik." - Hvemig komið þið undirbúnir fyr- í fyrsta sæti ir þetta mót? „Við höfum haft of lítinn tíma til undirbúnings, hðið er ekki næghega vel samæft og við gerum of mikið af mistökum. Varnarleikurinn hefur ekki veriö nægilega góður og hann veröum við að laga því að þá batnar markvarslan og sóknin. Þetta lið er líka reynslulaust og við því óþarflega taugaspenntir inni á leikvelhnum. Þessi reýnsla á þó örugglega eftir að skila sér í framtíðinni." - Hvað er framundan hjá þér? „Auk þess að æfa handbolta æfi ég fótbolta með 2. flokki Stjörnunnar og stefni ég aö því að klára hann. Síðan ætla ég að hætta allri fótbolta- iðkun og snúa mér að handboltanum því að handbolti er í fyrsta sæti hjá mér. Ég stefni að sjálfsögöu að því að halda mér í U-18 ára hðinu fram yfir NM í april og komast í framtíö- inni í A-landshð Islands,“ sagði þessi skotfasti Garðbæingur að lokum. • Sigurður Bjarnason Var valimi fyrst í 18 ára landsliðið þegar hann var 15 ára í Danmerkurferð U-18 landshðsins tókum viö máh Gunnar Andrésson sem leikur með 2. flokki hjá Fram og vann sér sæti í meistaraflokki fé- lagsins í haust þrátt fyrir að vera aðeins nýorðinn 17 ára. - Hvenær byrjaöir þú handboltaferil þinn? „Ég byijaði að æfa handbolta í 6. flokki, þá 7 ára, stór og stæðilegur. Þjálfarinn minn var ' Hermann Bjömsson sem ég leik núna með í meistaraflokki. Ég hef síðan æft með Fram í yngri flokkunum og í haust byijaði ég að æfa með meistara- flokki. Fyrir tveimur árum var ég vahnn í landshð 16 ára og yngri sem sphaöi tvo leiki við úrvalslið frá Þýskalandi. Ég var þá einnig fyrst valinnth æfinga með 18 ára landshð- inu.“ - Nú hefur frammistaðan verið upp og ofan hjá liðinu hér í Danmörku. Hefði mátt gera betur? „Það má ekki gleyma því að flestir leikmenn hðsins eru á yngra ári og hér úti höfum við verið að spila viö okkur eldri stráka og leikreyndari. Ég er sannfærður um að hvernig sem til tekst í NM í vor þá á þetta lið eft- ir að vera geyshega sterkt á næsta ári. Hópurinn samanstendur af frá- bærum strákum og mórallinn er mjög góður. Við erum samt ákveðnir að stappa í okkur stáhnu og sýna hvað við raunverulega getum á NM í vor. Vonandi verður tíminn þangað til notaður th að laga það sem aflaga fór hér í Danmörku. Við strákamir lærðum mikið á þessari ferð, sáum hvað má laga og hvað betur má fara. Undirbúningstíminn var góður þótt stuttur væri. Það var byrjað að æfa um miðjan desember og voru tvær æfingar á dag. Um helgar voru síðan sphaðir nokkrir æfingaleikir Við strákarnir vissum ekkert hvað við vorum aö fara út í hér í Dan- mörku. Ég bjóst við betra, en frammistaöan á móti Dönum var hroðaleg eins og markatálan segir til um, við hreinlega brotnuðum. En á móti Svisslendingum var þetta ágætt.“ - Hvað er framundan? „Stefnan er að halda sér í meistara- flokki Fram og unglingalandshðinu. Ég hef æft fótbolta en núna er hand- boltinn númer eitt og ef maður verður inni í myndinni hjá Magga fyrir ítahuferðina, sem á aö fara í sumar, er ég hættur í fótboltanum. Ef ekki, nota ég sumarið til að taka fram skóna á ný og halda mér í formi fyrir næsta vetur,“ sagði Gunnar Ándrésson að lokum. Umsjón: Heimir Ríkharðsson og Brynjar Stefánsson *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.