Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1988, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1988, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988. 55 ■ DV Ferðamá] ar, sem geta ekki státaö af góðum brekkum heimafyrir, eru vanir aö sækja ýmislegt til annarra landa og áifa, voru frumkvöölar í skíðaiðkun í þeirri mynd sem nú tíðkast, þ.e. að fara í sérstök skíöaferðalög. Þeir fóru í skíðaferðlög til Sviss og Austurríkis snemma á þessari öld og það gátu þeir í krafti fjármagnsins. Þeir sækja enn mikið til meginlandsins. Ef skoð- að er hversu vinsæl skíðaíþróttin er á meðal einstakra þjóða eru það ílest- ir Japanir sem stunda skíðaíþróttina, fast á eftir þeim að fjölda eru Banda- ríkjamenn og síðan Frakkar og Vestur-Þjóðveijar. Svisslendingar og Austurríkismenn eru „áköfustu" skíðamennimir. í öllum álfum eru skíðin stunduð, Indverjar renna sér í Kashmirfjöllum, Chilehúar í Andes- fjöllum og Líbanir á fjallstoppum við Miðjarðarhaíiö. Skíða- iðnaðurinn Skíðaiðnaðurinn er yfirgripsmikill og gífurleg samkeppni á milli fram- leiðenda skíðavara og skíðastaða. Samkeppnin hefur tekiö á sig ýmsa mynd síðustu árin. Það sem allt velt- ur á er að sjálfsögðu snjórinn og þegar hann hefur vantar, eins og t.d. í Bandaríkjunum veturinn 1981-82 og hefur borið á víða nú í vetur í Evrópu, riðlast afkoman. í stað þess að treysta eingöngu á móður náttúru hafa menn stuðst við hugvitið og með nútímalegri tækni er snjór víða framleiddur. Þá hafa menn byggt nýja skíðastaði í 1800-2000 metra hæð þar sem snjóleysi er sjaldgæft mjög. Sala skíða náði hámarki um 1980. Síðustu tvo áratugi, frá 1960-1980, jókst sala á skíðum um 10-15% á ári. Upp úr 1980 dró úr sölunni en hún er aftur á uppleið. Þá hefur tækninni fleygt það mikið fram að skíðaútbúnaðurinn er þannig að með góðan útbúnað slær skussi út gömul Vikingarnir voru frumkvöðlar skíðaíþróttarinnar. ólympíumet í íþróttinni. Klettafjöll og Alpar Skíðastaðirnir, bæði í Evrópu og Ameríku, eru ákaflega mismunandi. í Bandaríkjunum fóru menn að hyggja aö uppbyggingu skíöastaða upp úr 1930 og þá á stöðum þar sem áður höfðu verið málmnámur í fjöll- um. Klettafjöllin eru þekktasta skíðasvæöið vestanhafs og tvö fylki þar fremst í flokki, Colorado og Utah. Bandaríkjamenn hafa lagt sig í fram- króka við að laða til sín skíðaferða- menn og sagt er að hvað alúðlega framkomu og kurteisi varðar hafi þeir vinninginn fram yfir margar Evrópuþjóðir, t.d. Frakka. Þeir sem skíðað hafa á alpasvæðinu í Evrópu þekkja að svæðin eru opin og hægt mjög víða að renna sér á milh þeirra. í Bandaríkjunum eru skíöasvæðin aftur á móti víðast hvar girt af. Þá ráðstöfun rekja menn til „lögfræð- ingaþjóöfélagsins“ sem Bandaríkja- menn lifa og hrærast í. Það er hægt að tryggja einstaklinginn fyrir flest- um óförum og bætur mjög háar ef hlutirnir fara úrskeiðis. Því er ábyrgð skíöastaðanna mikil og vam- aðarorð starfsmannna þeirra dynja líka í eyram við lyfturnar og víðar, og þeir segja það bera mikinn árang- ur og draga úr slysum. í samanburði á milli skíðasvæða í Klettafjöllum og Ölpunum er sagt aö útsýnið sé stórkostiegra í Ölpunum en sólin nái frekar að brjótast fram úr skýjunum fyrir ofan Klettaíjöll- inn. Þar sé einnig betri púðursnjór en meiri snjór í Ölpunum og síður hægt að treysta á sólargeislana þar. Brekkurnar í Klettafiöllum eru sagð- ar „minna krefiandi" en í Ölpunum en það er þá sjálfsagt tekið mið af getu þeirra bestu. Vegna þess að dýrt hefur verið að stunda skíðaíþróttina hefur hún ver- ið „snobbíþrótt" þótt mikið hafi verið reynt til að byggja þannig upp á ýmsum skíöastöðum með leiguíbúö- um og herbergjum í stórum íbúða- blokkum til að draga úr kostnaði ásamt fleiri ráöstöfunum. Reyndar hafa þeir skíöastaðir allt annaö yfir- bragö sem ekki hefur fallið í smekk fiöldans og mikið hefur verið gert til að breyta. Fólk, sem sækir í Alpana, virðist líka sækjast eftir rómantísku andrúmlofti, litlum þorpum, með smærri húsum og þröngum götum. Góðir staðir og þeir bestu En skíðastaöirnir sjálfir eru mis- dýrir og „fínir". í Bandaríkjunum er Aspen í Colorado talinn ákaflega „fínn“ staður og aðstaðan eftir því, Vail, einnig í Colorado, er í sama klassa og einkum sóttur af fólki úr Qármálaheiminum í kringum Wall Street. Vail er byggður upp í líkingu við austurrískt fiallaþorp. Deer Val- ley í Utah er oft líkt við St.Moritz í Sviss. Þar er þjónustan eins og best verður kosið, „þér er snýtt ef þú bið- ur um það“, segja staðarmenn og bjóöa upp á sérstaka herbergisþjóna fyrir hvern einstakhng eöa fiöl- skyldu. I Evrópu eru nokkrir staðir sem þykja bera af öðrum. í Sviss ber hæst staðina St.Moritz, Gstaad, Zer- matt og Crans-Montana. í Austurríki eru það staðirnir Kitzbuhel, St.Anton og Lech. í Frakklandi Megéve og Courchevel og á Ítalíu er það Cortina d’Ampezzo í Dolomitafiöhunum. Á milli St.Moritz og Gstaad í Sviss rík- ir mikil samkeppni, St.Moritz er staður kóngafólks og þar er allt stærra og fleiri fimm stjörnu hótel, en í Gstaad er afslappaðra og vina- legra andrúmloft og allt minna í sniðum og eldra. Þangað sækir sér- staklega fólk í skemmtiiðnaðinum. Á þessum stöðum báðum eru starfandi mjög þekktir og gamlir skíðaklúbbar og er töluverður rígur á milh þeirra um hvor sé betri eða „finni". Peningar og snjór Fjjþldi skíðamanna um aUan heim er áætiaður um fiörutíu og fimm miUjónir manna eins og sagt var frá hér í upphafi greinarinnar. Það hefur blásið byrlega fyrir framleiðendum því aukning hefur verið á sölu und- anfarin þrjú ár, en eftir áfóll á fjármagnsmörkuðum heimsins er ekki búist við mikilh söluaukningu í ár. Af sömu ástæðum er talið að mjög dragi úr aðsókn á skíöastaðina á þessari vertíð. Aðalannatímamir eru í kringum jól og áramót og svo aftur um páskana, bæði í Ameríku og Evrópu. Sem kunnugt er af frétt- um setti snjóleysið í Evrópu víða strik í veruna hjá stórum hópum en nægur snjór er á skíðasvæðunum í Ameríku. -ÞG TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ - ÁSTRALÍA 24 daga afmælisveisla I tilefni af 200 ára afmæli Ástralíu og opnun heimssýningarinnar í Brisbane efnum við til sérstakrar hópferðar til Ástralíu. Ferðast verður vítt og breitt um landið og skoðað það markverðasta sem þar er að finna. Sydney - Alice Springs - Ayers Rock - Cairns - Hamiltoneyjar - Brisbane. Aðeins lúxushótel - fjöldi skoðunarferða innifalinn. Fararstjórinn, Sigurður Ásgeirsson, er búinn að fara til Ástralíu og sjá um að allur aðbúnaður sé fyrsta flokks. snnn FERDASKRIFSTOFAN ALLRA VAL Suðurgötu 7. sími 624040
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.