Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1988, Side 54

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1988, Side 54
66 LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988. Messur Guðsþjónustur í Reykjavíkurpróf- astsdæmi sunnudag 17. jan. 1988. Árbæjarprestakall: Barnasamkoma í Foldaskóla í Grafarvogshverfi laug- ardag kl. 11 árdegis. Barnsamkoma í Árbæjarkirkju sunnudag kl. 10.30 árdegis. Guðsþjónusta í Árbæjar- kirkju kl. 14. Organleikari Jón Mýrdal. Sérstaklega er vænst ferm- ingarbama og foreldra þeirra viö guðsþjónustuna. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Áskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Fundur í safnað- arfélagi Ásprestakalls mánudag 18. jan. kl. 20.30 í safnaöarheimili Ás- kirkju. Félagsvist, kaffiveitingar o.íl. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Breiðholtsprestakall: Vinnudagur í Breiðholtskirkju í dag, laugardag, frá kl. 13-17. Sunnudagur: Barnasam- koma kl. 11 í Breiðholtsskóla. Guðsþjónusta kl. 14 í Breiðholts- skóla. Organisti Daníel Jónasson. Sr. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja: Barnasamkoma kl. 11. Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Elín Anna Antonsdóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Jónas Þórir. Æskulýðs- félagsfundur þriðjudagskvöld. Fé- lagsstarf aldraðra miðvikudagseftir- miðdag. Sr. Ólafur Skúlason. Digranesprestkall: Barnasamkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogs- kirkju kl. 11. Sr. Þorbergur Krist- jánsson. Dómkirkjan: Laugardagur: Barna- samkoma í kirkjunni kl. 10.30. Egill Hallgrímsson. Sunnudagur: Kl. 11. Messa við upphaf alþjóðlegu bæna- vikunnar á vegum samstarfsnefnd- ar. Erling B. Snorrason, forstöðu- maður S.D. aðventista, prédikar. Sr. Hjaiti Guðmundsson þjónar fyrir alt- ari. Messa kl. 14. Sr. Hjalti Guð- mundsson. Dómkórinn syngur við báðar messurnar. Organleikari Mar- teinn H. Friðriksson. Landakotsspítali: Messa kl. 13. Org- anleikari Birgir Ás Guðmundsson. Sr. Hjalti Guðmundsson. Elliheimilið Grund:Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Árelíus Níelsson messar. Fé- lag fyrrverandi sóknarpresta. Fella- og Hólakirkja: Barnasamkoma kl. 11. Ragnheiöur Sverrisdóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Hreinn Hjartarson. Guösþjónusta með altar- isgöngu miðvikudagskvöld kl. 20. Organisti Guöný Margrét Magnús- dóttir. Æskulýðsfélagsfundur mánudagskvöld kl. 20.30. Sóknar- prestar. Fríkirkjan í Reykjavík: Barnguðs- þjónusta kl. 11. Guöspjallið í myndum. Barnasálmar og smá- barnasöngvar. Afmælisbörn boðin sérstaklega velkomin. Framhalds- saga. Verðlaun fyrir góða ástundun veitt. Við píanóið Pavel Smid. Sr. Gunnar Björnsson. Grensáskirkja: Barnasamkoma kl. 11. Messa kl. 14. Prestur sr. Guð- mundur Örn Ragnarsson. Sóknar- nefndin. Aheit TIL HJÁLPAR GÍBÓNÚMERIÐ 62• 10 • 05 KRÝSUVlKURSAMTÖKIN PVERHOLT! 20 • 105 REYKJAVÍK © 62 10 05 OG 62 35 50 Ný hárgreiðslustofa í Hafnar- firði 652343. Eigandi stofunnar er Þórunn Arinbjarnardóttir. Toppur býður upp á Hárgreiðslustofan Toppur hefur veriö alla aímenna hársnyrtingu, einnig selur opnuð að Austurgötu 4, Hafnarfirði, sími hún Sebastian hársnyrtivörur. TombÓla Asta Rún Jónsdóttir, tombólu til styrktar Nýlega héldu þessir krakkar, sem heita Rauða krossi íslands. Alls söfnuðu þau Nói Jónsson, Bergdís Örlygsdóttir og 891,50 kr. Hallgrímskirkja: Laugardagur 16. jan.: Samvera fermingarbarna kl. 10. Sunnudagur: Barnasamkoma og messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjömsson. Hádegiserindi í safnaðarsal eftir messu. Sr. Hjalti Hugason lektor. Veitingar. Kvöldmessa kl. 17. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Þriðjudag- ur: Fyrirbænamessa kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Landspitalinn: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. Háteigskirkja: Messa kl. 10. Sr. Arn- grímur Jónsson. Bamaguðsþjónusta kl. H. Messa kl. 14. Sr. Tómas Sveins- son. Hjalíaprestakall í Kópavogi: Barna- samkoma kl. 11 í messusal Hjalla- sóknar í Digranesskóla. Foreldrar eru hvattir til að fylgja börnunum. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14 í messusalnum. Fermingarbörn og foreldrar þeirra sérstaklega boðuð til guðsþjónustunnar og fundar að henni lokinni. Kirkjukór Hjallasókn- ar syngur. Orgelleikari og kórstjóri Friðrik V. Stefánsson. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson. Kársnesprestakall: Barnasamkoma í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11 ár- degis. Guðsþjónusta í Kópavogs- kirkju kl. 14. Sr. Árni Pálsson. Langholtskirkja: Kirkja Guðbrands biskups. Óskastund barnana kl. 11. Söngur - sögur - myndir. Þórhallur Heimisson og Jón Stefánsson sjá um stundina. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Pjetur Maack þjónar fyrir altari. Þór- hallur . Heimisson guðfræðinemi prédikar. Organisti Jón Stefánsson. Sóknarnefndin. Laugarnesprestakall: Laugardag 16. jan.: Guðsþjónusta í Hátúni lOb, 9. hæð, kl. 11. Fyrsti umræöudagur af þremur um málefni íjölskyldunnar hefst kl. 13. í safnaðarheimili kirkj- unnar. Efni: Hjónabandiö. Stutt erindi flytja sr. Þorvaldur Karl Helgason og sóknarpresturinn. Um- ræður og hópvinna. Samvemstund- inni lýkur með kaffisopa um kl. 15.30. Sunnudagur: Guösþjónusta kl. 11. Sr. Magnús Björnsson prédikar og félag- ar úr Kristilegu félagi heilbrigðis- stétta taka þátt í guðsþjónustunni en afmælisfundur þess félgas verður haldinn í safnaðarheimili kirkjunnar mánudaginn 18. jan. og hefst með borðhaldi kl. 19. Sóknarprestur. Neskirkja: Laugardagur: Æskulýðs- fundur fyrir 11-12 ára kl. 13. Sam- verustund aldraðra kl. 15. Tómas Einarsson kennari sýnir litskyggn- ur. Sunnudagur: Bamsamkoma kl. 11. Munið kirkjubílinn. Guösþjón- usta kl. 14. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Guðmundur Óskar Ólafs- son. Þriðjudagur og fimmtudagur: Opið hús fyrir aldraða kl. 13-17. Mið- vikudagur: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Guðm. Óskar Ólafsson. Fimmtudagur: Fundur hjá þjónustu- hóp kl. 18. Seljakirkja: Barnaguösþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Guð- mundur Karl Ágústsson sér um guðsþjónustuna. Sóknarprestur. Seltjarnarneskirkja: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Eirný og Solveig Lára. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Sig- hvatur Jónasson. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Kaffisopi á eftir. Æskulýðsfélagsfundur mánu- dagskvöld kl. 20.30. Opið hús fyrir 10-12 ára þriðjudag kl. 17.30. Sóknar- prestur. Kirkja óháða safnaðarins: Guðsþjón- usta kl. 14. Hið árlega „Bjargarkaffi" í Kirkjubæ eftir messu. Sr. Þórsteinn Ragnarsson safnaöarprestur. Hafnarfjarðarkirkja: Sunnudaga- skóli kl. 10.30. Munið skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Helgi Bragason. Sr. Gunnþór Ingason. Ti3kyimingar Evangelísk-lútherski biblíu- skólinn í Reykjavík hefur nú starfað i rúm tvö ár og haldið námskeið í biblíu- og kristinfræðum. Hafa verið haldin 13 námskeið og þátt- taka verið góð. Nú er vorönn 1988 að hefjast og stendur innritun yfir í þrjú námskeið: a) Innihald og boðskapur Nýja testamentisins b) Kristin siðfræði - boð- orðin tíu c) Kristilegt bama- og unglinga- starf. Kennsla fer fram síðdegis á laugardögum. Hún hefst 16. janúar nk. og stendur fram að páskum. Námskeiös- gjald er kr. 2.000. Állar upplýsingar og innritun er á aðalskrifstofu KFUM og KFUK og Kristniboðssambandsins að Amtmannsstíg 2B, simi 17536. Félag eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, á sunnudag. Kl. 14 ftjálst spil og tafl. Kl. 17 prógramm. Kl. 20-23.30 dans. Hátíðarfundur Kvenfélags Kópavogs verður fimmtudaginn 21. janúar kl. 20.30 í félagsheimilinu. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síðasta lagi þriðjudaginn 19. janúar til stjómar kvenna. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stofnað Byggingarstaðlaráð 29. janúar nk. verður stofnað Byggingar- staðlaráö sem verður vettvangur stöðl- unar í byggingariðnaði. Ráðið starfar samkvæmt nýsettum reglum um staðla- ráö íslands. Undirbúningsfundur að stofnun Byggingastaðlaráðs var haldinn 17. desember sl. en stofnfundur þess verð- ur haldinn hinn 29. janúar nk. kl. 10 í húsakynnum Iðntæknistofnunar íslands að Keldnaholti. Þeir sem áhuga hafa á að gerast aðilar að Byggingastaölaráðinu og ekki hefur áður verið haft samband við em beðnir um að hafa samband við Jóhannes Þorsteinsson, deildarstjóra staðladeildar Iðntæknistofnunar íslands, í sima 687000, fyrir 15. jan. nk. FAAS Félag aðstendenda Alzheimersjúklinga er með símatima í Hlíðarbæ við Flóka- götu á þriðjudögum kl. 10-12 í síma 622953. Happdrætti Happdrætti Samtaka gegn astma og ofnæmi Dregið var í 2000 miða happdrætti Sam- taka gegn astma og ofnæmi 24. desember sl. Vinningar komu á eftirtalin númer: 543 Fiat Uno bifreið. 1959 Útsýnarferð. 1330 Ferðaútvarpstæki. Vinninga skal vitjað á skrifstofu Sam- taka gegn astma og ofnæmi, Suðurgötu 10, sími 22153. Ferðalög Útivistarferðir Sunnudagur 17. jan. kl. 13: Strandganga í landnámi Ingólfs, 3. ferð. Fossvogur - Kársnes - Kópavogur - Arnarnes - Gálgahraun. Fróðir menn um náttúrufar Kársness (Borgarholtiö) og sögu og ömefni Garðabæjar koma í gönguna og kynna það sem fyrir augu ber. í lok ferðar er komið við á Náttúru- fræðistofu Kópavogs og skoðuð nýupp- sett sýning á lífríki Kársnesfjöru. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp að bjóða íbúum þeirra sveitarfélaga, sem gengið er um, að slást i fór á sveitarfélagsmörk- um. Á sunnudaginn geta Kópavogsbúar mætt við Fossvogslæk kl. 13.30 og Garð- bæingar vestan Kópavogslækjar kl. 15. Viðurkenning verður veitt fyrir góða þátttöku í „strandgöngunni" en með henni er ætlunin að ganga frá Reykjavík að Ölfusárósum í 22 ferðum. Þetta er létt og hressandi ganga fyrir alla. Brottfór með rútu frá BSI, bensínsölu, kl. 13. Verð 300 kr., frítt fyrir börn með fullorðnum. Ötivist, sími/símsvari 14606. Ferðaáætlun 1988 er komin út. Sjáumst. Útivist. Ferðafélag íslands Dagsferð sunnudaginn 17. janúar kl. 13: Stardalshnúkar - Tröllafoss. Ekið verð- ur að Stardal og gengið þaðan á Stardals- hnúk (373 m), síðan meðfram Leirvogsá að Tröllafossi. Bíllinn bíður við Skeggja- staði. Létt gönguferð í flölbreyttu umhverfi. Verð kr. 600. Brottför frá Um- ferðarmiðstöðinni, austanmegin. Far- miðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. ATIl. Tillögur um lagabreyt- ingar og stjórnarkjör, sem leggjast eiga fyrir aðalfund, skulu hafa borist stjórn- inni fyrir 1. febrúar. Tapað - Fundið Prinsessa týnd Grásvört og hvít læða tapaðist frá Hátúni sl. miðvikudag. Hún er eyrnamerkt. Finnandi vinsamlegast hafi samband í síma 624058 eða við Dýraspítalann. Styrkveiting úr minningar- sjóði Gunnars Thoroddsen Þriðjudaginn 29. des. sl. fór fram í annað sinn styrkveiting úr minningarsjóði Gunnars Thoroddsen. Sjóðurinn var stofnaður af hjónunum Bentu og Val- garði Briem 29. des. 1985 þegar liðin voru 75 ár frá fæðingu Gunnars. Sjóðurinn er í vörslu borgarstjórans í Reykjavík sem ákveður úthlutun úr honum að höfðu samráði. við frú Völu Thoroddsen. Til- gangur sjóðsins er að veita styrki til einstaklinga eða hópa, stofnana eða fé- laga, eða veita verðlaun eöa lán í sambandi við rannsóknir, tilraunir eða Djasstónleikar EÐAHVAÐ Djasshljómsveitin EÐAHVAÐ heldur tónleika í Norræna húsinu 17. janúar nk. kl. 16. Hljómsveitina skipa valinkunnir tónlistarmenn, þar á meðal bassaleikar- inn Skúli Sverrisson sem er hér'í stuttri heimsókn frá Boston þar i sém ■ Hann stundar nám í bassaleik við tó^ilistarskól- ann Berklee Collage. Meðlimir hljóm- sveitarinnar eiga þaö saþieiginlegt að hafa numið við ofangreinda stofnun óg helga sig að mestu djasstónliát; Auk skylda starfsemi á sviði mannúðarmála, heilbrigðismála eða menningarmála sem Gunnar Thoroddsen lét sérstaklega til sín taka sem borgarstjóri. Styrkþegi að þessu sinni er 22 ára Reykvíkingur, Gunnar Guðbjömsson tenórsöngvari. Gunnar lauk fyrr í þessum mánuði burtfarar- prófi frá Nýja tónlistarskólanum. Hann hefur stundað söngnám sl. fimm ár, lengst af hjá Sigurði Dementz. Gunnar mun syngja hlutverk í Don Giovanni sem íslenska óperan frumsýnir í feb. nk. Á sumri komanda heldur Gunnar utan til framhaldsnáms. Frú Vala Thoroddsen afhenti styrkinn sem að þessu sinni var 120.000 kr. Athöfnin fór fram í Höfða. Skúla leika á sunnudag Kjartan Valdi- marsson píanóleikari, Stefán S. Stefáns- son saxófónleikari og Pétur Grétarsson trommuleikari. Efnisskrá hljómsveitar- innar byggist að langmestu leyti á tónsmíðum meðlimanna og hafa þær fæstar heyrst áður. Hljómsveitin hefur starfað með hléum sl. ár og í auknum mæli snúið sér að eigin. tónlist þó enn skjóti upp kollinum tónlist þekktari spá- manna djassins, erlendra. Tónleikamir eru sem áður segir í Norræna húsinu 17. jan. nk. og hefjast kl. 16.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.