Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1988, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1988, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988. „Ég er að láta gamlan draum rætast,“ sagði Magnús Steinþórsson, gullsmiður í GuIIi og silM, er DV hitti hann að máh á sunnudagsmorguninn sl. Þá var Magnús að ljúka við að ganga frá málum sínum því daginn eftir var hann fluttur burt af landinu til að gerast hótelstjóri í gömlum kastala á Torquay á Englandi. Kastala sem byggður var árið 1860 af bresku aðalsfólki. Það er óvenjulegt þegar menn sem komið hafa sér vel fyrir taka allt í einu upp á því að selja eignir sínar og flytjast burt af landinu til að láta gamlan draum rætast. Magnús átti því ekki undankomu auðið, áður en hann stakk af, að segja lesendum DV nánar frá þessum draumi sem er orðinn næstum tuttugu ára gamall. ,Eg stend og fell meö því sem ég er aö gera og kannski á ég eftir að jesúsa mig fyrir það eftir árið. DV-mynd Brynjar Gauti ^ Víkingur með trú á sjálftim sér: Eg læt brj óstvitið ráða og draurninn rætast - segir Magnús Steinþórsson gullsmiður sem keypti kastala á Englandi og ætlar að gerast hótelstjóri „Haustið 1969 fór ég til Englands í tungumálanám. Þá kynntist ég konu minni sem var klínikdama hjá tann- lækni. Ég var með svo skemmdar tennur að ég þurfti að koma nokkuð oft á tannlæknastofuna og eiginlega á maður ekki að segja frá þvi en þannig kynntist ég eiginkonunni,“ segir Magnús og hlær. „Ég hugsaði mikið um viöskipti á þessum tíma og var alltaf að velta einhverju fyrtr mér. Reyndar var ég ekki ákveðinn í hvað ég ætti að fara út í að læra. Faðir minn var gullsmiður og einnig bróöir minn. Það var þá sem ég fékk áhuga á að eignast hótel og skoðaði nokkur. Ég var hins vegar aðeins 18 ára og enginn tók mark á mér. Fiðr- ingurinn að reka hótel bjó samt alltaf ímér. Eftir námið kom ég heim, gifti mig og fór að læra gullsmíði. Faðir minn rak fyrirtækið Steinþór og Jóhannes en við bræðurnir stofnuðum Gull og silfur með hans aðstoð og hann kom síðar yfir til okkar. Við rákum fyrir- tækið allir þrír,“ heldur Magnús áfram. Tvö fyrirtæki og í námi „Árið 1979 fór ég aftur til Englands í nám og þá til að sérmennta mig í demöntum. Ég leigði íbúöina mína hér heima og ætlaði mér að leigja húsnæði úti. Við skoöuöum mikið og var sagt að leigan væri 50 pund en mér til skelfmgar þurfti að borga þá upphæð vikulega. Ég sá því að mun hagstæðara yrði að kaupa íbúð. Ég heimsótti bankastjóra í London og bað um lán til kaupa á íbúð en það var ekki alveg auösótt mál þar sem ég hafði enga innkomu í bankanum. Engu að síður fékk ég lániö. Ég fann litla íbúð, keypti hana og borgaði minna til bankans á mánuði heldur en ef ég hefði leigt hana. Ibúðin hækkaði um sex til sjö þúsund pund á þeim tíma sem ég var í náminu,“ segir Magnús og þá þegar var hann kominn í rífandi bisness í útlöndum. „í Englandi gilda þau lög að ef þú ekki borgar af láninu þínu á réttum tíma koma menn frá bankanum heim til þín, skoða bókhaldið og jafnvel selja eignina. Á meðan er eigandinn settur í fangelsi. Það er ekkert eins og hér þar sem hægt er aö fá greiðslu- stöðvun. Maður getur beðið um frest í eitt skipti en það má þá ekki bregð- ast að skuldin sé borguð á réttum tíma. Til að ég gæti staðiö í skilum við bankann þurfti ég eitthvað að gera. Ég hafði því samband við skólann þar sem ég hafði verið í tungumála- námi og fékk í gegn að ég setti upp einhvers konar leigubílastarfsemi. Ég náði í nemendur á flugvöllinn og kom þeim til þeirra fjölskyldna sem þeir áttu að búa hjá. Skólastjórinn var ágætur kunningi minn frá því ég var í skólanum og tók vel í þessa bón mína. Öll kvöld og helgar var ég í leigubílaákstrinum auk þess sem ég setti upp reiðhjólaleigu. Það var mikil reiðhjólatiska á þessum tíma og leigan gekk einnig mjög vel. Með þessum fyrirtækjum gat ég staðiö við skuldbindingar mínar við bankann og verið í námi.“ Skoðaði hótel Það er greinilegt að Magnús hefur mikið viöskiptavit og hann segir svo skemmtilega frá að hann hlýtur að eiga auðvelt með að umgangast fólk. Hann heldur áfram: „Á þessum tíma var ég líka að skoða hótel. Ég skoð- aði eitt í Torquay sem var mjög fallegt. Ég fór í sparifótin og fór og hitti eigandann sem var fullorðinn maður. Sett voru á hótelið 120 þús- und pund og ég bauð 100 í það. Ég gat fengið 70% af kaupverðinu lánað í banka og eigandinn samþykkti til- boðið og ég var alsæll þvi ég sá að þetta voru rosaleg kaup. Á sama tíma fékk eigandinn annaö tilboð og tók því. Á Englandi eru kaupsamningar ekki bindandi en þaö á að breytast á þessu ári. Sá sem fékk hótelið seldi það aftur eftir eitt ár og hafði þó ver- ið með fullbókað allan tímann. Hann fékk fyrir það 250 þúsund pund. Þar ■missti ég af góðum bita,“ segir Magn- ús. „Á þessum tíma hafði olían lækkaö í verði og hækkaði síöan aftur. Þegar olían lækkaði seldu arabarnir hótel- in sín í London og þá komu svo mörg hótel á markaðinn á sama tíma að það varð algjört verðhrun. Þá gerði ég tilboð í eitt hótel í London upp á 500 þúsund pund. í dag er það hótel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.