Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1988, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1988, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988. Fréttir Fiskmarkaðurinn í Hafnarfirði: Seldi fyrir rúmar 400 milljónir á 6 mánuðum - Faxamarkaðurinn seldi helmingi minna magn fyrir 197,4 milljónir Að sögn forráðamanna fisk- markaðanna í Hafnarfirði og Reykjavík hefur rekstur þeirra í fyrra gengið vonum framar. Þeir tóku báðir til starfa í júni og misstu því af besta tíma ársins, sem vetr- arvertíðin er. Fiskmarkaðurinn í Hafnarfirði seldi, að sögn Einars Sveinssonar framkvæmdastjóra, 13.723 lestir af fiski fyrir 418 milljónir króna. Sagði Einar að reikningar fyrir- tækisins lægju enn ekki fyrir en hann sagðist þora að fullyrða að reksturinn yrði fyrir ofan núllið. Markaðimir fá 4% af því sem selt er fyrir. Mestur kostnaður við rekstur markaðarins sagði Einar að væru laun, húsaleiga og greiðslaá þeim tækjum sem kaupa þurfti í upphafi. Hann sagði að mikla aukavinnu hefði þurft að vinna vegna þess að fiskurinn barst að frá fjölmörgum stöðum viðs vegar um landið á hin- um ýmsu tímmn sólarhringsins. Ólafur Ólafsson hjá Faxamark- aðnum í Reykjavík sagði að þar hefðu verið seldar 6.920 lestir af fiski fyrir 197,4 milijónir króna. Meðalverð alls fisks sem seldur var á markaðnum var 28.54 krónur fyr- ir kílóið. Ólafur sagðist telja að útkoman hjá Faxamarkaðnum yrði réttum megin við núliið. Fiskmarkaðurinn í Hafnarfirði tók til starfa 15. júní en Faxamark- aðurinn 23. júní í fyrra. -S.dór Ólafur Ragnar Grimsson fékk sér ölkassa til að standa á og flutti stutta tölu f Miklagarði í gær en ráðherrarnir Jón Baldvin og Þorsteinn Pálsson mættu ekki. DV-mynd GVA Mikligarður: Ráðherramir mættu ekki - en Ólafúr Ragnar flutti ræðu við fjölmenni Flokksformennimir og ráðherr- amir Jón Baldvin Hannibaisson og Þorsteinn Pálsson tóku ekki áskorun Ólafs Ragnars Grímssonar, for- manns Alþýðubandalagsins, um að koma til fundar við hann í Mikla- garöi í gær, ræða matarskattinn og svara fyrirspurnum fólks. Ólafur mætti því einn, setti ölkassa út á mitt gólf og hélt stutta tölu. Mikið fjölmenni var komið til að hlýða á umræður sem síðan urðu ekki. Ólafur sagði í tölu sinni að hann harmaði að ráðherramir skyldu ekki mæta. Hann sagðist vita að hvorugur þeirra væri upptekinn við embættis- störf og því væri það af einhverjum öðrum ástæðum sem þeir vildu ekki koma og ræða við fólkiö. Hann sagðist ekki ætla að misnota aðstöðu sína og halda einn ræöu, sagðist aöeins vilja þakka fólki fyrir að mæta og sagðist reiðubúinn til aö sitja fyrir svömm á eftir. Ölafur svaraði því næst mörgum fyrirspumum og labbaði með fólki um búðina og hópurinn verslaði. -S.dór Lax á Bandaríkjamarkað: Slátran á eldislaxi hér á landi mjög ábótavant - íslenski eldislaxinn á lægsta verði vegna þessa Eins og komiö hefur fram í fréttum DV er íslenski eldislaxinn seldur á lægsta verði í Bandaríkjunum. Því er haldið fram af kunnáttumönnum að ástæðan sé fyrst og fremst sú að slátruninni á fiskinum hér á landi sé ábótavant. Aðeins 3 laxasláturhús standast þær kröfur sem Bandaríkja- menn gera til slíkra húsa en slátrað er í 10 til 12 húsum viö frumstæöar aðstæöur. í september 1986 var gefin út reglu- gerö um hvemig aöbúnaöur við slátrun á eldislaxi skuli vera og sem fyrr segir eru þijú hús sem standast þær kröfur. Páll A. Pálsson yfirdýra- læknir sagði þetta rétt vera, þrjú hús væm eins og til er ætlast, en annars staðar er laxinum slátrað í fiskverk- unarhúsum. Hann sagði að nú stæði til að koma hér á tveimur gæðaflokk- um, þannig aö særður eða hreistur- skemmdur lax færi ekki í 1. flokk eins og nú kemur fyrir. Páll sagði að því miður gengi erfið- lega að fá menn til að gera þær endurbætur sem gera þyrfti á þeim húsum sem slátrað er í. Hann sagöist í sjálfu sér ekki vera hissa á því þótt slys kæmu fyrir við útflutning á laxi til Bandaríkjanna. Það væri ekki fyrr en fullkomin aðstaða og æft starfs- fólk væri komið til að þessi mál kæmust í besta horf. „Hitt er annað mál að ég held því fram að þaö sé áróður frá Norðmönn- um að íslenski laxinn sé seldur á lægsta verði vestra," sagöi Páll A. Pálsson. Bandaríkjamenn eru mjög kröfu- harðir um að fiskurinn sé rétt skorinn, hreistur sé óskemmt og að fiskurinn hafi ekki særst. Allt þetta kemur þó of oft fyrir hér á landi, enda hefur þaö komið fyrir að laxi hafi verið hent eða hann endursend- ur til íslands frá Bandaríkjunum. -S.dór Steingrímur Herniannsson: Fiskmarkaðimir em tímaskekkja „Fiskmarkaðimir eru tíma- skekkja. Frelsið verður að vera undir stjóm og frelsið er að verða okkur fjötur um fót,“ sagði Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra á fundi hjá Framsóknarfélagi Reykja- víkur í fyrrakvöld. Steingrímur sagði að fiskmarkað- irnir hefðu orðið til þess að fiskverð hefði hækkað um allt land, víða um 20 % og í sumum tilfelium enn meir. Steingrímur nefndi dæmi af „vel reknu“ frystihúsi, þar var hráefnis- kostnaður áður um 45 % af veltu en hráefniskostnaður hjá því frystihúsi er nú kominn yfir 50 %. Fjármagnskostnaður hjá sama fyr- irtæki hefur aukist að undanfórnu úr 7,3 % í 11,5 %. Steingrímur sagði að bankar hefðu hækkað vexti á lán- um sem tekin em í erlendri mynt, það er afurðalánum, úr 7,5% í 10,25%. Auk þess hafa bankarnir breytt útlánareglum sem gera lánin enn óhagstæðari. • -sme Verkafólk i Eyjafirði: „Fólk að gefast upp“ Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii; „Hljóðið í því fólki, sem ég hef rætt við á vinnustööum, er á einn veg, menn eru á einu máli um á ástandið sé afar slæmt, fólk er að gefast upp á þessari eymd og heimtar úrbætur," sagði Sævar Frímanns- son, formaður Verkalýðsfélagsins Einingar í Eyjafirði, í samtali við DV. Sævar sagði aö það væri samdóma álit fólksins að ekki væri mikils ár- angurs að vænta í komandi kjarabar- áttu nema verkalýðshreyfingin gengi sameinuð til þeirrar baráttu. „Viö höfum reynslu af því að einstaka fé- lög séu að berjast í þessu sér á báti og það dæmi hefur ekki gengiö upp,“ sagði Sævar. Formaður og varaformaður Verka- mannasambands íslands, þeir Guðmundur J. Guðmundsson og Karvel Pálmason, eru nú að hefja fundarferð sína um landið. Áformað er að þeir haldi fund á Akureyri í næstu viku. Guðrún Blöndal tekur við verðlaununum úr hendi Páls Stefánssonar auglýsingastjóra DV. DV-mynd: BG „Ferð sem bovgaði sig“ - segir aðalvinningshafi í jólagetraun DV „Það munaði minnstu að ég kæmi lausnunum ekki frá mér því þaö fannst ekkert umslag á heimil- inu. En svo fundum við eitt umslag kvöldiö sem skilafresturinn rann út. Það vai* því farið meö úrlausn- imar niður á DV og það var. ferð sem borgaði sig,“ sagöi Guörún Blöndal. Hún var svo heppin að hreppa 1. vinninginn í jólagetraun DV sem er geislaspilari af fullko- minni gerð. Guðrún mætti svo á ritstjóm DV í gær þar sem henni var afhentur gripurinn. Kvað hún þetta hafa komið sér á óvart en var að vonum ánægð með geislaspilarann. Aðrir vinningshafar fá vinningana senda heim í næstu viku. -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.