Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1988, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 16. JANtJAR 1988. 15 Þaö fer víst ekki á milli mála aö ríkisstjórnin á undir högg að sækja. Þökk sé matarskattinum margfræga. Eöa illræmda. Ráð- herrarnir eru búnir að útskýra þaö fyrir almenningi fram og aftur í mörgum ræðum hversu þessi skattur sé nauðsynlegur og hvern- ig hann er liður í efnahagsráðstöf- unum. Jón Baldvin segir að hann sé forsenda fyrir réttlátara skatt- kerfi. Þorsteinn segir að hann sé til að rétta hallann á fjárlögunum. Jón Sigurðsson gengur lengst og segir að þegar frá líði komi í ljós að matarskatturinn verði meðal vinsælustu aðgerða þessarar ríkis- stjórnar! En hversu margar útskýringar og röksemdir sem hafðar eru á lofti situr hitt samt eftir að almenningur í landinu, fólkið sem kaupir matinn á hverjum degi, nær ekki upp í nefið á sér fyrir reiði og vandlæt- ingu. Heilagri reiði gegn þeim áþreifanlegu og skyndilegu verð- hækkunum sem blasa við á verðmiðunum í búðunum. Lang- sóttar útskýringar hrína ekki á íslendingum þegar þeir finna til í buddunni. í verðbólgu síðasta áratugar misstu neytendur verðskynið. Þeir gerðu sér enga grein fyrir verð- hækkunum og verðlagi enda hefði það ært óstöðugan. Menn höfðu ekki undan að eyða krónunum áður en þær brunnu upp á bál- inu og þjóðin var á handahlaup- um til að forða sér undan eldsvoð- anum. En smám saman slotaði því óveðri, neytendasamtök efldust, verðlag komst í jafnvægi og sam- keppni um neytendurna skapaði þeim skilyrði til að læra á verðmið- ana og bera saman kaup og kjör. Neytendur voru sem sagt með á nótunum. Og það eru þessir sömu neytendur sem nú hafa orðið vitni að stóra stökkinu í verðlaginu á þeim vörutegundum sem enginn getur án verið. Á matnum. Ríkis- stjómin bendir á aö tollar lækki á móti. En það eru ekki tollar af matvælum. Það eru tollar af ýmiss konar tækjum sem fólk kaupir sér til munaðar eða einu sinni á ævinni. Tollar af vellyktandi og varalit, tollar af hljómflutnings- tækjum 'og frystikistum. Jafnvel tollar af byssustingjum og skrið- drekum! Hvem varðar um slíkar tollalækkanir þegar hann er að kaupa í matinn dag hvem? Hvem fjandann varöar fólk um tollalækk- un á ilmúðuram og duftpúðum þegar það þarf að brauðfæða sig og sína? Ótímabær skattur Nei, það þarf enginn að undrast þótt mögnuð reiði brjótist út af völdum slíkrar skattheimtu. Það má vel vera að viðskiptahallinn sé mikill, fjárlagahallanum hafi þurft að mæta eöa skattkerfið einfaldist við fækkun á undanþágum frá söluskatti. Hér hefur meira að segja áður í þessum pistlum verið tekið undir þau rök að skattsvindl- ið þrífist í skjóli undanþáganna og ástæðulaust sé að greiða niður mat fyrir ríka fólkiö. En hér hefur líka verið bent á það að matarskattur- inn væri pólitísk tímasprengja vegna þess að hann kemur á óheppilegum tíma og er liður í gíf- urlegum- skattahækkunum ríkis- sjóðs í einu eða öðra formi. Að því leyti var matarskatturinn í meira lagi vafasamur af hálfu ríkisstjóm- ar sem leggur alla áherslu á að halda verðbólgunni niðri og mælist til hófsamra kjarasamninga. Enda hefur það komiö á daginn að mat- arskatturinn er slíkur fleinn í holdi launafólks og heimilanna í landinu að hann sýnist ætla að kollvarpa öllum vonum um friðsamlega lausn kjaramálanna. Þær fréttir berast til að mynda vestan af fjörð- um að hugsanlegir samningar viö vérkafólk hafi gjörsamlega splundrast og orðið að engu eftir að fólk uppgötvaði afleiöingar mat- arskattsins. Svo getur maður spurt: Leysir það viðskiptahallann við útlönd að lækka tolla á innfluttum vörum þegar ódýrari innkaup frá útlönd- um eru möguleg? Eru það trúverö- ugar röksemdir að það sé liður í baráttunni gegn verðbólgunni að auka útgjöld ríkissjóðs um helming og nota svo matarskattinn sem af- sökun til að afgreiða hallalaus íjárlög? Er einfóldun á skattkerfinu einhvers virði ef sú einfóldun hefur það í fór meö sér aö hækka sölu- skattinn og auka útgjöld heimil- anna? Hver er þaö sem vill þá einfóldun? Kannske þeir sem inn- heimta söluskattinn og hafa nú betra tækifæri og stærri freistingu til að stela honum undan. En ekki þeir sem greiða hann og finna fyrir honum í daglegum innkaupum. Það eitt er víst. Sitt hvort tungumálið Ráðherrarnir halda því fram að ríkissjóður bæti matarskattinn upp með auknum niðurgreiðslum, bamabótum og tryggingabótum. Svo ekki sé nú talað um tollalækk- anirnar sem á pappírunum í ráðuneytunum eiga að vega upp á móti matarskattinum. En það era því miður ekki allir sem hafa böm á sínu framfæri til að þakka ríkis- stjórninni fyrir greiðann. Það eru heldur ekki nærri allir sem þiggja tryggingabætur hjá hinu opinbera né heldur hafa efni eða þörf á því að leggja í stórinnkaup á tollvörum til að græða á útreikningunum í hinu háa ráðuneyti. Sannleikurinn er nefnilega sá að matarskatturinn kemur við budduna á hverjum degi en hitt sem ríkisstjórnin af örlæti sínu leggur fram á móti er bara til í formúlunum. Allir frasarnir um viðskiptahall- ann og {járlagahallann eru venju- legu fólki óviðkomandi og óskiljanlegir. Menn geta sett sig í stellingar og orðið ráðherralegir í framan og endurtekið alvöruna um verðbólguna og hættuna sem er framundan. En þeir tala þá ekki tungumál sem almenningur skilur, sem varla er von. Ríkisstjórnin hefur haft dollarann á útsölu og boðið sjálf upp á viðskiptahalla og þenslu. Ríkisstjórnin hefur hækk- að útgjöld ríkissjóðs um fimmtíu prósent milli ára og mætir þeirri aukningu með auknum skattaálög- um. Það er hún sjálf sem hefur búið til vandann en ekki fólkið sem nú á að borga brúsann. Mennirnir sem boðuðu samdrátt 1 ríkisbúskapnum, mennimir sem predika lægri skatta, þetta eru mennimir sem undanfamar vikur hafa setið með sveittan skallann við að lemja saman fjárlög sem hækka upp fyrir allt velsæmi og hafa bætt milljörðum króna í skattaálögur á þjóðina. Og hæla sér af! Er nokkur hissa þótt þjóðinni blöskri og kjósendur hneykslist? Stefnunni frestað Hins vegar þarf þá heldur enginn að vera hissa þótt þessir dáindis- menn séu blóðugir upp fyrir axlir við aö þenja út ríkisbáknið og höggva mann og annan til að koma sínum mönnum að í stásstofum ríkisfjármálanna? Eins og það sé sjálfsagðasti hlutur í heimi. Auð- vitað átti Sverrir að fá bankastjóra- stöðu í Landsbankanum, segja þeir og snýta rauðu. Dettur einhverjum í hug að ríkisbankarnir •stjórnist af einhverju öðra en póhtík? Það erum við sem stjómum bönkunum og það eru okkar menn sem skilja þarfir stjómmálanna. Að vísu er það á stefnuskránni að fækka ríkis- bönkunum vegna þpss að pólitísk afskipti eru af hinu illa og ríkið á ekki að vera með puttana í banka- málunum. En það er bara ekki á dagskrá nú. Það kemur seinna. Alveg eins og allt hitt á að koma seinna, skattalækkanir og sam- dráttur í ríkisafskiptum og frelsi í útflutningnum. Til að afnema póht- ísku áhrifin.í ríkisbönkunum þarf fyrst að auka þau. Til að lækka skatta þarf fyrst að hækka þá. Th að koma á frelsi í útflutningi þarf fyrst að vera á móti því. Þannig era stefnuskrámar í framkvæmd. Og svo ætlast þessir menn til að fólk kjósi þá aftur og aftur vegna stefnu- mála sem þirtast með öfugum formerkjum! Hvaðan koma þeir menn sem þannig hugsa? Hvað halda þeir að kjósendur séu? Skyn- lausar skepnur? Það getur-vel verið að margur maðurinn hafi efni á að greiða matarskatt. Þverstæðurnar í þjóð- félaginu eru hka orðnar þannig að sumir vita ekki aura sinna tal með- an lágstéttin sýgur sultardropana upp í nefið. Það er nú eitt sem bless- að góðærið og stjómviskan hefur leitt yfir þessa þjóð. Hún er að breytast í hástétt og lágstétt og skal sosum ekki fært á syndaregistur eins eða neins. En jafnvel fyrir þá efnuðu er skattur líka skattur og þeir eru kannske betur settir ein- mitt fyrir það að hafa kunnað að ávaxta sitt pund með því að skoða reikningana og spara á réttum stööum. Þaö safnar engin atkvæö- um þjá því fólki með matarskött- um. Hvað þá hjá hinum sem era enn- þá viðkvæmari fyrir matarútgjöld- unum og þeim matarskatti sem framsóknarmaðurinn kallaði al- vörapólitík. Er það furða þótt Kvennahstinn hafi ekki vhjað taka þátt í þeirri alvörupóhtik? Og er það nokkur furða þótt smáflokkar spretti upp og lausung dafni í skjóli þeirra athafna sem hæstvirt ríkis- stjórn telur vera göfugasta og merkUegasta framlag sitt tU þjóð- málanna? Fokið í flest skjól Ríkisstjómin ætlar að sitja, sögðu þeir á Stöð tvö, ráðherramir sem endurtóku khsjumar sínar um al- vörapólitikina. Þess heldur sem erfiðleikarnir magnast og verð- bólgan eykst. Þá fyrst er þeirra þörf enda enginn sem getur gert betur segja þeir sjálfir. Hvar er komin sú þjóð sem ekkert betra á til en ráðherra sem telja umbjóð- endum sínum fyrir bestu að gleðj- ast yfir skattaálögum? Við megum meira að segja þakka fyrir hvað skattamir era lágir. Þeir eiga enn langt í land að ná skattstiganum í velferðarþjóðfélögunum í ná- grannalöndunum. Við vitum þá hvað er í vændum! Mannagreyin vUja sjálfsagt ekk- ert illt. Og meina eflaust það sem þeir segja. Jóni Sigurðssyni er jú vorkunn því hann er nýgræðingur í pólitík og sumir aðrir hafa ekki fullan aldur til aö átta sig á lífinu. Það skal meira að segja viðurkennt að oft þarf að gera fleira en gott þykir í sljómmálunum. En það er hins vegar óþarfi að leiða asnann í herbúðimar og kalla yfir sig óánægjuna þegar aðrar útgöngu- leiðir era færar. Matarskatturinn gat beðið ef ríkisstjórnin hefði haft dug í sér til að draga saman ríkisút- gjöldin sem honum nemur og herða þá sömu sultaról og hún er nú aö ætlast tU að aðrir herði. Það er skUjanlegt að stjómarand- stæðingar hlakki yfir þessum- vixlsporum. Það er eðhlegt að al- menningur bregðist sár við. En verst er þó þegar almennir stuðn- ingsmenn ríkisstjómarinnar og þeirra flokka, sem að henni standa, geta með engu móti réttlætt fyrir sjálfum sér né öðrum þá dæma- lausu seinheppni sem endurspegl- ast í mistökum og matarsköttum. Þá er fokiö í flest skjól. Ellert B. Schram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.