Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1988, Side 51

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1988, Side 51
LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988. 63 Islensk tunga Mánuð- ir og ár Gleðilegt ár, ágætu lesendur, og hafiö þökk fyrir það liðna. Nú er ég búinn aö taka mér ríflegt þing- mannafrí frá þessum pistlum og kominn tími til að heijast handa á nýjan leik. Enda fer fyrir mér eins og öðrum ísíendingum að fyllast eldmóði og Eiríkur Brynjólfsson kjarki með hækkandi sól og verð- lagi meðan við horfum vonglöð móti sumri. Útilefni nýs árs og af því að við teljum tímann í mánuðum þykir mér rétt að skoða uppruna mán- aðaheitanna og sitthvað sem þeim tengist. Mánuðir ársins Hér verða ekki tekin tii umræðu fornu íslensku mánaðaheitin held- ur þau sem notuð eru núna. En þau eiga uppruna sem hér segir: Janúar: er komið af latneska orð- inu januarius og dregið af goða- nafninu Janus en sá hafði tvö andlit. Febrúar: er komið úr latínu, fe- bruarius, dregið af orðinu februare (= að hreinsa) og af februa sem var hreinsunarhátíð Rómverja, haldin 15. febrúar. Má því segja að febrúar þýði hreinsunarmánuður. Mars: er einnig komið úr latínu, dregið af lýsingarorðinu martius sem stafar frá guðanafninu Mars eða Martis en hann var guð hern- aðar og jarðræktar, hvernig svo sem það fer saman. Apríl: er úr latínu eins og önnur mánaðaheiti, aprilis. Gæti verið dregið af aperio ( = ég opna) og þýðir þá mánuðurinn þegar árið hefst en það væri samkvæmt fornu tímatali. Önnur tillaga um upp- runa þessa orðs er að það sé dregið af Aphro sem er stytting á nafninu Afrodite en hún var grísk ástar- gyðja. Fyrri skýringuna tel ég sennilegri. Maí: er af latínu, majus, en það er dregið af nafni frjósemisgyðj- unnar Maja. Júní: er enn úr latínu, Junii, dregið af Junius og þaöan af gyðju- heitinu Juno. Júlí: komið úr latinu, Julii, dregiö af nafninu Julius en mánuðurinn heitir eftir Gajusi Júlíusi Sesar, hershöfðingja og keisara, en hann fæddist einmitt í júlí. Ágúst: er komið úr latínu, au- gustus (= virðulegur), en mánuð- urinn er nefndur til .heiðurs Ágústusi keisara, þess er lét þau boð út ganga á sínum tíma að skrá- setja skyldi alla heimsbyggðina. September: er úr latínu, dregið af orðinu septem sem þýðir sjö. Orðið þýðir því sjöundi mánuöur- inn en það var hann samkvæmt rómversku ári. Reyndar getum við fariö fljótt yfir sögu úr því sem komið er. Október, nóvember og desember eru dregin af latnesku orðunum october, november og december, af orðunum octo ( = átta), noem (= níu) og decem ( = tiu), og eru því áttundi, níundi og tíundi mánuður ársins og af sömu ástæðu og september er sjöundi mánuður ársins. Þá sakar ekki að geta þess sem liggur í augum uppi að orðið mán- uður er dregið af orðinu máni en ár á forfóður alla leið í gríska orð- inu hora (= klukkustund), sbr. enska orðiö hour sem er þá sam- stofna ár. Óvandaður maður hvísl- aði þvi svo eitt sinn í eyra mér að orðið hóra væri samstofna þessum orðum og dregiö af því að viðtals- tímar slíkra kvenna hafi verið nákvæmlega ein klukkustund; svona svipað og gerist með sálfræð- inga nú á dögum. En þessa sögu sel ég ekki dýrar en ég keypti hana og læt þessu lokið í dag. ____________________________Vísnaþáttur Olafur kallinn aumi út er gengirm. að slá Til að létta lundina í sólskinsskapi heitir nýútkomin bók með nýrri og gamalli fyndni. Þegar útgefandi var svo elskulegur að gefa mér eitt eintak hefði hann getaö sagt: „Þú getur við tækifæri stolið þar vísu í þáttinn þinn.“ En það gerði hann ekki. Ég ætla að láta nægja að krækja í tvær stökur af sömu blaðsíðunni. Jón á Akri og Karl Kristjánsson á Húsavík voru lengi saman á Aíþingi og var sá fyrrnefndi oft og lengi í þeirri miklu virðingarstöðu sem gengur næst ráðherradómi, að vera forseti sameinaðs þings. Karl orti: Hver er æðstur allra Jóna á ísalandi? Greinir svo í gátu spakri. Getur þú ráðið, Jón á Akri? Sjónvarpið sýndi um skeið myndir úr daglega lífinu, eitt kvöldið mynd af baulandi kúm. Sunnlenskur hag- yrðingur haföi þetta að yrkisefni: Ástvana kýr um allan heim öskra í fjallasalnum. Sjónvarpið ætti að sýna þeim síðasta nautið í dalnum. Þess skal getið að þó þessir séu góðir sýnum vér það háttvísi að taká ekki bestu og feitustu bitana. Sumar vísnanna eru líka svo hispurslausar að efni og framsetningu að vandlæt- ingarsömustu lesendum vorum þætti tólgin fullhressilega stungin. Einbúinn á Uppsölum Nú rétt fyrir jólin kom út lítið kver sem heitir Eintal. Það eru vísur og hugleiðingar eftir Gísla Gíslason á Uppsölum í Selárdal. Hann var sér- stæður persónuleiki og gerði Ómar Ragnarsson hann þjóðkunnan nokkrum árum áður en gamli mað- urinn féll frá, fæddur 29. okt. 1907 oglátinn 31. des. 1986. Hann orti svo: Lífið það er strit og stríð, starf er aldrei hnígur, fyrr en eftir ævitíð önd er burtu flýgur. Kannski hefur hann hér mann- skrímsli í huga: Mætirðu skrímsli máttu ei trega, maður, þá vex þín neyð. Heilsaðu bara hægversklega, haltu svo þína leið. Líklega er þessi vísa ort viö ástvinar- missi: Þér góðir englar lýsi leið, er liðið hefur dapra neyö. Og flytji þig í hásal hans, sem huggun best er sálu manns. Að lokum þessi: Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni. Láttu ætíö ljós frá þér lýsa sálu minni. Stökurnar eru frá ýmsum timum ævidagsins. Mannlýsingar Ekki er þessi mannlýsing eldri en svo að hún geti ekki verið eftir mann sem enn er á meðal vor þótt eigi verði nefndur. Sá sem frá er sagt enn í góðu embætti en langaði um miðbik ævi sinnar til að prýða eitt mjúkt sæti í sal Alþingis, gerði nokkrar at- rennur en náði ekki marki: Illa spáði ætiö hann öðrum fyrir mönnum. Augna kaldur eldur brann eins og gysi í fonnum. Ekki veit ég hvort nokkur þekkir höfund þéssara vísna, ætli megi ekki flokka þær undir þjóðkvæði? Ólafur kallinn aumi út er genginn að slá. í veraldar vonsku. flaumi velkist hann fuglinn sá. Hátt nemur höggin greiða, heystráin falla á grund. Allt saman upp má reiða öðrum megin á hund. Aðeins öðruvísi hafa sumir þetta „í glaumi" í'staö flaums og „heyiö hníg- ur“ í stað þess sem hér er. En ég kann best viö þessa gerð. Þetta mun hafa verið sungið undir alkunnu sálmalagi, falla þá vísumar tvær í eina. Fyrirhafnarlítið hnoðuðum vér saman þessari stöku með eigin hönd- um, enn í jólaskapi. Best ég fari að berja mér, búið er jólakrofið, botn i vísnabelgnum sér, báglega get ég sofið. Ljúkum svo þætti með tveimur vís- um úr nýrri bók eftir Böðvar Guðlaugsson, kennara og skáld í Kópavogi. Hann er alltaf gamansam- ur. Þessi bók heitir Ljóð af tvennum toga: Ragur er ég að ijúfa þögn og reifa mál á fundum, en gæti sjálfsagt gapað ögn gáfulegar stundum. Um ónefndan flokk var sagt i blaði, og var aldrei nema satt, að byði fram klofið: Flokkurinn minn og flokkurinn þinn fá skal óskipt lofið. Margur bauö fyrir málstað sinn minna fram en klofið. Utanáskrift: Jón úr Vör, Fannborg 7, Kópavogi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.