Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1988, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988. 11 Edward Fox leikur liðsforingja í Shaka Zulu. Hrokafuúi fyrirmaðuriiin — Edward Fox í kunnuglegu hlutverki Edward Fox er af mörgum talinn ómissandi þegar leika á breska að- alsmenn. í Shaka Zulu er hann í kunnuglegu hlutverki sem liðsfor- inginn Francis Farewell. Liðsfor- inginn er metnaðarfullur og kaldranalegur í framkomu. Þetta er maður sem á langa reynslu að baki sem hermaður. Hann fær það hlutverk að semja við herkonung- inn og atburðimir haga því svo að á endanum á hann drjúgan þátt í falli konungsins. Fjölhæfni Edwards Fox sem leik- ara er viðbrugðið. Hann er samt ekki maður margra gerva og í þess- ari mynd er útliti hans í engu breytt. Oft hefur hann birst í hlut- verki hrokafulla fyrirmannsins og hér togast þeir eiginleikar á við viljann til að skila verki sínu án þess að taka persónulega afstöðu. Fjölskylda Fox hefur lengi verið nátengd leiklisinni. Afi hans í móð- urætt var leikskáldið Frederick Lonsdale. Þegar Edward var tíu ára átti hann að byrja að leika en strák- urinn neitaði og ekkert varð úr. Með aldrinum breyttist afstaða hans þó og nú segist hann njóta þess að leika. Edward er fæddur í Chelsea í Lundúnum en ólst upp úti á landi. Hann á tvo bræður sem báöir hafa orðið þekktir í leiklistinni. Þegar Edward neitaði fyrsta hiutverkinu þá kom það í hlut Williams bróður hans að leika þaö og varð þekktur sem barnastjarna um tíma. Wiil- iam hætti þó að leika þegar hann var 29 ára og gekk til liðs við trú- boðshreyfingu. Yngsti bróðirinn, Robert, hefur einnig getið sér gott orð sem leikari og hann vinnur nú sem leikstjóri í leikhúsi. Þeir sem þekkja Edward Fox segja að hann sé með öllu laus við hrokann sem oft einkennir leik hans og var raunar sá eiginleiki sem kvikmyndaleikstjórar sóttust eftir þegar hann var að hefja feril sinn. Hann hefur leikið konunga og fyrir túlkun sína á Edward VHI. í mynd um ástamál hans og Wallis Simpson var hann útnefndur besti sjónvarpsleikarinn í Bretlandi árið 1978. Hann hefur einnig leikiö í dæmi- gerðum stíðsmyndum eins og Byssunum frá Navarone og Orr- ustunni við Arnheim en fyrir hlutverkiö í þeirri síðamefndu hlaut hann verðlaun bresku kvik- myndastofnunarinnar. Eitt síðasta hlut- verk Trevors Howard Það kom í hlut Trevors Howard að fara með hlutverk Charles So- merset, lávarðar og landstjóra í Höfðanýlendunni sem síðar varð stofninn í suður-afríska ríkinu. Þetta var eitt af seinustu hlutverk- unum sem Howard lék en hann lést nú fyrir skömmu. Trevor Howard var einn af kunn- ustu leikurum Breta og átti að baki litríkan feril. Hann hóf að leika í kvikmyndum á stíðsárunum síðari og var mjög mikilvirkur og umtal- aður fyrir skrautlegt líferni. Hann fór með hlutverk Bligh skipstjóra í uppreisninni á Bounty sem gerð var árið 1962. Þetta .var ein fræg- asta myndin sem hann lék í en annars kom hann við sögu í nokkr- um tugum mynda. Hikaði aldrei við að leika í Suður-Afiíku — segir Robert Powell sem leikur lækninn Henry Fynn Robert Powell segir að sér hali verið ráðið frá að leika I Shaka Zulu. Robert Powell hefur aldrei hikað við aö taka áhættu á ferli sínum sem leikari. Hann tók að sér hlut- verk læknisins Henry Fynn í myndinni um Shaka Zulu. Ahætt- an, sem hann og aðrir hvítir leikar- ar tóku með þessu, var að leika í suður-afrískri mynd. „Ef allir hvítir leikarar hefðu neitað að leika í myndinni hefði hún aldrei verið tekin upp,“ segir Powell. Leikstjórinn, Bill Faure, var mörg ár að nauða í yfirvöldum að fá að taka þessa mynd og tókst það á endanum. Þetta er mikið verk að vöxtum og tekur á áttunda tíma í sýningu. Myndin er að sönnu ekki þóknanlgg stjórnvöldum í Suður- Afríku en mikill áróður er gegn því að listamenn vinni yfirhöfuð í landinu. Beðinn um að leika ekki „Við vorum allir beðnir um að leika ekki í myndinni," segir Pow- ell, „en við ákváðum að hlýða frekar eigin samvisku en boðum annarra. Það segir mér enginn hvert ég á að fara og hvert ekki. í mínum huga er þetta saga sem á það skiliö að verða sögð og ég sé ekki eftir að hafa átt þátt í að það tókst. Sagan af Shaka Zulu þjónar fyrst og fremst þeim tilgangi að auka virðingu blökkumanna fyrir eigin sögu. Þeir hvítu viija sem minnst af þessari sögu vita en hún er þeim mun mikilvægari fyrir svarta meirihlutann." Powell byrjaði að leika sem ungl- ingur og segir að þaö hafi raunar ráðið mestu að hann átti auövelt með að lesa upp. Hann ákvað ung- ur að verða leikari en foreldrar hans voru á öðru máli. „Faðir minn beitti mig miklum þrýstingi að hætta við að gerast leikari," segir Powell. „Hann er verkfræðingur og vildi að ég leitaði mér menntun- ar sem gæfi vísa atvinnu. Þetta varð til þess að ég hóf að lesa lög í háskóla." Lítið varð þó úr laganáminu en þess í stað tók hann þátt í leiklistar- starfi í skólanum og fékkst þar bæði við leikstjóm og að skrifa. Hann hætti í skólanum áður en námi lauk og fékk vinnu sem leik- ari með áhugaleikhópum og reyndi að komast að hjá stóru leikhúsun- um í Lundúnum en án árangurs lengi vel. Skrykkjóttur ferill Þar kom þó að hann fékk fyrstu tækifærin og hefur fengist viö leik- list síðan. Ferill hans hefur verið nokkuö skrykkjóttur. „Ég held að enginn hafi gott af að ijúka upp á stjörnuhimininn í einu vetfangi," segir Powell. „Mönnum hættir við að tapa áttum ef allt gengur áreynslulaust.“ Læknirinn Fynn, sem Powell leikur, kemur þar til sögunnar að hann ræðst með liðsforingjanum Francis Farwell í leiðangur norður í óbyggðimar til að gera friðar- samning við Shaka fyrir hönd bresku stjómarinnar. Fynn þessi skrifaði síðan dagbók um dvöl sína með Bretunum hjá Zuluættbálkn- um. Það er þessi dagbók sem myndar uppistöðuna í myndinni. Þættimir voru teknir upp í Zulu- landi. Leikstjórinn lagði mikla áherslu á að endurgera allt um- hverfi til samræmis við það sem var á fyrstu árum síðustu aldar. Nokkur þorp voru reist og vegir lagðir. Um sex þúsund Zulumenn vom ráðnir til að leika í myndinni og leikstjórinn hafnaði strax í upp- hafi hugmynd um að fá blökku- mann frá Bandaríkjunum til að leika Shaka. „Cele er stórkostlegur í hlutverki Shaka,“ segir Powell. „Hann er sterkur leikari og þótt hann heföi ekki mikla reynslu af leik áður þá var hann fljótur aö læra. Það var mjög gott að vinna með honum." í hlutverki Jesú frá Nasaret Powell segir að em eftirminnileg- asta senan í myndinni sé þegar Fynn og Shaka ræða saman um Jesú Krist og Fynn veröur á endan- um rökþrota. Powell er raunar ekki óvanur því að mæla fyrir frelsar- ann því hann lék hann í sjónvarps- þáttunum um Jesú frá Nasaret fyrir áratug. Stundum kemur Shaka fyrir sjónir sem eins konar Messías. Powell segir að vissulega megi líta á hann sem svartan Napóleon en hann kom sér ekki upp Messíasar- ímynd. „Það var hatrið og hefndar- þorstinn sem rak þennan mann áfram. Það var upphafið og síðan var það rás atburðanna sem tók við. Þetta er'mikil saga sem er vel þess virði að vera sögö.“ RÝMINGARSALA hefst 18. jan. 20% afsláttur af öllum vörum Úrval af fallegum kvenfatnaði Mosfellsbæ Þverholti 5 - sími 666676
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.