Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1988, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1988, Blaðsíða 36
— 48 LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988. Skák Þröstur fyrsti Evrópumeistarinn Einhverjum kann að þykja lítt til þess koma þótt íslenskum skák- manni hafi tekist að verða Evrópu- meistari í skák. Á síðasta ári tókst okkar mönnum í tvígang að hreppa heimsmeistaratitil. Það voru Hannes Hlífar Stefánsson, í flokki 16 ára og yngri, og Héðinn Stein- grímsson sem varð heimsmeistari barna, 12 ára og yngri. Evrópu- meistaratitill Þrastar Árnasonar á dögunum er þó fyrsti titill sinnar tegundar sem íslenskur skákmað- ur hefur náð. Þröstur var meistari í sama aldursflokki og Hannes. Enn eitt dæmið um stórkostlegan ár- angur íslenskra unghnga. Þröstur Ámason og Hannes Hlíf- ar eru jafnaldrar og hér í eina tíð skiptust þeir á um að stela sigrin- um hvor af öðrum á skólamótum og helstu unglingamótum innan- lands. Yíirleitt voru nöfn þeirra nefnd í sömu andránni. Þeir voru ákaflega jafnir við skákborðið þótt skákstíllinn væri ólíkur; Hannes var þekktur fyrir glannaskap en Þröstur tefldi á traustari grunni. Það er alkunna að ungir skák- menn taka framforum í stökkum. Stundum koma löng tímabil þar sem skákþroskinn virðist standa í stað en svo er eins og stíflan bresti. Á íslandsmótinu í Grundarfirði 1986 voru jafnmiklar væntingar í garð Þrastar og Hannesar sem voru nýgræðingar í landshðsflokki. Þá vildi aftur á móti þannig til að Þröstur var kafsigldur í meirihluta skákanna en Hannes stóð uppi í hárinu á þeim sterku. Hannes var greinilega orðinn snjallari og síðan hefur þjóðin fylgst með framgangi hans. Minna hefur til Þrastar spurst en hann hefur stundað sína hst í hljóði og nú fyrst er hann að uppskera árangur erfiðisins. Frammistaöa Þrastar á Evrópu- meistaramótinu, sem fram fór í Saltsjöbaden, rétt utan við Stokk- hólm, bendir ótvírætt til þess að Þröstur hafi nú náð þrepi hærra á styrkleikalistanum og að mikils megi af honum vænta í framtíð- inni. íslendingar mega vera stoltir af því að eiga bæði Evrópumeistara og heimsmeistara í sama aldurs- flokki. Þaö hlýtur að teljast eins- dæmi. Þröstur svo gott sem tryggði sér sigurinn með kraftmikilli byrjun á mótinu. Hann vann sex fyrstu skákirnar og hreint ofmat hindraði hann í að ná efsta sætinu létt. í stað þess að sigla lygnan sjó reyndi hann aö vinna sjöundu skákina í röð en tapaði þá fyrir Frakkanum Degraeve, sem lesendur kannast e.t.v. viö frá skák hans við Hannes Hhfar í lokaumferðinni á heims- meistaramóti sveina í Innsbruck í fyrra. Síðan jafntefli við V-Þjóð- verjann Appel en tap í níundu og síðustu umferð setti titilinn aftur í hættu, Þröstur og Degraeve hlutu 6'A v. en Þrésti var dæmdur Evr- ópumeistaratitillinn vegna mun hagstæðari stigatölu (samanlagðir vinningar andstæðinganna). í 3,- 5. sæti urðu Júgóslavinn Markovic, ísraelsmaðurinn Boim og V-Þjóð- veijinn Appel, sem allir hlutu 6 v. í sveinaflokki voru átján þátttak- endur en í stúlknaílokki tefldu tólf. Þar á meðal var Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þrefaldur íslands- meistari kvenna. Hún var meðal þeirra efstu svo th ahan tímann en varð að lokum að sætta sig við 4. sæti óskipt. Það er þó langbesti árangur sem íslensk skákkona hef- ur náð á erlendum vettvangi frá Þröstur Arnason er fyrsti íslenski Evrópumeistarinn í skák. upphafi, að undanskildum Norður- landameistaratitli Guðlaugar Þorsteinsdóttur. Sigurvegari varð júgóslavneska skákkonan Bojkovic meö 8/2 v. af 9 mögulegum. Fruteau, Frakklandi, varð í 2. sæti með 6 /1 v., Van Anerongen, Holl- andi, hlaut 5 'A v. og Guðfríður Lilja 5 v. Lítum á sigurskák Þrastar gegn ísraelsmanninum Boim. Þröstur teflir byijunina ekki sérlega mark- visst og svartur nær að jafna taflið. Er hann hins vegar sneiðir hjá drottningakaupum vinnur Þröstur tíma og tekst að opna tafhð sér í vh. Eftir það gefur hann engin griö. Er ísraelsmaðurinn fehur á tíma í Skák Jón L. Árnason 39. leik er staða hans gjörtöpuð. Hvítt: Þröstur Árnason Svart: Inon Boim (ísrael) Drottningarbragð 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 Rf6 4. Bg5 Be7 5. e3 Rbd7 6. Hcl c6 7. Rf3 (H) 8. cxd5 Algengara er að halda spennunni með 8. Dc2, eða 8. Bd3. Svartur hefði nú mátt nota tækifærið til að létta á stöðunni með 8. - Rxd5. Næsti leikur hans leiðir til upp- skiptaafbrigðisins af drottningar- bragöi sém virðist heldur ekki gefa honum slæma möguleika því að hróksleikur hvíts til cl fehur ekki alls kostar inn í áætlun hans. 8. - exd5 9. Bd3 Re4 10. Bxe4 Bxg5 11. Bbl BfB 12. <L0 He8 13. Re2 Rf8 14. Rf4 Rg6 15. h3 Dd6 16. Rh5 Bd8 17. Rg3 Bc718. Hel Df619. Rfl Bf5! Eftir uppskipti á hvítreitábiskup- um hefur svartur leyst byrjunar- vandamálin sómasamlega. Taflið er nú að heita má í jafnvægi. 20. Bxf5 Dxf5 21. Dc2 Df6(?) Engin þörf var á því að sniðganga drottningakaup. Eftir 21. - Dxc2 22. Hxc2 Bd6 stendur svartur síst lak- ar. Nú tekst Þresti að snúa taflinu sér í vh með nokkrum beinskeytt- um leikjum, reyndar með góðri hjálp andstæöingsins. 22. b4! Re7?! 23. e4! dxe4 24. Dxe4 Bd6 25. b5 í örfáum leikjum hefur hvítur náð frumkvæði á drottningarvæng og yfirhöndinni á miðborðinu. Það er þó langt frá því að hvitur hafi vinningsstöðu. 25. - Hac8 26. bxc6 bxc6 27. Re3 Dg6! Hann hefur séð sig um hönd og býður nú drottningakaup. Ekki var 27. - Rg6 sérlega ráðlegt vegna svarsins 28. Rg4! sem gefur hvítum betra tah. 28. Rc4 Bb4 29. Dxg6 Rxg6? Svartur ber ekkert skynbragð á tíma í skák. Nú forðar hvitur hróknum með leikvinningi og peð svarts á c6 er dæmt th að falla. Eftir 29. - hxg6 30. He2 Rf5! eru máhn alls ekki einfóld. T.d. 31. Hxe8+ Hxe8 32. Rce5 Rxd4! 33. Rxd4 Hxe5 34. Rxc6 Hc5! o.s.frv. með jöfnu tafli. 30. Hxe8+ Hxe8 31. Rce5 Rxe5 32. Rxe5 C5-3.3. Rc6! Ba3 34. Hc3 Bb4 35. Hc2! Þannig nælir hann sér í peðið. Hvítur á nú vinningsstöðu. 35. - a5 36. dxc5 Kf8 37. Ra7 He7 38. Rb5 He8 39. a3 Og svartur féll á tíma um leið og hann ætlaði að leika 39. - Bel. Staða hans er töpuð. Nýr skákbæklingur IBM á íslandi hefur gefið út bækl- ing sem ber yfirskriftina Skák- þrautir fyrir börn og unglinga. Bæklingurinn fjallar um endatöfl og er hinn fyrsti þriggja slíkra sem fyrirtækið hefur ákveðið að gefa út. Hinir verða um leikfléttur og áætlun í skák. í bæklingnum eru 12 skákþrautir, grundvállarstöður' úr einföldum endatöflum sem öllum er hollt að þekkja, bæði leikum og lærðum. Auk þess er þar að finna ýmis heil- ræði til ungra skákmanna. Bækl- ingunum er ætlað að stuðla að framgangi skáklistarinnar meðal ungu kynslóðarinnar. Davíð Ólafsson, Jón Þorvaldsson og Ólafur H. Ólafsson hafa haft veg og vanda af efni bæklinganna. Þeg- ar nemanda hefur tekist að theinka sér dæmin er ætlunin að hann hafi samband við taflfélagið í sínu byggðarlagi, eða þann sem sér um skákstarfið í skólanum. Síöan veröur farið yfir dæmin með hon- um og þeir seni leysa þau rétt fá sérstakan grip í viðurkenningar- skyni frá IBM. Astæða er til að fagna þessu frafhtaki enda er þessi fyrsti bækl- ingur smekklegur á allan hátt og dæmin þannig valin að allir ættu að hafa gagn af. Bæklingarnir koma út í tengslum við veglegt unglingamót sem IBM mun standa fyrir nú í mars og ættu að vera ungum skákmönnum gott vega- nesti. -JLÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.