Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1988, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1988.
Fréttir ^_____. _____________________________dv
Friðrik Pálsson, framkvæmdastjóri SH:
Fáum yfir okkur röð
af gengisfellingum
- ef fiskverð lækkar enn á eriendum mörkuðum
Hjakkað í
sama farínu
í næturdag-
skiá rásar 2
Rás 2 býður þeim landsmönn-
um, sem vaka þurfa næturlangt,
upp á tónlist þeim til afþreyingar
og dægrastyttingar. En Mustend-
um rásarinnar aðfaranótt mánu-
dags brá heldur betur í brún þeg-
ar síbyljan var orðin endalaus.
Að sögn eins hlustenda var
hjakkað í sama farinu í tvær
klukkustundir samfellt. Þetta
vekur upp þá spumingu hvort
ekkert eftirht sé með næturdag-
skrá rásar 2. DV hafði samband
viö Ólaf Þórðarson og innti hann
nánar eftir því.
Stjórnendur rásarinnar hafa
tekið tölvur í þjónustu sína og
sagði Ólafur að smávægilegir erf-
iðleikar heföu komið upp á yfir-
borðið í byrjun.
„En í dag er það nánast undan-
tekning að eitthvað komi fyrir. Á
nóttunni er fréttamaður á vakt
og á hann að hafa eftirlit með aö
allt gangi samkvæmt áætlun.“
-StB
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggö
Sparisjóðsbækurób. 18-20 Ab
Sparireikningar
3ja mán uppsógn 18-23 Ab
6mán. uppsogn 19-25 Ab/
12 mán. uppsógn 21-28 Ab
18mán. uppsogn 28 Ib
Tékkareiknmgar, alm. 8-10 Ab, Sb
Sértékkareiknmgar 9-23 Ab
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 2 Allir
6mán, uppsogn 4 Allir
Innlánmeð sérkjörum 19-28 Vb
Innlán gengistryggð
Bandarikjadalir 6-6,50 Vb.Sb
Sterlingspund 6,75-8 Úb
Vestur-þýsk mork 2.25-3 Ab
Danskarkrónur 8-8,50 Vb
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvixlar(forv.) 30-32 Bb.Lb
Viöskiptavíxlar(forv) (1) kaupgengi
Almenn skuldabréf 31-34 Bb.Lb
- Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 33-35
Utlan verðtryggð
Skuldabréf 9,5 Allir
Útlán til framleiðslu
Isl. krónur 29,5-34 Lb
SDR 7,50-8,25 Lb
Bandaríkjadalir 8,75-9,5 Úb
Sterlingspund 9,75-10,25 Lb.Bb. Sb.Sp
Vestur-þýsk mork 5-5,75 Úb
Húsnæðislán 3.5
Lifeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextrr 44,4 3.7 á mán
MEÐALVEXTIR
Óverótr. mai88 32
Verðtr. mai88 9.5
VÍSITÖLUR
Lánskjaravisitala mai 2020 stig
Byggingavisitala mai 354 stig
Byggingavisitala mai 110,8 stig
Húsaleiguvísitala Hækkaði 6% . april.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Ávoxtunarbréf 1.5273
Einingabréf 1 2,763
Einingabréf 2 1,603
Einingabréf 3 1,765
Fjolþjóðabréf 1,268
Gengisbréf 1,0295
Kjarabréf 2,803
Lifeyrisbréf 1.389
Markbréf 1,460
Sjóósbréf 1 1,363
Sjóðsbréf 2 1,272
Tekjubréf 1,383
Rekstrarbréf 1,0977
HLUTABRÉF
Soluverð að lokinni jófnun m.v. 100 nafnv.:
Almennartryggingar 128 kr.
Eimskip 215 kr.
Flugleiðir 200 kr.
Hampiðjan 144 kr.
Iðnaðarbankinn 148 kr.
Skagstrendingurhf. 189 kr.
Verslunarbankinn 105 kr.
Útgerðarf. Akure. hf. 174 kr.
Tollvórugeymslan hf. 100 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
kaukpa viðskiptavíxla gegn 31 % ársvöxt-
um og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar-
bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb = Otvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast i DV á fimmtudögum.
„Gengisfellingin nú er ekkert
nema leiðrétting á þeirri kostnaðar-
hækkun innlands og lækkun á fisk-
veröi erlendis sem þegar er orðin.
Framhaldið ræðst hins vegar af því
hvort tekst aö halda kostnaði hér
niðri og fiskveröinu uppi. Ef ekki þá
eigum við eftir að sjá röð af gengis-
fellingum," sagði Friðrik Pálsson,
framkvæmdastjóri Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna.
- Bendir ekki margt til þess að fisk-
verðið fari enn lækkandi erlendis?
„Á meðan mikill verðmunur er á
fiski frá íslandi og helstu samkeppn-
islöndunum er mikill þrýstingur á
okkur um að lækka verðið. Þessi
munur er mjög verulegur, um 40
prósent á einstökum tegundum á
Bandaríkjamarkaöi. Ég ætla hins
Kvikmynd
Kvikmynd Sigutjóns Sighvats-
sonar, kvikmyndagerðarmanns í
Los Angeles, og félaga hans Steven
Colin var vahn af hópi franskra
leikstjóra á kvikmyndahátlöina í
Cannes í ár. Myndin nefnist The
Blue Iguana.
Hátíðin er hafln og stendur hún
til 23. maL í keppninni er m.a. keppt
um hinn eftirsótta Guhpálma en
keppninni er raunar skipt í þrennt.
í aðalkeppninni er keppt um Gull-
pálmann. í næsta hluta er keppt
vegar engu að spá þar sem það sem
birtist í blöðum á íslandi fer víðar,“
sagði Friðrik.
Að verðmun íslensks fisks og fisks
frá öðrum löndum slepptum bendir
allt til þess að fiskverð fari almennt
lækkandi. í spá, sem bandarískt
markaðsfyrirtæki gerði í byrjun
apríl, kemur fram að þorskblokk tári
niður í um 1,5 dollara í sumar. í febr-
úar var verðið 2 dollarar. Fyrirtækið
spáir því 25 prósent lækkun. Fyrir-
tækið spáir að verð á flökum muni
fara niður í 1,25-1,30 dollara en það
var í febrúar 1,70-1,75 dollarar.
Lækkunin er því um 26 prósent. ís-
lendingar framleiða ekki þá tegund
sem bandaríska fyrirtækið tekur í
sína spá. En ef gert er ráð fyrir 26
prósent lækkun á flökum og verð-
um athyglisverðar kvikmyndir en
í síðasttalda hlutanum keppa at-
hyglisverðir, ungir og efnilegir
leikstjórar. Þaö er í síöastnefnda
hlutanum sem kvikmynd Sigur-
jóns keppir. Alls eru 14 myndir
valdar í þann hluta og er The Blue
Iguana önnur af tveimur banda-
rískum myndum.
The Blue Iguana fjallar um Vince
Hohoway sem hefur að atvinnu að
finna týnda hluti en þó sérstaklega
fólk sem hefur af einhverjum
mismunur íslenska fisksins og þess
kanadíska er þurrkaður út má gera
ráð fyrir aö íslensk þorskflök geti
lækkað um allt að 40 prósent.
Ef verðlækkanir verða á erlendum
mörkuðum verður fiskvinnslan þá
ekki að mæta þeim með aukinni hag-
kvæmni í eigin rekstri frekar en að
kalla á frekari gengisfellingu?
„Ég held að fiskvinnslan æthst ekki
til þess að stjórnvöld hlaupi undir
bagga þegar illa gengur og að hún
eigi ekki að gera það. Hins vegar var
ástandið þannig fyrir gengislækkun
að það lá við lokun fyrirtækjanna.
Krafan um gengisfellingu og þar með
hækkun á tekjum fiskvinnslunar er
nákvæmlega eins og þegar launþegar
biðja um leiðréttingu á sínum tekjum
þegar kostnaður við rekstur heimil-
ástæðum horfiö. Honum hefur
gengið heldur brösuglegá í starfi
vegna þess að þá, sem hann hefur
átt að finna hfandi, hefur hann iðu-
lega fundið sem liöin lík. Fyrir utan
fiármálaörðugleika eru lögreglan
og ríkissaksóknari að skipta sér af
málum hans. Þegar aht virðist vera
komið í kalda kol fær hann verk-
efhi upp í hendumar. Verkefni sem
nær væri aö kalla sjálfsvíg.
-JBj
anna hefur hækkað."
- Ef manni er sparkað úr vel laun-
uðu starfi og fær á sig þannig orð-
spor að hann getur ekki búist við
jafngóðu starfi aftur verður hann þá
ekki sjálfur að draga saman seglin?
„Ef litið er tvö til þrjú ár aftur í
tímann sést hversu tekjur fiskvinnsl-
unnar hafa dregist saman og hvað
hún hefur tekið á sig. Það hefur ekki
staöið á fiskvinnslunni að mæta
þessum aðstæðum. Ég held hins veg-
ar að það séu ýmsir aðilar aörir í
þjóðfélaginu sem gætu litið á eigin
rekstur og leitað meiri hagkvæmni,"
En gefur 10 prósent gengisfelling
svigrúm til fiskveröshækkunar hér
innanlands?
„Nei, ég held að það sé alveg ljóst,“
sagði Friörik. -gse
Lítið og nett
fiystihús
stofnað á
Selfossi
Fiskvinnslufyrirtækið Gagn hf. á
Selfossi mun hefia starfsemi sína í
næstu viku. Var fyrirtækið stofnaö
fyrir um mánuði og er undirbúning-
ur að starfseminni á lokastigi.
Eigandi fyrirtækisins er Snorri
Snorrason og sagði að í raun væri
um lítið og nett frystihús að ræða.
Aðspurður sagði hann að víst væri
óvanalegt að starfrækja fiskvinnslu-
fyrirtæki inni í landi en með tilkomu
fiskmarkaðanna í Reykjavík og í
Hafnarfirði væri það alveg eðlilegt.
Fyrirtækið fengi hráefnið þaðan, auk
þess sem umræður um kaup á áila
tveggja til þriggja trilla í Þorlákshöfn
væru í gangi. Sagði hann jafnvel
styttra að sækja fisk til Reykjavíkur,
Hafnarfjarðar og Suðurnesja en til
Stokkseyrar og Eyrarbakka.
„Þaö er ekki nauðsynlegt að vera
niðri í fiöru til að starfrækja fisk-
vinnslufyrirtæki í dag. Við erum í
iðnaðarhverfinu hér á Selfossi, nóg
af þjónustufyrirtækjum er hér í
kring og nóg af fólki til að vinna í
fiskinum,“ sagði Snorri.
Til að byrja með verða 10 manns
starfandi hjá fyrirtækinu og reiknar
Snorri með að aíkastagetan geti orðið
um 10 tonn á dag miöað við karfa.
Strandasysla:
Rauðmaginn
sést ekki
Regína Thorarensen, DV, Selfossi:
Ég átti tal við Axel Thorarensen í
gærkvöldi, 12. maí, og var ekki eins
hressilegt að tala við þessa miklu sjó-
kempu og venjulega. Lítil sem engin
hrognkelsaveiði hefur verið í vor.
Munaðarnesmenn lögðu sjötíu net í
sjó og fengu 14 grásleppur. Sigmund-
ur á Norðurfirði lagði 40 net og fékk
140 grásleppur og er það metiö í ár.
Rauðmagaveiði var engin svo Ár-
neshreppsbúar veröa ekki rauðir af
rauðmagaáti á þessu vori eins og
venjulega. Veðráttan - rigning, súld,
þoka, svo aö flugvélar gátu ekki lent
og er þá mikið sagt. Skyggni einn
kílómetri. Hiti var um sexleytið í
gærdag tæp tvö stig. Fiskur hefur
ekki fengist og mannfólkið hrjáð af
flensunni í Árneshreppi. Sauðburður
að byija. Að lokum sagði Axel að
hrognkelsaveiði hefði nær engin ver-
ið í öhum Húnaflóanum í vor.
Sigurvegararnir Gauja S. Karlsdóttir, t.h., og Maj Britt Norberg ásamt dómurum og yfirkokki Saga Hotell sem
er lengst til hægri.
DV-mynd Björn Langsam, Nordlys
íslensk stúlka vann keppni
matreiðslunema í Noregi
Lúövík B. Jónsson, DV, Trorasö
Gauja S. Karlsdóttir og norsk
stúlka, Maj Britt Norberg, sigruðu
í matreiðslukeppni í Trömsö í N-
Noregi. Keppnin var haldin í lok
apríl og voru þátttakendur mat-
reiðslunemar frá hótelum í þremur
nyrstu fylkjum Noregs. Til viömiö-
unar má geta þess að á þessu svæði
eru fleiri íbúar en á íslandi.
Keppnin fólst í því að aö hvert
tveggja manna liö fékk úthlutaö
einum lambsskrokki, urriöa, stein-
bítsflaki og að sjálfsögðu öllu með-
læti. Stöllurnar bjuggu til svokall-
að „butterfly" úr urriðanum sem
var forréttur en innri lambavöð-
vinn var notaður í aðalrétt. Elda-
mennskan stóö yfir í 5 stundir og
gekk dómnefndin á milli og mat
bæði vinnubrögð og nýtingu hrá-
efnis. Eftir að úrslit lágu fyrir kom
í ljós að agúrkuskreyting, sem
Gauja hafði fundið í tímaritinu
Gestgjafanum og notað th að
skreyta forréttinn, hafði vakið
mikla hrifningu dómaranna.
Sem sigurvegarar í keppninni
taka þær Gauja og Maj þátt í land-
skeppninni sem haldin verður í
Stavanger í haust. Eftir að samn-
ingi Gauju hjá Saga Hotell í Tromsö
lýkur í haust liggur leiðin til eins
árs dvalar í mekka matargerðar-
listarinnar, París.
Sigurjóns til Cannes