Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1988, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1988, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 18. MAl 1988. Utlönd Langlvflr og friðsamir Beinaí'undur í Bahrain þykir benda til þess að íbúar þar á öldum áður hafi lifaö lengur en aörir sam- tíðarmenn þeirra og verið mjög friðsamir. Beinin fundust á greftrunarstað sem talinn er vera frá því um 2500 til 2200 fyrir Krists burð. Sérfræð- ingar þeir sem rannsaka beinin segja aö þau séu mjög heilleg og telja það benda tíl þess að fólkið hafi lifaö friðsömu lífi því átökum fylgi yfirleitt brotin bein. Beinagrindurnar i Bahrain eru heillegar. Simamynd Reuter ÆUuðu að myrða Jackson Jesse Jackson ásamt kvikmyndastjörnunni Margot Kidder á kosninga- fundi í Oregon. Simamynd Reuter Bandarisk stjómvöld skýröu frá því í gær að hvitur maður og eigin- kona hans heföu verið ákærö fyrir aö standa að samsæri um að myröa Jesse Jackson, leiðtoga þeldökkra í Bandaríkjunum, sem nú sækist eftír útnefningu sem forsetaefni demókrataflokksins. Maðurinn, Londell Wilhams, og eiginkona hans, Tammy, sem em frá Washington í Missouri, voru einnig ákærð fyrir að hóta þeim sem sagði til þeirra og fyrir ólöglegan vopnaburö. Hjónin vora handtekin á fostudag en handtakan ekki gerð opinber fyrr en í gær. Að sögn leyniþjónustumanna er fyrir hendi segulbandsupptaka þar sem Wiiliams segir að hópur manna, sem trúa á yfirburöi hvíta kynstofnsins, hafi haft uppi áætlanir um að myrða Jackson 4. júlí næstkomandi, á þjóö- hátíðardegi Bandaríkjamanna. Leyniþjónustan, sem ber ábyrgö á því aö vernda frambjóðendur í for- setakosningum, hefur nú til rannsóknar hvort fleiri kunni að blandast í málið. Jesse Jackson gerir nú urslitatilraunir til þess að bæta stöðu sína fyrir flokksþing demókrata í Bandaríkjunum í sumar, i þeirri von aö geta haft þar sem mest áhrif á gang mála þótt vonir hans um útnefningu sem forsetaefni flokksins séu nær orðnar að engu. Jackson tilkynnti í gær að hann myndi bráðlega halda til Mexíkó til viöræðna við þarlenda ráöamenn um vandamál Mexíkana. Ferð þessi er tilraun til þess aö sýna kjósendum demókrata frara á að Jackson hafi hæfileika til þess að starfa á alþjóðavettvangi. Jackson sagði einnig í gær aö ferð til Afríku væri til athugunar. Jackson hefur reynt ?ð gera stefnu Bandaríkjastjómar í málefnum Afríku að kosningamáli og talið er að hann muni heimsækja Mósambík til þess að vekja athygli á ríkjandi vandamálum þeldökkra þar. Jackson tapaði í gær í forkosningum demókrata í Oregon. Hlaut hann þijátíu og sjö af hundraði atkvæða en Michael Dukakis, fylkisstjóri Massachusetts, sem er nú nær öruggur um útnefningu sem forsetaefni demókrata, hiaut nær sextíu prósent Nertar að banna nektardans Dómari einn í Los Angeles neitaði alfarið í gær að banna nektardans á opinberum stöðum á skrifstofutíma. Bar dómarinn þvi við að flestu fólki þætti gaman að slíkum sýningum. Tveir starfsmenn Los Angelesborgar höfðu fariö fram á bann þetta og báru því viö aö sér hefði þótt dónalegt þegar nektardansmeyjar voru fengnar t±l aö skemmta í samkvæmi á skrif- stofu þeirra. Dómarinn sagðist sjálfur hafa veriö viðstaddur slíkar sýningar og sagð- ist ekki sjá neitt athugavert við þær. Sendiherra ákærður Stjómvöld í Hondúras ætla aö leggja fram ákærur á hendur fyrrver- andi sendiherra sínum I Panama sem handtekinn var í Miami fyrir sölu á eiturlyfjum. Talsmaöur stjórnvalda í Hondúras sagöi í gær aö sendiherrann yrði látinn sæta fullri ábyrgð. Hann er sakaöur um að hafa verið með ellefu kiló af kókaíni í ferðatösku sinni við komuna til Miarni. Deila um afskipti sýrienskra hermanna írönsk og sýrlensk yfirvöld ræddu enn í morgun ákaft um hvort taka ætti ákvörðun um að. senda sýr- lenska hermenn inn í úthverfin í suðurhluta Beirút þar sem andstæð- ar fylkingar shita heyja blóðuga orr- ustu. Um sjö þúsund sýrlenskir her- menn hafa nú verið í viðbragðsstöðu í þrjá daga umhverfis úthverfin. Fyrstu opinberu viðbrögð íranskra yfirvalda við ákvörðun Sýrlendinga um að láta ef til vill hermennina grípa inn í bardaga voru að lýsa yfir að það væri ekki nauðsynlegt. Sýr- lendingar útiloka það hins vegar ekki. Bardagamir hafa nú staðiö yfir í eina og hálfa viku og héldu áfram í gær þrátt fyrir yfirlýst vopnahlé. Tvö hundruð fimmtíu og fimm manns hafa látið lífið í þeim og eitt þúsund særst. Menn Hizbollah sam- takanna, sem studdir eru af írans- stjóm, hafa náð um áttatíu prósent- um af þeim svæðum sem þeir berjast við amalshíta um. Sýrlendingar eru sagðir hafa tii- kynnt að þeir muni lita hvert brot gegn nýju vopnahléi, sem lýst var yfir í gærkvöldi, beint'gegn sýrlensk- um hermönnum. Ekki var þó talið ljóst hvort þetta þýddi aö þeir myndu grípa inn í ef bardagarnir héldu áfram í dag. Heimildarmenn segja aö Sýrlendingar vilji samþykki írana áður en þeir láta til skarar skríða. íranar hófu keppni viö Sýrlendinga um áhrif í Líbanon þegar þeir sendu mörg hundruð byltingarverði í kjöl- far innrásar ísraelsmanna árið 1982. Embættismenn shita, sem hliðhollir eru írönum, segja að íranar hafi krafist tryggingar fyrir því að ekki yrði gengiö of nærri Hizbollah sam- tökunum og aö íranar leyfi ekki að meölimir samtakanna verði afvopn- aðir. Sýrlensku hermennirnir í Beirút í Líbanon voru þyrstir í gær er hitabylgja gekk yfir landið. Simamynd Reuter Páfi hlýðir á um- kvartanir indíána Jóhannes Páll H. páfi fór í gær til afskekktra svæða, sem byggð eru indíánum, í Paraguay og hlýddi þar á umkvartanir leiðtoga indíána um meðferð hvitra manna á fólki hans. Indíánar skýrðu páfa frá því að þótt hvíti maðurinn þættist vera að færa indíánum siðmenningu væri hann ekki siðmenntaöur sjálfur. Rene Ramirez, leiðtogi maskoy- indíána, skýröi páfa frá því aö hvíti maðurinn hefði tekið land indíána með valdi, virti ekki rétt þeirra á neinn hátt og spillti lífi þeirra með öllu móti. Páfi hlýddi með athygli á mál indí- ánaleiðtogans og faðmaði hann að ræðunni lokinni. Páfl kvaðst meðvitaöur um hversu alvarleg vandamál indíánanna væru og bað stjórnvöld í Paraguay um aö gæta réttlætis og mannúðar í um- Paraguaybúar halda upp fjötruðum höndum í mótmælum gegn stjórn landsins sem efnt var til við fund páta og stjórnarandstæðinga. Simamynd Reuter íjöllun um mál þeirra. íbúar í Paraguay efndu í gær til- mótmæla á fundi meö páfa. Páfi ílutti vdð það tækifæri ræðu þar sem hann fordæmdi spillingu í Paraguay og varaði við því að ríkjandi fátækt í landinu ógnaði friði þar. Tugir ungs fólks notuðu tækifærið til mótmælaaðgerða og héldu hönd- um sínum, íjötruðum með vasaklút- um, á lofti til að leggja áherslu á að íbúar landsins byggju ekki við frelsi. Nokkrir héldu á spjöldum sem á vora letruð slagorð. Fundurinn, sem yfirvöld í Paragu- ay höfðu hótað að banna, var skipu- lagður af kirkju landsins. Páfi faðmar Rene Ramirez, leiðtoga maskoy-indiána i Paraguay. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.