Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1988, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1988, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1988. 15 Jafhréttismál til lykta leitt „Alþingismaðurinn Guðrún Helgadótt- ir á miklar þakkir skildar fyrir skyn- samlega afstöðu til bjórmálsins á Al- þingi og hispurslaus og einarðleg skrif um þessi mál 1 f]ölmiðlum.“ Undanfarin ár hefur mjög borið á alls konar jafnréttisbaráttumálum í fjölmiðlum. Jafnrétti kynjanna, jafnrétti í launum og jafnrétti í byggð landsins. Aðfaranótt þriðju- dags tók Alþingi af skarið í miklu jafnréttismáli er það samþykkti bjórfrumvarpið. Þetta er ósvikið jafnréttismál þar sem landsmönn- um hefur mjög verið mismunað um kaup á bjór um langt árabil. Flugmenn, farmenn og ferða- menn hafa haft rétt til þess að kaupa áfengan bjór og neyta hans en þeir sem ekki hafa tök á því að fara til útlanda hafa ekki notiö sama réttar nema með því að kaupa bjór á uppsprengdu verði af far- mönnum sem komið hafa með bjór til landsins, löglega eða ólöglega. Batnandi ástand Ég er sjálfur ekki bjórmaður en neyti hans þó stundum á ferðalög- um erlendis og kaupi jafnan minn skammt þegar ég kem til landsins. Ég vil endilega að allir landsmenn hafi þennan rétt, hvort sem þeir nýta hann eða ekki. Ég hef búið um árabil í landi þar sem bjórsala og drykkja var fijáls. Ég varð þess var að sumir félaga minna drukku aðeins bjór þegar við fórum út að skemmta okkur og ég spurði þá hvers vegna þeir drykkju aðeins bjór þar sem vín og brenndir drylckir voru lítið dýr- ari. Svarið sem ég fékk frá sumum þeirra var þetta: „Þegar ég drekk bjór þá finn ég fyrir áhrifum eins og þú sem drekkur viskí en ég verð aldrei æstur eða uppivöðslusamur af bjórnum en á það til ef ég drekk sterka drykki." Þótt það sé hugsanlegt að heild- Kjallariim Þórarinn Reykdal fyrrv. deildarstjóri aráfengismagn eigi eftir að aukast eitthvað, að minnsta kosti fyrst í stað, við tilkomu bjórsins þá held ég að drykkjumenning okkar ís- lendinga eigi eftir að batna með til- komu bjórsins. Ég hef ekki trú á því að bjórinn auki drykkju ungl- inga þar sem mun auðveldara er fyrir þá að laumast með pela af ein- hveiju sterkju en bjór í stórum stíl. Skynsamleg afstaða Það er annað jafnréttismál óleyst í sambandi við áfengislöggjöfina. Þar á ég við mjög svo misjafna að- stöðu sem landsmenn eiga við að búa til þess að kaupa þessa vinsælu vöru sem áfengi tvímælalaust er. Frú Guðrún Helgadóttir alþingis- maður gerði þessu máh góð skil í ágætri grein í DV1. febrúar síðast- hðinn undir fyrirsögninni: „Sala áfengra drykkja - vit eða vitleysa." Alþingismaðurinn Guðrún Helga- dóttir á miklar þakkir skhdar fyrir skynsamlega afstöðu til bjórmáls- ins á Alþingi og hispurslaus og ein- arðleg skrif um þessi mál í fjölmiðl- um. Nú strax, daginn eftir að bjór- frumvarpið hefur verið samþykkt á Alþingi, eru menn farnir að velta vöngum yfir dreifingarvandamál- inu. Ég heyrði ekki betur en að for- stjóri ÁTVR segði í sjónvarpsfrétt- um að áætluð bjórsala væri flórfalt það magn af víni og brenndum drykkjum sem ÁTVR seldi nú og myndi það hafa í fór með sér kostn- aðarsamar breytingar á þeim útsöl- um sem nú eru til staðar. Og þegar hefur veriö nefnt að hugsanlega veröi bjórafgreiðslan að fara fram í sérstökum vöruhúsum. Kaupfélögin sjái um bjórsölu Það er ljóst að vegna hinna fáu útsölustaöa ÁTVR muni enn auk- ast misræmið th áfengiskaupa fólksins úti á landsbyggðinni. Ofan á hátt bjórverð, sem þegar er farð að tala um, kemur hár póstflutn- ingskostnaður fyrir fólk úti á landi. Nú er það svo að í öðrum löndum eru bjór og jafnvel borðvín seld í matvöruverslunum. Ekki vh ég leggja th að shkt verði gert hér í öllum matvöruverslunum en þar sem samvinnumenn telja kaup- félögin þjónustufyrirtæki lands- byggðarinnar þá vil ég leggja th að utan höfuðborgarsvæðisins og hinna stærstu þéttbýhskjarna verði kaupfélögunum fengið það hlutverk að sjá um bjórsölu í um- boðssölu, að sjálfsögðu undir sér- stöku eftirhti. Ríkissjóður myndi fá sínar tekjur en spara sér mikil flárfestingarútgjöld í nýjum út- sölustöðum og/eða stórum flota flutningabha sem nefnt hefur verið sem dreifingarmöguleiki. Samþykkt bjórfrumvarpsins er mikið jafnréttismál en alhr lands- menn ættu að hafa sem jafnasta aðstöðu th áfengiskaupa. Þetta misrétti ýtir að sjálfsögðu undir þá þróun sem nú er rædd svo mjög, þ.e. fólksflutninga af iandsbyggð- inni'th suðvesturhoms landsins. Þórarinn Reykdal. Þjóðarbölið - Ranglát tekjuskipting Þá er hið háa Alþingi rétt aö ljúka störfum eða er það kannski hitt að senda eigi þingið heim og leggja þingræðið til hliðar? Víst mun margt misjafnt hafa á daga þess drifið þó að ég kunni þar htt frá að segja, langar jafnvel htið um störf þess að vita þó að þar sé vissu- lega margt ágætt fólk sem vill koma fram góðum málum. En er það ekki rétt með farið að flestöli góð mál séu drepin í fæðingunni en hin séu það sem upp úr stendur? Ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar hefur líka næg- an þingstyrk th að koma málum sínum fram þótt ekki þyki ahtaf friðvænlegt á stjórnarheimilinu. Svona rétt sem snöggvast mætti hta á þau mál sem mesta háreysti hafa vakið. Vestfjarðafárið Þingstörfin hófust á landsbyggð- arvandamálum, eins og vænta mátti. Nú var það sláturfé bænda á Vestflörðum sem uppþotinu olli. Einu sláturhúsi hafði verið lokað vegna þess að það dæmdist í al- gjöru lágmarki að öllu leyti. En shku undu bændur þar vestra iha og hafði yfirdýralæknir óþyrmi- lega fengið að finna fyrir því. Var sá atgangur bæði harður og strang- ur. Þetta hrikalega vandamál báru svo þingmenn Vestflarða með sér inn á Alþingi og sýndu umbjóðend- um sínum að þeir töldu meira máli skipta að þeir fengju að slátra fénu sínu þar sem það bakaði þeim sem minnsta fyrirhöfn heldur en hitt hvort framleiðsluvara þeirra stæð- ist heilbrigðiskröfur og væri hættulaus fyrir neytendur. Það kæmi líka að litlum notum fyrir byggðarlagið að hafa flórfald- an atkvæðisrétt ef sendisveinar þess á Alþingi byggju ekki að sama skapi yfir kynngimagnaöri vest- fiarðaorku og gætu beitt henni af kunnáttusemi. Hamagangur á Hóli Þá bar Útvegsbankann enn á góma í sölum Alþingis og hafði KjaUarinn Aðalheiður Jónsdóttir verslunarmaður meistari Jón eða Jónarnir boðið hann til sölu og bauðst SÍS góð- fúslega til að hirða bankann fyrir tilskhið gjald. En þá varð nú heldur en ekki hamagangur á Hóli og upp risu á afturfæturna 32, eða hvað það nú var, fiármagnseigendur sem töldu sig eiga allan rétt á bankan- um, höföu aðeins beðið færis og ætiuðu að hirða heha galleríið þeg- ar það hefði sannast að enginn hefði áhuga. En nú fór í verra því að í ljós kom að bankinn var orðinn blýfastur við viðskiptaráðherra og hvernig sem hinir flölkunnugu flármagns- eigendur og auðhringsoddvitar toguðu og toguðu urðu þeir að bíta í þaö súra epli að bankinn, sem orðinn var reynslunni ríkari um dagana, haggaöist ekki. Hverjir eiga SIS? Sagt er að þijú kaupfélög hafi stofnað SÍS. Nú þegar eitt þeirra er gjaldþrota hefði mátt ætla að það ætti hauk í horni þar sem Sam- bandið er. En þá kemur í ljós að svo er ekki. Þar á það öldungis ekki neitt og aldehis ekki í verka- hring Sambandsins að reisa hinn fahna við. En hverjir eiga þá auðhringinn ef stofnendurnir eiga þar ekkert? Eru það topparnir sem tróna hæst og kannski Framsóknarflokkur- inn? Voru ekki samvinnufélögin upphaflega stofnuð th að hamla gegn of háu vöruverði, þjóna hags- munum bænda og jafnvel verka- lýðsins á möhnni? Og var ekki SÍS stofnað til að vera oddviti slíkrar hugsjónar og skapa möguleika th að hrinda henni í framkvæmd? Nei, annars, auðvitað er þetta bara rugl. SÍS hefur annars konar köhun, sjálfstæða og óháða þjóð- félagsumbótum. Fjármagns- og fyr- irtækjasöfnun er mergurinn máls- ins. Því stendur SÍS líka eins og klettur í hafinu, rétt eins og Fram- sóknarflokkurinn. Enda munu bæði fyrirbærin greinar á sama meiði og áhka mikið á skjön við upphaf sitt. Margt hefir hka drifið á dagana á langri leið, svo sem hemám og hermang, sem hvorug- an þennan kynlega kvist hefur látið ósnortinn, eins og eflaust margir vita. Verkalýðsbarátta á brauðfótum Undanfarandi vikur hafa kjara- dehur og verkfóll sett sinn svip á velferðarþjóðfélagið. Verkalýðs- foringjar, sem komist höfðu upp með það árum saman að semja um laun fyrir sína umbjóðendur, sem bæði þeir og atvinnurekendur sögðu að enginn gæti lifað af, urðu nú aht í einu reynslunni ríkari stóðu og göptu eins og þorskar á þurru landi. Fólkið var reyndar farið að taka til sinna ráða og feha kjarasamningana þeirra. En því miöur dugði það skammt. Litlar kjarabætur fengust, þrátt fyrir allt. Þannig höfðu flugumenn í verkalýðsfélögunum búið um hnútana. Þegar verkalýðsforingjar hugsa og tala nákvæmlega eins og at- vinnurekendur getur niðurlæging verkalýðsbaráttunnar vart meiri orðið. Þeir gefa yfirlýsingar um það áður en þeir setjast að samninga- borði að óhugsandi sé að ná sam- komulagi um þau laun sem farið er fram á, þó að þeir viðurkenni að enginn geti lifað af lægri laun- um. Þvhikt siöleysi. En við hverju má ekki launafólk búast þegar það velur sér slíka foringja? Getur það farið saman að vera formaður verkalýðsfélags og harð- línumaður í Sjálfstæðisflokknum, hafa þar margfaldara hagsmuna aö gæta og vera forseti borgarstjórn- ar? Það sýnist reyndar allt of ruglað og ótrúlegt til aö vera satt að svona dæmi séu th. En samt, því miður, þau eru th. Og hvers vegna eru þau th? Jú, af þeirri einfoldu ástæðu að stéttarvitund þeirra sem þræla fyrir daglegu brauði er löngu glötuð. Þó að ég taki þetta dæmi hér, þar sem það er nærtækast, er það engan veginn mín meining að formaður VR sé eini verkalýðs- foringinn sem brugðist hefur um- bjóðendum sínum. Þeir eru því miður óteljandi. En mér skhst að staða hans í Sjálfstæðisflokknum og í borgarstjóm ætti að nægja th að dæma hann úr leik sem slíkan. Kannski hafa samt félagar í VR orðið stoltir af foringja sínum þegar hann var kominn í sjálfheldu í borg- arstjóm vegna yfirlýsinga um að hann styddi tihögu minnihlutans um 42.000 kr. lágmarkslaun. Þegar andúðin gegn kjarasamningnum haíði gert hann svo skelkaðan að hann vissi ekki hvað hann gerði og gleymdi því að stundum getur reynst erfitt að bera kápuna á báð- um öxlum án þess að verða sannur að sök. En þegar neyðin er stærst er oft hjálpin næst. Blessaður, elsku borgarstjórinn bjargaði reyndar vini sínum og flokksbróður út úr flækjunni með einhhða aðgerðum eins og hans var von og visa. Og þó að forseti borgarstjórnar yrði aö viðurkenna að allt er hann hefði sagt væri bjánaskapur og ómerkhegt bull manns sem mis- skildi stöðu sína - ekkert mál. Launaréttlæti Sambandsins! Ýmislegt athyglisvert kom fram í þessari kjaradeilu. - Fjölmörg fyr- irtæki sömdu við sitt fólk um 42.000 kr. lágmarkslaun. Þá hefði sýnst gott tækifæri fyrir SÍS stórveldið, ef þaö hefði vhjaö kjarajöfnun eða bætt þjóðfélag, að fylgja þessari stefnu. Nei, þar á bæ vita menn alveg hvemig þeir eiga að hegða sér í kjaradehum og mynda því órjúfanlega samstöðu með VSÍ. Áli- ir þekkja að sjálfsögðu launarétt- læti Sambandsins. 32.000 kr. mán- aðarlaunin, sem ekki mega hækka, og hins vegar laun frábæra for- stjórans, sem eru 1.200.000 kr. á mánuði. Hvernig dirfast ráðamenn SÍS aö bjóða þjóðinni að horfa upp á svona svínarí? Eru þeir orðnir svo sam- grónir spillingunni að þeir geri sér enga grein fyrir hvar þeir standa? Spilhng á spillingu ofan skreyta innviði þessa fyrirtækis, þaö er al- veg ljóst, þó aö vafalaust sé þar af miklu meiru aö taka en komið hef- ir fram í dagsins ljós. Ekki veit ég hvern hug fiöldinn ber th þessa stórveldis í íslensku samfélagi. Hitt veit ég að ég ht á það sem skrímsh, gróðrarstíu sphl- ingar og blygðunarlauss ranglætis. Aðalheiður Jónsdóttir. ,,Því stendur SÍS líka eins og klettur í hafinu rétt eins og Framsóknarflokk- urinn. Enda munu bæöi fyrirbærin greinar á sama meiöi og álíka mikið á skjön við upphaf sitt.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.