Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1988, Síða 30
30
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1988.
LífsstOl
Skyggmlýsingafundur hjá breskum miðli:
Hefiir séð látna sitja á kistunni og
dingla fótunum við eigin jarðarför
- og horfa á kirkjugestina
„Þessi ungi maöur lést ekki af slys-
fórum heldur hjálpaði hann sér sjálf-
ur yfir um. Hann vill koma skilaboð-
um til móður sinnar í gegnum þig,“
segir Glady’s Fieldhouse, breskur
miðill, sem nýlega var stödd hér á
landi og hélt m.a. skyggnilýsinga-
fundi.
Er líf eftir þetta líf? Þessi spurning
hefur brunnið á vörum manna um
ómunatíð. Þó seint verði hægt að
sanna eða afsanna kenningar um
þessi mál telja margir að þeir hafi
fengið fullnægjandi sannanir fyrir
tilveru annars lífs. Þessir einstakl-
ingar hafa stofnað félög eins og Sál-
arrannsóknarfélag íslands.
Tilgangur félaga þessara er að leita
eftir sönnunum um að líf sé að loknu
þessu. Til þess er meðal annars feng-
ið fólk, sem talið er að hafi skyggni-
gáfu, til að halda fundi og fræðsluer-
indi.
Skyggni, dulheyrn
og dulnæmi
Glady’s Fieldhouse er breskur mið-
ill sem kom til landsins á vegum
Sálarrannsóknarfélagsins. Glady’s
er viðurkenndur miðill í heimalandi
sínu og hefur starfað sem slíkur í
áratugi.
Hún hefur ferðast víðsvegar um
heiminn og haldið fundi í mörgum
löndum. Stór hluti starfsins er að
reyna aö sanna tilvist annars lífs.
Ótal blaða- og sjónvarpsviðtöl hafa
verið tekin við hana. Þar hefur hún
reynt að sýna og sanna hæfileika
sína sem eru almenn skyggni, dul-
heyrn og dulnæmi.
Skyggni er hæfileiki til að sjá fram-
hðið fólk, dulheyrn hafa þeir sem
heyra raddir og hljóð að handan og
dulnæmi skilgreinir þær tilfmningar
sem látið fólk hefur.
Til að kynnast betur hæfileikum
þessarar konu fór blaðamaður DV á
skyggnilýsingafund sem hún hélt.
Fólk af báðum kynjum,
áöllumaldri
og úr báðum heimum
Fundurinn var haldinn í sam-
komusal Hótel Lindar. Þaö vakti
strax athygli hversu blandaður hóp-
ur fólks kom á fundinn. Þarna var
fólk á öllum aldri og af báöum kynj-
um. Enginn einn aldurshópur var
fjölmennari en annar.
Salurinn var fullskipaður. í loftinu
var spenna og fólk talaði í hálfum
hljóðum. Andrúmsloftið í salnum
var svo sannarlega ekki líkt því sem
geristá bingósamkomu.
Við enda salarins var borð sem
miðillinn sat viö ásamt manni sínum
og tveim fulltrúum Sálarrannsókn-
arfélagsins. Annar þessara fulltrúa
reyndist vera túlkur miðilsins. Þegar
setja átti fundinn kom í ljós að hljóð-
kerfið í salnum virkaði ekki. Eftir
árangurslausar tilraunir til að reyna
að koma skikkan á hlutina byrjaði
fundurinn. Hann var settur með
kynningu á miðlinum.
Er eins og sími
Glady’s Fieldhouse er kona á sjö-
tugsaldri. Hún er fínleg og hefur góð-
legt andlit. Glady’s stóð sjálf upp og
kynnti sig. Hún hélt stutta tölu um
hæflleika sína og hvernig hún beitti
þeim. Hún líkti sér við síma.
„Miðilhnn er eins og hvert annaö
tæki,“ sagði Glady’s. „Við getum lítið
gert annað en sagt frá því sem við
upplifum. Það er jafnframt nauðsyn-
legt að svarað sé hátt og hiklaust
þegar til fólks er talað. Þeir fyrir
handan hafa engan áhuga á að halda
sambandinu opnu ef ekkert heyrist
á þessum enda línunnar,” bætir hún
við. „Ég vh jafnframt hvetja fólk til
að svara skilmerkilegá, helst já, nei
eða ég veit ekki. Jafnframt afþakka
ég alla hjálp og aðstoð viö að lýsa
fólkinu. Við erum að reyna að finna
sannanir hér í kvöld og þaö yrði til-
gangslítið ef mér yrðu sagðir hlutirn-
ir áöur en máhn eru rakin th hlít-
ar,“ segir Glady’s.
Oft bregður'fyrir glettni í fram-
komu hennar. Einu sinni slokknuðu
ljósin í salnum og spurði hún hver
væri nú að koma að handan og hló
dátt á eftir. Hún byijaði að einbeita
sér og fljótlega kom einhver í gegn.
Er einhver Jónsson hér inni?
„Er einhver Jónsson hér inni?“
spyr hún fyrst?
Þrír menn rétta upp hönd.
„Mér finnst eins og það komi úr
þessari átt,“ segir hún og bendir inn-
ar í salinn. Næst segir hún frá því
að th sín sé komin viröuleg kona sem
hafi dáið fyrir fimm árum. Jónsson-
urinn, sem átti hlut að máli, kannað-
ist ekkert við konuna þrátt fyrir að
henni væri lýst vandlega. Að end-
ingu var hætt við að rekja þetta mál
því framhðna konan var fyrst og
„Það má líkja mér við síma. Ég er einungis áhald til að koma á sambandi milli tveggja heima. Ef samband er
slæmt öðrum megin er erfitt að koma skilaboðunum á milli. íslendingar er áhugasamnr en felmnir. Þeir halda oft
að ég geti komist að öllum þeirra leyndarmálum. Þó að svo væri hefði ég engan áhuga á því.“
Úrval
Tímarit fyrir alla
HENTAR ÖLLUM ALLS STAÐAR - Á FERÐALAGINU JAFNT SEM HEIMA
MEÐAL EFNIS:
Skop 2 • Baun sem á þúsund gervi 3 • Bylurinn mikli 88 7 • Baráttan við krabbameinið 13 • Að fara
úr öskunni í eldinn 19 • Vísindi fyrir almenning: Útblástur án köfnunarefnis 22 • Blýlaust bensín eyk-
ur hættu á krabbameini 25 • Heitir þú Þóra, Jón eöa Guðmundur? 28 • Dularfull dauðsföll í Kongó 32
• Staðreyndir um tilraunir á dýrum 41 • Þetta er mitt sæti en ekki þitt, karl minn 49 • Þegar Herald
of Free Enterprise fórst 56 • Hugsun í orðum 86 • Hetjusaga fjölskyldu 87