Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1988, Síða 31
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1988.
3
fremst komin til að aðstoða eldri
mann viö að ná sambandi.
„Maður þessi lést vegna sjúkdóms
í lungum,“ segir Glady’s. „Hann er
mjög hár og ákaflega jákvæður,"
bætir hún við. Síðan koma nánari
úthstanir á úthti mannsins. „Hann
er kominn th að hehsa upp á þig og
þakka þér eða einhverjum úr fjöl-
skyldu þinni sem reyndist honum vel
í lifanda lífi,“ bætir hún við. Jónsson-
urinn kannaðist við persónu þessa
og fékk einnig nokkra aðra í heim-
sókn.
Hún fer til tveggja annarra sem
ýmist kannast við þá sem til þeirra
koma eöa ekki. Margir eru hikandi
þegar þeir eru spurðir hvort þeir
þekki hinn eða þennan og mikið er
um loðin svör. Spurningar eins og
„Gæti þetta verið hún amma?“ eða
„Er máðurinn með grátt hár?“ heyr-
ast. Það er að heyra á Glady’s að hún
vilji helst ekki fá spurningar eða
ábendingar þessar og hún biður fólk
að svara í sem stystu máli.
Afinn mætir til að setja
niður fjölskyldudeilu
„Hingað er kominn maður sem vih
hitta einhvern á þessu svæði,“ segir
hún og bendir á borð sem stendur
um miðbik salarinns. „Hann vhl tala
við þig,“ segir hún og bendir á mann
sem situr við borðið. Þetta er hann
afi þinn sem er kominn og mér fmnst
hann vera mjög ákveðinn persónu-
leiki. Maðurinn, þ.e.a.s. sá lifandi í
salnum, kannast við lýsinguna á afa
sínum. „Það er eins gott að þú kann-
aðist viö hann,“ segir miðhlinn og
hlær, „hann er ekki sú manngerð
sem hefði gert sig ánægða með ann-
að,“ bætir hún við.
Tíðarandi
„Hann er hingað kominn th að
reyna að lægja ófriðaröldur í fjöl-
skyldunni. Hann segir að þessi
ágreiningur sé á misskhningi byggð-
ur og þetta sé of langt gengið. Hann
vih endilega að þú og þeir sem eiga
hlut að máli talið saman um þetta
og hreinsið andrúmsloftið,” segir
Glady’s.
Maðurinn, sem á í hlut, verður
hálfklumsa við þetta og vandræða-
legur. „Passar þetta?” spyr Glady’s.
Maðurinn játar því og staðfestir að
einhver vandræði séu í fjölskyld-
unni. Miöilhnn segir honum þá að
best sé að fara að ráðum afa og snýr
sér að öðrum í salnum.
Skilaboð til mömmu
Misjafnlega gengur að fá lifendur
til að þekkja þá sem koma en margir
kannast viö marga. Allt í einu snýr
Glady’s sér að ungri stúlku sem situr
í salnum. „Hér er kominn piltur sem
lést af slysförum,” segir hún. „Nei
annars, hann dó ekki af slysförum
heldur hjálpaði hann sér sjálfur yfir
um. Hann kemur hér til þín vegna
þess að þú varst vinur hans og einn-
ig langar hann að biöja þig að koma
skhaboðum til mömmu sinnar," seg-
ir miðihinn.
Stúlkan segist þekkja piltinn og
Glady’s heldur áfram. „Pilturinn er
dapur yfir því að hann hryggði sína
nánustu með ótímabærri brottför
sinni en honum hður vel. Hann vhl
að þú hafir samband við móður hans,
sem er enn hrygg, og látir hana vita
um komu sína hér í kvöld. Jafnframt
átt þú að segja henni hve vænt hon-
um þyki um hana. Hann talar um
ung börn, ég held að það séu systkini
hans, og segist munu hta eftir þeim.
Hann þakkar þér fyrir fyrirbæn-
irnar og segir þær hafa hjálpað sér
mikið,“ bætir miðihinn viö. Stúlkan
virðist vera mjög snortin og kinkar
kohi th samþykkis. Eftir nokkra
stund í viðbót er skyggnilýsingunni
lokið. Eftir kaffi gefst gestum kostur
á að spyrja Glady’s Fieldhouse
spurninga.
Látnir sitja á kistunni
og dingla fótunum
Glady’s Fieldhouse svaraði hinum
ýmsu spurningum eftir kaffið. Blaða-
maöurinn spurði hana til dæmis
hvers vegna látnir auðvelduðu henni
ekki lífið og gæfu upp eigið nafn og
nafn þeirra sem þeir vhdu ná sam-
bandi við.
Hún svaraði því th að hlutirnir
væru því miður ekki svona einfaldir.
Þær upplýsingar, sem hún fengi,
væru mismunandi, stundum sæi hún
fólk og heyrði, stundum fyndi hún
hlutina á sér og svo framvegis, ekki
væri alltaf hægt að tala við framhðna
eins og þá sem lifandi væru.
Maður einn spurði hana hvort ekki
hefði neikvæð áhrif ef reynt væri að
halda lffi í fólki sem væri látið lækn-
isfræðilega séð.
Hún sagði að þetta væri erfið
spuming. Stundum hefði komið fyrir
að fólk, sem væri sem látið en hföi
með aðstoð véla, hefði komið aftur
th lífsins. Hún taldi að hver maður
hefði sinn vitjunartíma og hefðu
gerðir okkar mannanna oftast lítil
áhrif þar á. Þessu væri ahs ekki beint
gegn fólki í læknastéttum heldur
taldi hún svoleiðis störf með þeim
göfugustu sem hægt væri að vinna
við í þessu lífi.
Hún var spurð hvort hkbrennsla
hefði einhver áhrif á ferðir okkar
yfir um.
Þeirri spurningu svaraði hún neit-
andi og sagði að hkaminn væri eins
og umslag sem við fleygðum frá okk-
ur eftir notkun. Engu máli skipti
hver endalok hans yrði. Oft sagðist
hún hafa séð þá látnu sitja á kistun-
um, dingla fótunum og virða fyrir sér
fólkið í kirkjunni.
íslendingar áhugasamir
um líf að loknu þessu
Eftir fundinn kom blaðamaður að
máli við Glady’s og spurði hana
hvernig henni heföi þótt fundurinn.
Hún sagði að hann hefði verið óvenju
þungur og erfiður.
Við spurningu um hvort íslending-
ar tækju þessum málum af áhuga
sagði hún aö svo væri, oft kæmi fyr-
ir að þeir væru dálítið th baka og
hélt hún að ástæðan væri ótti um að
leyndarmál yrðu afhjúpuð. Hún
sagði jafnfram að það væri ástæðu-
laust því að henni myndi aldrei koma
það th hugar.
Þetta er í þriðja skiptið sem Glad-
y’s kemur th landsins og lét hún vel
af dvölinni hér. Svo virðist sem áhugi
íslendinga á málefnum, sem snerta
líf að loknu þessu, sé mikhl. Gesta-
miðlar á vegum Sálarrannsóknarfé-
lags íslands hafa verið margir á síð-
ustu misserum og yfirleitt hafa fund-
ir með þeim verið fjölsóttir. Um
ástæðuna fyrir þessum áhuga íslend-
inga er erfitt að fjölyrða. Hitt er víst
að hann er raunvenhegur og mikill.
-EG
Lífsstíl
Glady's Fieldhouse er viðurkennd sem miðill i heimalandi sínu. Hún ferðast um heiminn til að lýsa þvi sem hún sér
i öðrum heimum.
BÍLA
MARKADUR
..á fullrí fertf
Á bílamarkaöi DV á
laugardögum, auglýsa
fjöldi bílasala og
bilaumboða fjölbreytt
úrval bíla af öllum
gerðum og í öllum
verðflokkum.
AUGLÝSENDUR
ATHUGIÐ!
Auglýsingar í bílakálf
þurfa að berast ( siðasta
lagi fyrir kl. 17:00
fimmtudaga.
Smáauglýsingar í helgar-
blað þurfa að berast fyrir
kl. 17:00 föstudaga.
Siminn er 27022
ém 1 BLAÐAUKI
ALLA LAUGARDAGA