Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1988, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1988, Page 33
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1988. Hústökuslagur í Hollandi Til nokkurra átaka hefur dregið undanfarið milli hústökufólks í Hollandi og óeirðalögreglu landsins. Meðfylgjandi mynd er frá slag sem átti sér stað í Nijmegen nú í vikunni þar sem sjö manns voru handtekin fyrir að yfirtaka auð hús með ólöglegum hætti. Erlend myndsjá Nautafimleikar?!? Það getur ýmislegt borið við á nautaatsleikvöngum, en meðfylgjandi ljósmynd verður þó að teljast nokk'uð sérstök. Ekki er annað að sjá en blessað nautið hafi ákveðið að bregða sér í fimleika. Að minnsta kosti stendur það á höfði á myndinni, sem bendir til þess að það hafi einhveija fimi í gólfæfingum, þótt engum sögum fari af æfingum á slá eða hesti. Ef til vill er gripurinn þó aðeins að lýsa fyrirlitningu sinni á slökum nautabana með því að steypa sér koll- hnís. Eða þá nautabaninn hefur hvíslað að því að það yrði ekki sett í steikur. Hver veit svo sem? Myndin var annars tekin á San Isidro-nautaatinu á Spáni um síðustu helgi. Sovéski herinn kveður Brottflutningur sovéska herliðsins frá Afganistan er nú hafmn og á meðfylgjandi ljósmyndum eru her- menn úr fyrstu sveitunum, sem hverfa á brott, að kveðja íbúa Kabúl, höfuðborgar Afganistan. Ungir sem aldnir flykktust út á götur borgarinnar, sumir til að þakka sovésku hermönnunum veitt- an stuðning en aðrir til að fagna brottför þeirra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.