Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1988, Page 34
34
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1988.
Fréttir
Geiriandsá:
30 fallegir sjóbirtingar á 2 dögum
„Þetta gekk vel hjá okkur og viö Óskar Færseth, en hann hefur verið
fengum 30 sjóbirtinga, sá stærsti var iðinn við sjóbirtinginn í vor og er við
9 punda en sá minnsti 3 pund,“ sagði veiðar í Geirlandsá þessa dagana.
„Það er gaman að lenda í sjóbirtingn-
um og fá hann til að taka,“ sagði
Óskar.
í t
4
BLAÐ
BURDARFÓLK
t, eýft/Ct&éiyv /v/eAsjjt/:
1.
11
f
4
k
Reykjavík
Laufásvegur
Miðstræti STRAX
Skúlagata siéttar tölur
Laugavegur 120 - 170 STRAX
Austurstræti STRAX
Pósthússtræti STRAX
Hafnarstræti STRAX
Lækjargata STRAX
Grettisgata 64-út
Snorrabraut 30-40
Bárugata
Ránargata
Bollagata
Guðrúnargata
Gunnarsbraut
Kjartansgata
Leifsgata
Egilsgata
Eiríksgata
Barónsstígur 47-út
Hverfisgötu 1-65
Hverfisgötu 66-út
Sóleyjargötu
Skothúsveg
4 4
'k
4,
4
ÞVERHOLTI 11
SIMI 27022
AUGLÝSENDUR!
AKUREYRARBLAÐ
fylgir DV fimmtudaginn 2. júní nk.
Þetta verður í áttunda sinn sem sérstakt
AKUREYRARBLAÐ DV kemur út.
Blaðinu verður dreift í hvert hús á AKUR-
EYRI og næsta nágrenni og er því kjörinn
auglýsingavettvangur fyrir þá sem þurfa að
koma skilaboðum til norðanmanna.
AKURE YRARBLAÐIÐ er hluti af DV þennan
dag og fer því að sjálfsögðu einnig um landið
allt.
Skilafrestur fyrir auglýsingar er til föstudags
20. maí og þætti okkur vænt um að heyra frá
ykkur hið fyrsta ef áhugi er á að auglýsa í
AKUREYRARBLAÐI.
AUGLÝSINGADEILD
ÞVERHOLTI 11, SÍMI 27022.
„Veiðin hefur gengið vel síðan þaö
hlýnaði og ætli það séu ekki komnir
á land um 200 fiskar í það heila. Fisk-
urinn virðist vera frekar seinn niður
úr ánni og það bjargar veiðinni.
Hann er 11 punda sá stærsti sem af:
er og veiðimenn hafa séð töluvert af
flski,“ sagði tíðindamaður okkar fyr-
ir austan.
G.Bender
Óskar Færseth var liðtækur í fótboltanum í eina tið og núna er það veiðin
sem gengur vel hjá honum. Óskar við tveggja daga veiði i Geirlandsá fyr-
ir skömmu.
Ami Isaksson veiðimálastjóri um veiðihorfur í sumar:
Metár gæti orðið
ef smálaxaskot
kemur á Suðurlandi
„Við fiskifræðingar segjum að
þetta geti orðið svona meðalsumar í
veiðinni. Norðurlandið verður sterk-
ast, þar verður bæði stórlax og smá-
lax. Á Vesturlandi gæti orðiö smálax
og Suðurlandið verður gott.
Metár gæti orðið ef kæmu mikil
smálaxaskot á Suðurlandi.
Hafbeitin kemur til að kippa þessu
langt upp fyrir hundrað þúsund
laxa,“ sagði Árni ísaksson veiði-
málastjóri í samtali við DV á fóstu-
dagskvöldið, á opnu húsi hjá Stanga-
veiðifélagi Reykjavíkur. „Það sem
mun ráða miklu í sumar er veðurfar-
ið, ef það verða aftur miklir þurrkar
eins og síðustu þrjú sumur er aldrei
að vita hvað gerist.
Veiðimenn geta verið bjartsýnir á
sumarið,“ sagði veiðimálastjóri að
lokum. G.Bender
Árni ísakssson veiðimálastjóri með
vænan lax úr Kjarrá en Árni gerir
töluvert af þvi að renna fyrir lax á
sumrin. DV mynd G. Bender
Jón G Baidvinsson, fonn. Stangaveiðifélags Reykjavíkur:
Bgum von á mikl-
um laxi í sumar
„Þessi seinagangur á blessuðu vor-
inu þarf ekki að vera slæmur fyrir
okkur stangveiðimenn, vonandi
bendir þetta til þess að nægt og gott
veiðivatn verði í ánum okkar í sum-
ar. Það er líka kominn tími til eftir
þijú vatnslítil sumur,“ sagði Jón G
Baldvinsson, formaður Stangaveiöi-
félags Reykjavíkur, á fóstudags-
kvöldið. „Fiskifræðingar hafa verið
spurðir um laxagöngur í sumar en
þeir hafa heldur færst undan því aö
svara í vetur, en núna er komið vor
í þá. Það sem þeir hafa þó sagt okkur
að líklega verður minna um tveggja
ára lax en í fyrra. En um smálaxinn
er lítið hægt að segja ennþá.“
- En hvað segja stangveiðimenn?
„Það gekk mikið af smálaxi í árnar
í fyrra en þeir veiddust illa vegna
vatnsleysis. Þar við bætist að óvenju-
lega margir smáir laxar veiddust í
fyrra, þess vegna vilja stangveiði-
menn trúa því að eitthvað hafi gerst
í þroskaferli árgangs þess sem gekk
sem smálax í fyrra. Eitthvað sem
tafði fyrir honum og fékk hann til
að vera tvö ár í sjó en ekki eitt.
Sem sagt, þangað til annaö kemur
í ljós trúum við því að nóg verði af
laxi í ánum á sumri komanda. Við
erum bjartsýnir veiðimenn og ekki
gert út á annað í okkar útgerð en
vonina," sagði Jón formaður að lok-
um.
G.Bender