Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1988, Síða 4
„Á þessari ráöstefnu voru flutt ýmis merk og fróðleg erindi um gigtarsjúk-
dóma,“ sagði Jón Þorsteinsson, formaður Gigtarfélags Islands, en í gær
lauk i Reykjavík norrænni gigtarlæknaráöstefnu. „Það er mikilsvert að
læknar og sérfræðingar frá ýmsum löndum komi svona saman og beri
saman bækur sínar,“ sagði Jón.
Norræn gigtarráðstefna í Reykjavík
Áriega er skipt um
liði í mörg hundr-
uð íslendingum
fimmtungur þjóðarinnar þjáist af gigt af einhverju tagi
„Fimmtungur þjóðarinnar þjáist
af gigt af einhverju tagi," sagði Jón
Þorsteinsson, formaður Gigtarfélags
íslands, í samtali við DV. „Slitgigt,
liðagigt og vöðvagigt eru algengustu
tegundir gigtsjúkdóma og geta þessir
sjúkdómar byrjað jafnt í ungu fólki
sem því eldra en yfirleitt eykst gigtin
með aldrinum. Rannsóknir sem
gerðar hafa verið sýna að þessi sjúk-
dómur hefur fylgt okkur allt frá land-
námstíð.“
í gær lauk þriggja daga norrænni
gigtarráðstefnu, í Reykjavík, þar sem
fimm hundruð læknar og sérfræð-
ingar voru samankomnir. Sérfræð-
ingar víðs vegar að úr heiminum
voru fengnir á ráðstefnuna til að
flytja fyrirlestra.
„Hér hefur vissulega margt merki-
legt komið frarn," sagði Jón, er hann
var inntur eftir því hvað hefði borið
hæst á ráðstefnunni. „Tilgangurinn
með svona ráðstefnu er að sérfræð-
ingar kynni rannsóknir og reynslu
sína og fá fram umræður um málin.
Til dæmis skýrði Erika Szanto,
sænskur yfirlæknir, frá stórmerki-
legri rannsókn þar sem hún greinir
frá „methotrexate-lyfjameðferð".
Einnig vil ég nefna breskan prófessor
Paul A. Dieppe. Hann sagði frá mjög
fróðlegri rannsókn sem hann hefur
gert á svokallaðri „krystallagigt".
Lyfjameðferðin, sem Erika kynnti,
er ætluð liöagigtarsjúklingum. Meö
rannsókn sem hún gerði hefur hún
unnið brautryðjendastarf á Norður-
löndum á þessu sviði. Tilraun sem
hún gerði á 41 sjúklingi hefur sýnt
fram á að mjög miklar vonir megi
binda við þessa lyfjameðferð.
„Sextán sjúkhngar úr þessum hópi
læknuðust alveg og sjö manns fengu
stórkostlegan bata,“ sagði Erika í
samtali við DV í gær, „sjúklingunum
batnaði stöðugt á meðan haldið var
áfram að gefa þeim lyfið.“
Að sögn Jóns eru um 5000 íslend-
ingar hijáðir af liðagigt og af þeim
þyrfti helmingurinn að gangast und-
ir einhverja skurðaðgerð á ári
hverju. Árlega er skipt um liöi í
mörg hundruð manns. -RóG.
Rannsóknastofnun landbúnaðarins:
Áætlar beitarþol
tvöfalt of hátt
unnið að endurskoðun á granni úfreíkninga stofriunarinnar
Margt bendir til þess aö þær töliu*
sem Rannsóknastofnun landbún-
aðarins hefur sent frá sér um beit-
arþol á hálendinu séu allt aö helm-
ingi of háar. Þess eru dæmi aö
ítölunefndir hafi fækkað ærgildum
sem landið á að þola um allt að 60
prósent á einstökum svæöum. Með
aukinni þekkingu hefur beitarþol
nánast undantekningalaust verið
minnkað á hálendinu. Sé miðað viö
endurskoöun á tölum Rannsókna-
stofnunar landbúnaðarins má gera
ráö fyrir að á hálendinu séu allt
að 150 þúSund kindurn of mikið á
hveiju sumri.
Ólafur Dýrmundsson, landnýt-
ingaráðunautur þjá Búnaðarfélagi
íslands, hefur gagnrýnt Rann-
sóknastofnun landbúnaðarins fyr-
ir áætlanir hennar um beitarþol
um áraraðir. Hann og Sveinn Run-
ólfsson landgræðslustjóri hafa end-
urmetið gögn stofnunarinnar og
minnkað áætlaö beitarþol á liá-
lendinu um 30-60 prósent í gegnum
setu sína í ítölunefiidum. Þær
nefndir ákvarða hversu margt fé
megi reka á flall á vorin.
„Rannsóknastofnun landbúnaö-
arins hefur mikið stuöst við með-
altöl ýmiss konar. En þau gilda
ekki jafnt alls staðar. Það er
reynsla okkar aö beitarþol stofhun-
arinnar sé ofmetiö á hálendinu en
hins vegar oft á tíðum vanmetiö á
láglendi," sagði Ólafur.
Nú er hafin endurskoðun á beit-
arþolsáætlunum Rannsóknastofn-
unar landbúnaöarins. Næsta haust
mun hefjast vinna við gerð líkans
til þess aö reikna út beitarþol. 1
þetta líkan veröa settir fleiri þættir
en áður hafa verið notaðir til þess-
ara útreikninga. „Það er hægt að
merkja ákveðna tilhneigingu til
þess að beitarþol á hálendinu sé
álitið minna efiir því sem þekking
eykst,“ sagöi Ólafur Guömunds-
son, deildarstjóri hjá stofiiuninni.
Stofnunin hefur ekki gefiö út
beitarþolstölur í nokkurn tíma.
Innanhúsplögg stofnunarinnar
hafa hins vegar lekiö út og hafa
bændur beitt þeim þegar ítölu-
nefndir hafa ákvarðað fækkun ær-
gilda á fjalli. Þessi innanhúsplögg
eru án undantekninga með meira
beitarþoli en ákvarðanir ítölu-
nefnda segja til um.
Um helmingur íslensks sauðfjar
er á hálendisafréttum eða um
320.000 kindur. Auk þess eru hei-
malönd bænda á Vestfjörðum og
Austfjörðum oft á tiðum á hálendi.
Sé miðað við fækkun ítölunefiida á
ærgildum á fjalli má því áætla að
90-180.000 kindum sé ofaukið á há-
lendinu. Þaö skal þó tekið fram að
með fækkun sauðfjár hefur kind-
um víöa fækkað og eru þær sums
staöar komnar langt undir staðl-
ana frá Rannsóknastofnun land-
búnaðarins.
-gse
Nýttfiskverð:
Meðalhækkun er um 5%
Á fundi yfimefndar Verðlagsráðs
sjávarútvegsins í gær var ákveðið
almennt lágmarksverð á fiski. Veröið
gildir frá 1. júní 1988 til 30. september
1988.
Flestar tegundir fisks hækka um
5%, þ.á m. þorskur og ýsa. Ufsi og
karfi hækka töluvert minna eða um
2% en lúða, skata og skötuselur
hækka mun meira. Þessi breyting á
hlutfallslegu verði er gerð með hlið-
sjón af verðmæti tegunda á mörkuð-
um um þessar mundir.
Verðið var ákveðið með atkvæðum
oddamanns og fulltrúa kaupenda
gegn atkvæðum seljenda. Fulltrúar
seljenda, Helgi Laxdal og Sveinn
Hjörtur Hjartarson, sögðu m.a. í
greinargerð fyrir atkvæðum sínum:
„Þessi ákvörðun skilur útgerðina
og sjómenn eftir í miklum erfiðleik-
um og mun þrýsta á aukinn ferskút-
flutning næstu mánuði. Með þessari
ákvörðun er ljóst að Verðlagsráð
sjávarútvegsins er ekki hæft til aö
sinna hlutverki sínu um verðlagn-
ingu á afla.“ ‘StB
Óvíst hvort Helgar-
pósturinn kemur út
- vinna liggur nlðri vegna ógreiddra launa
„Jú, það er rétt, hér er enginn að á aðalfundi.
vinna núna,“ sagði Ólafur Hanni- Samkvæmt heimildum DV mun sú
balsson, ritstjóri Helgarpóstsins, hugmynd hafa verið uppi eftir aðal-
þegar haft var samband við hann í fund félgsins, sem var haldinn 30.
gær. Ólafur sagði að það mundi skýr- maí, að leigja Helgarpóstinn út og
ast nú um helgina hvort út kæmi bjarga þannig fjárhag fyrirtækisins.
blað í næstu viku en hluthafar væru Var sú tillaga komin frá fyrrverandi
nú að vinna að lausn málsins. Það framkvæmdastjóra fyrirtækisins,
mun vera ein og hálf milljón króna Hákoni Hákonarsyni. Staðfesti Ólaf-
sem vantar í laun starfsmanna sem ur að tillagan hefði komið fram og
fengu ekki útborgaö um síöustu verið rædd af framkvæmdastjórn
mánaðamót. Þá hafa lausafólki ekki fyrirtækisins. Sagðist Ólafur ekki
verið greidd laun síðan í apríl. vita á hvaða verði átti að leigja blaö-
Helgarpósturinn er nú á tíunda ári ið út.
en á eigi að síður nokkuð skrautlega Þá mun hanga yfir blaðinu hálfrar
fortíð og hlutafélög þau sem að blað- milljón kr. víxill vegna launagreiðslu
inu hafa staðið hafa borið litrík nöfn. í síðasta mánuöi. Þessi víxill setur
Fyrst var HP stofnaður um helgar- rekstur blaðsins í óvissu því hann
blað Alþýöublaðsins og gefmn út af er með þeim ósköpum að gefa eig-
Blaði hf. Þá stofnuðu starfsmenn fyr- anda sínum heimild til að hirða eigur
irtæki sem hét Vitaðsgjafi, sem varð HP fyrirvaralaust. Víxillinn hefur
gjaldþrota en var bjargað með hluta- hlotið nafnið: „Hraðfleygur víxill
fjáraukningu frá þeim sex aðilum undir beltisstað“ í sjálfskrufningar-
sem stofnuðu Goðgá 1984. Það fyrir- grein í síðasta HP. Útgefandi víxils-
tæki gekk vel þar til fór að halla ins er Sigurður Ragnarsson, fyrrver-
undan fæti á síðasta ári, en þá var andi stjórnarmaður HP, en Ólafur
tap fyrirtækisins sjö milljónir. Ein Thoroddsen lögfræðingur er nú
af ástæðum þess að núverandi meiri- handhafi víxilsins. Reyndar er hægt
hluti náði völdum á aðalfundi blaðs- að vefengja víxilinn vegna þess að
ins fyrir stuttu er sú aö fyrirtækið aðeins einn stjórnarmaður skrifar
Fjaðrablik er til gjaldþrotaskipta. upp á hann. Þá er óljóst hver var
Þess vegna féllu atkvæði þess niður eigandi víxilsins í upphafi. -SMJ
Heimíldir til eriendrar lántóku:
800 milljónir þóttu ekki nóg
Fjölmargar umsóknir um erlend gegn að engin ákveðin upphæö er
lán vegna Qárhagslegrar endur- nefhd sem þak.
skipulagningar fyrirtækja hafa bo- Þessi lán munu bætast við sífellt
rist viðskiptaráðuneytinu eftir vaxandi erlendar skuldir atvinnu-
yfirlýsingu ríkissijórnarinnar tnn fyrirtækja. Aður var gert ráð fyrir
auknar heimildir til slíkra lána. að þau tækju um 5,8 milljarða að
Enn hefur engin heimild verið af- láni á þessu ári. Auk þess taka
greidd. lánastofnaiúr um 1,6 milljarða að
í yfirlýsingunni er ekki tekiö láni og endurlána þá fyrirtækjum
fram hversu rúmar heimildir á að í flestum tilfelluín. Ný erlend lán
veita. Alþýðuflokkur og Sjálfstæð- hins opinbera eru hins vegar ekki
isflokkur vildu sefja þak á þessar áætluö nema 1,8 milljarðar á þessu
heimildir og miða við 800 milíjónir. ári.
Framsókn fékk það hins vegar í -gse