Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1988, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1988, Side 13
LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988. 13 Súld með sína fyrstu plötu Djassstormur Islenskur djass er fyrirbæri í tón- listarlífi landsmanna sem viö fyrstu sýn virðist fara heldur hljótt. Ekki vegna þess að framtakssemi skorti hjá þeim sem þessa tónlist stunda, hvað tónleikahald varðar, heldur fyrst og fremst sökum þess hve lítið hefur verið gefið út af íslenskum djassi á hljómplötum. Hljómplötuút- gáfa er j ú bráðnauðsynleg fy rir tón- listina eigi hún að ná til annarra en þeirra sem stunda tónleika að ráði. Það er því ætíð fagnaðarefni þegar fréttir berast af útgáfu djassplötu hér á landi. Slíkt átti sér staö fyrir ör- fáum dögum þegar fyrsta breiðskífa djass-sveitarinnar Súldar leit dags- ins ljós. Súld hefur nú starfað í tvö ár og er almennt talin ein af fram- bærilegustu djass-sveitum landsins um þessar mundir. Á þeim tveim árum, sem hún hefur starfað, hafa orðið nokkrar breytingar á mann- skap en í dag skipa Súld þeir Stein- grímur Guðmundsson á trommum, Stefán Ingólfsson á bassa, Lárus _ Grímsson á hljómborð og flautu, Pól- verjinn Szymon Kuran á fiðlu og svo HoÚendingurinn Maarten van der Valk sem leikur á víbrafón og slag- verk. Bakgrunnur þeirra flestra í tónlistinni er mikill, ýmist hafa þeir fengist við klassíska tónlist, elektr- óníska tónlist eða, að sjálfsögðu, djass í meira en fimmtán ár. Auk plötuútgáfu nú hefur hljóm- sveitin spilað víða undanfarið ár og er þar helst að nefna þátttöku hennar á tónleikahátíð í Kanada síðastliðið sumar. Ég hitti Steingrím Guö- mundsson trommuleikara í æfinga- húsnæði hljómsveitarinnar á dögun- um og ræddi stuttlega við hann, m.a. um þessa tónleika í Kanada: „Seinasta sumar fórum viö til Kanada og spiluðum í Montreal á ' mjög stórum útitónleikum sem eru haldnir á hverju ári. Um 10-15 þús- und manns voru þarna viðstaddir og Aar þetta það skipti sem viö höfum upplifað aö fólk virkilega kunni að meta tónlistina sem viö spilum. Viö fórum svo aftur til Kanada 20. júní og ferðumst til fjögurra borga, til Calgary, Toronto, Montreal og Winnipeg en þar spilum við m.a. fyr- ir íslendinga. Síðar langar okkur einnig til að fara j afn vel til Skandin- Þorsteinn Högni Gunnarsson útgáfan hefur tafist mikið. Platan öll var tekin upp á hundrað tímum sem er frekar stuttur tími. Við hljóð- blönduðum svo yfir á D AT-spólu, sem er nýtt kerfi, þannig að hljóm- burðurinn ætti að vera sæmilegur ef allt hefur tekist vel í skurði. Þetta er allt frumsamin tónlist sem verður svolítiö öðruvísi á plötunni en þegar við spilum á tónleikum vegna þess að aðhaldið er meira og menn hafa ekki eins mikið frelsi. Við ákváðum að hafa sólóin frekar stutt til þess að lögin yrðu ekki langdregin. Á sum- um plötum, sem maður heyrir, er kannski eitt lag sem nær yfir heila hhð með tíu mínútna sóló, og slíkt fellur kannski ekki í kramið hjá mörgum. í heild veröur tónlistin fág- aðri í stúdíói en á tónleikum þar sem hver fær eins löng sóló og hann vill. Okkur til aðstoðar á plötunni er svo Friörik Karlsson gítarleikari en hann kemur við sögu i tveimur lögum.“ Er mikil samvinna á milli hljóm- sveitarmanna þegar tónlistin er sam- in? „Upprunalega vorum það mest við Szymon sem sömdum en síðan sem- ur Stefán Ingólfsson mikið. Á plöt- unni eru lög eftir okkur alla þrjá. En raunar erum við með tónlist eftir alla meðlimi hljómsveitarinnar því menn koma með lag á æfingu en síð- an er það útsett í sameiningu." Hvað finnst þér um umfiöllun um djass á íslandi? Er hún of lítil? „Útvarpsstöðvar spila voðalega lít- inn djass og sá djass sem er þá í út- varpi er alltaf ákveðin tegund. Þaö vantar allra handa djass, þaö sem er að gerast í dag. New Age tónlist er t.d. óþekkt fyrirbæri hérlendis. í blööum finnst mér almennt tónlist fá of htla umfiöllun. Maður sér t.d. að íþróttir eru nánast hálft blaðið en plötudómar eru ekki til.“ Þar með var tíminn þotinn frá okk- ur því Steingrímur þurfti að halda áfram með æfingar og undirbúning fyrir væntanlega tónleikaferð til Kanada. Ég hélt hins vegar heim á leið til að verða mér úti um nýju plöt- una og kynna mér það sem Súld er að leggja af mörkum til djasstónlist- arinnar á íslandi. Gæti hugsað mér margt verra að gera, eiha kvöldstund eða svo... avíu og Evrópu því viö teljum okkur hafa tónlist sem er frambærileg á erlendri grund eða hvar sem er, en það er ekki auðvelt að starfa ein- göngu hér.“ Hvers konar djass er Súld að flytja? Eru einhver sérkenni í tónlist ykkar? „Það eru náttúrlega ýmis áhrif sem eru aö koma fram og maður hefur nú séð í greinum um okkur að ýmsir hafa kallaö hljómsveitina bræðings- eða „fusion“-hljómsveit. En það eru ýmis önnur áhrif eins og „New Age“ tónhst sem er blanda af þjóðlögum, klassík, djass, poppi og austrænni tónhst. Það má kannski segja að við höfum smákeim af því. Annars er það stefna hjá okkur að hafa sem mest úr öhum stefnum. Þannig höf- um við mikið pláss fyrir sóló og fyrir hverthljóðfæri." Nú eruð þiö aö gefa út ykkar fyrstu breiðskífu. Geturðu sagt okkur eitt- hvaðumhana? „Platan heitir Bukoliki, sem er nafn úr pólskum þjóðsögum, og er gefin út í samvinnu við Grammið. Við tókum plötuna upp í janúar en UTBOÐ Klæðingar á Suðurlandi 1988 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum i ofan- greint verk. Lengd vegarkafla 25 km, alls 1 50 þús. fermetrar. Verki skal lokið 31. ágúst 1988. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Selfossi og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 6. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 13. júní 1988. Vegamálastjóri OPIÐ UM HELGINA laugardag 10-16 og sunnudag 13-16 Vinsælu Dallastjöldin eru komin. 4-6 manna, 3-5 manna Ægistjöld og himnar. 4 manna hollensk tjöld m/himni, kr. 9.003. STEYPUMÓTAEININGAR Thermomurerán efa einfald- asta steypumótakerfi sem nú fyrirfinnst. Þetta eru steypumót sem hægt er að raða upp og steypa í samdægurs. Fyrir utan að spara bæði fé, fyrirhöfn og stytta byggingartíma er þó einn mikilvægur þáttur ónefndur sem er e.t.v. sá mikilvægasti fyrir íslenskar aðstæður, en það er í sambandi við steypu- skemmdir. THERMOHÚS-BYGGINGARKERFIÐ SPARAR TlMA OG PENINGA Thermomurveggur er byggður upp þannig: 5 cm einangrun að utan, 15 cm steyptur veggur með járnabindingu, síðan er 5 cm einangrun að innan. K-gildi veggjarer K = 0,24 __________ Tæknilegar upplýsingar veitir IÐNVERK hf. byggingarþjónusta Hátúni 6A - 105 Reykjavík - PO.Box 5266 S 91-25945 og 91-25930

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.