Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1988, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1988, Page 18
18 LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988. Krzysztof Penderecki tónskáld. Penderecki Tónskáld innblásturs og fundvísi fTíártwaM*------------- 1 l ^ WN •r .w-'’-00'1". cww<W»*'> I iVfHA''**79 .1 iiAVltfW** V ... •••'-■'- jwgfc*ítt' STAÐGREÐSLU BERAÐ SUNDURUÐA og skta mánaðatega Launagreiðendum ber að skila sundurliðun á staðgreiðslu opinberra gjalda launamanna. Sundurliðuninni ber að skila mánaðarlega með skilagrein vegna launagreiðslna fyrir næstliðinn mánuð. Heimilt er að senda útskrift úr launa- bókhaldi launagreiðanda, þar sem fram koma sömu atriði og krafist er á sundurlið- unaryfirliti. Eyðublað fýrir sundurliðun verður sent launagreiðendum mánaðarlega. Skil vegna reiknaðs endurgjalds eru óbreytt. Gjalddagi skila er 1. hvers mánaðar. Ekki er nægilegt að greiða greiðsluna í banka eða póstleggja hana fyrir eindaga. Greiðslan þarf að berast skrifstofu inn- heimtumanns í síðasta lagi á eindaga. Greiðslur sem berast eftir það munu sæta dráttarvöxtum. Póstleggið því greiðslur tímanlega. -Skilið tímanlega -forðist örlröð RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Pólska tónskáldið Krzysztof Pend- erecki vakti heimsathygli 1959, að- eins 25 ára gamall. Þrjár tónsmíðar hans voru frumfluttar það ár, Strofy, Emanacja og Davíðssálmar, í keppni ungra tónskálda í Varsjá og unnu allar til verölauna. Þetta var alþjóð- leg keppni og því valið á milli verka úr öllum heimshornum. Að sami maður ynni til fyrstu, annarra og þriðju verðlauna var og er auðvitað einsdæmi. En þetta er nú einu sinni söguleg staðreynd. Síðan þetta var hefur Penderecki verið í fremstu víglínu nútímatón- listar og verk hans verið meö mest fluttu verkum heims. Harmljóðið um fórnarlömb Hiroshimaslyssins, sem fékk verðlaun á alþjóðlegri stefnu tónskálda í Paris 1961, tryggði hon- um öruggan sess í hópi meistaranna, en það verk er líklega mest flutta strengjaverk sem samið hefur verið á þessari öld, og kannski það frum- legasta. En það verk, sem haldið hef- ur nafni hans lengst og hæst á lofti, er þó passían mikla sem byggö er á Lúkasarguðspjalli, kynngimagnað stórvirki sem unnið er af miklu list- fengi og trúarvissu. Sem trúartón- skáld á Penderecki sér fáa líka á þessari öld og líklega engan á meðal sinnar kynslóðar. Þaö væri helst hægt að jafna honum við Olivier Messiaen hinn franska, sem er 25 árum eldri, þ.e.a.s. ef horft væri fram hjá hvað vinnubrögð þeirra og fræði- leg afstaða er gjörólík. Að því leyti eru Penderecki og Messiaen sem dag- ur og nótt. Sá fyrrnefndi er í raun- inni einfaldur og beinskeyttur í tján- ingu, maður innblásturs og fundvísi, hinn kröfuharður kenningasmiður Listahátíð Leifur Þórarinsson og nostrari. Annar hljómsveitar- stjóri og baráttumaöur, hinn organ- isti og elskaður og virtur kennari. Það er of langt mál að telja upp öll meiri háttar afrek Pendereckis, hvað þá að tíunda ævistarf hans í smáat- riðum. Hann hefur samiö fjölda kammerverka, hljómsveitarverka og söngverka sem stöðugt eru flutt í tónlistarhöllum heims vítt og breitt. En hér á landi hefur því miður sama og ekkert verið flutt af verkum hans og reyndar man ég ekki eftir neinu stóru nema Dies Irae, óratóríunni um skelfmgar Auschwitz, sem Guð- mundur Emilsson stjórnaði fyrir margt löngu. Það er því ekki lítið fagnaðarefni að meistarinn er nú sjálfur mættur hér á Listahátíö, með Fílharmóníuhljómsveitina frá heimaborg sinni Kraká, kór og ein- söngvara og ætlar að stjóma einu sínu nýjasta og magnaðasta stór- verki, Pólskri sálumessu, requiem. Þetta verk hefur flogið um heiminn síðustu mánuði og knúið fram sterk viðbrögð áheyrenda sem þyrpast aö heyra það hvar sem það er flutt. Það er ekki að efa að íslenskir áheyrend- ur bíöa einnig spenntir eftir þessum viðburði, enda eru reyndar kórverk, sérstaklega stór kirkjuverk eins og requiem fyrir söng og mikinn hljóð- færaslátt, næstum hvers manns hug- ljúfi hér á landi, hvaö sem annars veldur. En það er líka önnur ástæða til að fagna þessari heimsókn frá Póllandi. Hún er sú, aö þarna er um að ræða þá hljómsveit sem Bogdan Wodiszco starfaði við einna lengst á sinni fjölbreyttu starfsævi, en hann er sá útlendingur sem íslenskt tón- listarlíf á einna mest að þakka, bæði fyrr og síðar. Blessuð sé minning hans. LÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.